Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 56

Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 56
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 5:25, 8, 10:35 8, 10:40 8 6 10:10 FIFTY SHADES OF GREY KL 8 - 10.40 BIRDMAN KL. 8 - 10.40 ÓLI PRIK KL 5.30 - 8 - 10.20 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 ÍSL TEXTI BÉLIER FJÖLSKYLDAN KL. 5.30 - ENS.TEXTI PATTINGTON KL. 5.30 - ÍSL TAL FIFTY SHADES OF GREY KL. 5 - 8 - 10.40 FIFTY SHADES OF GREY LÚXUS KL. 5 - 8 KINGSMAN KL. 8 - 10.45 KINGSMAN LÚXUS KL. 10.45 SEVENTH SON KL. 8 SVAMPUR SVEINSSON 2D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL THE WEDDING RINGER KL. 10.20 PADDINGTON 2D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK S siAM ÁLFABAKKA Save the Children á Íslandi FYRSTU SÝNINGAR Á STOCKFISH KVIKMYNDAHÁTÍÐ: A girl walks home alone 22.00 The kidnapping of Michel Houllebeq 22.00 The mafia only kills in summer 22.00 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-20 Eins og lopapeysuklæddur pollabuxna-hnakki drapst áfengisfrumvarpið áður en það komast á áfangastað. Við þurfum því ekki aðeins að greiða með verslunar- rekstri um allt land heldur þurfum við líka að borga fólki fyrir að ákveða hvaða áfengisumbúðir þykja við hæfi. Frábært. Enginn hefur sloppið lifandi frá lífinu þó ríkið reyni vissulega að passa okkur. En væri ekki hægt að passa okkur aðeins betur? RÍKIÐ gæti til dæmis haldið utan um kvikmyndasýningar. Kvik- myndir eru stórhættulegar eins og fólk hefur til að mynda verið hvatt til að sniðganga 50 Shades of Grey (50 sinnum segðu já) vegna þess að boðskapur hennar þykir ekki bara hættu- legur heldur gefur hún kol- ranga mynd af kvalalosta. Kvikmynd- ir hafa hingað til gefið fullkomlega raunsæja mynd af samfélaginu (sbr. Space Jam) og með því að bjóða upp á óheftan aðgang að mynd um slæm- an mann erum við að bjóða hætt- unni heim. BÍLAR eru líka stórhættulegir – við þurf- um því að koma á fót bílasölu ríkisins. Að ríkið annist sölu á bílum hefur fjölmarga kosti í för með sér. Hægt væri að ein- skorða sölu á bílum við sérstakan ríkisbíl, til dæmis Nissan eða eitthvað, sem myndi á augabragði eyða óþarfa afbrýðisemi í landinu (ég mætti konu á Teslu um dag- inn og gat hvorki borðað né sofið í marga daga). SÆLGÆTI er líka að drepa okkur öll. Látum ríkið annast sölu á því. Sælgætis- verslun ríkisins gæti til dæmis sett kvóta á sælgætisneyslu þjóðarinnar. Fyrir mann eins og mig sem verður gjörsam- lega andsetinn á laugardögum og er tilbú- inn að fórna lífi sínu á súkkulaðihjúpuðu altari Nóa Síríusar væri gott að fá bara einhvers konar vikulega úthlutun. Hvað á ég að þurfa að spóla í gegnum marga poka af Kúlusúkki áður en ríkisstjórnin grípur í taumana? LOKS þarf að koma í veg fyrir að fólk trufli störf alþingismanna með því að senda þeim póst. Internetsía myndi redda því. Þá erum við góð í bili. Sælgætisverslun ríkisins „Ég hlakka til að koma og vera með uppistand í besta uppistands- klúbbi á Íslandi, Þjóðleikhúskjall- aranum, með félögum mínum í Mið-Íslandi,“ segir grínarinn og gleðigjafinn Bergur Ebbi Bene- diktsson. Hann er kominn heim og heldur uppistand með Mið-Íslandi um helgina en hann er nú búsett- ur í Kanada þar sem hann stund- ar nám. Félagar hans eru himinlifandi yfir að endurheimta félaga sinn. „Við erum búin að fá frábært fólk í stað Bergs á meðan hann hefur verið í Kanada. En við erum ótrú- lega ánægðir fá hann heim,“ segir Jóhann Alfreð, einn af meðlimum Mið-Íslands. Bergur Ebbi ætlar að vera með nýtt efni á uppstandinu. „Ég verð að sjálfsögðu með nýtt efni og það verður að hluta byggt á því hvern- ig tilfinning það er að kúpla sig út úr íslensku samfélagi og sjá það aðeins utan frá. Ég hef ekki fylgst djúpt með íslenskri umræðu og það er gott. Ég er vonandi með ferskari sýn fyrir vikið,“ útskýrir Bergur Ebbi og hlær. Hann ætlar að nota reynslu sína frá Kanada til gríns. „Mig langar til dæmis mikið til að fjalla um Vestur-Íslendinga, fjölmenningar- samfélagið og fleira sem er í gangi í Kanada.