Fréttablaðið - 09.03.2015, Síða 6
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Opnunarávarp:
Illugi Gunnarsson,
mennta- og menningarmálaráðherra
Staða stefnumótunar í starfsmenntamálum
Fyrirlesarar:
Ari Kristinn Jónsson,
rektor Háskólans í Reykjavík
Almar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Pallborðsumræður um stöðu og framtíð
námsefnis með þátttöku kennara úr
ýmsum faggreinum
Ráðstefnustjóri:
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir,
skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti
og stjórnarformaður Iðnmenntar
Skráning á skrifstofu Iðnmenntar, í síma 517-7200
eða á netfanginu heidar@idnu.is.
Ráðstefna IÐNMENNTAR 2015
Grand Hótel Reykjavík
Námsefni í
verkgreinum
– stöðulýsing
– framtíðarsýn
13. mars kl. 13–16
LANDBÚNAÐUR Ekkert annað en
tilviljun ræður því að tvö til-
felli af riðuveiki hafa komið upp
á stuttum tíma – annað á búi í
Skagafirði og hitt á bæ á Norð-
vesturlandi. Þetta eru fyrstu
tilfelli hefðbundinnar riðu sem
greinist á landinu frá árinu 2010.
Auður L. Arnþórsdóttir, sér-
greinadýralæknir hjá Matvæla-
stofnun, segir aðspurð að langt sé
á milli þeirra býla sem um ræðir
og engin tengsl þar á milli. Til-
vikin séu þess utan ólík.
Hugsanlegar smitleiðir geta
verið margar. Stutt er síðan riðu
varð vart í Skagafirði, og þar
sem féð gengur saman á afrétti
er erfitt að segja til um hvenær
smitið hefur orðið. „Það getur
verið langt síðan – fyrir mörgum
árum. Það er mjög erfitt að rekja
hvaðan smitið kemur og þess
vegna erfitt að eiga við þetta,“
segir Auður en á Íslandi eru 26
fjárhólf. Í Skagahólfi hefur riðu-
veiki komið upp á átta búum á
undanförnum 15 árum en í Vala-
gerði hefur veikin ekki greinst
áður. Aðeins á fjórum svæðum
hefur riða, og aðrir búfjársjúk-
dómar í sauðfé, aldrei greinst
og eiga þau það sameiginlegt
að vera afskekkt. Aðeins þaðan
er flutningur líflamba leyfður á
milli svæða.
Undantekningarlaust er allur
fjárstofn þar sem smit kemur upp
skorinn. Í Fréttablaðinu á miðviku-
daginn greindi Birgir Hauksson,
bóndi í Valagerði, frá því að niður-
staðan væri honum og hans fólki
mikið áfall. Hann þarf að farga
þremur hundruðum fjár en á Neðra-
Vatnshorni er um 500 dýr að ræða.
Auður segir að ríkið standi
straum af fjárhagslegum kostnaði
vegna riðuveikinnar, enda er stofn-
inn skorinn samkvæmt fyrirskip-
an ráðherra að fengnum tilmælum
Matvælastofn-
unar.
„Bóndinn fær
bættan þann
stofn sem skor-
inn er niður
og kostnað við
þrif, sótthreins-
un og förgun.
Þetta eru mjög
kostnaðarsam-
ar aðgerðir fyrir ríkið, og á við-
komandi bæ skal vera fjárlaust í
tvö til þrjú ár,“ segir Auður. Hún
bætir við að ferlið sé flókið og
tímafrekt. Reglan er að dýrin eru
ekki aflífuð fyrr en samninga-
ferlinu er lokið. „En það er ekki
hægt að draga það lengi, og gæta
verður að velferð dýranna. Sér-
staklega í þessum tilfellum þar
sem um er að ræða ær og mjög
styttist í sauðburð,“ segir Auður.
svavar@frettabladid.is
Tvö tilfelli riðuveiki
sögð hrein tilviljun
Riðuveiki greindist á tveimur bæjum með stuttu millibili, fimm árum eftir að riðu
varð vart síðast. Tilviljun og engar frekari ályktanir er hægt að draga af þessu, segir
sérgreinadýralæknir. Hverju tilfelli fylgir mikill kostnaður og persónulegt áfall.
Í RÉTTUM Tilraunir til að útrýma riðuveiki á Íslandi hafa kostað ríkið stórfé og
valdið fjölda manns miklu hugarangri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AUÐUR L.
ARNÞÓRSDÓTTIR
Riðan greindist í tveimur kindum frá bænum Neðra-Vatnshorni í Húna-
þingi vestra, í sýnum sem voru tekin samkvæmt skimunaráætlun Mat-
vælastofnunar við slátrun síðastliðið haust. Ekki hafði orðið vart neinna
sjúkdómseinkenna.
