Fréttablaðið - 09.03.2015, Page 13

Fréttablaðið - 09.03.2015, Page 13
MÁNUDAGUR 9. mars 2015 | SKOÐUN | 13 LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverj- ir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upp- lýsingafundum um sjáv- arútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaða- fulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opin- berri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norður- landskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíð- arræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvalds- ins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingis- maður úr öðrum flokki var feng- inn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fisk- vinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verð- lagningu á afurðum fyrirtæk- isins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðar- innar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjar stjórn Ísafjarðarbæj- ar að hann lét einn togara fyr- irtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og sam- tökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leit- uðu réttar síns og sóttu lögboð- ið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu. Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austur velli á síðasta kjörtíma- bili gegn þáverandi stjórnvöld- um. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavalds- ins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Gugg- an verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglun- arlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á stað- reyndum um vanefndir, vald- níðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til sam- þjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvóta- kerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistak- ast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál. Málfrelsi LÍÚ Orka 78 hitaeiningar Prótein 8,8 g Kolvetni 9,4 g Fita 0,6 g Kalk 282 mg D-vítamín 2,0 μg A-vítamín 90 μg B2-vítamín 0,34 mg Fosfór 196 mg Joð 22 μg B12-vítamín 0,74 μg Til að byggja upp vöðva og öðlast kraft Til að veita líkamanum orku Flytur með sér A- og D-vítamín Fyrir sterk bein, hvítar tennur og fallegra bros Til að líkaminn geti nýtt sér kalkið Fyrir húðina, augun og sjónina Fyrir efnaskipti líkamans Fyrir sterk bein Fyrir efnaskipti og orkujafnvægi Fyrir alla frumustarfsemi Miðað er við 2 dl (200 g) Eitt glas af Fjörmjólk inniheldur Einstaklega próteinrík og inniheldur fjölda nauðsynlegra næringarefna. Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur ➜ LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýr- ingar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í mann- inn en forðast að ræða málefnið. SJÁVARÚTVEGUR Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaðurÍ gær var áttundi mars – alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafn- rétti, sem fær enn aukið gildi í huga okkar á þessu ári þegar við minnumst þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Bara hundrað ár síðan sjálf- sagt þótti að útiloka annað kynið frá því að kjósa fulltrúa til alþingis. Einhver umræða fór fram um það í byrjun árs hvort nokkuð tæki því að minn- ast kosningaréttar kvenna sér- staklega vegna þess að um leið fengu fátækir og jarð næðis- lausir karlar að kjósa í fyrsta sinn, sem vissulega voru mikil og merk tíðindi, og kallar á sérstakan fögnuð, en breytir auðvitað engu um það hvílík tímamót það voru í sögu þjóð- arinnar að öðru kyninu væri ekki hreinlega neitað lengur um að kjósa. Það blasir eiginlega við. Ýmsir karlar mölduðu samt í móinn: Hvað er nú verið að rifja það upp? Allt er nú tínt til! Það hafa nú fleiri fengið kosn- ingarétt og aldrei eru þessar kellingar til friðs … Og þar fram eftir götunum. Til eru karlar sem telja sig þurfa að gera athugasemdir við hvaðeina í kvennabaráttu og kvennasögu – allt, alltaf, alls