Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 14
14 18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014
Framboðslisti Framsóknar á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar 31. maí 2014
FRAMSÓKN
Á AKUREYRI
Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir
Fyrrv. bæjarfulltrúi
Guðmundur Baldvin
Guðmundsson
Bæjarfulltrúi
Ingibjörg
Isaksen
Forstöðumaður
Siguróli Magni
Sigurðsson
Nemi
Elvar Smári
Sævarsson
Kennari
Halldóra
Hauksdóttir
Héraðsdómslögmaður
Tryggvi Már
Ingvarsson
Deildarstjóri
Guðlaug
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Húni
Hallsson
Söluráðgjafi
Sigríður
Bergvinsdóttir
Hársnyrtir
Óskar Ingi
Sigurðsson
Framhaldsskólakennari
Ragnhildur
Hjaltadóttir
Umboðsmaður
Jóhannes Gunnar
Bjarnason
Kennari
Regína
Helgadóttir
Bókari
Erlingur
Kristjánsson
Forstöðumaður
Petrea Ósk
Sigurðardóttir
Leikskólakennari
Axel
Valgeirsson
Meindýraeyðir
Viðar
Valdimarsson
Verkamaður og nemi
Guðný Rut
Gunnlaugsdóttir
Leikskólakennari
Klemenz
Jónsson
Dúklagningameistari
Mínerva Björg
Sverrisdóttir
Leiðbeinandi
Jakob
Björnsson
Framkvæmdastjóri
1 2 3 4
5 6 7 8
9 10
13 14 15 16
17 18 19 20
21 2211 12
Gerum góðan bæ betri
AÐSEND GREIN DAGUR FANNAR DAGSSON
Appið Akureyri – stjórnsýslan í snjallsímana
Verkefni stjórnmálanna eru mörg
og misjöfn og snúast ýmist um að
bregðast við ríkjandi ástandi eða
búa í haginn fyrir framtíðina. Eitt
af því sem huga þarf að er hvern-
ig Akureyrarbær ætlar að færa sér
nýjustu samskiptatækni í nyt, bæn-
um og bæjarbúum til hagsbóta.
Rafræn stjórnsýsla er það sem
koma skal og því fyrr sem bærinn
markar sér stefnu í þeim efnum því
betra. Verkefnið er margslungið því
það tekur til innri stjórnsýslu bæj-
arins jafnt sem samskipta hans og
íbúa.
Síðustu tíu ár hef ég unnið
fyrir danskt ráðgjafarfyrirtæki
sem veitir sérhæfða aðstoð við
stefnumótun, hönnun og smíði
sérlausna til að auðvelda stjórn-
sýslu, stjórnun og samskipti með
rafrænum hætti. Lykilatriði í slíku
starfi er að áfangastaðurinn sé
ákveðinn áður en lagt er upp í veg-
ferðina. Nákvæm og vel skipulögð
stefnumótunarvinna er nauðsynleg
og mikilvægt að sem flestir komi að.
Þótt litið geti út fyrir að slíkt starf
snúist helst um tæknilegar útfærsl-
ur er sannleikurinn sá að það snýst
um þætti er varða líf og hagi fólks.
Rafræn stjórnsýsla framtíðarinnar
mun jöfnum höndum mótast af því
samfélagi sem við viljum búa í og
móta það sama samfélag.
Akureyrarbær er mjög skammt
á veg kominn þegar kemur að raf-
rænni stjórnsýslu. Ísland allt stend-
ur reyndar höllum fæti í mála-
flokknum ef marka má alþjóðlegan
samanburð, sem hljómar óneitan-
lega ankannalega enda tölvunotk-
un óvíða jafn útbreidd og á Íslandi.
Á meðan þjónustufyrirtæki á borð
við banka hafa tileinkað sér nýju-
stu samskiptatækni, viðskiptavin-
um til hagsbóta, hafa opinberir að-
ilar setið eftir. Það er réttmæt krafa
almennings að stjórnsýslan hysji
upp um sig.
Við í L-listanum, bæjarlista Ak-
ureyrar, tókum af skarið þegar við
ákváðum að opna vefinn betriakur-
eyri.is sem er byggður á hugmynda-
fræði betrireykjavik.is. Von okkar
er sú að vefurinn verði vettvangur
skoðanaskipta bæjarbúa um bæ-
inn og málefni hans og um leið öfl-
ug samskiptarás bæjarins og íbúa.
Vert er að taka fram að vefurinn er
og verður algjörlega óháður L-list-
anum því stjórnun hans verður að
öllu leyti í höndum notenda.
Með vefnum opnast tækifæri
fyrir almenning til að láta í ljós
skoðanir sínar á hvernig bærinn
hagar þjónustu sinni. Þjónustan er
jú fyrir bæjarbúa og hana ber að
aðlaga að þörfum þeirra. Um leið
er mikilvægt að starfsfólk bæjarins
tileinki sér þá aðferðafræði sem býr
að baki og sé tilbúið að taka þátt.
Í mínum huga gæti fyrsta stóra
skrefið orðið að gera reikningsgerð
Akureyrarbæjar rafræna: Að færa
alla reikninga til og frá sveitar-
félaginu í rafrænt form. Við slíka
framkvæmd yrði mikilvægt að taka
sérstakt tillit til þeirra sem ekki
eiga þess kost að sýsla með sín mál
í gegnum tölvur en það á t.d. við um
marga eldri borgara. Næsta stóra
skref gæti orðið átak í vinnslu og
birtingu fundargerða bæjarins,
nefnda hans og stofnana í nafni
opinnar stjórnsýslu. Breytingar
sem þessar yrðu ekki gerðar á einni
nóttu heldur þyrftu að fá tíma og
rúm þar sem mistök eru leyfð enda
læra menn mest af mistökum.
Framtíðarsýnin er svo svona:
Allt sem heyrir undir stjórnsýslu
bæjarins verður rafrænt og að-
gengilegt í tölvu og síma. Fólk nálg-
ast og miðlar upplýsingum vegna
skólabarna (t.d. skoðar námsfram-
vindu og tilkynnir veikindi), greiðir
fyrir alla þjónustu á vegum bæjar-
ins (t.d. í sund og á listviðburði) og
kemur á framfæri athugsemdum
um það sem betur mætti fara. Með
tíð og tíma gætu fyrirtæki verið
með og þannig yrði t.d. ferðamönn-
um gert kleift að panta og greiða
fyrir alla þjónustu sem þeir njóta
í bænum. Allt á einum stað: Appið
Akureyri.
Hér hefur einungis verið minnst
á örfáa kosti þess að gera stjórn-
sýsluna rafræna og opna bæjar-
kerfið upp á gátt fyrir bæjarbúum,
en möguleikarnir eru óteljandi.
Mikið er í húfi því peningar spar-
ast, tíminn nýtist betur, þjónustan
batnar og bæjarfulltrúar og emb-
ættismenn fá aukið og stöðugt að-
hald, svo nokkuð sé nefnt.
Íbúar eiga að hafa frumkvæði
að breytingum og ég hvet fólk til að
taka þátt, spyrja sig hvað gera megi
betur og gera grein fyrir skoðun-
um sínum á betriakureyri.is þegar
hann opnar.
Höfundur er formaður Félags-
málaráðs Akureyrar og skipar
þriðja sæti framboðslista L-listans,
bæjarlista Akureyrar.
Rafræn stjórnsýsla er það
sem koma skal og því fyrr
sem bærinn markar sér
stefnu í þeim efnum því
betra.
Dagur Fannar
Dagsson