Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 8
8 18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LAST fá þeir sem eru alltaf „með í
eyrunum“ og huga ekki að umhverfi sínu.
Svo skrifar lesandi í bréfi til blaðsins. „Ég
er einn þeirra sem hjóla daglega bæinn
þveran og endilangan alla daga. Í dag er
það þannig að það heyrir til undantekn-
ingar að bjalla á hjóli komi að réttum not-
um þegar ég tek fram úr gangandi veg-
farendum. Ástæðan er sú að ,,allir“ (með
örfáum undantekningum) eru með tónlist
í eyrunum þegar þeir eru úti að ganga og
heyra ekki í bjöllunni. Ég t.a.m. hef aldrei
neitt í eyrunum til þess að heyra betur t.d.
í bílum og öðrum vélknúnum faratækjum
og heyra bara almennt umhverfishljóð.
Spurning hvort fólk ætti ekki að láta duga
að hafa tónlistina í öðru eyranu í einu,“
segir bréfritari...
LAST fá Akureyringar sem ekki nota
stefnuljós. Svo segir íbúi í bréfi til blaðsins.
„Það er sorglegt að keyra á eftir sama
bílnum og sjá hann taka hverja beygjuna
á eftir annarri en gefa aldrei stefnuljós.
Maður sér varla nokkurn bílstjóra gefa
stefnuljós þegar beygjur eru teknar. Sem
betur fer eru þó nokkrar hræður sem
kunna þetta ennþá,“ segir íbúinn...
LAST fær sá sem sendi inn LAST í
síðasta dálki um að forstöðumanneskja
Sundlaugar Akureyrar bæri ábyrgð á að
ekki bæri flaggað á hátíðardögum. Svo
segir íbúi sem sendi blaðinu tölvupóst.
„Þarna þykir mér tilvísunin vera full
persónuleg. Betra hefði verið að setja
„lastið“ (ef LAST má kalla) á stofnun-
ina eða Akureyrarbæ,“ segir íbúinn...
LOF fær Þórhalla í Hagkaupum sem
veitti viðskiptavini „frábæra þjónustu“
á dögunum. Svo mælir ánægður kúnni.
Fjölskylda var að leggja í hann frá Akureyri
til Reykjavíkur og hafði ætlað að kaupa
geisladisk með Pollapönki til að stytta
ferðalagið fyrir tvo unga farþega. Disk-
urinn reyndist uppseldur. Nokkrum mínút-
um eftir að fjölskyldan hvarf vonsvikin frá
og sá fram á langt ferðalag til borgarinnar
hringdi verslunarstjóri Hagkaups á Akur-
eyri í viðkomandi og sagði diskinn kominn.
Ferðin var ekki hafin og eftir heimsókn í
Hagkaup ómuðu bjartar raddir í bilnum
þar sem Burtu með fordóma var spilað alls
24 sinnum á leiðinni...
AKUREYRI VIKUBLAÐ 18. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014
ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is.
AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193.
RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri.
UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING
14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
ÁFRAM HELDUR LEITIN að Akureyringum sem eiga sér tvífara. Lesendum eru þökkuð góð viðbrögð en það rignir hreinlega inn hugmyndum
að tvíförum og er lesendum þökkuð mikil og góð þátttaka í þessu græskulausa gríni. Þessa vikuna verður sýnt fram á sláandi líkindi milli Villa
naglbíts og leikarans kunna Colin Farrel eins og myndin að ofan er dæmi um. Ekki leiðum að líkjast. Fyrir Colin Farrel sko!
AÐSEND GREIN LOGI MÁR EINARSSON
Um flugvallarumræðuna
Hugsið ykkur mann sem horfir glað-
beittur framan í heiminn og heldur
að hann hafi höndlað hinn endalega
sannleik. Veltið fyrir ykkur samfélagi
sem telur sig hafa dottið niður á svo
fullkomið fyrirkomulag að
ekki sé hægt að gera betur.
Maðurinn er líklegur til
þess að ráfa um í eigin fá-
visku og samfélagið dæmt
til þess að staðna og drag-
ast aftur út.
Það sem einkum skil-
ur manninn frá öðrum
dýrategundum er gríðar-
leg hugkvæmni, færni til
þess að læra af öðrum og
miðla þekkingunni áfram.
