Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Síða 12
Árni Johnsen með nýjan geisladisk
Vinir og kunningjar
Eyjajarlinn gerir það sem hann langar til
Skátar á fjölmiðlanámskeiði
Dróttskátasvcitin í Eyjum, DS Vestmenn, hafa að undanförnu verið á fjölmiðlanámskeiði. í Dróttskátunum eru
allir sem hafa náð 15 ára aldri og byggist starfið mikið á alls kyns námskeiðum og var fjölmiðlanámskeiðið einn
iiðurinn í því. A námskeiðinu, sem var tvískipt, fengu krakkarnir að kynnast heimi fjölmiðlanna og hlutverki
þeirra í nútíma upplýsingaþjóðfélagi. Einnig var farið með þau í undirstöðuatriði í blaðaskrifum, umbroti blaða
og hvernig hægt er að teikna upp blað og skila því nánast tilbúnu í prentsmiðju til prentunar. Dróttskátasveitin
gefur árlega út jólablað og á námskeiðið án efa eftir að nýtast þeim fyrir þá útgáfú. Leiðbeinandi á námskeiðinu
var Þorsteinn Gunnarsson, fjölmiðlafræðingur.
Arni Johnsen, alþingismaður með
meiru, hefur nýverið sent frá sér
geisladisk með 17 lögum í.’Arni er
einn af þeim mönnum, sefn fólk
annaðhvort er með eða móti, enda
kemur hann víða við og sjaldan án
þess að eftir sé tekið.
Diskinn sem Árni nefnir „Vinir og
kunningjar" er gefinn út af Milljóna-
félaginu Einidrang og rennur hagn-
aður af útgáfunni til Slysavarnaskóla
sjómanna.
Það verður ekki sagt að söngur
Árna jafnist á við Kristján Jóhanns-
son eða aðra ámóta stórsöngvara, en
hann er ágætlega áheyrilegur og lög-
in í bland ljúf og skemmtileg, sum
ný, önnur gömul. Árni hefur fengið
til liðs við sig kunna hljóðfæra-
leikara, svo sem Sigurð Rúnar
Jónsson, Gretti Björnsson, Jón Sig-
urðsson og Vilhjálm Guðjónsson.
Og í einu lagi, Síðasti dans, syngur
Jóhanna Linnet með Eyjajarlinum.
Vísur um heiðina er eftir Indriða
G. Þorsteinsson og fjallar um hina
náttúruríku Húnavatnssýslu, sam-
býli manns og lands og sauðkindar-
innar. Stríðið er úr Sjálfstæðu fólki
Halldórs Kiljans. Bjartur í Sumar-
húsum sendi Gvend son sinn með
þau til Ástu Sóllilju, fósturdóttur
sinnar, þegar hann frétti af henni í
slagtogi með atómskáldum. Lagið er
eftir Árna. Síðasti dans var Þjóðhá-
tíðarlag Vestmannaeyja árið 1987.
Lagið er eftir Kristinn Svavarsson og
ljóðið eftir Árna. Það segir hann
samið í Florida og nafnið tilkomið,
eftir að flugfreyja hafi hlustað á það
og fundist það sVo tilfinningaríkt, að
það væri eins og síðasti dans.
Þykkvabæjarrokk er greinilega að
slá í gegn á útvarpstöðvunum. Text-
inn er þýðing á lagi með Greedence
Clearwater Revival, þar er fjallað
um bómullarakra, en Árni snéri því
uppí kartöflugarða. í Vestmanna-
eyjum dunar dans er ort eftir Ellið-
aeyjarball í Básum, þar-koma við
sögu m.a. Gaui Hjöll, Tóti í Geisla,
Anna María Kristjánsdóttir og
hljómsveitin Eymenn. Lagið er
Það eru ekki margar konur í Vor-
inu, aðeins 22. En hugurinn er mikill
hjá þeim, við að undirbúa basar.
