Fréttablaðið - 09.03.2015, Side 14
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 14
Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi .
Sendu greinina þína á greinar@visir.is
og við komum henni á framfæri hið snarasta.
Þegar íslenskar stúlkur
byrja að sofa hjá eru þær
yngri en annars staðar á
Norðurlöndum. Íslensk-
ar konur eru þess vegna í
aukinni áhættu að smitast
fyrr af kynsjúkdómum.
HPV-veiran smitast með
kynmökum og er aðalorsök
leghálskrabbameins sem á
heimsvísu er þriðja algeng-
asta dánarorsök af völdum
krabbameins hjá konum.
Vinkonan sem kom ekki
Kona sem ég hitti um daginn sagði
mér að hún hefði greinst fyrir
þrjátíu árum með leghálskrabba-
mein eftir að hafa komið í hópleit.
Hún var ekki orðin þrítug og móðir
ungra barna. Hún sagðist heppin
að hafa mætt reglulega í leit því
krabbameinið uppgötvaðist á byrj-
unarstigi, á meðan það var enn
læknanlegt. Hún veit af eigin raun
hve mikilvægt er að mæta reglu-
lega í krabbameinsleit því náin vin-
kona hennar sem greindist einnig
með leghálskrabbamein sama ár
hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú
var ekki jafn heppin.
Hér á landi er konum á aldrinum 23
til 65 ára boðið að mæta á þriggja
ára fresti í leghálskrabbameinsleit
en samt sem áður eru alltof marg-
ar konur sem koma of sjaldan eða
aldrei.
Konurnar sem leitað var að
Einungis tvær af hverj-
um tíu konum sem fá sitt
fyrsta boð um að koma í
hópleit að leghálskrabba-
meini panta tíma innan
hálfs árs. Og um helm-
ingur kemur ekki reglu-
lega þrátt fyrir að fá
boð en til að leitin skili
árangri þarf að taka leg-
hálsstrok á þriggja ára
fresti.
Í árvekniátaki Bleiku
slaufunnar í október síð-
astliðnum stóð Krabbameinsfé-
lagið fyrir herferðinni „Erum
við að leita að þér?“ Á meðan á
átakinu stóð varð mikil vakning
hjá þjóðinni um mikilvægi þess
að konur þiggi boð um að mæta
í leit. Feður hringdu og fengu
tíma fyrir dætur sínar í leg-
hálskrabbameinsleit. Mæður og
ömmur komu í samfylgd dætra
eða barnabarna. Skoðanadög-
um var fjölgað til að anna eft-
irspurn og símaþjónusta aukin.
Alls komu 65% fleiri konur á
aldrinum 23 til 39 ára í legháls-
krabbameinsleit á Leitarstöðina
í Reykjavík í október heldur en í
september. Til samanburðar varð
engin marktæk aukning á mæt-
ingu í október miðað við septem-
ber árið áður (2013). Átakið núna
skilaði þannig góðum árangri.
Lúmskur sjúkdómur
Dánartíðni vegna leghálskrabba-
meins hefur lækkað um 90% frá
því að leit hófst á vegum Krabba-
meinsfélagsins fyrir hálfri öld.
Þessi árangur jafngildir að um
600 konum hafi verið bjargað frá
ótímabærum dauða. En þó svo
að konum sem látast úr legháls-
krabbameini hafi fækkað umtals-
vert mun sjúkdómurinn ekki
hverfa úr samfélaginu á næstu
árum. Þvert á móti hafa ungar
konur verið að greinast með lengra
gengið leghálskrabbamein sem
erfiðara er að lækna. Það sem er
mikilvægt að átta sig á er að sjúk-
dómurinn er lúmskur því hann er
oftast einkennalaus á byrjunar-
stigum þegar meiri líkur eru á
lækningu.
Leitin heldur áfram
Krabbameinsfélagið hvetur konur
til að nýta sér þessa mikilvægu
heilsuvernd sem leitarstarfið er.
Leitin að konunum í október bar
sannarlega árangur en leitin heldur
áfram. Til að ná enn betri árangri
þurfa konur á boðunaraldri að
mæta reglulega. Og höfum í huga
að það er ekki sjálfgefið að hafa
aðgang að jafnöflugu leitarstarfi
og rekið er á Íslandi. Það eru for-
réttindi.
Getur nokkuð verið að við séum
enn að leita að þér?
Erum við enn að leita að þér?
Brátt verða sjö ár liðin
frá hruninu sem varð á
Íslandi, sjö mögur ár að
baki, kannski ekki síst
fyrir „millistéttaraulana”
sem borguðu af skuldum
sínum áfram, báru skatta-
hækkanir og niðurskurð
án þess að mögla mikið
nema á Facebook. Kannski
vonar fólkið sem greitt
hefur allan sinn sparnað
í vaxtahít verðtryggingar
okkar ónýta gjaldmiðils að fram
undan séu betri sjö ár, ár sem rétt-
læti fórnirnar sem færðar voru á
altari hinnar sjálfstæðu örmyntar.
