Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.02.2015, Qupperneq 6
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu miklu er varið í birtingu auglýsinga á ári á Íslandi? 2. Í hvaða fjalli verður risastökkpúði fyrir snjóbrettafólk? 3. Í hvaða bæ skoðuðu bæjaryfi r- völd símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar þeirra? SVÖR: 1. Að minnsta kosti 10 milljörðum. 2. Hlíðarfjalli á Akureyri. 3. Hafnarfi rði. FJÁRMÁL Heildarupphæð yfir- dráttar lána landsmanna árið 2014 var 85,9 milljarðar króna. Það þýðir að að meðaltali skuldar hvert heimili um 1,1 milljón króna í yfir- dráttarlán. Miðað við hefðbundna vexti yfirdráttarlána, 12,5 prósent, greiða landsmenn árlega tæplega 11 milljarða króna í vexti af yfir- dráttarlánum. Yfirdráttarlánin hafa heldur verið að hækka undanfarin ár, en hafa verið á milli 80 og 90 millj- arðar síðan í desember 2011. Sé fjölda heimila deilt í upphæðina, til að finna út meðaltalið, kemur í ljós að árið 2010 var meðalyfir- dráttarheimild hvers heimilis um 937 þúsund. „Við höfum fylgst með þessum tölum og ekki lesið úr þeim neina afgerandi þróun síðustu árin. Þær virðast sitja á svipuðum stað og því höfum við ekki rýnt þær sérstak- lega,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hjá greiningardeild Íslandsbanka. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi umboðsmanns skuld- ara, segir rétt að vera vakandi yfir þessum tölum. „Það er ofboðslega dýrt að vera með yfirdráttarheimild. Að yfir- dráttarheimild sé að jafnaði í kring- um milljón á heimili, er mjög dýrt. Það er spurning hvort fólk getur borgað niður yfirdráttarheimild- ina, eða hvort það er ekki með nægi- legar tekjur til framfærslu.“ Umboðsmaður skuldara hefur bent fólki á að ef sóst er eftir því að borga yfirdráttinn niður bjóði flestir bankar betri kjör en á hefð- bundnum yfirdráttarheimildum. „Fólk getur þannig lækkað vaxtakostnaðinn töluvert með því að semja um niðurgreiðslu á yfir- drætti á ákveðnum tímapunkti.“ Kortavelta hefur heldur aukist undanfarin ár, sem bendir til þess að einkaneysla heimilanna sé að aukast. „Kreditkortanotkun gefur ágætis vísbendingu um þróun einkaneyslu heimilanna og þar hefur verið myndarlegur vöxtur, sérstaklega í erlendum færslum,“ segir Jón Bjarki. Svanborg segir að velta debet- korta sé nokkuð stöðug, um 120 til 140 þúsund á mánuði. Hins vegar komi toppur í desember og í sumar frísmánuðunum sem rími við hækkun yfirdráttarheimildar á þeim tíma. „Þetta sýnir okkur að fólk er ekki almennt að undirbúa sig undir stór útgjöld, eins og jól og sum- arfrí.“ kolbeinn@frettabladid.is Meðalheimili með milljón í yfirdrátt Landsmenn skulda 86 milljarða króna í yfirdráttarlán. Svipuð upphæð og síðustu ár. Þjóðin hækkar yfirdráttinn fyrir jól og sumarfrí. Einkaneysla heimilanna er að aukast. Dýrt að vera með yfirdráttarheimild, segir umboðsmaður skuldara. Að yfirdráttar- heimild sé að jafnaði í kringum milljón á heimili, er mjög dýrt. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi umboðsmanns skuldara MEÐALYFIRDRÁTTARLÁN Á HEIMILI YFIRDRÁTTARLÁN 2014 2013 2012 2011 2010 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 120 100 80 60 40 kr. milljarðar króna júní júní júní júní júní 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 ➜ Fyrirtæki skulda um 74 milljarða í yfirdráttarlán verður haldinn fimmtudaginn 19. mars kl. 20 í safnaðarheimili Áskirkju, Vesturbrún 30, Reykjavík. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn HÍB Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags fyrirtæki heimili Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is STJÓRNMÁL Allsherjar- og menntamála- nefnd Alþingis ákvað á fundi sínum síð- astliðinn þriðjudag að fresta afgreiðslu áfengisfrumvarpsins svokallaða. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi skort á upplýsingum um áhrif breyting- anna sem fylgdu frumvarpinu. „Ég fór yfir nefndarálitið og gagnrýndi að þar hefði ekki komið fram neitt kostnaðar- mat,“ segir Guðbjartur. „Þarna vant- ar allar upplýsingar um kostnað við framkvæmd frumvarpsins og einnig á eftir að meta hverjar afleiðingarnar af breytingunum gætu orðið,“ segir Guð- bjartur. „Vandamálið er að við höfum ekki aðgang að fjárlagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins til að vinna slíkt mat,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmað- ur frumvarpsins. „En í þess stað tínum við saman gögn á borð við ársreikninga ÁTVR og svör fjármálaráðherra sem við teljum duga til,“ segir Vilhjálmur, sem vonar að með bættu nefndaráliti geti málið verið afgreitt úr nefnd. - srs Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar er fast í nefnd vegna skorts á upplýsingum um kostnað: Kostnaðarmat frumvarps ófullnægjandi VILHJÁLM- UR ÁRNA- SON Erfitt er að vinna kostnaðar- mat á þing- mannafrum- vörpum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Ný slökkvistöð tekin í notkun FYRSTI STARFSDAGURINN Ný slökkvistöð var tekin í notkun í Mosfellsbæ í gær. Fyrsta skóflustungan var tekin í júní árið 2013 af Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra. Talið er að ný slökkvistöð muni stytta viðbragðstíma slökkviliðs- og sjúkraflutnings- manna og gera þeim kleift að veita betri grunnþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Möndlumjöl í kryddblöndu: Kalla inn krydd eftir ábendingu NEYTENDUR Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá danska matvælaeftirlitinu og RASFF evrópska viðvörunarkerfinu um innkallanir á kryddblöndu. Um er að ræða tilteknar krydd- blöndur frá framleiðandanum Santa Maria en í þeim hefur fundist möndlumjöl sem ekki er merkt í innihaldslýsingu á pakkningunum. Fyrirtækið Santa Maria fann snefil af möndlum í paprikudufti í kryddblöndunum Allround-kryddi og Steak Rub- kryddi. Einungis ein verslun á Íslandi hefur verið með vöruna á mark- aði en hún hefur verið tekin úr umferð. - srs STJÓRNSÝSLA Höfuðborgarstofa fylgdi ekki stjórnsýslulögum við upplýsingagjöf um feril og menntun umsækjanda í starf deildarstjóra markaðs- og kynn- ingardeildar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi um stöðuna leit- aði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir ákvörðun Höfuð- borgarstofu um að synja honum um aðgang að áðurnefndum upp- lýsingum. Umboðsmaður beinir þeim til- mælum til Höfuðborgarstofu að orðið verði við beiðni umsækj- andans og að sambærileg sjón- armið verði viðhöfð í framtíðar- störfum Höfuðborgarstofu. - srs Fór ekki að lögum: Umboðsmaður skilar inn áliti VEISTU SVARIÐ? 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D A -2 D 6 C 1 3 D A -2 C 3 0 1 3 D A -2 A F 4 1 3 D A -2 9 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.