Fréttablaðið - 09.03.2015, Qupperneq 10
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · hekla.is
BREMSAÐU AF ÖRYGGI
20%
AFSLÁTTUR
BREMSUVÖRUR OG
BREMSUVINNA VIÐ
HEKLUBÍLA
Renndu við hjá HEKLU við Laugaveg og við skiptum um bremsuklossa/bremsudiska
á meðan þú bíður.
Hjá HEKLU er óþarfi að panta tíma fyrir smærri viðgerðir. Ef þú vilt ekki bíða skilur þú
bílinn eftir hjá okkur og við skutlum þér þangað sem þú vilt fara – og sækjum þig aftur!
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Snorri Sigurðsson
Hjálmar Sveinsson
Er Reykjavík borg náttúrunnar? Eru opnu svæðin í
Reykjavík of víðfeðm, of mörg eða of fá? Getur náttúru-
upplifun átt sér stað í húsagötu? Getur borg þrifist án
náttúru? Hvernig náttúru viljum við í borginni? Þarf að
vernda náttúru í borg?
Náttúran í borginni og borgin í náttúrunni eru til
umfjöllunar í fundaröðinni Borgin – Heimkynni okkar,
sem umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir með
Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulags-
ráðs, um þróun og mótun Reykjavíkurborgar.
Fundurinn er þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 20.00
á Kjarvalsstöðum.
Gestir fundarins eru Dagný Bjarnadóttir landslags-
arkitekt, Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og deildarforseti
hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ og Snorri Sigurðs-
son, doktor í líffræði hjá skrifstofu náttúru og garða hjá
Reykjavíkurborg.
Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs 2014.
Allir eru velkomnir – kaffi á könnunni.
Dagný Bjarnadóttir
Sigrún Birgisdóttir
Hvaða máli skiptir náttúran
í borgarumhverfi?
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundaröðinni
BORGIN – HEIMKYNNI OKKAR um þróun og mótun borgarinnar
með Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Þess var minnst í gær að ár var
liðið frá því að malasíska flugvél-
in MH370 hvarf þegar hún var á
leið frá Kúala Lúmpúr til Peking.
Vélin, eða brak hennar, hefur ekki
enn fundist. Stjórnvöld í Malasíu
og Ástralíu segja að allt kapp verði
lagt á að finna það.
Mikil reiði ríkir hjá aðstandend-
um þeirra sem fórust með vélinni.
Bráðabirgðaskýrsla hefur verið
gefin út um slysið. Þeir segja að
engar nýjar vísbendingar séu í
skýrslunni um það hvað gerðist.
Í skýrslunni má finna mikið af
tæknilegum upplýsingum um vél-
ina, viðhald á henni, bakgrunn
áhafnarinnar og hvernig eftirliti
flugmálayfirvalda með vélinni var
háttað. Í skýrslunni eru upplýsing-
ar um að rafhlaða í svarta kassan-
um hafi verið ónýt sem gæti hafa
haft áhrif þegar fyrst var byrjað
að leita vélarinnar. Þar eru hins
vegar engar haldbærar skýringar
á því hvert vélin gæti hafa farið
eða hvað hafi orðið um hana.
Sara Bajc missti unnusta sinn,
Philip Wood, í slysinu. Hún segir
að skýrslan sé gagnslaus og gagn-
rýnir að rannsakendur hafi ein-
ungis tekið skýrslu af 120 manns.
„Það er færra fólk en í litlu og lítt
fjármögnuðu einkarannsókninni
okkar,“ er haft eftir Bajc á frétta-
vef BBC. Fleiri aðstandendur hafa
sagt að rannsóknin sé gagnslaus.
Stjórnvöld í Malasíu telja að lík-
legasta skýringin á hvarfi vélar-
innar sé sú að hún hafi hrapað í
suðurhluta Indlandshafs. Þar er
hennar enn leitað. En BBC segir
að fjölskyldur hinna látnu trúi ekki
þessum kenningum vegna fálm-
kenndra viðbragða þeirra fyrst
eftir hvarf vélarinnar. Sú stað-
reynd að hlutar af braki vélar-
innar hafa ekki fundist hafa vald-
ið því að ættingjar halda enn í þá
von að í það minnsta einhverjir af
hinum 239 farþegum hafi lifað af.
jonhakon@frettabladid.is
Ástvinir halda
enn í vonina
Ár er liðið frá því malasíska flugvélin MH370 hvarf.
Aðstandendur farþega gagnrýna rannsóknarskýrslu
um hvarfið. Þeir vona enn að einhverjir séu á lífi.
ÁR LIÐIÐ Sumir ástvina farþega telja enn möguleika á að einhverjir þeirra séu lif-
andi. NORDICPHOTOS/AFP
NEYTENDUR Neytendastofa hefur
óskað eftir því að Ríkisskattstjóri
fari yfir framkvæmd leiðrétt-
inga á lánum hjá fjármálafyrir-
tækjum. Borist hafa ábendingar
frá neytendum sem telja fyrirtæk-
in fara á svig við lög um leiðrétt-
ingu lána og ráðstöfun séreignar-
sparnaðar. Neytendur eru hvattir
til að yfirfara uppgjör leiðréttinga
og greiðsluseðla vegna séreignar-
sparnaðar og kanna hvort tekin
hafi verið gjöld í tengslum við leið-
réttingu fasteignalána. - sa
Neytendur yfirfari uppgjör:
Leiðréttingin í
takt við lögin
FRAKKLAND Manuel Valls, for-
sætis ráðherra Frakka, óttast að
áður en árið er á enda verði yfir
10 þúsund Evrópubúar farnir til
Sýrlands og Íraks til þess að ganga
öfgaöflum á hönd. Reynist grunur
hans réttur mun fjöldi þeirra sem
nú er þar þrefaldast.
„Í dag eru 3.000 Evrópubúar í
Írak og Sýrlandi. Ef maður spáir
um komandi mánuði, gætu orðið
þar 5.000 í sumar og 10 þúsund í
árslok,“ segir Valls í samtali við
frönsku sjónvarpsstöðina iTele.
Frakkland, Danmörk og Belgía
eru á meðal þeirra ríkja sem hafa
séð á eftir flestum borgurum
sínum fara til Sýrlands og Íraks til
að ganga Íslamska ríkinu á hönd.
Í síðasta mánuði sviptu frönsk
stjórnvöld sex borgara þar í landi
vegabréfum og bannaði meira
en 40 manns að ferðast til Íraks
og Sýrlands af ótta við að þeir
myndu ganga til liðs við Íslamska
ríkið. „Það er ný ógn sem steðjar
að okkur í Frakklandi , Evrópu og
víðar,“ segir Valls. - jhh
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakka, varar við þeirri nýju ógn sem steðjar að vegna Íslamska ríkisins:
Þúsundir ganga í lið með öfgamönnum
VÍGAMENN
ÍSLAMSKA
RÍKIS-
INS Fjöldi
Evrópubúa
hefur gengið
Íslamska ríkinu
á hönd.
NORDICPHOTOS/AFP
➜ Í skýrslunni má finna
mikið af tæknilegum upp-
lýsingum um vélina, viðhald
á henni, bakgrunn áhafnar-
innar og hvernig eftirliti flug-
málayfirvalda með vélinni
var háttað.
0
8
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:4
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
F
-4
B
4
C
1
4
0
F
-4
A
1
0
1
4
0
F
-4
8
D
4
1
4
0
F
-4
7
9
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K