“ Nýjasta uppistand Mið-Íslands, Lengi lifi Mið-Ísland, fer fram í kvöld og þá verða tvö uppistönd á föstudags- og laugardagskvöld en uppistandið fer fram í Þjóðleikhús- kjallaranum. - glp / kak Bergur Ebbi snýr aft ur á svið með Mið-Íslandi Bergur Ebbi Benediktsson kemur fram á uppistandi með félögum sínum eft ir hlé. Hann lofar nýju efni. SAMAN Á NÝ Bergur Ebbi ætlar að grína með félögum sínum um helgina. Tónlistar- og myndlistarkon- an Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem dj. flugvél og geimskip, er að leita að framandi og spenn- andi dýrum til þess að fara með hlutverk í nýju tónlistarmyndandi sem myndlistarkonan Guðlaug Mía Eyþórsdóttir gerir. „Við erum að leita að framandi dýrum til að fá lánað eitt síðdegi eða svo til þess að leika í nýja myndbandinu. Fólk má hafa sam- band við okkur og okkur þætti skemmtilegast að fá einhver dýr sem eru ólögleg, einhverjar slöng- ur eða tarantúlur,“ segir Steinunn og bætir við að fyllsta trúnaðar verði gætt. Hún gaf á dögunum út mynd- band við lagið Hjari veraldar sem er eitt af lögunum sem prýðir plöt- una Nótt á hafsbotni sem er vænt- anleg frá tónlistarkonunni. Viðfangsefni plötunnar er hafs- botninn. „Ég færði mig niður á hafsbotninn, mér fannst það liggja beint við. Ef maður fer alveg niður á dýpsta hafsbotninn þá er hann kolsvartur og dimmur og þar hittir maður fyrir lýsandi fiska og þeir minna svolítið á lýsandi stjörnur í geimnum,“ segir hún en viðfangs- efni fyrri plötu hennar, Glamúr í geimnum, var geimurinn sjálfur. „Hafsbotninn er líka ekkert meira kannaður en geimurinn. Þannig að maður getur gefið hugmyndaflug- inu lausan tauminn.“ Steinunn hélt út fyrir borgar- mörkin til þess að vinna plötuna og dvaldi þar ein í gömlu húsi sem að hennar sögn er reimt í. „Ég var þarna ein í viku í dimmasta skammdeginu. Það var mjög mik- ill snjór og mjög mikill kuldi og alltaf að blása vindur inn,“ segir hún. Vegna umhverfisins var tónn- inn í plötunni annar en hún lagði upp með. „Ég ætlaði að fara að gera einhverja sumarsmelli en öll lögin urðu drunga- og óhugnanleg af því ég var svo hrædd.“ Steinunn er spennt fyrir því að gefa nýju plötuna út. „Ég er mjög spennt, er byrjuð að laumast til þess að spila eitt og eitt nýtt lag á tónleikum en er að reyna að halda aftur af mér svo ég geti haldið útgáfutónleika og spilað öll lögin.“ Þeir sem eiga spennandi og óvenjuleg gæludýr geta hafa sam- band við Steinunni í gegnum net- fangið geimskip@gmail.com. gydaloa@frettabladid.is Leitar að ólöglegum dýrum til þess að leika í myndbandi Tónlistarkonan dj. fl ugvél og geimskip er að leita að spennandi dýrum til þess að leika í nýju tónlistarmynd- bandi. Á næstunni er væntanleg ný plata þar sem áherslan verður lögð á leyndustu undirdjúp hafsins. HAFSBOTNINN Ný plata er væntanleg frá Steinunni og er hún núna að leita að spennandi dýrum til þess að hafa í nýju tónlistarmyndbandi. MYND/NANNADÍS Tökur standa nú yfir á nýjustu James Bond-myndinni, Spectre, í Solden í Austurríki. Ökumaður vörubíls sem hlað- inn var myndavélabúnaði missti stjórn á bíln- um og hafnaði í nálægri hlöðu. Fregnir herma að að minnsta kosti einn með- limur tökuliðs- ins sé alvarlega slasaður. Einn af þeim sem lentu í slysinu var aðstoðar- leikstjórinn Terry Madden sem unnið hefur í öllum Bond-mynd- um síðan árið 1981 þegar For Your Eyes Only kom út. Fyrir rúmri viku meiddist leik- arinn Daniel Craig, sem leikur sjálfan Bond, á hné við tökur á slagsmálaatriði. Spectre er tuttugasta og fjórða Bond-myndin en tökur fara fram á mörgum stöðum í Evrópu. Annað slys á tökustað 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D A -4 1 2 C 1 3 D A -3 F F 0 1 3 D A -3 E B 4 1 3 D A -3 D 7 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.