Fréttablaðið - 09.03.2015, Page 2

Fréttablaðið - 09.03.2015, Page 2
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SJÁVARÚTVEGUR Fjórtán hrefnum var landað framhjá vigt á síðasta veiðitímabili. IP útgerð ehf. var eina fyrirtækið sem hafði veiði- leyfi á hrefnu í fyrra og land- aði 24 hrefnum á land. „Ef afli er ekki vigtaður þá hafa stjórnvöld ekki upplýsingar um það magn sem kemur að landi,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Veiðum á hrefnu er þannig hátt- að að kjöti og spiki er landað, en beinagrind og öðru sem ekki er nýtt af dýrinu er fleygt aftur í hafið. Því hafa stjórnvöld enga vitneskju um hversu mörg kíló koma inn til vinnslu hjá útgerð- inni ef afli er ekki vigtaður. Eyþór fiskistofustjóri segir að sam- kvæmt reglugerð þurfi allur land- aður afli að fara á hafnarvog svo hægt sé að fylgjast með að ein- hverju marki. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar útvegsráðherra segir einnig í svari sínu við fyrirspurn Katrín- ar Jakobsdóttur að í hrefnuveiðum skuli landaður afli vigtaður í sam- ræmi við reglugerð, um vigtun og skráningu sjávarafla. Þessu hafnar Gunnar og segir að stjórnvöld hafi mjög glögga mynd af meðalþyngd dýrs eftir tilrauna- veiðar á hrefnu. „Ef tilgangur með vigtun er að finna út meðaltalsnýt- ingu á hrefnu þá hefur þeim mark- miðum þegar verið náð,“ segir Gunnar. Á síðasta hrefnuveiðitíma- bili var uppi ágreiningur um það hvort hrefnu ætti að landa á vigt eða hvort nægilegt væri að senda Fiskistofu upplýsingar um fjölda veiddra dýra. Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri IP útgerð- ar, segir veiðarnar frábrugðnar veiðum á fiski. „Kvótastýringin á þessum veiðum fer eftir fjölda dýra en ekki fjölda kílóa eins og í þorski eða ýsu og öðrum stofnum. Þess vegna fannst okkur óþarft að keyra með landaðan afla á hafnar- vog með tilheyrandi kostnaði,“ segir Gunnar. „Um leið og við veiðum dýr sendum við Fiski- stofu tilkynningu og það gerum við rafrænt um borð um leið og dýr hefur verið veitt.“ „Fiskistofa fékk tilkynningu frá Hafnarfjarðarhöfn síðasta sumar um að afli væri að fara framhjá vigt. Í þessu tilviki var hrefnuveiðibátur ekki að fara eftir reglum. Það fór síðan í ferli hjá okkur sem endaði með áminn- ingu. Ítrekunaráhrif áminningar eru tvö ár og ef sami aðili brýt- ur aftur af sér innan þess tíma á hann yfir höfði sér veiðileyfa- sviptingu,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. sveinn@frettabladid.is Fjórtán hrefnum landað framhjá vigt Á síðasta hrefnuveiðitímabili var meirihluta landaðs afla ekki landað á vigt eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Stjórnvöld virðast því ekki hafa neina vitneskju um hve mikið hrefnukjöt hafi komið í land. Útgerð fékk áminningu frá Fiskistofu. HREFNUVEIÐI Af tæplega 240 dýrum sem veiða mátti á síðasta tímabili komu aðeins 24 dýr að landi. Fjórtán dýr voru ekki vigtuð við löndun. EYÞÓR BJÖRNSSON GUNNAR BERGMANN MENNING Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands, tóku í gær fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum. Stofnunin tilheyrir Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Bygg- ingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu, næst gömlu Loft- skeytastöðinni, og á að verða tilbúin í október 2016. - jhh Byrjað að byggja húsnæði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur: Tóku fyrstu skóflustunguna MOKAÐ Það mátti varla á milli sjá hvert þeirra væri vanast með skófluna, Kristín Ingólfsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir eða Illugi Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Koma þessar vinsældir ekkert aftan að þér? Ég botna ekkert í þeim! Myndlistarkonan Jóhanna Bára Þórisdóttir opnaði sýninguna Rassar í sveit, þar sem hún sýnir myndir af dýrarössum, en þær hafa slegið í gegn hjá erlendum ferðamönnum. KJARAMÁL Konur í VR fá greidd laun fyrir ellefu mánuði á ári á móti tólf mánuðum karla. Þann- ig unnu þær í raun „launalaust“ í janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í grein Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, frá því í gær. Karlar og konur innan VR fá ekki sömu laun fyrir sömu vinnu – samkvæmt launakönnun VR eru konur með 8,5 prósentum lægri laun en