Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Page 13
í framhjáhlaupi Föstudaginn 1. okt. fór frítt lið manna frá taflfélaginu til Reykjavík- ur að tefla í deildarkeppninni. í för- inni voru Sigurjón Þorkelsson, Hrafn Arnarsson, Ægir Ó. Hall- grímsson, Ágúst Ö. Gíslason og Þórarinn I. Olafsson. í Reykjavík tóku á móti þeim Kári Sólmundar- son og Stefán í>. Sigurjónsson. Tefldi þetta lið fyrir T.V. í deildar- keppinni. I 3. deild eru nú 4 riðlar með 4 lið- um hver. Tvö efstu liðin í hverjum riðli verða í 3. deild og tvö neðstu falla í 4. deild. Núna voru tefldar 3 umferðir í sameiginlegri deild (undankeppni). Síðan skipt aftur í riðla og tefld 1. umferð í úrslita- keppni. í seinni hlutanum sem verð- úr tefldur e.h. eftir áramót verða tefldar 2 umferðir og úrslit um sæti, þ.e. 1. við 1. um 2. og 2. sæti o.s.frv. Árangur liðsins var mjög góður og lenti það í 2. sæti í sínum riðli á eftir Taflfélagi Reykjavíkur G sveit. Og tefldi síðan við Taflfélagið Helli B í seinni hluta keppninnar og vann hann með 3V4 - 2V4 vinningi. Og eiga okkar strákar nú góðan séns í að komast nú uppí aðra deild, því allt bendir ti! þess að þau lið sem eftir er að tefla við, sem eru Taflfélag Reykjavíkur F og Taflfélag Reykjavíkur E, geta ekki farið bæði uppí 2. deild því félag frá Taflfélagi Reykjavíkur er fyrir og ekki mega vera nema tvö félög frá sama félagi í deildinni. En í hinum riðlinum, b- riðli, sem var tefldur fyrir norðan, er vitað að T.R. g, vann Keflavík a með 4'A - l'h, en úrslit milli U.M.S.E. b og Akureyri c eru ekki kunn. Okkar strákar eiga því góða möguleika á að tefla um sæti í 2. deild að ári. Hér koma úrslit úr fyrri hluta keppninnar 1. umferð: 1. boið Hrafn-Þröstur H. Þráinsson . 1-0 2. borð Stefán-Jón Guðmundsson ... 1-0 3. borð Sigurjón-Ingólfur Hrólfsson . 1-0 4. borð Ægir-Alfreð Kristjánsson ... 1-0 5. borð Ágúst-Ágúst Malmquist .... .... 'hrVl 6. borð Þórarinn-Gunnar Scott 0-1 Taflfélag Vestmannaeyja 414 Taflfélag Akraness 114 2. umferð: 1. borð Hrafn-Magnús Gunnarsson .. .... 14-14 2. borð Stefán-Úlfhéðinn Sigurðsson . 1-0 3. borð Kári Sólm.-Ingim. Sigm. .. . 1-0 4. borð Sigurjón-Jóhann Oliversson . 1-0 5. borð Ægir-Hörður Erlingsson .... 1-0 6. borð Ágúst Ö. Gíslason 0-1 Taflfélag Vestmannaeyja 414 Taflfélag Selfosso og nágr 114 3. umferð: 1. borð Hrafn-Hörður Garðarsson .. 0-1 2. borð Stefán-Bjami Magnússon ... .... 14-14 3. borð Kári-Ágúst Ingimundarson .. 1-0 4. borð Sigurjón-Vigfús Ó. Vigfússon 0-1 5. borð Ægir-Rúnar Sigurðsson .... 0-1 6. borð Ágúst-Flóki Ingvarsson .... 0-1 Taflfélag Vestm. 1V5. Taflfél. Rvk. G sveit 414 Lokastaðan í þessura riðli því svona 1. T.R. g. sveit........................... 12 vinningar 2. T.V...........................lök; vinningar 3. Selfoss og nágrenni ........... 7Hvinningar 4. Akranes b sveit............................6 vinningar 1. umferð í seinni helmingnum: 1. borð Hrafn-Sólberg Sigurðsson ... 2. Stefán-Gunnar F. Rúnarsson ...... 3. Kári-Jósep Húnförð 4. Sigurjón-Sæmundsson.............. 5. Ægir-Grétar Áss Sigurðsson...... 6. Þórainn-Óskar S. Magnússon....... 1. Taflfélag Vestmannaeyja....... 3!évinningar 2. Taflfélag Reykjavíkur f sveit .... 4 vinningar 3. Taflfélag Reykjavíkur e sveit .... 2 vinningar 4. Hellir b ......................IVi vinningar Árangur einstakra manna var sem hér sýnir: 1. borð Hrafn Amarsson ........1V4 v af 4 - 37% 2. borð Stefán Þ. Sigurjóns. .. 316 v. af 4 - 87% 3. borð Kári Sólmundarson .... 3 v af 3 -100% 4. borð Sigurjón Þorkelsson ...... 214 v - 62% 5. borð Ægir Ó. Hallgrímsson .. 