Akureyri - 15.05.2014, Page 1
18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014
VI
KU
BL
AÐ
50% munur á meðaleinkunn
Í nýrri skýrslu mennta- og menningar-
málaráðuneytis um brottfall nemenda
kemur fram að meðaleinkunn nemenda
sem innritast í eftirsóttustu framhalds-
skóla landsins er yfir ágætiseinkunn.
Mikill munur er á meðaleinkunn ný-
nema eftir framhaldsskólum.
Í skýrslu MMR var safnað gögnum
frá framhaldsskólnum um innritun
nemenda í framhaldsskóla. Flestir skól-
ar raða umsækjendum eftir einkunnum.
Gildir þá sú regla hjá þeim skólum sem
fá fleiri umsóknir en þeir geta tekið við,
að þeir sem hafa hæstu einkunnirnar
komast fyrstir inn í skólann. „Það er
því ljóst að skólar eru að taka við mis-
jöfnum hópi nemenda þegar litið er til
námsárangurs þeirra við útskrift úr
grunnskóla,“ segir í skýrslunni.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að
lokaeinkunnir úr grunnskóla hafa mest
forspárgildi um námsgengi í framhalds-
skóla. Í ljósi þessa er gagnlegt, sam-
kvæmt því sen segir í skýrslunni, að sjá
hve mikill munur er á einkunnum 10.
bekkinga eftir því í hvað skóla þeir fara.
Svo horft sé á meðaleinkunnir nýnema
(fæddir 1997) í íslensku, ensku og stærð-
fræði eftir því í hvaða framhaldsskóla
þeir fengu inngöngu haustið 2013 sést að
Menntaskólinn í Reykjavík og Verslun-
arskóli Íslands fleyta einkunnarjómann.
Meðaleinkunn þeirra sem innrituðust í
MR haustið 2013 var ríf ágætiseinkunn
eða 9,12. Meðleinkunn innritaðra nem-
enda í Versló var 9,03.
Svo horft sé til akureyrsku fram-
haldsskólanna tveggja var meðal-
einkunn nemenda sem innrituðust
síðasta haust í MA 8,15. Meðaleinkun
innritaðra nemenda við VMA var 6,7.
Munur á meðaleinkunn nýnema er
ríflega 50% eftir skólum ef allt er borið
saman.
Sjá nánar bls. 2 og 4 -BÞ
- Hækkum frístundastyrk barna í 25.000 kr.
og greiðum til 18 ára aldurs.
- Tíðari og markvissari strætóferðir
– minna skutl!
- Eum nýsköpun og fjölgum
vel launuðum störfum.
GER
UM
SKE
MMT
ILEG
RI
skemmtilegriakureyri.is
6 Ólína 2 Sigríður
7 Árni 5 Eiður 3 Bjarki
8 Friðbjörg 4 Dagbjört1 Logi
BÍLDSHÖFÐA 12 - 110 RE YK JAVÍK - SÍMI: 577 1515 - WWW.SKORRI.IS
TUDOR RAFGEYMAR
Skeljungur hf - Oddeyrarskála – 600 Akureyri – Sími: 444 3160
MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA
TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI
HVORKI FLEIRI NÉ færri en 300 leikskólabörn heimsóttu Slökkvilið Akureyrar í fyrradag. Brunaslangan og vatnsflaumurinn úr henni vakti hvað
mesta lukku. Völundur.