Akureyri - 15.05.2014, Síða 18
18 18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014
er hlutverk þitt að sjá um bókhaldið?- snjallar lausnir
Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is
545 3200 navaskrift.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM
Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Fullbúin viðskiptalausn í áskrift
- Microsoft Dynamics NAV
Verð frá kr.
pr. mán. án vsk
11.900-
Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldsker
landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld,
hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn.
Breytilegur öldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað.
Kernu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og eira.
Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni.
AÐSEND GREIN ÁRNI FINNSON
Er hann náttúru-
verndarsinni?
Jón Heiðar Þorvaldsson spyr þessa
í grein á þessum vettvangi nýverið.
Eftir að hafa talið upp ýmislegt í
hinu daglega lífi sem hefur áhrif á
umhverfið og hvernig hann reynir
að breyta rétt til varnar umhverfinu
kemst hann að þeirri niðurstöðu að
á evrópskan mælikvarða myndi
hann teljast vera græningi.
Á hinn bóginn, segir Jón Þor-
valdur, á Íslandi yrði „hann ekki
settur í þann flokk. Á Íslandi er
nefnilega mælikvarðinn á nátt-
úruvernd að vera á móti virkjun-
um. Þeir sem eru á móti virkjunum
er náttúruverndarsinnar en aðrir
ekki.” Ennfremur, að á Íslandi hafi
virkjunaumræðan verið „svo fyrir-
ferðarmikil að allt annað sem fólk
getur lagt af mörkum í daglegu lífi
hefur oft fallið í skuggann.”
Hér er tvennt að athuga: Nátt-
úruverndarsamtök spruttu upp
gegn virkjanaáformum, til varn-
ar landinu. Stundum hafa þau
haft betur. Gott dæmi þar um er
Gljúfurvirkjun í Laxá þar sem
nýta átti Mývatn sem uppistöðulón.
Ekki trúi ég að Jón Þorvaldur sé svo
hrifinn að vatnsafli að hann telji að
þau 80 – 90 MW sem virkjun Laxár
átti skaffa hafi verið þess virði að
eyðileggja Mývatn. Jafnvel ákafir
talsmenn vatnsaflsvirkjana hljóta
að gera greinarmun á milli virkj-
unarkosta. Þar með taka þeir undir
sjónarmið um að náttúruverndar-
gildi séu öðrum gildum æðri.
Í öðru lagi getur val einstak-
lingsins ekki komið í stað stefnu
stjórnvalda. Hann eða hún munu
ekki eiga góða valkosti nema að
ríki, sveitarfélög eða fyrirtæki gefi
þeim sem neytendum kost á að
flokka sorp, kaupa sparneytna bíla,
ferðast um á hjóli eða í strætó eða
kaupa umhverfisvæna orku. Út-
gáfa stjórnvalda á leyfi til olíuleitar
á Drekasvæðinu eru skýr skilaboð
um að engu skipti hvað við veljum,
áfram skuli haldið að menga and-
rúmsloftið. Jafnframt, rök þeirra
ráðamanna sem réttlæta virkjana-
framvkæmdir með að þar með sé
Ísland að leggja sitt að mörkum
til að auka hlutfall hreinnar orku
hljóma nú eins og hjóm eitt.
Í vetur leið lagði umhverfis- og
auðlindaráðherra fram frumvarp
þess efnis að ný lög um náttúru-
vernd skyldu falla brott. Um-
hverfisnefnd Akureyrarbæjar gerði
þá athugasemd við frumvarpið
„að óþarft sé að fella lögin úr gildi
í heild sinni en getur fallist á að
einstaka liði þurfi að endurskoða.”
Fyrir einhverjum árum síðan hefði
slík umsögn af hálfu Akureyrar-
bæjar þótt nokkur tíðindi enda
mótaðist afstaða bæjarins mjög af
eignarhlut bæjarins í Landsvirkjun
sem nú vildi ekki taka undir frum-
varp umhverfisráðherra. Formaður
umhverfis- og samgöngunefnd-
ar Alþingis, Höskuldur Þórhalls-
son, hafði forgöngu um að nefndin
hafnaði frumvarpi ráðherra. Í stað
þess að afturkalla lögin var gildis-
töku þeirra frestað til 1. júlí 2015.
Ég treysti því að Jón Þorvaldur,
frambjóðandi Bjartrar framtíðar
til bæjarstjórnar, styðji gildistöku
laganna fyrirvaralaust líkt og þing-
maður flokksins, Róbert Marshall.
Þá er hann nógu grænn mín vegna.
Höfundur er formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands,
Náttúruverndarsam
tök spruttu upp gegn
virkjanaáformum,
til varnar landinu.
