Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 58

Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 58
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins SPORT KÖRFUBOLTI Kvennalið Breiðabliks stendur saman þrátt fyrir mót- læti innan sem utan vallar. Á því leikur enginn vafi lengur eftir að liðið ætlar að sameinast um það að safna fyrir tönn fyrrverandi liðs- félaga síns. Unnur Lára Ásgeirsdóttir þurfti að fara til tannlæknis í miðjum leik í desember þegar tönn brotn- aði hjá henni. Þegar á hólminn var komið kom í ljós að engar trygg- ingar borguðu tannlæknakostnað- inn og Unnur Lára stóð því uppi með risa reikning. Unnur Lára stóð sig vel með Blikum fyrir áramót en hún var með 10,5 stig og 8,5 fráköst að meðaltali á 26,1 mínútu í leik. Þetta reyndist vera síðasti leikur hennar fyrir Breiðablik en hún er flutt norður á Akureyri. Tönnin brotnaði niður í rót „Það kemur í ljós að hún er ekki tryggð því ÍSÍ-tryggingin nær ekki til slysa á tönnum. Tönnin brotn- ar alveg niður í rót og hún þarf bara nýja tönn og skrúfu. Þetta er komið upp í 600 þúsund kall hjá henni. Hún var að koma úr námi og er nýbyrjuð að vinna á leik- skóla. Þetta er svo stór biti,“ segir Andri. „Hún ræddi við stjórnina og athugaði hvort deildin hér eða félagið myndi eitthvað taka þátt í þessu. Það fór hér upp í aðalstjórn og inn á bæjarskrifstofu. Það var enginn peningur í kassanum hjá körfuboltadeildinni en aðalástæð- an fyrir því að hún fékk ekkert var að þetta gæti gefið fordæmi og þá líka skuldbundið félagið aftur í tímann,“ segir Andri. „Okkur í liðinu fannst þetta vera skelfilegt og við vildum ekki að hún væri ein með þetta. Við ákváð- um því að gera eitthvað,“ sagði Andri Þór en þetta varð jafnframt að vera öðruvísi söfnun en „allar“ hinar hjá liðinu. „Ástæðan fyrir því að við gerum þetta er að við erum alltaf að selja Gömlu liðsfélagarnir safna fyrir nýrri tönn Unnar Láru Unnur Lára Ásgeirsdóttir missti tönn í leik með Blikum. ÍSÍ-tryggingin nær ekki yfi r slíkt og því stóð hún ein uppi með 600 þúsund króna reikning. Blikar ætla að hjálpa henni með sölubás í Kolaportinu um helgina. klósettpappír og herja á okkar nærumhverfi. Þessi hugmynd snerist um að sækja peninga eitt- hvað út fyrir ömmu og afa og mömmu og pabba,“ segir Andri í léttum tón. Sótti reiðhjól í geymsluna Blikakonur ætla að vera með bás í Kolaþorpinu um helgina og selja muni til styrktar Unni Láru. „Ég fór bara í geymsluna hjá mér og ætla að selja reiðhjól og eitthvert dót. Stelpurnar tína fram einhver föt og þó svo að deildin treysti sér ekki í þetta þá er fólkið í deildinni til í að leggja hönd á plóg með vinnu eða annars konar framlagi,“ segir Andri og bætir við: „Þetta gerist í leik hjá okkur og við viljum setja vinnu í að byggja upp svona menningu hjá okkur og að þetta sé eitthvað sem einkenni okkar lið. Við stöndum alltaf saman þótt það sér erfitt.“ Breiðabliksliðið er í neðsta sæti Dominos-deildarinnar og þetta hefur ekki verið auðveldur vetur. „Það er búinn að vera ofboðs- lega mikill mótvindur í vetur og þá ekki bara andstæðingarn- ir heldur hafa líka verið erfiðar aðstæður hjá deildinni, peningave- sen og annað,“ segir Andri. Unnur Lára yfirgaf Breiðabliks- liðið um áramótin en stelpurnar standa enn með henni. „Ég sagði henni að ég ætlaði að peppa stelp- urnar upp í fjáröflun og hún var mjög þakklát,“ segir Andri. Andri vill sjá umræðu í íþrótta- hreyfingunni um tryggingar á tönnum íþróttafólks landsins. „Ef hreyfingin tæki sig öll saman og léti bjóða út tanntryggingu á íþróttafólkið okkar þá er ég viss um að þetta yrðu bara nokkrir þúsundkallar á ári fyrir hvern klúbb. Þetta eru örfá óhöpp á ári þó að það séu síðan oft háar upp- hæðir þegar það gerist,“ segir Andri Þór en hver eru markmið helgarinnar? Vonar að fólk rati til þeirra „Ég er ekkert viss um að þátttak- an verði æðisleg en ég er búinn að hóta því að mæta heim til fólks, bæði stjórnarmanna og stelpn- anna, og taka til í geymslunum ef þau koma ekki með eitthvað. Við sjáum til hvernig þetta gengur og ég er alls ekki vongóður um að við náum upp í þessa tölu. Hvort sem það verður hundrað þúsund eða tvö hundruð þúsund eða minna. Allt hjálpar,“ segir Andri. „Við merkjum okkur í bak og fyrir en við fengum reyndar engan toppstað. Við vildum vera þessa helgi og ég vona að fólk rati til okkar,“ sagði Andri sem er jafn- vel að pæla í því að láta Blikakóp- inn lóðsa gesti inn á básinn. ooj@frettabladid.is MISSIR FYRIR BLIKA Unnur Lára Ásgeirsdóttir sést hér til vinstri í leik með Breiðabliki í Dominos-deildinni í körfubolta í vetur og á myndinni til hægri talar Andri Þór Kristinsson, þjálfari Blika, við Unni Láru í leik á móti KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KÖRFUBOLTI Það verður mikil körfuboltaveisla í Laugar- dalshöllinni um komandi helgi en þá fara fram allir bikarúrslitaleikir sambandsins, allt frá meistaraflokkunum báðum niður í 9. flokk karla og kvenna. Þetta eru samtals ellefu bikarúrslitaleikir á 50 klukkutímum, tveir leikir á föstudagskvöldi, fjórir leikir á laugardegi og fimm leikir á sunnudegi. 