Óslökkvandi forvitni og
ásókn eftir betra lífi hefur
drifið mannkynið stöðugt
áfram. Sigrarnir vinnast ekki
einungis með hinum stóru
uppgötvunum eins og hagnýtingu
eldsins, hjólinu eða internetinu. Líka
í því smáa; oft með þrotlausri vinnu
og snjöllum lausnum, í kjölfar langs
efasemdatímabils. Þannig varpaði
Tryggvi Helgason frambjóðandi Lýð-
ræðisflokksins því fram fyrir 45 árum
að réttast væri að bora göng í gegn-
um Vaðlaheiðina. Hann var hleginn út
af borðinu og hætti í pólitík. Fluttist
síðar til Ameríku þar sem hann fylgist
aldraður með gangaframkvæmdum úr
fjarlægð.
Að undanförnu hef ég orðið fyrir
talsvert harðri gagnrýni vegna afstöðu
minnar til framtíðar Reykjavíkur-
flugvallar. Það er reyndar undarlegt
ef þetta verður stórt kosningamál
hér, þar sem búið er að festa flugvöll-
inn í sessi til 2022. Ég kemst þó ekki
hjá því að skýra afstöðu
mína vegna sóðalegrar
greinar Þorkels Ásgeirs
Jóhannssonar, flugstjóra
Mýflugs, sem birtist á
vefnum BB.is og var tek-
in upp á visir.is (http://
www.visir.is/sakar-odd-
vita-samfylkingarinn-
ar-um-ad-ganga-gegn-
-hagsmunum-baejarbua/
article/2014140509182).
Þar voru mér gerðar upp
skoðanir og sakaður um
að skeyta ekki um hags-
muni Akureyringa.
Ég vil öflugt innan-
landsflug og tel að Reykja-
vík sem höfuðborg beri ríkar skyldur
í því samhengi. Það verður þó að sýna
því skilning ef Reykvíkingar vilja
breyta núverandi fyrirkomulagi og
skoða rækilega hvort finnst lausn sem
sameinar þessi sjónarmið. Í svari til
blaðamanns í kjölfar nefndrar greinar,
orðaði ég þetta svona:
“Það er að sjálfsögðu gríðarlega
mikilvægt að aðgengi allra lands-
manna að höfuðborginni sé gott og
sjúkraflutningar eins skilvirkir og
nokkur er kostur. Það er hins vegar
líka bráðnauðsynlegt að Reykjavík
nái að styrkjast og þróast til langrar
framtíðar. Af hverju látum við þetta
mál ekki vera prófstein á það hvort við
getum tekist á við flókin viðfangsefni
og leyst þau farsællega án gífuryrða og
skætings? Viðfangsefnið ætti ekki bara
að vera að halda aðstöðu til sjúkra-
flutninga og aðgengi að höfuðborginni
óbreyttu heldur að þjónustan verði enn
betri. Á meðan sú lausn er ekki fundin
á flugvöllurinn að sjálfsögðu ekki að
víkja úr Vatnsmýrinni.”
Og við þetta stend ég. Það er oft
þegar maðurinn stendur frammi fyrir
flóknum og að því er virðist óleysan-
legum viðfangsefnum sem snilli hans
kemur best í ljós. Ég vil því gefa þeirri
nefnd sem nú er að störfum, m.a. fyrir
tilstuðlan ríkisins, umsamið svigrúm
til þess að finna lausn sem hámarkar
ávinning allra landsmanna.
Mér þykir leitt að þessi sjónarmið
skuli vera kölluð svik við Akureyringa
en ég mun þó ekki láta kúga mig eða
hræða til þess að horfast í augu við
hlutina af þröngsýni í stað víðsýni.
Kjósendur verða svo að gera upp
við sig hvort þeir treysti betur stjórn-
málamönnum, sem neita að hlusta á
aðra, sannfærðir um að hin endanlega
lausn sé fundin eða þeim sem trúa því
að mannsandanum séu fá takmörk
sett og hann eigi að virkja, með sátt að
leiðarljósi, í þágu heildarinnar.
Höfundur skipar 1. sæti á lista
Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar á Akureyri
Alltaf sama
sagan...
