Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Qupperneq 4
Fimmtudagurmn 14* október 1993
Leikskólinn Kirkjugerði heimsóttur:
Börnin
&hugsanir
þeirra
Það dýrmætasta sem vió eigum eru
bömin okkar. Hugsun bama er gjöró-
lík okkar fullorðnu og til að skilja og
geta átt samskipti við böm á þeirra
forsendum, er nauðsynlegt fyrir
okkur fullorðnu að reyna að sjá
heiminn með augu bamanna. Þrátt
fyrir (séð með augu fullorðins) hina
stórfenglegu heimsmynd stendur
bamið sjálft Tiun nær lífinu en við
fullorðnu. Það sér lífið á mun ein-
faldari hátt og allt hefur ákveóinn
tilgang. Bamið trúir að heimurinn sé
skapaður í þeim tilgangi að gagnast
mannfólkinu, að lífið hafi tilgang, að
mannleg hugsun hafi vald yfir tilver-
unni. Fullorðið fólk hefur glatað
mikið af því bamslega og einlæga
sem myndi gera lífið mun ríkara.
Allir sem eiga böm og vinna við upp-
eldisstörf eru ábyrgir fyrir því
hvemig reynsluheirr.ur bamanna
þróast. Þess vegna eiga hinir full-
orðnu að taka fullt tillit til bamanna
og gefa þeim tækifæri til að þroskast
og fullorðnast. Sálfræðingurinn
Piaget er sá maður sem hefur haft
mest áhrif í uppeldisfræðin síðustu
árin. Hann spyr hvemig maðurinn fær
þekkingu sína um þennan heim þar
sem hann fæðist og lifir?
Þessa spumingu hafði blaðamaður
að leiðarljósi þegar leikskólinn
Kirkjugerði var heimsóttur í vikunni
til að ræða vió nokkra krakka um lífið
og tilveruna, á aldrinum 4-5 ára.
Fjórir krakkar vom teknir tali og fara
svör þeirra hér á eftir.
Hlynur - fjögurra ára:
Hlynur Ólafsson er fjögurra ára,
fæddur 26. mars 1989, sonur Ólafs
Lárussonar og Emmu Sigurgeirs-
dóttur. Hann var svolítið feiminn í
byrjun því hann sagðist aldrci hafa
talað við blaðamann áður.
Heldur þú að blómin séu lifandi? Já, á
sumrin en síðan breytast þau í jarða-
ber.
Hvað verður um þau á vetuma? Þau
breytast í jarðaber, þess vegna týnast
þau.
En eru bílar og hjól lifandi? Nei, þau
bara keyra. Pabbi á Opel og bróðir
minn hjól.
Úr hverju eru stjörnurnar búnar til?
Þær em búnar til hjá Guði.
En hvers vegna detta þær ekki niður
úr skýjunum? Eg hef séð stjömuhrap.
Skýin em á himninum, þess vegna
detta þær ekki niður. Skýin hverfa á
nóttunni og fara til Guðs.
Hvenær koma jólin? Þau koma eftir
marga daga.
En veturinn? Veturinn kemur eftir
jólin því þá á ég afmæli.
Hvemig lítur jörðin út þegar fuglamir
sem fljúga í loftinu horfa niður á
hana? Fuglar bíta bara í brauð. Eg
þekki einn fugl sem heitir Svanur.
Hann er hvítur.
Hefur þú verið litlabam? Nei.
En mamma og pabbi? Nei.
En amma og afi? Já.
Af hverju? Af því þau eru stundum
litlaböm.
Hvað gera krakkar sem eru í
skólanum? Læra eitthvað. Eg ætla að
keyra bíl þegar ég er orðinn stór.
Hefur þig dreymt? Eg dreymi stund-
um steypubíla.
Em draumar til í alvöm? Já.
Þórgunnur - alveg að
verða fimm ára:
Þórgunnur Hartinannsdóttir er
fædd 22. október 1988 og er því
alveg að verða 5 ára eins og hún
sagði. Hún er dóttur Hartmanns
Asgríinssonar og Eddu Bjarkar
Hauksdóttur. Þórgunnur var
svolítið feimin við blaðamann en
svaraði samviskusamlega öllum
spurningunum.
