Fréttablaðið - 19.02.2015, Síða 1

Fréttablaðið - 19.02.2015, Síða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Fimmtudagur 20 H úðin tekur við sér um leið og SnailGel er borið á. Þetta er ekki bara eitthvert krem, þetta er meira. Framleiðandinn fullyrðir að eftir fjögurra vikna notkun sýnist húðin sex árum yngri,“ segir Svala Rún Sigurðar-dóttir hjá Automax. SnailGel er náttúruleg vara, unnin úr slími sem sniglar framleiða til að endur-nýja kuðung sinn. Uppbyggjandi áhrif þess á húðina uppgötvuðu sniglabænd-ur í Síle, er þeir tóku eftir því að sár og skrámur á höndum þeirra greru óvenju hratt við meðhöndlun sniglanna. Slím sniglanna hafði verið rannsakað í meira en áratug áður en dr. Organic þróaði húðvörulínuna SnailGel. Nú samanstendur línan af kremi, hand-áburði, andlitsserum og augnserum en vörurnar komu á markaðinn fyrir tveimur árum í Bretlandi. „Það finnst á áferð og ilmi dr. Organic varanna hvað þær eru náttúrulegar en aloe vera er undirstaðan í öllum vörum dr. Organic,“ segir Svala. „SnailGel sló algjörlega í gegn og á síðasta ári varð 700% söluaukning í Bretlandi. Stjörnur eins og Katie Holmes nota SnailGel og í fyrravetur var SnailGel- línan valin „Uppáhald viðskiptavina“ hjá Holland&Barret, en vörulínan fæst eingöngu þar í Bretlandi. SnailGel kom á markaðinn hér á Íslandi í nóvember í fyrra og viðtökurnar fóru fram úr björt- ustu vonum. SnailGel er ein af okkar mest seldu vörum í Heilsuhúsinu,“ segir Svala. Hugmyndafræði dr. Organic gengur út á að það sem borið er á líkama eins náttúrul EFLIR ENDURNÝJUN HÚÐARINNARAUTOMAX KYNNIR SnailGel-húðvörulína dr. Organic er unnin úr slími snigla. Uppbyggjandi áhrif þess á húðina uppgötvuðu sniglabændur þegar skrámur á höndum þeirra greru óvenju hratt og vel þegar þeir handléku sniglanna. NÁTTÚRULEGT SnailGel er náttúruleg vara, unnin úr slími sem sniglar fram- leiða til að endurnýja kuðung sinn. Kremið er afar rakagefandi og mýkjandi og er öflgt á hrukkur og ör. ■ SnailGel inniheldur slím snigla, aloe vera og sítrónugras.■ Virku efnin í SnailGel er náttúru-legt collagen og el HATTAHEFÐÞá hefð Englendinga að bera hatta við hátíð- leg tilefni má rekja aftur til tíma Elísabetar I. Englandsdrottningar. Árið 1571 var sett laga- ákvæði um að allir yfir sjö ára aldri yrðu að vera með hatt á sunnudögum. Fylgist með okkur á Allar buxur á Útsölunni komnar á 50% afslátt! Yfirhafnir fyrir vorið komnar frá Basler! TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 19. febrúar 2015 42. tölublað 15. árgangur Mesti sandstormurinn Eftir Eyjafjallajökulsgosið mældu vísindamenn mestu efnisflutninga sem sögur fara af. Landrof var gríðarlegt og milljónir tonna af jarðvegi hurfu á haf út. 4 Rýmri reglur Rýmri reglur eru um staðgöngumæðrun í nýju frumvarpi sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni en um ættleiðingar. 2 Milljón í yfirdrátt Landsmenn skulda 86 milljarða í yfirdráttarlán. Umboðsmaður skuldara segir dýrt að vera með yfirdráttarheimild. 6 Táningar reyna á foreldrana Tán- ingsaldurinn er erfiðari fyrir foreldrana en börnin, segir sérfræðingur. 