Þær hafa fund einu sinni f mánuði i
Akóges, og mæta þá allar með
prjóna. Þeirra markmið hefur alla
tíð verið að styðja við bakið á
þroskaheftum og þannig verður það
áfram.
sænskt, eftir Evert Taube. Sunnan-
vindur er einnig sænskt lag en Ijóðið
eftir Árna. Sævar í Gröf er gamal-
kunnur slagari eftir Ása heitinn í
Bæ, sem pus Bakkusar fór verst
með. Draumanótt var eitt sinn hug-
mynd að Þjóðhátíðarlagi eftir Krist-
inn Svavarsson og Árna, í líru-
kassastíl. Vertu sæl mey er einn af
þekktustu sjómannalögum landsins.
Hefðbundnum texta breytti höfu-
ndurinn, Ási í Bæ, eitt sinn þegar
hann var á leið til Bretlands í sig-
lingatúr. Heimaslóð Wosa, Alfreðs
W. Þórðarsonar, er eitt af hans
bestu lögum, en hann var hljómlist-
armaður mikill á árum áður. Fjólan
er einnig eftir Wosa, vögguljóð eins
og þau ejga að vera. Ó fylgdu mér er
eftir Ása í Bæ. Þar er heimþrá farin
að toga í gamla manninn sem þá var
staddur á Grænlandi. Lagið varð
síðar Þjóðhátíðarlag. Undir blá-
himni er hawaiskt lag en textinn eftir
Magnús nokkurn Gíslason, kenndan
Við Vaglir. Þið spyrjið, lagið eftir
Árna en ljóðið eftir Jónas Guðlaugs-
son. Réttarvatn, eitt af fallegustu
Ijóðum Jónasar Hallgrímssonar.
Lagið eftir Schubert. Oft er vegur-
inn vænn heim að bænum eru vísur
Gests Auðunssonar, gamals Vest-
mannaeyings, sem nú býr á Suður-
nesjum. Lagið er bandarískt. Text-
inn er um fólkið og lífið í Eyjum og
margar kunnar fyrritíðar persónar
koma við sögu. Syngjum öll er hið
kunna lag Irving Berlin, Alexanders
Rag Time band, dixiland lag með
texta eftir Árna.
Þar með eru þau öll upptalin, lög-
in 17 á disknum. Þeir sem hugsan-
lega væru að spá í að eignast
diskinn, ættu ekki að láta blaða-
dóma eða aðra dóma villa sér sýn,
jafnumdeildur maður og Árni fær
sjaldan maklega gagnrýni.
Hlustið bara sjálf.
Nokkrir
tímar
lausir í skalltennis og
skvassi
í íþróttasal.
íþróttafólagið Þór
Það er þegar búið að stilla út í
glugga að Kirkjuvegi 19 og ætla þær
að vera þar með basar kl. 15:00 á
sunnudaginn 7. nóvember.
Það verða ekki bara prjónavörur
því þær eru allar að búa sig undir
bakstur. Sem sagt, líka kökubasar á
sama stað á sama tíma.
Miðvikudaginn 27. október s.I.
hófst fyrsta umferð Útvegsbanka-
mótsins ‘94. Tefldar voru 3 skákir
einni var frestað milli Sigurjóns og
Nabeeh Naimi sem er frá Iran og
er hér að vinna. Ágúst Ö. Gísla-
son tefldi við Sigmund Andrésson
og tókst að leggja hann að velli eft-
ir miklar sviptingar. Ægir Ó. Hall-
grímsson lagði Jóhann Benónýs-
son og Stefán Gíslason lagði Þor-
vald Hermannsson eftir að Þor-
valdur varð að gefa drottninguna í
8. leik fyrri 2 menn og peð. 2.
umferð var svo tefld á sunnudag-
inn 31. okt. Þá tefldi Sigurjón við
Ágúst Örn og vann. Jóhann við
Sigmund og tókst að leggja hann
að velli. Þetta var 1. vinningskákin
hans í mótinu og fylgir hún hér á
eftir. Og Ægir skellti Stefáni með
„bolabragði"? Staðan er nú eftir 2
umferðir sú að Sigurjón er með 1
vinning og eina frestaða. Ágúst
Örn með 1 v., Jóhann Ben með 1
v., Stefán 1 v., Ægir með 2 v., Sig-
mundur með 0 v., Nabeeh með 0
v. og eina frestaða. Greinilegt er
að það verður hart barist á mótinu
og er ekki að vita hvernig fer að
lokum. Teflt er um bikar sem
gamli Útvegsbankinn gaf árið 1989
og er þetta 6 árið sem teflt er um
hann.