Þórgunnur sagði að blóm, bílar og
hjól væru ekki lifandi og að nóttin
væri lengri en dagurinn. Ekki hafði
hún velt því fyrir sér úr hverju stjöm-
umar væm eða hvers vegna þær dyttu
ekki niður en sagði að ástæðan fyrir
því að hún færi síðar í skóla væri til
að læra sund og að skrifa. Þórgunnur
var handviss um að hún hefði verið
„litlabam“ eins og hún sagði og
mamma og pabbi líka. Þá sagðist hún
stundum dreyma á nóttunni og það
sem gerðist í draumum væri í
alvömnni.
Elísa - fimm ára:
Elísa Guðjónsdóttir er 5 ára, fædd
31. janúar 1988. Hún er dóttir
Guðjóns RögnvaldSsonar og
Ragnheiðar Einarsdóttur. Elísa er
mjög opin stúlka og það stóð ekki á
svörum frá hcnni.
Eru blómin lifandi? Já, en bara ef
maður vökvar þau því þau drekka
vatnið.
En eru bílar og hjól lifandi? Nei, þau
myndu tala ef þau væm lifandi.
Úr hverju eru stjömumar búnar til?
Úr bláum lit.
En hvers vegna detta þær ekki niður
úr skýjunum? Því það er svo mikið
rok þama uppi.
Hvort heldur þú að sé lengri, aóttin
eða dagurinn? Nóttin, af því ég sef
svo lengi.
Hvenær koma jólin? Þegar byrjar að
snjóá.
En hvenær kemur veturinn? Þegar
það er alveg að koma snjór.
Ef jörðin er kringlótt, hvers vegna
dettur fólki þá bara ekki af henni?
Jörðin er ekki kringlótt. Tröllkallar og
tröllkonureiga heima undir jörðinni.
Hvers vegna ferðu í skóla? Til að
læra að lesa og læra stafi.
Hefur þú einhvem tíma verið lítið
bam? Já, en það er langt síðan.
En mamma og pabbi? Já já.
Manstu hvað þú varst að gera fyrir
einu ári síðan? Já, ég var í barbí með
Söndm frænku.
Hefurþig dreymt? Já.
Manstu hvað það var? Já, ég var að
labba með Söndru og Herði pabba
hennar og við fómm út með mömmu
og pabba og öllum og mig dreymdi
að ég væri á hjólaskautum.
Er það í alvömnni sem gerist í draum-
um? Nei.
*
Asgeir - alveg að
verða fimm ára:
Ásgeir Guðmundsson er alveg að
verða 5 ára en hann á afmæli í
desembcr. Hann er sonur Guð-
nýjar Jensdóttur og Guðmundar
Gíslasonar. Ásgeir var svolítið
feiminn og var ekkert á því að gefa
uppi hvað hann var að hugsa.
Ásgeir var viss um að blóm væru
ekki lifandi því þau væm föst í
jörðinni. Á vetuma fara þau ofan í
jörðina og þar sé komin skýringin á
því hvers vegna þau sjást aðeins á
sumrin. 'Hann sagði að bílar væm
ekki lifandi því það væm ekki fætur á
þeim og nóttin væri lengri en
dagurinn því hún væri á kvöldin og
nóttinni þegar það væri dimma. Ás-
geir var ekki í vafa um að jörðin væri
kringlótt og allir hefðu verið ung-
böm, meira að segja afi og amma.
Hins vegar hafði hann aldrei dreymt
og hann mundi ekki hvað hann var að
gera fyrir ári síðan.
ÞOGU
efni af auglýsingu sem birtist
nýlega í Fréttum frá Sýslu-
manni, sent bæjaryflrvöldnm
bréf. Þar fara íbúarnir þess á
leit að stórum ökutækjnm
verði úthýst úr götunni og
cigendum þeirra bent á svæðið
við vatnstankinn eða dælu-
stöðina við Lönguiá.
Einníg vilja íbúamir að lóðin
nr. 9 við Smáragötu verói lag-
færð og gerð að leiksvæðt fyrir
þau fjölmörgu böm sem við
götuna búa.
Bréfið bíður nú afgreiðslu
bæjarráðs.