Sumir halda því fram að hún hafi
„bjargað“ Íslendingum, forðað
þeim frá atvinnuleysi einmitt
vegna þess að gengið gat fall-
ið, en þeir virðast gleyma því að
atvinnuleysi rauk hér upp líka,
mikill fólksflótti var og
er frá landinu og að skuld-
ir almennings, hvað sem
öllum „leiðréttingum“
líður, ruku upp úr öllu
valdi. Þeir virðast líka
hafa gleymt því að hér
þurfti að setja á gjaldeyr-
ishöft fyrir rúmum sex
árum, höft sem enn halda
fast og stjórnmálamenn
þora bersýnilega ekki að
aflétta.
Hvers vegna? Hagfræðingar
segja að nú sé besti tíminn til að
aflétta höftum en lítið er að ger-
ast nema nefndastörf. Talað er um
„útgönguskatt“, en það er engin
aflétting, aðeins annað form á
höftum. Kröfuhafar íslensku bank-
anna geta vel beðið það af sér á
góðum vöxtum íslensku krónunn-
ar sem eru margfalt hærri en ann-
ars staðar á Vesturlöndum og þótt
víðar væri leitað. Verðtryggingin
sér svo um sína ef „verðbólguskot“
verður.
Hvað gerum við þá?
Og það er einmitt það sem gerist
ef höftunum verður aflétt í raun
og veru. Allir vita að krónan er
afar ótryggur gjaldmiðill og það
væri beinlínis skylda íslenskra
lífeyris sjóða að fjárfesta meira
erlendis ef höftin færu. Það þarf
ekki að spyrja um einkaaðila, hver
þeirra tæki áhættuna á því að pen-
ingaeignir þeirra rýrnuðu umtals-
vert einungis vegna þess að þær
væru í íslenskum krónum? Auk
þess gætu miklar sveiflur leitt til
nýrra hafta og þá væri gott að eiga
peninga í útlöndum, það hefur sýnt
sig á undan förnum árum í gjald-
eyrisútboðum Seðlabankans.
Fyrir sex árum sótti Ísland
um aðild að Evrópusambandinu.
Þvert á það sem áróðurinn hamr-
ar á var góður meirihluti fyrir
því bæði meðal þings og þjóðar.
Skoðanakönnun Capacent Gall up
í febrúar 2009 sýndi að rúm 60%
landsmanna voru hlynnt aðildar-
umsókn. Fyrir kosningar árið 2009
samþykkti Framsóknar flokkurinn
að sótt skyldi um aðild að ESB,
Samfylkingin var á því, Borgara-
hreyfingin einnig og vitað var
að ýmsir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins voru hlynntir umsókn
um aðild. Vinstri græn samþykktu
svo í stjórnarsáttmála að styðja
umsóknina sem lögð yrði síðan
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir
höfðu fyrirvara um samþykki
eftir því hvernig til tækist í samn-
ingaviðræðum, enda voru menn þá
ekki farnir að ljúga því upp í opið
geðið á almenningi að ekki væri
um neitt að semja.
Eitt mikilvægasta atriðið við
aðild að ESB var að fá hlutdeild í
gjaldmiðli sem stæði af sér ólgu-
sjói hnattvæðingar og skilaði
íslenskum almenningi og fyrir-
tækjum vaxtakjörum á borð við
þau sem eru í nágrannalöndun-
um. Andstæðingar aðildar hróp-
uðu þá hátt að það tæki mörg ár
að verða aðili að evrunni, skilyrð-
in væru slík. Sem er alveg rétt.
En nú stöndum við hér tæpum sex
árum seinna og bíðum þess eins að
næsta verðbólguholskefla ríði yfir
okkur og hvað gerum við þá?
Krónan, höftin og evran
Nýverið gerði Íbúahreyf-
ingin tillögur starfshóps
Sjálfstæðisflokks, Sam-
fylkingar og Vinstri
grænna um uppbygg-
ingu leiguhúsnæðis í
miðbæ Mosfellsbæjar
að umræðuefni í bæjar-
stjórn. Ástæðan er sú að
þær fela ekki í sér nein
úrræði fyrir unga og
efnaminni íbúa, heldur
einungis þá efnameiri.
Lóðarvalið segir sína
sögu. Það á að byggja í miðbæn-
um þar sem íbúðir eru eftirsótt-
ar og bygg ingar kostnaður hár
vegna kvaða um bílakjallara og
fleira. Staðsetningin ein kall-
ar því á hátt sölu- og leiguverð
nema til komi sértækar ráðstaf-
anir sveitarfélagsins.