3 v af 4 - 75% 5. -6. borð Ágúst Ö. Gíslason ... V6 v af 3 -17% 6. borð Þórarinn I. Ólafsson .....0 v af 2 - 0% að alltaf er hann tilbúinn að fara í deildarkeppnina, þótt aðrir séu með ýmsar afsakanir. Og hefur honum oft áður gengið betur. Enda erum við að hefja skákæfingar eftir sumar- ið en hinir eru búnir að vera við æfingar í langan tíma fyrir deildar- keppnina. Eins og af þessu má sjá erum við hér á skerinu ekkert lakari en þeir á fastalandinu, sem geta stundað allskonar skákviðburði sem er okkur ómögulegt vegna sam- gangna. Nú er haustmótinu lokið og fór eins og allt stefndi í að Sigurjón hélt sínum hlut og fór taplaus í gegnum mótið. Þó hann ætti tapaða skák móti Stefáni og þurfti hann bara að reka smiðshöggið á til að innbyrða vinninginn, en hann varð þá sleginn einni verstu skákblindu á öllum sín- um ferli og tapaði skákinni. En heppnin fylgir ávallt sigurvegaran- um. 1. sæti Sigurjón Þorkelsson . með 10 v. af 10mögul. 2. sæti Ægir Ó. Hallgrímsson.... 616 v 3. sæti Þorvaldur Hermannsson ... 5 v 4. sæti Stefán Gíslason.........416 v 5. sæti Ágúst Ö. Gíslason......... 4 v 6. ssti Andri B. Ólafsson......... 0 v Sigurjón Þorkelsson er því Haust- skákmeistari 1993 og vel að sigrinum kominn og fer taplaus í gegn. En heyrst hefur að ekki verði þetta liðið til lengdar og eru ýmsir farnir að brýna kutana. ( kvöld fimmtudag byrjar nýtt mót og eru allir hjartanlega velkomnir. Verður það með sama sniði þ.e. 30 mín. á skák. Og tefldar líklegar 3 umferðir í kvöld. Hér kemur svo að lokum ein skák sem var tefld við Hellismenn. Ægir stýrir Sv. og Grétar Á. Sigurðsson stýrir Hv. 1. e4-c-6. 2. d4-d5. 3. Rc3-dxe4. 4. Rxe4-Bf5. 5. Rg3-Bg6. 6. Rf3-Rd7. 7. Rh4-e6. 8. Rxg6-hxg6. 9. Bf4- Rgf6. 10. Bd3-Bb4+ Il.c3-Rd5. 12. Bd2-Bd6. 13. Re4-R7f6. 14. Bg5- Dc7. 15. Rxd6+-Dxd6. 16. g3-0-0-0. 17. Da4-e5. 18. Dxa7-exd4. 19.0-0- 0-dxc3. 20. bxc3-Kc7. 21. Da5+- Kb8. 22. Bxg6-b6. 23. Da6-Dc5. 24. Bc2-Dxc3. 25. Hd3-Dxc2+. 26. Kxc2-Rb4+. 27. Kb2-Rxa6. 28. Hb3-Kb7. 29. Kal-Hd6. 30. Be3- Rd5. 31. Hhbl-c5. 32. Hd3-Rab4. 33. Hd2-Ha8. 34. Hb3-Kc6. 35. a3- Rxe3. 36. Hxd6+-Kxd6. 37. fxe3- Hxa3 + . 38. Hxa3-Rc2+. 39. Kb2- Rxa3. 40. Kxa3-Ke5. Og hvítur gafst upp. Snaggaraleg skák hjá Ægi. LAMELLA PARKET Gólflist fpá Finnlandi! , f r - f; * * ; . , : i: LAMELLA parketið fcest í belstu bygginga- vöruverslunum urn land allt. Vegna bagstæðra sarnninga í innkaupurn er Latnella parketið boðið á mjög góðu verði miðað við gæði. Lamella er vandað og endingargott parket frá Finnlarxdi sern setur fallegan svip á umhverfi þitt. ♦ LAMELLA* - gólflist frá Finnlandi! Leitiö ekki lanqt yfir skammt. Allar byqqinqavörur a einum sta i HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garðavegi 15 - sfmi 11151 HÚSEY • Þjónustuaðlli fyrir þig, þar sem fagmennskan og þjónustan er í fyrirrumi HÚSEV krt Innflutningsaöili Lamella á Islandi: Krókháls hf. Sími 91-686550 En það skal sagt honum ti hróss Félagsmenn Verslunarmannafélags Vestmannaeyja og Verkakvennafélagsins Snótar Þriðjudaginn 26. október verður námskeiðið „Fjármál heimilanna" haldið í annað sinn. Námskeiðið verður haldið í Snótarsalnum Heiðarvegi 7 og hefst kl. 19:30. Námskeiðið er 3 klst. að lengd. Þátttökugjaldið er 500 krónur fyrir fullgilda félagsmenn en 1000 krónur fyrir aðra. A námskeiðinu verður farið yfir: 1. Gerð heimilisbókhalds 2. Sparnaðarleiðir 3. Kostnað vegna lántöku 4. Gerð fjárhagsáætlunar 5. Útreikning á greiðslugetu 6. Markmiðasetning í fjármálum Leiðbeinandi verður Sólrún Halldórsdóttir frá Neytendasamtökunum. Hún mun einnig verða með einkaráðgjöf fyrir þá sem vilja. Tímapantanir eru hjá henni í síma 91-625000 milli kl. 13:00 og 16:00 virka daga. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á námskeiðið í síma 13091 fyrir hádegi og 12770 eftir hádegi. Stjórnir félaganna MINNINGARTÓNLEIKAR í tilefni aidarafmælis Páls ísólfssonar 1893-1974 veröa í Safnaðarheimilinu miðvikudaginn 20. október kl. 20:30. Vegna árs aldraðra býður sóknarnefnd öllum öldruðum bæjarbúum. Aðgangseyrir fyrir aðra er kr. 1.000,- FLYTJENDUR: Ingibjörg Marteinsdóttir sópran Þorgeir I. Andrésson tenór Lára S. Rafnsdóttir píanó Á efnisskránni eru 22 sönglög auk þriggja píanóverka dr. Páls ísólfssonar: SÓKNARNEFND LANDAKIRKJU

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.