Eyjamaður vikunnar - Gísli Magnússon íþróttakennari:
Eyjamaður vikunnar er íþrótta-
kcnnarinn, formaður Kennara-
félags Vestmannaeyja, rútubíl-
stjórinn, umboðsmaðurinn og
leikurinn Gísti Magnússon. Hann
hefur í nógu að snúast, er með
stóra fjölskyldu og á kaR í
félagsinálum og vinnu. Hann
sýnir lescndum á sér hina hliðina.
FuU nafn? Magnús Gísli Magnús-
son.
Fæðingardagur og ár? 5. sept.
1947.
Fæðingarstaður? Keflavík.
Fjölskylduhagir? Eiginkona, Lilja
Garðarsdóttir. Víö eigum fjórar
dætur, Thelmu Björk, Rakel,
Andreu og Söndru. Að auki á ég
þrjú böm frá æskuárunum, Vigfús,
Sólveigu Bimu og Anítu. Ég á eitt
afabam sem heitir Sandra Línd.
Bifreið? Subaru Legasy og
Mercedes Benz rúta.,
Menntun og starf? íþróttakennari,
rútubílstjóri og umboðsmaður.
Fyrri störf? Fór á- sjóinn á
Guddunni í 1 ár 1964, var sendill í
Bláfelli og Hnotunni hjá Kela og
Þránni, síðar hjá Atla 5 SÍS» rak
sauna-baðstofu og sjoppu 1975-
1975. Hef starfað mikið við
knattspymu- og handknattleiks-
þjálfun í Vestmannaeyjum, ísafirði
og Færeyjum. Hef auk þess starfað í
iöggunní og við leigubílaakstur.
Búið.
Hclsti galli? Smámunasamureigín-
hagsmunaseggur.
Helsti kostur? Reyni að klára það
vefsem ég byrja á. Er talinn gulls-
ígildi.
Uppáhaldsmatur? Lambalæri a la
Steini Steindó á grilli.
Versti matur? Grásleppa, skata og
soðínn fýll (havhestur á færeysku).
Uppáhaldstóniist? Hamraborgin,
sungin af Vitta Helga og Sigga í
Húsavík.
Uppáhaldsíþróttamaður? Lilja
konan min ! 2. flokkí Þórs hér á
árum áður.
Hvaða stjórnmálamanni hefur þú
roestar mætur á? Því miður finnst
mér eiginlega vera sami r..undir
þeím ðllum.
Hvert er eftirlætissjónvarpsefViið
þitt? Fréttir, enski- og ítalski
boltinn.
Hvaða sjónvarpsefni finnst þér
leiðinlegast? Amerískar sápuóperur
þar sem rjómatertum er kastað
framan í fólk og allir grenja úr hlátri.
Uppáhaidsleikari? Unnur Guðjóns
og Ðustin Hofmann.
Hvað gerir þú í frístundum
þínuro? Er mjög heimakær. Hef
gaman af að fara í golf (byrjaði í
fyrra), lax- og silungaveíðí. Spánar-
feröir með fjölskyldunni eru mest
afslappandi, ef ég hef efni á þeim.
Hvað mctur þú mest í farí
annarra? Áreiðanleika, skipu-
lagningu og sanngimi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Óheióarleíki, yfir-
gangurog frekja.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Guðbrandsdalur í Noregi.
Þar var ég eitt ár í Lýðháskóla.
Hvaða námscfni tíkaði þér verst í
skóla? Algebra.
Hvað myndir þú gera ef jþú yrðir
bæjarstjóri í einn dag? Eg myndi
láta malbika sundið sem liggur frá
Bamaskólanum niður á Brekastig,
svo ég, sjálfur bæjarstjórinn, þyrfti
ekki að ausa bílinn minn út úr bíl-
skúmum mínum á vetumar.
Uppáhalds félag sem þú hefur
starfað með? Knattspymufélagið
Týr og Götu, ítróttarfelag í Fær-
eyjum.
Hvaða pcrsóna í sögunni hcillar
þig mest? Fósturforcldrar mínir,
þeirra saga er að vfsu hvergi skráð
en minningin heillarmig mest.
Hvað ertu hræddastur við? Að
missa heilsuna þannig aó ég geti
ekki séð fyrir fólkinu mínu.