16 MENNING Evrópskar kvik- myndir á Stockfish-hátíð- inni sem hefst í dag. 32 LÍFIÐ Kaleo er á leið í tón- leikaferð um Bandaríkin með Vance Joy. 50 SPORT Blikar hjálpa fyrr- verandi liðsmanni að borga háan tannlæknareikning. 46 ht.is Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin með Android SKOÐUN Jakob Frímann skrifar um hvítþvott skó- skúrka og höfundarrétt. 24 MENNING „Með þessu get ég ekki betur séð en staða Náttúruminja- safns Íslands sé verri í dag en hún hefur nokkru sinni verið,“ segir Hilmar J. Malmquist forstöðumað- ur um húsnæðismál safnsins en húsaleigusamningi við safnið í Loft- skeytastöðinni var sagt upp frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að for- sætisráðherra, rektor HÍ, og þjóð- minjavörður hefðu undirritað á þriðjudag samning um að Þjóðminja- safn Íslands afhenti Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynj- ólfsgötu 5 til afnota, þar sem Nátt- úruminjasafnið hefur skrifstofu- aðstöðu, en stofnunin sinnir ekki sýningarhaldi á eigin vegum þrátt fyrir að vera eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Þar segir að við undirritun samn- ingsins taki HÍ við ábyrgð hússins, viðhaldi og viðgerðum „auk þess að velja húsinu viðeigandi hlutverk sem hæfir sögu þess og byggingar- sögulegu gildi, s.s. á sviði skipulags-, umhverfis- og menningarfræða og tæknigreina“. Taki Háskólinn strax yfir allt húsið verður Náttúruminja- safnið að vera komið úr Loftskeyta- stöðinni með allt sitt hafurtask fyrir lok júlí. Hilmar kom að máli við forsvars- menn háskólans þar sem fram kom að safninu yrði ekki ýtt út fyrr en búið væri að finna lausn á húsnæðis- vanda þess, en Hilmar segir að eftir sem áður séu öll mál er varða safnið í fullkominni óvissu. Þessar ákvarðanir koma sér illa fyrir safnið og setja starfsemina og það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað á undanförnu rúmu ári í uppnám. Í húfi er m.a. rann- sóknarsamstarf við háskólastofnanir, segir Hilmar og bætir við að ekkert samráð hafi verið haft við hann þótt áhugi á áframhaldandi veru í húsinu hafi verið ráðamönnum kunnur. Spurður um framtíð safnsins segir Hilmar að mikill áhugi sé fyrir sýn- ingarhaldi í Perlunni, en Reykjavík- urborg hefur lýst yfir vilja sínum til þess og fjárfestir er tilbúinn að koma að uppbyggingu. „Málið er til skoðunar í mennta- málaráðuneytinu en við væntum þess að staðan þar skýrist fljótlega. Það hefur ekki horft vel með sýning- arhald fyrir þessa stofnun, og meira að segja óvissa núna um skrifstofu- haldið. Þjóðin á miklu betra skilið en þessa bágbornu stöðu. Við erum að tala um höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum,“ segir Hilmar en hrakningasaga Náttúruminjasafns- ins í húsnæðismálum teygir sig nú 126 ár aftur í tímann. - shá Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. Grunnsýningu Náttúruminjasafnsins átti að opna í Perlunni haustið 2014, samkvæmt samningi sem var undirritaður 13. mars 2013 af ríki og borg. ● Uppbygging sýningarinnar var liður í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur; 500 milljónum átti að verja til hönnunar og upp- setningar í Perlunni. ● Þessum áformum var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, efla náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum og veita aðgang að fræðsluefni fjölda stofnana. Eins var vægi slíkrar sýningar talið mikið í ferðaþjónustu. GRUNNSÝNINGU NÍ ÁTTI AÐ OPNA Í FYRRA Bolungarvík -4° NA 17 Akureyri -1° NA 11 Egilsstaðir 0° NA 5 Kirkjubæjarkl. 