Í umræðum kom fram að
starfshópurinn ætlar hvorki að
hafa frumkvæði að samstarfi
við húsnæðissamvinnufélög, -
en þau eru rekin án hagnaðar-
sjónarmiða, - né lækka gatna-
gerðargjöld. Orðrétt sagði
bæjarstjóri: „Leiguverð ræðst
af markaðsaðstæðum. Bærinn
mun ekki koma með neinum
hætti að rekstri þessara íbúða
og þetta eru ekki félagsleg-
ar leiguíbúðir, heldur almennt
leiguhúsnæði á frjálsum mark-
aði.“ Það er sem sagt framboðið
sem á að sjá til þess að lækka
leiguverð. En hvað styður þá
kenningu? Þetta eru einungis
þrjátíu íbúðir á dýrasta stað í
bænum.
Samkvæmt minnisblaði á að
úthluta lóðum fyrir sextíu íbúð-
ir á mörkum Þverholts og Skeið-
holts í miðbæ Mosfellsbæjar. Í
fyrsta áfanga á að byggja fjöru-
tíu íbúðir, þar af þrjátíu leigu-
íbúðir sem á hvílir þinglýst
kvöð um varanlega útleigu sem
er besta mál. En að aflétta þing-
lýstri kvöð er auðvelt og engar
aðgerðir til lækkunar á upp-
hafskostnaði sem stuðla að við-
ráðanlegri leigu til frambúð-
ar. Í tillögunum segir ekkert
um hvernig haga skuli rekstri,
halda utan um útleigu, viðhald
og fleira.
Á bæjarstjórnarfundinum
lýsti undirrituð afstöðu Íbúa-
hreyfingarinnar til málsins:
„Íbúahreyfingin er tilbúin til að
koma að vinnu valnefndarinnar
sem fái jafnframt það
hlutverk að tryggja að
væntanlegar leiguíbúð-
ir verði á viðráðanlegu
verði og útfærsla á því
hvernig rekstur og fyrirkomu-
lag leiguíbúðanna verði tryggð
til langs tíma. Íbúahreyfingin
telur mjög mikilvægt að allar
raddir heyrist við undirbúning
þessa máls. En […] lítur svo á
að markmið með úthlutun lóða
undir leiguíbúðir sé fyrst og
fremst að tryggja fólki og þá
sérstaklega ungu fólki leigu-
íbúðir á sem lægstu leigugjaldi
til langs tíma.“
Gæta þarf jafnræðis
Íbúahreyfingin tekur undir
nauðsyn þess að byggja upp
leigumarkað í Mosfellsbæ.
Íslensk heimili eru í sárum eftir
mesta bankahrun sögunnar og
sögð þau skuldsettustu í heimi.
Nú sex árum síðar hefur mikill
fjöldi fólks misst húsnæði sitt
og lánshæfi í bönkunum. Marg-
ir eru því ekki borgunar menn
fyrir eigin húsnæði. Enn aðrir
geta ekki hugsað sér að láta
binda sig aftur á skuldaklafann.
Uppbygging leigumarkaðar er
því knýjandi.
Þetta fyrsta skref í þróun
leigumarkaðar í Mosfellsbæ
er með öðrum formerkjum en
Íbúahreyfingin hefði kosið. For-
gangsröðunin vekur undrun.
Undirrituð frétti fyrst af tilvist
starfshópsins á fundi bæjar-
ráðs nú í lok janúar. Hefði ekki
verið skynsamlegra að hafa
þverpólitíska sátt um svo mik-
ilvægt mál? Og muna að sveitar-
stjórnir þurfa að gæta jafnræð-
is í ákvörðunum sínum, muna
að það er líka þeirra verkefni
að tryggja ungum og efnaminni
fjölskyldum leiguhúsnæði á við-
ráðanlegu leiguverði.
Í stefnumótandi starfi í bæj-
arstjórn þurfa ráðandi öfl að
þola að hlusta á öll sjónarmið.
Þannig er lýðræðið.
Leiguíbúðir fyrir
efnameiri í forgang
í Mosfellsbæ
Að ákvarða flatarmál og
miðju stórra landsvæða,
eins og Íslands, er mjög
áhugavert verkefni þar sem
taka þarf afstöðu til nokk-
urra atriða og skilgreininga
áður en lagt er af stað. Nið-
urstaðan veltur síðan á því
hvaða skilgreiningar eru
notaðar.