Stundum hafa þau
haft betur.
Árni Finnson
Mengun sjávar listgerð
Sýning á verkum spænsk-galisísku
listakonunnar Maribel Longueira
hefur verið opnuð á Bókasafni Há-
skólans á Akureyri og mun standa
yfir fram eftir sumri. Sýningin sam-
anstendur af 21 ljósmynd og beinir
augum að mengun sjávar og hvern-
ig það vaxandi vandamál birtist í
formi sjóreka rusls sem finna má á
ströndum landa.
Í sýningunni ljær listakonan við-
fangsefninu ákveðið mannlegt yfir-
bragð og form þannig að ruslið horf-
ist í bókstaflegri merkingu í augu
við þann sem skoðar myndina. „Sýn-
ingin inniheldur öflugan boðskap
sem er settur fram á frumlegan og
áhrifamikinn hátt og hvetur þannig
til umhugsunar um samband okkar
við hafið og ábyrga umgengni við
það. Listakonan kemur frá Galisíu
á norðvestanverðum Spáni en þar
eru fiskveiðar undirstaða samfé-
lagslegrar velferðar, atvinnulífs og
menningar. Þar er fólk, ekki síst
eftir hið gríðarlega Prestige meng-
unarslys árið 2002, vel meðvitað um
mikilvægi þess að spornað sé gegn
mengun í lífkerfi sjávar, bæði heima
og hnattrænt,“ segir í tilkynningu. a
Heyrst hefur ...
HEYRST HEFUR að Gaukur Hjartarson,
skipulagsfulltrúi á Húsavík og fuglaáhugamað-
ur, hafi fengið bréf frá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands þar sem komi fram að Gaukur eigi aðild
að nýju Evrópumeti.
„Svo háttar til að ég sé afar vel frá mér, sérstak-
lega þegar ég er í félagi við vin minn Carl Zeiss.
Svo mjög kveður að þessari ofursjón að ég get
nokkuð hæglega lesið á merki fugla úr talsverðri
fjarlægð. 1. mars s.l. las ég t.d. á merki álftar
við Arnþórsgerði í Kaldakinn og sendi upplýs-
ingar um álesturinn til Náttúrufræðistofnunar.
Við athugun þar kom í ljós að þessi fugl var
upprunalega merktur sem ungur kvenfugl við
Engivatn á Fljótsheiði 5. september 1986 og
mun því eiga 28 ára afmæli á næstu vikum ef
guð lofar. Eftir frekara grúsk á stofnuninni er
nú talið að kerlingarálftin atarna sé elsta álft
sem staðfest hefur verið í Evrópu, ef ekki heim-
inum öllum. Því má
svo við bæta
að sama álftin
náðist í fylgd
tveggja unga sinna
á sama Engivatni 22.
ágúst í fyrrasumar
svo þessi aldraði
fugl er etv. enn ekki
hættur ungaupp-
eldi,“ segir Gauk-
ur í hnyttinni fær-
slu á facebook.
HEYRST HEFUR að Hlín Bolladóttir sé nú að
gera upp samvistir sínar við L-listann sl. fjögur
ár eins og hún upplifir nú meirihlutasamstarfið.
Hefur heyrst að viðhorfi Hlínar sé vel lýst með
athugasemd sem hún gerði við færslu Sóleyj-
ar Bjarkar Stefánsdóttur á facebook. Þar segir
Hlín: „Það hefur reynst mikill vandi að tilheyra
hreinum meirihluta, sérstaklega þar sem mað-
ur var einn af fáum ekki í fjölskyldutengdum!“
HEYRST HEFUR að bæjarbúum þyki sem
stefnuskrár framboðanna komi ansi seint fram
þetta árið. Nú þegar rúmar tvær vikur eru í
kosningar er allur gangur á því hvort almenn-
ingur hafi einhverja hugmynd um hvaða áhersl-
ur framboðin setji á oddinn. Hins vegar er virkni
margra frambjóðenda á facebook nokkuð mikil,
mikið „lækað“ og mikið hlegið. Allir glaðir og
jákvæðir...
HEYRST HEFUR að fjárhagur Íþróttafélags-
ins Þórs á Akureyri sé mjög bágur og ríki nokk-
ur undrun og jafnvel reiði í þeirra herbúðum
vegna stórfellds taprekstrar knattspynudeildar-
innar. Hefur heyst að nokkuð hafist þeir fjand-
vinir ólíkt að, KA-menn, sem séu á núllinu og
Þórsarar sem hafi tapað tugum milljóna á einu
ári, þar muni mest um fótboltann.