Fréttablaðið - 19.02.2015, Side 12

Fréttablaðið - 19.02.2015, Side 12
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 ÚKRAÍNA Úkraínska herliðið hélt í gærmorgun frá bænum Debalt- seve, þar sem það hefur átt í hörð- um átökum við uppreisnarmenn undanfarnar vikur. Petró Porosj- enkó Úkraínuforseti skýrði frá þessu í gær. Samkvæmt friðarsamkomulag- inu, sem gert var í síðustu viku, áttu báðar fylkingar að vera hætt- ar bardögum og byrjaðar að flytja þungavopn sín burt frá átakasvæð- unum. Bardagarnir um Debaltseve virtust ætla að koma í veg fyrir að vopnahlé yrði að veruleika. Evrópusambandið hafði meðal annars hótað Rússum frekari refsiaðgerðum drægist það á lang- inn að koma á friði í samræmi við ákvæði samkomulagsins. Í þeirri hótun felst að til þess sé ætlast af rússneskum stjórnvöldum að þau beiti áhrifum sínum til þess að fá uppreisnarmennina í austanverðri Úkraínu til þess að leggja niður vopn. Porosjenkó Úkraínuforseti full- yrti að herinn hefði ekki farið fyrr en búið var að ganga úr skugga um að Debaltseve væri á valdi stjórnar hersins, en aðeins daginn áður höfðu uppreisnarmenn fullyrt að þeir væru búnir að ná bænum á sitt vald. Uppreisnarmenn litu hins vegar greinilega á brotthvarf Úkraínu- hers sem ótvíræðan sigur sinn. Samkvæmt samkomulaginu eiga uppreisnarmenn einnig að fara með sín þungavopn frá Debaltseve. Vladímír Pútín Rússlandsforseti vandaði síðan Úkraínustjórn ekki kveðjurnar í gær, þar sem hann var staddur í opinberri heimsókn í Ungverjalandi. Hann sagði Úkraínustjórn verða að sætta sig við að vera þegar búin að tapa þessu stríði. Hún gæti engu náð fram lengur nema þá helst því að fleira fólk léti lífið. „Það myndi engu breyta um niðurstöðuna,“ hafa fjölmiðlar eftir honum. Bæði Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hvöttu hins vegar uppreisnar- menn til þess að taka vel á móti úkraínskum hermönnum sem leggja niður vopn. Pútín sagði upp- reisnarmönnum að leyfa úkraínsku hermönnunum að fara heim til sín. Ákvæði vopnahléssamkomu- lagsins hafa að öðru leyti verið virt að mestu annars staðar í austan verðri Úkraínu. Alls hafa átökin í Úkraínu kost- að meira en fimm þúsund manns lífið frá upphafi, en þau hófust í apríl á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is Herinn fór frá Debaltseve Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraínustjórn hafi tapað og geti engu náð fram lengur nema að fleira fólk láti lífið. Hann hvatti uppreisnarmenn til að koma vel fram við úkraínsku hermennina og leyfa þeim að fara heim. HAFA SIG Á BROTT Úkra- ínskir hermenn búa sig undir að yfirgefa Debalt- seve. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ➜ Bæði Vladímír Pútín Rúss- landsforseti og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hvetja uppreisnarmenn til þess að taka vel á móti úkra- ínskum hermönnum sem leggja niður vopn. Tryggingamiðstöðin hf. Aðalfundur 2015 Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafa- fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu á stjorn@tm.is áður en fundur hefst. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með raf- rænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 8:30 til 16:30) til og með 11. mars 2015, en fyrir lokun skrifstofu þann dag skal einnig skila þangað sendum atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæða- greiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafafundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar skemmst fimm dögum fyrir hluthafafundinn. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem stjórn félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á vef félagsins, tm.is/fjarfestar. Í tilkynningunni skal veita greinargóðar upplýsingar um þau atriði sem tilgreind eru á eyðublaðinu, sbr. 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. Unnt er að senda félagsstjórninni útfyllta og undirritaða framboðstilkynningu fyrir lok framboðsfrests á stjorn@tm.is. Dagskrá aðalfundar og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á tm.is/fjarfestar. Þá mun ársreikningur (samstæðureikningur) félagsins, skýrslur stjórnar og endurskoðenda auk tillögu stjórnar um starfskjarastefnu liggja frammi á skrifstofu og á vef félagsins hluthöfum til sýnis hálfum mánuði fyrir fundinn. Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fund verða birtar á vefsíðu félagsins upplýsingar um framboð til stjórnar. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 16.00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðast liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins. 4. Tillögur til ákvörðunar um lækkun hlutafjár og heimild til kaupa á eigin hlutum. 5. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 6. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins, 19. gr. þeirra, þannig að fjöldi varamanna í stjórn félagsins verði tveir í stað fimm. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 8. Kosning stjórnar félagsins. 9. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags). 10. Önnur mál löglega fram borin. Tryggingarmiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is tm.is MENNTUN Fyrirlesarinn Paula Lejonkula mun segja frá verkefni sem hún fer fyrir og felst í því að fjölga iðnnemum í byggingar- greinum með því að laða að fleiri stúlkur á Menntastofu Samtaka iðnaðarins, á morgun 19. febrú- ar á Hótel Nordica. Hér á landi vex þörf á iðn-, verk- og tækni- menntuðu fólki langt umfram þann fjölda sem útskrifast í þeim greinum ár hvert og Paula telur að betur megi svara eftirspurn- inni með því að jafna kynjahlut- fall í iðnaði. - kbg Svör um iðnnám stúlkna: Vill fleiri stúlk- ur í iðnnám SVISS Saksóknarar í Genf gerðu húsleit í aðalútibúi breska bank- ans HSBC í Sviss í gær. Bank- inn hefur orðið uppvís að því að hjálpa viðskiptavinum sínum við að koma fé undan skatti í stórum stíl í meira en 200 löndum. Rannsóknin beinist að stór- felldu peningaþvætti bankans, að því er Oliver Jornot, aðalsaksókn- ari í Genf, sagði fjölmiðlum í gær. - gb Rannsókn á peningaþvætti: Húsleit í útibúi HSBC í Genf SAKSÓKNARINN Olivier Jornot, aðal- saksóknari í Genf. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D A -2 8 7 C 1 3 D A -2 7 4 0 1 3 D A -2 6 0 4 1 3 D A -2 4 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.