2° N 5 Reykjavík 1° NA 14 KÓLNAR Í dag verða norðaustan 10-18 m/s hvassast NV-til í fyrstu en A-til síðdegis. Snjókoma eða él N-lands og syðra. Kólnandi veður. 4 KÓSÍ KVÖLD OPIÐ TIL 22 NÝTT KORTATÍMABIL KYNNTU ÞÉR FRÁBÆR TILBOÐ Á OPNU INNI Í BLAÐINU SAMFÉLAG Mikil aukning hefur orðið á því að stúlkur og ungar konur láti gata á sér geirvört- urnar. Eigendur stofa sem bjóða upp á slíka götun segjast finna fyrir mikilli aukningu. Hin 28 ára Snædís Snorradóttir lét gata á sér geirvörturnar fyrir þrettán árum og segist sjá eftir því. Hún varar ungar stúlkur við því að fara í slíka aðgerð. „Ég hugsaði þetta ekki til enda og var ómeð- vituð um mögulegar afleiðingar á brjóstagjöf.“ Seselia Guðrún Sigurðardóttir, eigandi Tattoo og skart á Hverf- isgötu, segir vinsælt að vinkonu- hópar komi og láti gata á sér geir- vörturnar. „Við þekkjum dæmi þess að heilu vinkvennahóparnir eru gataðir og partur af inn- vígsluferlinu er einmitt að láta gata geirvörtu,“ útskýrir hún. Hún segir að stúlkur niður í fjór- tán ára komi á stofuna til þess að láta gata á sér geirvörturnar, en krafist er fylgdar foreldra ef stúlkurnar eru undir lögaldri. „Undanfarið ár hefur aðsóknin aukist um 100% og aldur þeirra sem óska eftir þjónustunni verð- ur sífellt lægri.“ Hún segir jafn- framt að konur sem taki þátt í fitness-keppnum séu stór hópur viðskiptavina sinna og telur vinsældir götunar á geirvört- um tengjast auknum vinsæld- um fitness-keppna hér á landi. Brjóstagjafarráðgjafi og ljós- móðir sem Fréttablaðið ræddi við segist ekki mæla með því að ungar stúlkur láti gata á sér geir- vörturnar. - ga / sjá síðu 50 Að gata á sér geirvörturnar er í tísku meðal unglingsstúlkna og ungra kvenna: Stúlkubörn láta gata geirvörtur Undan- farið ár hefur aðsóknin aukist um 100% og aldur þeirra sem óska eftir þjónustunni verður sífellt lægri. Seselia Guðrún Sigurðardóttir, eigandi Tattoo og skart á Hverfisgötu SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjóri Hafnar fjarðar viðurkenndi í tölvupósti að hafa skoðað sím- talagögn bæjarfulltrúa. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæj- aryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðun- ar á símanotkun þeirra. Í tölvu- pósti sem Haraldur L. Haralds- son bæjarstjóri sendi þremur bæjarfulltrúum í gær og las upp á bæjarstjórnarfundi í gær, kemur fram að í tvígang hafi verið reynt að finna út hver rætt hefði við tiltekinn bæjarstarfs- mann í síma. Þá hafi Vodafone verið beðið að skoða hvort hringt hefði verið í ákveðið númer milli klukkan 10 og 16 þann 14. nóvember 2014 úr einhverjum síma sem Hafnar- fjarðarbær greiddi fyrir. - gar / sjá síðu 8 Bæjarfulltrúar ekki sáttir: Skoðaði gögn um símtölin SPRETTUR Áhugamannamót í fi mmgangi fór fram í gær í Sprettshöllinni á vegum hestamannafélagsins Spretts. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D A -0 0 F C 1 3 D 9 -F F C 0 1 3 D 9 -F E 8 4 1 3 D 9 -F D 4 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.