Akureyri - 15.05.2014, Qupperneq 6
6 18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014
Stuðningur við kynjakvóta
L-listinn varar við vegna sjávarútvegsauðlindarinnar að „skattað sé til tjóns“
Akureyri vikublað hefur lagt
nokkrar spurningar fyrir oddvita
allra framboðanna sjö sem bjóða
munu fram fyrir bæjarstjórnar-
kosningar á Akureyri 31. maí nk.
eftir rúman hálfan mánuð.
Í þessu tölublaði verður greint
frá svörum fulltrúanna við tveimur
spurningum blaðsins. Áfram mun
boltinn rúlla fram að kosningum,
enda skylda fjölmiðla að upplýsa
kjósendur um afstöðu stjórnmála-
manna og viðhorf til nokkurra
álitaefna sem brenna á samfé-
laginu. Hér á eftir fara svör odd-
vitanna í stafrófsröð eftir nöfnum
frambjóðenda:
HVER ER ÞÍN SKOÐUN
Á KYNJAKVÓTUM?
Guðmundur Baldvin Guðmunds-
son, oddviti Framsóknarflokksins:
„Ég tel að kynjakvóti sé réttlætan-
legur á meðan við vinnum að því
að auka hlut kvenna í stjórnmálum.
Ég tel að góð og heilbrigðari stjórn-
un fáist best með sjónarmiðum og
röddum beggja kynja.“
Gunnar Gíslason oddviti Sjálf-
stæðisflokksins: „Sjálfstæðisflokk-
urinn telur það grundvallaratriði að
tryggja jafna stöðu og jöfn tækifæri
kvenna og karla. Það getur þurft að
nota kynjakvóta tímabundið til að
ná fram því markmiði.“
Hlín Bolladóttir, oddviti Dögun-
ar á Akureyri: „Það er vitað að
erfiðara hefur reynst að fá konur
til starfa í stjórnmálum en karla.
Fyrir því geta verið ýmsar ástæður
og ekki ósennilegt að hefðin um að
karlar sinni þessum málum sé enn
of rík. Þessar hefðir þarf að rjúfa
og tel ég að árangursríkasta leiðin
sé að kenna kynjafræði strax í leik-
og grunnskólum. Það væri líkleg-
asta leiðin til að gera jafnrétti sjálf-
gefið. Eiginlegt jafnrétti snýst um
svo miklu meira en bara kynin. Við
þurfum að tileinka okkur þá hugs-
un að uppruni okkar, kyn og að-
stæður í lífinu sé allt jafn rétthátt.“
Logi Már Einarsson, oddviti
Samfylkingarinnar: „Jafnrétti kynj-
anna er auðvitað brýnt réttlætismál.
Á meðan við höfum ekki náð því eru
kynjakvótar ekki einungis réttlæt-
anlegir heldur oft bráðnauðsynleg-
ir. Markmiðið hlýtur þó að vera að
gera þá þarflausa. Jafnrétti, í víð-
tækasta skilningi þess orðs, hlýtur
að vera það eftirsóknarverðasta
sem samfélag stefnir að.“
Margrét Kristín Helgadóttir,
oddviti BF: „Takmarkið hlýtur að
vera að allir hafi sömu möguleika
og sömu tækifæri burtséð frá kyni
og öllu öðru sem notað er til að
flokka fólk í sundur. Allir eiga að
hafa rétt á því að þeir séu metnir
að verðleikum. Til að flýta fyrir
því að komast nær þessu takmarki
getur verið réttlætanlegt að nota
kynjakvóta og í raun er hann eina
leiðin til að jafna stöðu kynjanna
eins og staðan er í dag. Svo ég fái
lánaða setningu frá Sögu Garðars-
dóttur leikkonu; „Kynjakvótar
eru til að koma fullkomlega fram-
bærilegum stelp um á mið sem þær
eru ragar við að róa á af því að þær
hafa ekki fengið sjókort og áttavita.
Að fá þær í áhöfn er hreinn gróði
fyrir strákana því þær koma með
ný veiðarfæri um borð!“ Nema
þetta á auðvitað jafnt við um karla
og konur!“
Matthías Rögnvaldsson oddviti
L-listans: „Það á alltaf að gæta
jafnræðis og tryggja jafnræði kynja
í sínu starfi og áætlunum. Launa-
mun ber að útrýma að sama skapi.“
Sóley Björk Stefánsdóttir, odd-
viti VG: „Það er augljós kynja-
skekkja í samfélaginu okkar og ég
er fylgjandi kynjakvótum til að
stytta það sem virðist ætla að verða
eilífðar bið eftir raunverulegu jafn-
rétti.“
VEIÐIGJÖLDIN UMDEILD
Hver er skoðun þín á veiðigjöldum?