staðar. Það er eins og gengur og ýmsar ástæður fyrir því; hjá einhverjum þráhyggju- kennd þrasþörf, hjá öðrum þaulræktað skilningsleysi á því hvað sé svona merkilegt við það að vera kvenmaður; hjá enn öðrum einhvers konar ótti, óánægja og efasemdir um eigin stöðu í lífinu. Svo er til fólk sem virðist líta á mannrétt- indi sem einhvers konar köku sem sé til skiptanna; réttindi eins komi niður á réttindum annars. Þannig er það auðvitað ekki: almenn réttindi gagnast öllum; útmæld sérréttindi bitna á öllum, ekki síst forréttinda- fólkinu sjálfu. Eins og dæmin sanna. „We make her paint her face and dance“ Aðrir karlar vilja vera með. Auð vitað. Femínisminn er ein af hinum stóru og voldugu rétt- lætishreyfingum okkar daga og auðvelt að hrífast með, sér- staklega þegar haft er í huga hversu ótal margt er óunnið í þessum efnum. En sú þátt- taka getur verið snúin. Og í öllum bylgjum femínismans hafa konur þurft að glíma við ráðríka karla. Mér er minnis- stæður þáttur af Silfri Egils fyrir allmörgum árum þegar sátu saman kona sem er valin- kunnur krati með rætur í Kvennalistanum og karl sem þá var í Vinstri grænum; og konan komst eiginlega ekkert að fyrir karlinum því hann þurfti að fá að tala svo mikið um það hvað hann væri mikill femínisti og útskýra fyrir konunni í hverju sú hugsjón fælist. Og stundum verður manni hugsað í þessu sambandi til söngsins hans Johns Lennon, Woman is the nigger of the world; sem manni þótti aldeilis flott lag og bregða upp sterk- um myndum af kvennakúgun. Í lokin er þar endurtekin aftur og aftur línan: „We make her paint her face and dance …“ Með hverju árinu sem líður finnst mér þetta verri og verri lína. Eiginlega óskiljanlegt að maður sem eitt sinn var bítill skuli láta aðra eins vitleysu út úr sér. En þetta var árið 1972 þegar í tísku var að stara ómálaður í gaupnir sér, grár og gugg- inn af áhyggjum yfir ástandi heimsins og óhóflegri neyslu á makróbíótískum linsubaunum; sjálfur dansinn var léttúð. Hug- myndastraumarnir renna alltaf hver inn í annan og femínismi þessara ára tók lit af harð lífis- kommúnisma maóismans. John Lennon var þarna genginn í EIK-ml og farinn að syngja á móti andlitsmálningu og dansi. Og farinn að gera lítið úr þeim konum sem mála sig og dansa – í nafni kvenna. Konur mála sig ekki vegna þess að karlar segi þeim að gera það. Þær velta ekki vöng- um yfir kjólum og litum og sétt eringum vegna þess að karlar vilji að þær geri það. Slíkar pælingar hjá konum eru ekki ómerkilegur hégómi eða léttvæg iðja heldur mikilsverð- ur þáttur í mannlegu atferli og merkileg kvennamenning. Það er ekki ónáttúra að mála sig heldur hitt: að mála sig ekki. Það er öfugsnúið að gera ekkert með litasamsetningar, klæð- ast helst engu öðru en svörtu og hvítu. Hinn kristni vestræni gagnkynhneigði skrifstofumað- ur, óskreyttur í jakkafötum, er ekki reglan heldur undan- tekningin. Og þarf svo sem ekki að líta lengi í kringum sig í vestrænum stórborgum til að sjá það. Hvað ber að gera? Áttundi mars í gær og ég læt hér dæluna ganga um karla. Það er náttúrlega dæmigert, en kannski við hæfi líka því að hver er ég svo sem að fara að setja á tölur um verkefni dags- ins í kvennabaráttunni. Það eina sem ég get er að vona að hún dafni og þetta afmæli verði íslenskum konum tækifæri til að gera eitthvað stórkostlegt sem gæti gagnast okkur öllum. Við lifum á válegum tímum og við þurfum sárlega á nýsköpun að halda í pólitískri hugsun – á borð við þá sem Kvennalistinn var á sinni tíð. Áttundi mars var í gær Við lifum á válegum tímum og við þurfum sárlega á nýsköpun að halda í pólitískri hugsun– á borð við þá sem Kvennalistinn var á sinni tíð. 0 8 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :4 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 F -2 8 B C 1 4 0 F -2 7 8 0 1 4 0 F -2 6 4 4 1 4 0 F -2 5 0 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.