Akureyri - 15.05.2014, Page 24
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS
VI
KU
BL
AÐ
Tímarnir breytast
– mennirnir með
Það hefur greinilega margt
breyst á þeim tíma síðan ég sat
skóla bekk og las upphátt úr
„Kristin fræði – Ljós heimsins“
og kannski hefði ég átt að kynna
mér málið betur áður en ég skrif-
aði minn síðasta pistil.
Í rauninni stingur það mig
mest, að fagið skuli enn heita
„kristinfræði“ en ekki „trúar-
bragðafræði“ eða „trúarbragða-
saga“ enda hljómar það mun
betur í heimi fjölmenningar.
Ég mun aldrei gerast svo
barnaleg að neita því að kristin
trú hefur mótað okkar vestræna
samfélag frá örófi alda og ég held
skammarlaust upp á jólin, þó ég
hafi slitið samvistum við afmæl-
isbarnið. Það geri ég einmitt
vegna þess hversu samofin trúar-
brögðin eru menningararfi okk-
ar.
Það er bara svo greypt í minni
mitt úr grunnskóla þegar sam-
nemandi minn, sem ekki var
kristinn, var látinn sitja tím-
ana sem í minningunni fjölluðu
ekki um neitt annað en kristni.
Nemandi þessi kom með okkur í
fermingarferðalagið og hlustaði
á prestinn tala um trú sem ekki
var hans. Aldrei fengum við út-
skýringar á því hvað það í raun-
inni var sem hann trúði og ekki
þorðum við að spyrja – því í þá
daga voru allir bara kristnir á
Íslandi nema þeir væru innflytj-
endur. Það var ekki fyrr en í valá-
fanga í 10. bekk að ég lærði hvað
það þýddi að vera baháí og ekki
fyrr en í 3. bekk í menntaskóla
lærði ég að meira er spunnið í
Votta Jehóva en þreytandi trú-
boð.
Það er því gott og gagnlegt
að fá svör við spurningunni og
sjá að síðan ég sat og þuldi upp
ævistörf Salómons konungs –
hefur margt breyst. a
UM DAGINN OG VEGINN
SILJA BJÖRK
SKRIFAR
Eru flugur, flær eða
maurar að ergja þig
og bíta?
áhrifaríkur
og án
allra
eiturefna.
Allt að
8 tíma
virkni.
Fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hjá N1
www.gengurvel.is
Góð nýjung
Morgnar eru til þess að njóta! Byrjaðu daginn með skál af Havre-
crunch sem bæði bragðast dásamlega og uppfyllir hollustukröfur
Skráargatsmerkisins. Prófaðu Havrecrunch ef þér finnst bragðið
skipta að minnsta kosti jafnmiklu máli og heilsan. Bragðgóð máltíð.
NJÓTTU HOLLUSTU
Trefjaríkar
flögur og stökkt
granóla
Nýtt!