Fréttablaðið - 19.02.2015, Side 20

Fréttablaðið - 19.02.2015, Side 20
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörð- unum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklu- brautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frí- stundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akrein- um þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugs- uð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borg- artúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgang- andi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breyting- ar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni. Erum við í ruglinu? ➜ Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða mis- heppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? SKIPULAG Kristín Soff ía Jónsdóttir borgarfulltrúi Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Formannatal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, áttu í umræðum í gær. Á yfirborðinu fjölluðu þær um glufur í skattalögum, en eftir marglaga snúninga á túlkun og tjáningu hvort annars, er eigin- lega ómögulegt að segja um hvað var rætt. Gæti verið menningarhátíð í Mogadishu, eða staðan á gröf ís- lenskra fræða, en svo hefur grunnur væntanlegs húss íslenskra fræða verið nefndur af hinum óþreytandi gárungum. Samtalið hófst á því að Katrín spurði um frumvarp sem hún lagði fram á síðasta þingi og var vísað til ríkis- stjórnar. Væri ekki rétt að það kæmi þaðan? Ekki allt slæmt frá útlöndum Spurningu Katrínar hefði mátt svara með já-i eða nei-i, en til hvers að vera á þingi ef menn nýta ekki tækifæri til að flækja hlutina? Forsætisráðherra útskýrði í löngu máli að erlend fjár- festing væri ekki alltaf slæm, en hún kæmi vissulega frá útlöndum og þeir sem legðu hana fram gerðu það oftast líka og fjárfestar vildu oft græða á fjárfestingum og erlendir fjár- festar væru jú í útlöndum og gróðinn færi þá út, en erlendar fjárfestingar væru alls ekki alltaf slæmar, meira bara eins og erlend lán. Get ekki tjáð mig né túlkað Katrín einhenti þennan bolta á lofti og bauðst til að þýða svar ráðherra með mildum hætti á þann hátt að hann vildi stoppa í glufur í skattalögum. Sigmundur tók undir túlkun Katrínar á orðum Sigmundar, en þó aðeins að mestu, benti jafnframt á að fyrir- tæki gætu líka tekið lán í erlendum bönkum og klykkti út með orðunum: „En til að gera langa sögu stutta þá held ég að ég og hv. þingmaður séum sammála um mikilvægi þess að hámarka skatttekjur ríkissjóðs.“ Það var og. Svarið við spurningunni um hvort rétt væri að leggja frumvarpið fram kom þó aldrei. Til hvers að vera að einfalda hluti ef hægt er að flækja þá? kolbeinn@frettabladid.is Ó ska má Brynjari Níelssyni, lögmanni og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til hamingju með rannsókn sína og umfjöllun um alvarlegar ásakanir Víglundar Þorsteinssonar á hendur þeim sem stóðu að endur- reisn bankakerfisins eftir hrun. Niðurstöðum skilaði Brynjar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrradag. Þar er reifað hvernig Víglundur hefur haldið því fram að ráð- herrar og embættismenn hafi farið út fyrir heimildir neyðarlag- anna í samningum við kröfuhafa gömlu bankanna og bent á þann grundvallarmisskilning í málatilbúnaði Víglundar um að bráðabirgðamat Fjármála- eftirlitsins í október 2008 hafi verið endanlegur úrskurður um verðmæti eigna sem færðar voru úr þrotabúum bankanna. Skemmst er frá því að segja að Brynjar segir útilokað að taka undir ásakanir um að hagsmunum kröfuhafa hafi á einhvern hátt verið gert of hátt undir höfði. „Eignir gömlu bankanna eru varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Fráleitt væri því að ætla þeim, sem tekur eignir eignarnámi, að meta verðmæti þeirra og án allrar aðkomu þess sem þola þarf eignarnámið.“ Ekki verði annað ráðið en mat Fjármálaeftirlitsins 2008 hafi bara verið við- mið, en ekki endanlegt mat á verðmæti eigna bankanna. Þá bendir Brynjar á að líkt og alltaf þegar miklir hagsmunir togist á þá sýnist sitt hverjum og eftir á megi sjá að margt hefði mátt betur fara. En fram hjá því verði ekki horft að hér hafi tekist að endurreisa bankakerfið og greiðslumiðlun ekki fallið niður einn einasta dag. „Hér stóðu stjórnmálamenn, embættismenn og sérfræðingar frá haustinu 2008 frammi fyrir nánast óvinnandi verkefni við fordæmalausar aðstæður. Það verkefni var, þrátt fyrir allt, leyst af hendi og ástæða er til að fagna því,“ segir hann. Undir þetta má taka með Brynjari um leið og gleðjast má yfir því að fá fram faglega unnið mat, laust við pólitískar skotgrafir, á vitavitlausum ásökunum sem fengið hafa vægi í opinberri umræðu langt umfram innistæðu. Kannski er þeim nokkur vorkunn sem stukku á málið í leit að skotfærum í pólitísku drullumalli, því dálitla skoðun þurfti til að sjá að málatilbúnaðurinn var á sandi byggður. Í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær var kallað eftir áliti forsætisráðherra á samantekt Brynjars, enda hafði ráðherrann í janúar tekið undir með ásökunum Víglundar. Og merkilegt nokk virðist grunnniðurstaða skoðunarinnar, um að ekki sé fótur fyrir ásökunum hans, ekki hafa náð alla leið í gegn. Brynjar gefur því reyndar undir fótinn að rannsókn á ákvarð- anatöku við endurreisn bankanna sé eðlileg, jafnvel þótt hann sjái þess ekki merki að beitt hafi verið „svikum og blekkingum eða að með vísvitandi hætti hafi verið farið á svig við lög“. Mikilvægara er líklega að skoða ferlið með það fyrir augum að styrkja lagaumgjörð og verkferla í óvenjulegum aðstæðum, líkt og Brynjar leggur líka til. Forsætisráðherra sagðist hins vegar á þingi í gær vilja umræðu um það sem málið snúist í raun um, „pólitískar ákvarðanir, rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir, ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna“. Ályktanir sem ekki verða dregnar af skýrslu Brynjars. Áfram skal drullumallað. Ágætri skýrslu skilað um furðulegar ásakanir: Drullumall Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D A -2 3 8 C 1 3 D A -2 2 5 0 1 3 D A -2 1 1 4 1 3 D A -1 F D 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.