10. flokkur kvenna ríður á vaðið á föstudagskvöldið en þá verður einnig spilað í stúlknaflokki. 10. flokkur karla og drengjaflokkur spila sitthvorum megin við úrslitaleiki karla og kvenna á laugardeginum og á sunnudaginn spila síðan 9. flokkur karla og kvenna, 11. flokkur karla og unglingaflokkar karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem allir bikarúrslitaleikir körfuboltans fara fram á sama stað og um sömu helgi en undanfarin ár hafa yngri flokkarnir verið á annarri helgi en meistaraflokkarnir. Ellefu bikarúrslitaleikir um helgina FÓTBOLTI Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fót- bolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppn- innar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchenglad- bach, PSV - Zenit, Roma Feyen- oord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liver- pool mætir Besiktas frá Tyrk- landi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feit- um hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáver- andi stjóri Tottenham, og Mart- in O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttar- keppninni. Fulham er eina enska liðið sem hefur virkilega reynt að fara alla leið og tekist það, en liðið fór í úrslit árið 2010. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B- keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeild- inni. Sigurlaunin eru sæti í Meist- aradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meist- aradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeild- arsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekk- ert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Poch- ettino, knattspyrnustjóri Totten- ham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnu- stjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbog- ans og ætlar sér alla leið í keppn- inni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“ - tom Bakdyrnar í Meistaradeildina opnar upp á gátt Þrjú ensk lið eru á meðal þeirra 32 sem hefj a leik í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. BAKLEIÐIN Liverpool getur komist í Meistaradeildina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÚRSLIT MEISTARADEILD EVRÓPU 16-LIÐA ÚRSLIT, FYRRI LEIKIR SCHALKE - REAL MADRID 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (26.), 0-2 Marcelo (79.) BASEL - PORTO 1-1 1-0 Derlis Gonzalez (11.), 1-1 Danilo, víti (79.) HANDBOLTI Aganefnd HSÍ klofn- aði í afstöðu sinni til máls Agnars Smára Jónssonar, leikmanns ÍBV, vegna ummæla hans um dómara leiks Stjörnunnar og FH í Olís- deild karla. Agnar Smári gagnrýndi störf dómaranna í færslu á Twitter- síðu sinni sem hann síðar fjar- lægði og baðst afsökunar á. Fram kom í úrskurði nefndarinnar að aganefnd harmaði ummælin en að hún teldi sér ekki fært að úrskurða í málinu þar sem hann var ekki þátttakandi í leiknum. Einn nefndarmaður vildi að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar en meirihlutinn vísaði því frá. - esá Twitter-máli vísað frá HANDBOLTI Stefán Darri Þórsson spilar líklega ekki meira á tímabilinu með Fram í Olísdeild karla þar sem að hann er með brotið ristarbein og þarf að fara í aðgerð. Sama bein brotnaði í nóvember en þá var ákveðið að leyfa beininu að gróa án aðgerðar. „Þetta var allt gert í góðu samráði við lækna en svo varð hann fyrir því óláni að stíga vitlaust niður og við það brotnaði beinið aftur,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram við Fréttablaðið í gær. Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik í leik gegn HK í vikunni sem Fram tapaði óvænt. Það var aðeins þriðji leikur Stefáns Darra eftir að hann sneri aftur. „Þetta er auðvitað ofboðslega slæmt fyrir hann og verður í raun til þess að hann missir nánast af öllu tímabilinu. Stefán Darri leikur stórt hlutverk með liðinu þegar hann er heill,“ segir þjálfarinn. Framarar hafa verið í miklu basli með meiðsli í sínum leikmannahópi en þeir Ólafur Ægir Ólafsson, Elías Bóasson og Arnar Freyr Arnarsson hafa allir verið frá í lengri tíma og þá er Arnar Snær Magnússon nýbyrjaður á ný eftir langvarandi meiðsli, sem og Þorri Björn Gunnarsson. Fram er í áttunda sæti deildar- innar en fram undan er mikil barátta um sæti í úrslitakeppninni. „Stressið fór með okkur gegn HK enda heggur það í sjálfstraustið við það að missa lykilmenn í meiðsli. En við vitum hvað við þurfum að gera og allir eru einbeittir á verkefnið.“ - esá Sömu meiðsli felldu Stefán Darra á ný STEFÁN DARRI Verður líklega ekki meira með í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKORAÐI AFTUR Cristiano Ronaldo batt enda á þrigga leikja „markaþurrð“ er hann skoraði fyrra mark sinna manna í Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í Meistaradeild Evrópu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D A -3 C 3 C 1 3 D A -3 B 0 0 1 3 D A -3 9 C 4 1 3 D A -3 8 8 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.