Bóndinn í Valagerði í Skagafirði fékk nýlega grun um riðuveiki í þremur
ám og hafði samband við dýralækni. Kindunum var lógað og sýni send til
Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti nokkrum dögum
síðar að um hefðbundna riðuveiki væri að ræða.
TILVIKIN GREINDUST MEÐ GERÓLÍKUM HÆTTI
1. Hvað heitir nýtt lag Blaz Roca og
ClassB?
2. Hver er upphæðin sem OR fjár-
festir fyrir í ár?
3. Í hvaða sæti hafnaði Hafdís
Sigurðar dóttir í langstökki á EM?
SVÖR
1. Warshaw Gettó Gaza. 2. 9 milljarðar. 3.
12 sæti
EFNAHAGSMÁL Árshækkun launa
milli fjórða ársfjórðungs 2013 og
2014 var 6,7 prósent að meðaltali
að því er fram kemur í nýbirtum
tölum Hagstofu Íslands.
„Hækkunin var 6,0 prósent á
almennum vinnumarkaði og 8,4
prósent hjá opinberum starfs-
mönnum,“ segir í umfjöllun
Hagstofunnar. Laun ríkisstarfs-
manna hafi hækkað um 6,8 pró-
sent og 10,3 hjá sveitarfélögum.
Milli 2013 og 2014 hafi regluleg
laun hækkað um 6,0 prósent að
meðaltali. „Starfsmenn á almenn-
um vinnumarkaði hækkuðu um
5,8 prósent, ríkisstarfsmenn
um 6,2 prósent og starfsmenn
sveitar félaga um 6,5.“ Hækkun
launa eftir starfsstéttum er sögð
hafa verið á bilinu 5,2 til 7,0 pró-
sent, mest hjá þjónustu-, sölu- og
afgreiðslufólki, en minnst hjá
stjórnendum.
Eftir atvinnugeirum var hækk-
un milli ára 7,4 prósent í bygging-
arstarfsemi, 6,8 prósent í sam-
göngum, 6,1 í fjármálaþjónustu,
6,0 í verslun og 4,6 prósent í iðn-
aði.
- óká
STEYPUVINNA Laun í byggingarstarf-
semi hækkuðu um 7,4 prósent milli
2013 og 2014.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Regluleg laun hækkuðu um 6,0 prósent milli áranna 2013 og 2014:
Stjórnendur hækkuðu minnst
FERÐAÞJÓNUSTA Eigendur Hót-
els Selfoss fyrirhuga að stækka
hótelið um 28 herbergi með því
að byggja nýja hæð. Verið er að
velta upp möguleikum og munu
endanlega ákvörðun tekin á
næstu vikum. „Við erum svona að
skoða þann möguleika að stækka
hótelið. Hugmyndin er að hækka
það og bæta þannig við nýrri hæð
sem yrði þá svipuð þeim sem
fyrir eru,“ segir Ragnar J. Boga-
son, framkvæmdastjóri Hótels
Selfoss. - sa
Fyrirhuga stækkun hótels:
Skoða nýja hæð
á Hótel Selfoss
SAMFÉLAGSMÁL Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, veitti Strimlinum fyrstu
verðlaun í Gullegginu árið 2015.
Markmið Strimilsins eru að opna
upplýsingar um matvöruverð á
Íslandi upp á gátt. Hlaut Strimillinn,
auk Gulleggsins, eina milljón króna
í verðlaunafé.
Strimillinn, sem hlaut Gulleggið,
er hugsaður sem vernd fyrir neyt-
endur. Neytandi tekur mynd af inn-
kaupastrimli og sendir síðunni.
Vöruverðið er lesið og skrásett og
öllum gert aðgengilegt. Neytandinn
getur þannig fengið yfirlit yfir inn-
kaup sín og ábendingar um sparnað.
Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gull-
egginu voru kynnt síðastliðinn laug-
ardag. Keppninni í ár bárust um 250
hugmyndir og á bak við þær stóðu
um 500 einstaklingar. Keppnin stóð
yfir í tæpa tvo mánuði þar sem þátt-
takendur sóttu námskeið og fengu
þjálfun í mótun viðskiptahugmynda.
Mekkano ehf. hlaut annað sætið
og Crowbar Protein hlaut þriðja
sætið. - sa
Strimillinn varð hlutskarpastur 250 hugmynda í keppninni um Gulleggið í ár:
Neytendur spara með appinu
SIGURVEGARAR Ragnheiður E. Árna-
dóttir viðskiptaráðherra afhenti Gull-
eggið 2014.
VEISTU SVARIÐ?
0
8
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:4
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
F
-3
C
7
C
1
4
0
F
-3
B
4
0
1
4
0
F
-3
A
0
4
1
4
0
F
-3
8
C
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K