Voru mistök hjá ríkisstjórninni að
eitt fyrsta þingverkið síðasta sum-
ar væri að bæta hag útgerðarinnar?
Þekkt er að gríðarhagnaður varð
af afkomu margra stórra sjávarút-
vegsfyrirtækja á sama tíma og auk-
ið skattfé gæti bætt almannahag.
Guðmundur Baldvin Guð-
mundsson: „Ég hef verið fylgj-
andi hóflegu auðlindagjaldi en
hins vegar verður að gæta þess að
gjaldið sé ekki svo íþyngjandi að
það komi niður á eðlilegum rekstri.
Sérstaklega hef ég áhyggjur af með-
alstórum og minni fyrirtækjum þar
sem of hátt gjald gæti leitt til enn
frekari samruna í greininni, sem ég
tel miður. Ég vil sjá að stærsti hluti
veiðigjaldsins renni til þess lands-
svæðis þar sem það verður til.“
Gunnar Gíslason: „Réttlát veiði-
gjöld eru sjálfsögð og eiga að bæta
almannahag.“
Hlín Bolladóttir: „Já það voru
einfaldlega mistök vegna þess að
þetta er auðlind sem á að vera í
eigu allra landsmanna.“
Logi Már Einarsson: „Ég er
fylgjandi því að þeir sem nota sam-
eiginlegar auðlindir greiði af þeim
gjöld sem renna í sameiginlegan
sjóð landsmanna. Þetta á einnig
við um sjávarútveginn. Ég er ósam-
mála lækkun ríkisstjórnarinnar á
veiðigjöldum eins og hún birtist nú.
Ekkert bendir til þess að núverandi
gjald sé of hátt miðað við verðmæti
þessarar þjóðarauðlindar. Ég tel
að útboð á veiðileyfum sé raunhæf
og skynsamleg leið til að leggja
mat á umfang auðlindarentunnar,
auk þess sem útboð færir eiganda
auðlindarinnar, almenningi, eðli-
legan arð af henni. Sá arður verð-
ur þá í samræmi við raunverulega
greiðslugetu útgerðarinnar hverju
sinni. Sú leið jafnar aðstöðu nýliða
og þeirra sem fyrir eru í greininni.“
Margrét Kristín Helgadóttir:
„Björt framtíð leggur mikla áherslu
á að auðlindir séu meðhöndlaðar á
ábyrgan hátt og afrakstur auðlind-
anna verði sem mestur fyrir þjóð-
félagið í heild. Björt framtíð telur
að ekki hafi verið lögð fram sann-
færandi rök fyrir því að afrakstur
til þjóðarinnar í heild af sjávarauð-
lindinni hafi verið aukinn með því
að lækka veiðigjöld í því árferði
sem nú er.“
Matthías Rögnvaldsson: „Það er
engum í hag að skaða rekstur með
skattheimtu eða öðrum gjöldum.
Það þarf gæta þess að skatta ekki
til tjóns, á sama tíma og tryggja
þarf réttlátar heimtur af sameign
þjóðar okkar og þær heimtur skili
sér betur í heimabyggð.“
Sóley Björk Stefánsdóttir: „Ég
held það hafi svosem ekki verið
mistök heldur gert af yfirlögðu ráði
að færa fjármagnið frá grunnþjón-
ustu samfélagsins yfir í vasa út-
gerða. Mér finnst eðlilegt að samfé-
lagið fái arð af okkar sameiginlegu
auðlindum.“ a
Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is
Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00
Frábært úrval af minnismerkjum!
Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla
GUÐMUNDUR
BALDVIN GUÐ-
MUNDSSON
GUNNAR
GÍSLASON
HLÍN BOLLA-
DÓTTIR
MATTHÍAS
RÖGNVALDS-
SON
SÓLEY BJÖRK
STEFÁNSDÓTTIR
LOGI MÁR
EINARSSON
MARGRÉT
KRISTÍN HELGA-
DÓTTIR
X KOSNINGAR 2014
EFTIR RÚMAN HÁLFAN mánuð verður hart barist um 11 stóla í bæjarstjórn Akureyrar. Völundur