karlar. Þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsald- urs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Þessi kynbundni launamunur þýðir að konur fengu í raun fyrst greidd laun á þessu ári í febrú- ar – og þá er ég að tala um sömu laun og karlar fá fyrir sambæri- leg störf. Í greininni segir að VR hafi bar- ist fyrir jafnrétti kynjanna árum saman og ákveðinn árangur hafi náðst. Þannig var kynbundinn launamunur í VR 15,3 prósent árið 2000 og það ár unnu konur launalaust í 56 daga eða tæpa tvo mánuði áður en þær fengu sömu laun og karlar. Eins og staðan er núna vinna konur í VR launalaust í heilan mánuð á ári – og með sama áframhaldi fá þær loksins sömu laun og karlar árið 2035. Ólafía segir þessa stöðu óásættan lega, ekki verði beðið í 20 ár eftir launajafnrétti innan VR. „Við höldum áfram að berjast og nýtum okkur allar tiltækar leiðir,“ segir í grein Ólafíu. - fbj Með sama áframhaldi fá konur sömu laun og karlar árið 2035 og vinna launalaust í einn mánuð á ári: Konurnar í VR unnu launalaust í janúar JAFNRÉTTI Ólafía B. Rafnsdóttir, for- maður VR, vonast til að árið 2015 verði ár til þess að koma hreyfingu á jafn- réttisbaráttuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJÖRGUN Vélsleðamaður ók fram af hengju við Hlöðufell síðdegis í gær og slasaðist. Ferðafélagar hans fluttu hann í skála þar til þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, sótti hann og var hann flutt- ur á Landspítala Háskólasjúkra- hús í Fossvogi. Björgunarsveitir úr Árnes- sýslu og af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á slysstað, sam- kvæmt tilkynningu frá Lands- björg. Með í för voru sjúkra- flutningamenn frá Selfossi. Þungt færi var á slysstað og nán- ast eingöngu fært snjóbílum og vélsleðum. - skó, fbj Þyrla LHG sótti hinn slasaða: Vélsleðaslys við Hlöðufell LÖGREGLUMÁL Karlmaður var handtekinn við skemmtistað í Hafnarfirði og var sagður hafa slegið konu. Maðurinn gisti fangageymslur um nóttina. Skömmu fyrir fimm í nótt fékk lögreglan tilkynningu um mann á gangi á Laugavegi, með höfuðkúpugrímu og hníf í hendi. Þegar lögregluþjónar komu á vettvang var maðurinn ekki með hníf en í fórum hans fannst lítilræði af fíkniefnum. Nokkur erill var í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna ölvunar samkvæmt dagbók lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. - skó, fbj Erill í miðbæ vegna ölvunar: Sló konu og gisti fangaklefa VEÐUR Um 200 manns sátu fastir í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var óvíst hvort einhverjir kæmust til síns heima fyrir nóttina. Tugir manna hugðust gista á Reykjum. Snjómokstursbíll sat fastur á heiðinni og var það forgangsverkefni að losa bíl- inn og koma þeim vegfarendum niður af heiðinni sem sátu fastir. „Þetta er bara þreifandi hríð og kolvitlaust veður,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Hvammstanga, í samtali við Vísi í gær. Það er Vegagerðin á Hvammstanga sem hefur umsjón með mokstri á Holtavörðu- heiði. Búist er við rólegra og úrkomuminna veðri í dag. Horfur eru á suðaustan stormi eftir hádegi á morgun með snjókomu, slyddu eða rigningu. Gert er ráð fyrir að út vikuna verði öflugar lægðir með hvössu og úrkomusömu veðri. Blaðamaður Fréttablaðsins, sem var í Staðar- skála, sagði að veðrið þar væri hræðilegt og óvíst hvað fólk myndi taka til bragðs. Einhverj- ir íhuguðu að fara yfir Laxárdalsheiði. Til stóð að Staðar skáli yrði opinn eitthvað fram eftir nóttu og svo reynt að redda gistingu fyrir þá sem treystu sér ekki yfir Laxárdalsheiðina. - jhh Afar slæmt veður á Holtavörðuheiði í gær og snjómokstursbíll sat fastur: 200 strandaglópar í Staðarskála STAÐARSKÁLI Um 200 manns voru strandaglópar í gær- kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GYÐA LÓA SPURNING DAGSINS - Þín brú til betri heilsu – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Er sálin í ójafnvægi? – Þarftu að laga mataræðið? – Langar þig að gera eitthvað í málunum? www.heilsuborg.is Viltu lifa betra lífi? Heilsuborgarskólinn verður með kynningarfund mánudaginn 9. mars kl. 20:00. 0 8 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :4 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 F -1 4 F C 1 4 0 F -1 3 C 0 1 4 0 F -1 2 8 4 1 4 0 F -1 1 4 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.