Þeir sem hafa unnið eru:
‘89 Sigurjón Þorkelsson
‘90 Halldór Gunnarsson
91 Sigurjón Þorkelsson
‘92 Ægir Ó. Hallgrímsson
‘93 Páll Árnason.
Tekið skal fram, að Sigurjón
Þorkelsson tefldi ekki i mótunum
‘90, ‘91 og ‘93. Bent skal á að nú
er teflt á nýjum tima, sunnudögum
kl. 13:00 og miðvikudögum kl.
20:00 í Félagsheimilinu (Bíóinu
niðri).
Næstkomandi sunnudag, 7.
nóv. verður nóvemberhraðskák-
mótið í Félagsheimilinu og eru
tímatakmörk 7 mín. á skák. Og
eru allir sem kunna mannganginn
hvattir til að mæta og spreyta sig.
Með skákkveðju,
Stebbi Gilla.
Ég birti hér skák þeirra Sig-
mundar Andréssonar sem var með
hvítt og Jóhanns Benediktssonar
sem varð með svart.
1. d2-d4. d7-d5. 2. c2-c4. d5xc4. 3.
bl-c3. Þetta er móttekið drott-
ningarbragð. g8-f6. 4. e2-e3. c8-f6.
5. flxc4-e7-e6. 6. gl-f3. c7-c5.
Lykilleikur í þessari stöðu. 7. c4-
b5+. b8-d7. 8. el-gl. a7-a6. 9. b5-
e2. f8-e7. 10. a2-a4. e8-g8. 11. f3-
h4. d8-c7. 12. h4xf5. e6xf5. 13.f2-
f4. c5xd4. 14. dlxd4.
STÖÖUMVtVO ÉFTin. ih.Leik. hv.
Betra er að drepa með peðinu á
e3, því drottningin. er í stöðugri
hættu á miðborðinu. T.d. -Bc5!?.
f8-d8. 15. d4-d3. g7-g6. 16. e2-f3.
d7-e5. Þarna kemur berlega í ljós
hve drottningin er illa sett. 17. d3-
e2. e5xf3+. 18. e2xf3. d8-d3. 19.
f3-e2. a8-d8. 20. fl-dl. d3xdl + .
21. c3xdl. f6-e4. Sv. er greinilega
kominn með betri stöðu út á
drottningarflanið. 22. dl-f2. c7-b6.
23. Í2xe4-f5xe4. Þarna losnaði sv.
við tvípeð og enn þrengist staða
hv. 24. e2-c2. b6-b4. Hótar máti á
el. 25. gl-f2. e7-f6. 26. al-a3. b4-
d6. 27. b2-b3. d6-dl. 28. a3-a2. dl-
hl. 29. f2-g3. hl-el + . 30. c2-f2.
elxcl. Þar féll biskupinn. 31. a2-
c2. cl-dl. c2-c7. h7-h5. 33. h2-h4.
dl-g4+. 34. g3-h2. f6xh4. 35. g2-
g3. h4-f6. 36. c7xb7. f6-c3. 37. f2-
c2. Hér leikur hv. drottninguna af
sér og tjaldið fellur. d8-d2+. Og
hv. gafst upp. Já drottningarflan
borgar sig sjaldnast. Þetta er frum-
raun nýs félaga í skákfélaginu og
gott á móti gömlum bragðaref eins
og Sigmundi Andréssyni.
____Klúbburinn Vorið_ 1
Félagskonur í
basarhugleiðingum