Það er töff hjá Sigurði Kristinssyni, prófessor í heim-speki við Háskólann á Akureyri, einum skólamanna
utan höfuðborgarsvæðisins, að taka sér stöðu gegn ráðandi
öflum og að því er virðist gegn almenningsálitinu með
því að gagnrýna lífsýnasöfnun Kára Stefánssonar. Það
er beinlínis skylda Sigurðar sem fræðimanns að spyrja
spurninga sem ekki höfðu áður komið fram vegna söfn-
unarinnar, vara við álitaefnum. Það var einmitt rauði
þráðurinn í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Að fræðimenn,
sérfræðingar, fjölmiðlar og aðrir sem hafa mikið að segja
um gang lýðræðis á hverjum tíma þyrðu að stíga fram og
segja meiningu sína, ekki síst þegar meiningin gekk gegn
ráðandi hugarfari.
Rannsóknarskýrslan var skrifuð til að gera upp liðna
tíð. Hún varpaði t.d. ljósi á að blaðamenn gerðu sig seka
um að varpa burt sjálfstæði sínu í umfjöllun í aðdraganda
hruns. Gagnrýnni hugsun var fórnað á altari peninga-
hyggju og heimskulegrar trúar á kraftaverk um að mikið
gæti orðið úr engu. Þar vóg þungt sú hugmynd að við
Íslendingar værum óendanlega spes, að speslögmál hlytu
að gilda um slíka yfirburða spesþjóð. Þeir blaðamenn sem
ekki tóku þátt í klappkórnum heldur spurðu gagnrýnna
spurninga voru oft fremur illa þokkaðir í aðraganda hruns.
Þess minnist ég vel. Reynt var að kaupa þá burt eða ýta
þeim út í horn en það átti ekki að breyta því að blaðamenn
verða að gera fleira en þeim gott þykir. Einsleit hjörð eins
og Íslendingar getur lent í miklum vanda ef blaðamenn
fara að líta á starf sitt sem vinsældakeppni.
Fyrirsögnin í Fréttablaðinu sl. mánudag er kannski
lýsandi fyrir að þjóðin hafi lítið lært af skilaboðum Rann-
sóknarskýrslu Alþingis. “Gagnrýni siðfræðinga ómakleg“
er fyrirsögn fréttar sem segir frá hörðum viðbrögðum
ráðandi einstaklinga við gagnrýni siðfræðinganna. Þeir
sem gagnrýna siðfræðingana hafa margir hverjir hags-
muni af skoðun sinni. Er til eitthvað meinfyndnara eða
kaldhæðnara en þessi fyrirsögn hjá þjóð sem sór þess eið
eftir hrun að taka sig á siðlega?
Ef grannt er skoðað verður ekki séð að siðfræðingarnir
hafi neina hagsmuni af því að segja hluti sem þeir vissu
að yrði ekki vinsælt að segja. Þeir hafa menntað sig og
sérhæft sig í siðlegum álitaefnum. En skynsemi þeirra og
sjálfstæði drukknar í hjarðhyggjunni. Alltaf sama sagan.
Ekki verður annað séð en að hjálparsveitirnar hafi
einnig hlaupið á sig í þessu máli. Og okkur er vandi á
höndum. Í öllum stórfjölskyldum er a.m.k. einn björg-
unarsveitarmaður. Björgunarsveitarmenn bjarga manns-
lífum. Þá styttist samkvæmt íslenskri andrökræðuhefð í
spurninguna: Ertu kannski á móti björgunarsveitum? Eða:
Ertu á móti því að vísindin og hjálparsveitarmennirnir
bjargi mannslífum?
Sem leiðir okkur að tveimur spurningum sem hér
verður nú varpað fram:
1. Er hægt að hafa opinbera skoðun á þessu skeri án
þess að sú skoðun tengist afkomulegum hagsmunum eða
óskhyggju um kraftaverk?
2. Leyfir íslensk hugsun umræðuhefð þá skoðun að
sumar skoðanir séu einfaldlega betri en aðrar, betur undir-
byggðar, betur rökstuddar?
Björn Þorláksson
TVÍFARAR VIKUNNAR
LOGI MÁR EINARSSON