Fréttablaðið - 09.03.2015, Qupperneq 54
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30
Gerum við
allar Apple
vörur
„Mamma fékk hana þegar hún var
fimmtán ára og strákarnir í Tempó
upp á sitt besta,“ segir Margrét
Auður Jóhannesdóttir, en nýlega
kom einkennispeysa hljómsveitar-
innar Tempó í leitirnar eftir dágóð-
an tíma í dvala,“
„Móðir mín, Árný Elsa Þórðar-
dóttir, var mikill aðdáandi bands-
ins. Hún fékk þessa peysu senda til
sín í Heyrnleysingjaskólann fyrir
um fimmtíu árum. Hún fór ekki úr
peysunni allan þann vetur og rúm-
lega það,“ segir Margrét og hlær.
Þó svo Árný Elsa sé heyrnarlaus
kom það ekki í veg fyrir að hún
héldi mikið upp á hljómsveitina.
„Hún fór á böllin, upplifði stemn-
inguna, fann taktinn og var skotin í
Þorgeiri,“ skýtur Margrét að.
Leyndardómurinn afhjúpaður
Þorgeir Ástvaldsson, eða Toggi
Tempó eins og hann er gjarnan kall-
aður, er einn fimm meðlima hljóm-
sveitarinnar. Segist hann hafa setið
sem steinrunninn þegar símtalið
frá Margréti barst. „Þetta er
gamalt hernaðarleyndarmál
skólahljómsveitar sem varð
heimsfræg á Íslandi á einni
nóttu eftir að hafa spilað
með Kinks,“ segir hann.
„Upphaf þessarar Tempó-
peysutísku má rekja til
þess að við strákarnir úr
Langholtsskóla vorum
á leið á svið og gátum
ekki hugsað okkur
annað en að vera
töff í tauinu.
Þarna var
rokkið að
ryðja sér til
rúms svo hefðbundinn klæðnaður
var ekki inni í myndinni,“ segir Þor-
geir og bætir við: „Við gengum fram
á peysurnar í kvenfatabúð sem seldi
blússur og efni, keyptum þær á
okkur alla fimm. Sögðum ekki
sálu frá og fengum starfs-
fólkið með í þagnarbindind-
ið,“ segir Þorgeir kíminn.
Peysurnar urðu gríð-
arlega vinsælar meðal
unga fólksins og seld-
ust eins og heitar lummur. En þeir
þrættu ávallt fyrir að hafa verslað
við téða kvenfatabúð.
„Við sögðumst hafa fengið þetta
sent frá Bretlandi,“ útskýrir Þorgeir.
Komið fyrir á Rokksafninu
Peysurnar hafa horfið með tím-
anum svo stórtíðindum sætir þegar
svona gripir poppa upp. Margrét
Auður ætlar því að koma peysunni
fyrir á Rokksafni Íslands í næstu
viku til að halda minningunni á
lofti. Þorgeir er að vonum gríðar-
lega ánægður með framtakið
„Þetta er partur af merkilegri
menningarsögu, þegar allt var að
breytast hérna heima. Nýbylgja
Bítlanna í blússandi gangi, frels-
ið að aukast og rokkið að ryðja sér
til rúms,“ bætir Þorgeir alsæll við
í lokin.
Leyndarmál Tempó-
peysanna afh júpað
Tempópeysurnar voru aðalmálið hjá íslenskum ungmennum fyrir um fi mmtíu
árum en hvar peysurnar voru keyptar var algert hernaðarleyndarmál.
PEYSAN GÓÐA Toggi Tempó og Margrét með peysuna góðu á milli sín, sem ber aldurinn býsna vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BARNIÐ VEX
EN BRÓKIN
EKKI Togga
Tempó þótti
ekki leiðinlegt
að endurnýja
kynnin við
einkennisbún-
inginn sem hann
klæddist fyrir um
fimmtíu árum,
þá fjórtán ára
rokkari.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓR EKKI ÚR PEYSUNNI
Árný Elsa í peysunni sinni
fyrir tæpum fimmtíu
árum, en hún fékk
hana senda
frá pabba
sínum eftir
þónokkurt
suð.
Jón Gnarr hefur hannað nýja boli
í samstarfi við EYLAND og renn-
ur allur ágóði til Krabba-
meinsfélagsins og for-
varna fyrir karla og
krabbamein. Mynd-
in Drengurinn með
tárið prýðir bolinn og
á hann setti Jón skegg
Salvadors Dali. „Ég
valdi þessa mynd
því mér fannst
hún sterk og
sýna ákveðna
hlið á karl-
mennsku, kannski mannlegri hlið
en yfirleitt,“ segir Jón. Hann segir
það mikinn heiður að vera beðinn
um þetta. „Krabbamein er sjúk-
dómur í minni fjölskyldu og
gaman að fá svona tæki-
færi til að leggja baráttunni
lið. Við grátum og finn-
um til, en höldum
samt húmor.
Og þannig
sigr-
um við,“ segir Jón. „EYLAND
gerir eitt verkefni á hverju „seas-
oni“ sem tengist góðgerðarmálum.
Við fengum Jón með okkur því
hann er svo frábær og með
svo fallega lífssýn,“ segir
Ása Ninna Pétursdótt-
ir, eigandi og hönnuð-
ur EYLAND. Bolurinn
verður seldur í versl-
unum GK, Suit og
á vefversluninni
www.eylandworld.
com.
- asi
Jón Gnarr og EYLAND hanna saman bol
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins til forvarna fyrir karlmenn og krabbamein.
FLOTTAR Starfsstúlkur EYLAND hressar
í bolunum.
Gott mánudagslag er Mahlalela
(Lazy Bones) með Letta Mbulu.
Una Björg Magnúsdóttir, listakona.
MÁNUDAGSLAGIÐ
0
8
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:4
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
F
-2
3
C
C
1
4
0
F
-2
2
9
0
1
4
0
F
-2
1
5
4
1
4
0
F
-2
0
1
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K