Í gegnum tíðina hefur
flatarmálið verið reiknað
út frá strand línu sem er
teiknuð upp eftir loftmynd-
um eða gervitunglamynd-
um. Um er að ræða flatar-
mál á ofanvarpi landsins þar sem
ekki er tekið tillit til landslags. Sé
tekið tillit til landslags verður flat-
armálið breytilegt eftir því hversu
nákvæmt landlíkan við notum. Í dag
er þó í auknum mæli farið að notast
við lidar/laser-mælingar úr flugvél-
um til að mæla strand línu þar sem
sérstakur geisli, sem getur mælt
niður fyrir vatnsyfirborð, er notað-
ur. Mælingar með þessum aðferðum
eru mjög kostnaðarsamar og hefur
þeim ekki verið beitt hér við land.
Stærsta atriðið sem þarf að skoða
er skilgreining strandlínunnar. Er
miðað við hæstu sjávar stöðu, meðal-
sjávarstöðu eða lægstu sjávarstöðu,
eða er strand línan teiknuð eins og
hún kemur fyrir á viðkomandi
myndum án tillits til sjávarfalla? Sé
það gert má þó ætla að talan
sé nokkuð nærri meðal sjáv-
arstöðu þegar kemur að
flatarmálsútreikningum.
Hinsvegar er þessháttar
strandlína ekki nothæf við
mat á strandlínubreyting-
um á milli tímabila. Munur-
inn á strandlínunni í hæstu
og lægstu sjávarstöðu getur
verið nánast enginn og upp í
hundruð metra og fer hann
eftir landslagi við strönd-
ina á hverjum stað. Þetta
atriði eitt og sér getur gefið
mismun upp á tugi, jafnvel
hundruð ferkílómetra.
Annað atriði sem skiptir miklu
máli er aldur þeirra gagna sem
notuð eru við að teikna strandlín-
una, vegna þess að á mörgum svæð-
um á Íslandi er strandlínan síbreyti-
leg. Stærstu áhrifavaldarnir þarna
er landbrot og jökulframburður.
Ögn tæknilegra atriði sem skiptir
máli er hvaða kortavörpun er notuð
þegar flatarmálið er reiknað. Sú
kortavörpun sem oftast er notuð
á Íslandi varðveitir í raun aðeins
lögun landsins, en ekki stefnur og
stærðir. Réttara er því að notast
við svokallaðar jafnflatar-korta-
varpanir þegar reikna á flatarmál
landsvæða nákvæmlega. Sé jafn-
flatarvörpun í stað hinnar hefð-
bundnu Lambert-vörpunar notuð,
stækkar landið um u.þ.b. 1,7 fer-
kílómetra.
Eyjur og sker
Þá er einnig spurning hvort við
tökum eyjarnar í kringum Ísland
með inn í reikninginn og þá má velta
upp þeirri spurningu hvað er eyja
og hvað er sker.
Strandlína Landmælinga Íslands
er skilgreind út frá hæstu sjávar-
stöðu og byggir á nýlegum gervi-
tunglamyndum og loftmyndum.
Samkvæmt þessari strandlínu er
flatarmál meginlands Íslands um
102.593 ferkílómetrar sé flatar-
málið reiknað með jafn flatar-
vörpun. Samanlagt flatarmál þeirra
eyja sem eru stærri en 1 hektari er
um 109 ferkílómetrar.
Miðað við þessi gögn þá er
miðja landsins 64°59’10.4”N og
18°35’04.9”V og munar um 98
metrum frá því að Landmælingar
Íslands reiknuðu hana fyrst árið
2005. Þó ber ekki að líta á þessa
tölur sem heilagan sannleika þar
sem strandlínan er háð þeim skil-
greiningum og breytingum sem
nefndar hafa verið hér að ofan.
Flatarmál og miðja Íslands
FJÁRMÁL
Gauti
Kristmannsson
prófessor við HÍ
➜ Hagfræðingar segja að
nú sé besti tíminn til að
afl étta höftum en lítið er að
gerast nema nefndastörf.
➜ Strandlína er skilgreind
út frá hæstu sjávarstöðu og
byggir á nýlegum gervitungla-
myndum og loftmyndum.
➜ Íslensk heimili eru
í sárum eftir mesta
bankahrun sögunnar
og sögð þau skuldsett-
ustu í heimi.
HEILBRIGÐISMÁL
Lára G.
Sigurðardóttir
læknir og formaður
fag- og fræðsluráðs
Krabbameins-
félagsins
HÚSNÆÐISMÁL
Sigrún H.
Pálsdóttir
bæjarfulltrúi
Íbúahreyfi ngarinnar
LANDMÆLINGAR
Guðmundur
Valsson
mælingaverk-
fræðingur hjá
Landmælingum
Íslands
0
8
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:4
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
F
-2
3
C
C
1
4
0
F
-2
2
9
0
1
4
0
F
-2
1
5
4
1
4
0
F
-2
0
1
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K