Skessuhorn


Skessuhorn - 29.08.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.08.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST Það er alltaf matsatriði, eðlilega, hvað er frétt og hvað er ekki frétt. Það er líka matsatriði hversu „merkilegar“ fréttir teljast en á milli frétta ríkir sem kunnugt er gríðarleg stéttaskipting. Stórfréttirnar eru að sjálfsögðu hæstar á stalli og aðrar raða sér þar niður af. Svokallað slúður nýtur sjálfsagt hvað minnstrar virðingar og ekkert óeðlilegt við það en það sem fer nokkuð í taugarnar á mér sem fréttamanni er að nota orðið „gúrkufréttir“ í niðrandi merkingu um fréttir sem ekki fjalla um morð, misnotkun, náttúruhamfarir eða pólitík. Svokölluð gúrkutíð er ekki endilega árstíð né er hún árstíðabundin. Þó er það algengast að tengja hana við júlímánuð og ágúst jafnvel einnig þegar allir eru í sumarfríi. Þá er Alþingi ekki starfandi, borgar­, bæjar­ og sveitarstjórnir lítt virkar og allir málsmetandi menn í sumarfríum í útlöndum. Það er því ekkert að gerast og þó það gerðist eitthvað þá er ekki nokkur leið að ná í nokkurn mann til að tala um það. Það hefur skapast sú hefð að líta á þetta sem ófremdarástand og blaða­ og fréttamönnum vorkennt að þurfa að glíma við þessa ótíð sem gúrkutíðin á að vera. Þeir standa frammi fyrir því vonlausa verkefni að fylla blaðsíður og fréttatíma af engum fréttum. Það ráð sem þeir hafa sér þó til bjargar er að gera fréttir um venjulegt fólk eða fyrirbæri. Gjarnan jákvæðar og skemmtilegar fréttir og stundum eru þær ekki einu sinni um venjulegt fólk heldur óvenjulegt eða óvenjuleg fyrirbæri. Oft er gert grín að fréttaflutningi sem þessum og sem fyrr segir settur á hann „gúrkustimpillinn.“ Það er hinsvegar ómaklegt að mínu mati því það er akkúrat gúrkutíðin sem gerir mun meiri kröfur til fréttamanna. Þá þurfa þeir að hugsa sjálfstætt og treysta á eigin fréttanef og jafnvel hugmyndaflug í stað þess að bíða þolinmóðir eftir því að einhver stjórnmálamaðurinn segi eitthvað af viti, eða kannski öllu heldur ekki. Það merkilega er líka að þrátt fyrir að þessar fréttir sem enginn er drepinn í eru þær fréttir sem oftast vekja mestu og jákvæðustu viðbrögðin hjá þeim sem lesa, horfa eða hlusta. Þetta vita blaðamenn héraðsfréttablaða öðrum betur því þeir þurfa oft að fást við „fréttaleysi“ og gera staðbundnar fréttir um það sem þykir kannski ekki merkilegt hjá stærri fjölmiðlum sem gera út á landið og miðin. Fyrir lesandann, Vestlendinginn, Sunnlendinginn, Austfirðinginn, Norðlendinginn eða Vestfirðinginn er frétt í hans héraðsfréttablaði um það sem er að gerast í hans heimahéraði mun merkilegri en eitthvað sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Mergurinn málsins er sá að þrátt fyrir alla fordóma gagnvart gúrkutíðinni þá virðist fólk hafa áhuga á gúrkum og er það vel. Ég verð reyndar að viðurkenna að þessi pistill átti að fjalla um allt annað og „merkilegra“ mál, hápólitískt og grafalvarlegt. Ég ákvað hinsvegar að láta alvöruna víkja fyrir „gúrkunni“ að þessu sinni. Gísli Einarsson, gúrkufréttamaður. Pistill Gísla Gúrkutíð Mennta skóli Borg ar fjarð ar sett ur í fyrsta sinn Mennta skóli Borg ar fjarð ar var sett ur í fyrsta skipti mið viku dag inn 22. á gúst í Skalla gríms garði í Borg­ ar nesi að við stöddu fjöl menni. At­ höfn in hófst með klass ísk um gít ar­ leik Rún ars Þór is son ar en hann lék einnig áður en Ár sæll Guð munds­ son flutti setn ing ar ræðu sína. At­ höfn inni var stjórn að af Lilju S Ó lafs dótt ur að stoð ar skóla meist ara en auk henn ar tóku til máls Björn Bjarki Þor steins son for seti sveita­ stjórn ar Borg ar byggð ar, Torfi Jó­ hann es son for mað ur stjórn ar skól­ ans og Gísli Kjart ans son spari sjóðs­ stjóri Spari sjóðs Mýra sýslu. Við þetta tæki færi veitti Gísli Skóla­ fé lagi Mennta skóla Borg ar fjarð­ ar gjöf uppá eina millj ón króna til að styðja frek ar við bak ið á starf­ semi skól ans. Að því loknu flutti Ár sæll Guð munds son skóla meist­ ari setn ing ar ræðu og setti skól ann form lega í fyrsta skipti. Þor gerð ur Katrín Gunn ars dótt ir mennta mála­ ráð herra sendi kveðj ur sín ar á sam­ kom una, en hún komst ekki eins og til stóð þar sem hún var veð ur teppt á Höfn í Horna firði. Samn ing ur um upp lýs inga tækni Tón list og ilm andi Skalla gríms­ garð ur inn settu skemmti leg an brag á setn ing una og varð fólki á orði að það væri gott merki að sól in hafi gægst í gegn um ský in rétt á með an at höfn inni stóð. Stemn ing in í garð­ in um var afar já kvæð, flutt ar voru skemmti leg ar og bjart sýn ar ræð­ ur, fólk hló inni lega og var allt hið á nægð asta með at höfn ina. Setn ing­ in var kær kom in breyt ing frá hin um venju bundnu ryk föllnu og stofn­ ana kenndu skóla setn ing um inn an­ dyra í loft laus um hús um. Að lok­ inni setn ingu var geng ið að Safna­ húsi Borg ar fjarð ar þar sem skól inn verð ur til húsa fram að ára mót um á með an lok ið er við skóla bygg ing­ una. Þar var boð ið uppá kaffi veit­ ing ar, hægt var að kynna sér starf­ semi skól ans og end an legt út lit skóla bygg ing ar inn ar nýju auk þess sem fólki var frjálst að flytja ham­ ingju ósk ir eða ræð ur. Marg ir nýttu sér það, og þá sér í lagi skóla stjór ar ann arra skóla á svæð inu. Við þetta til efni var einnig und ir­ rit að ur samn ing ur um sam starf við að þróa notk un upp lýs inga tækni í skóla starfi. Samn ing ur inn var und ir rit að ur af Gísla Kjart ans syni spari sjóðs stjóra, Stein grími Árna­ syni hjá Apple IMC á Ís landi og af Ár sæli skóla meist ara. Sam hrist ing ur Á huga verð nýj ung hjá MB var að strax eft ir skóla setn ingu fóru flest­ ir starfs menn og nem end ur skól­ ans í ó vissu ferð sem tókst afar vel, að sögn Ár sæls. Far ið var til Steins­ staða í Skaga firði, þar sem snædd ur var há deg is verð ur en svo var far ið í flúða sigl ingu með Æv in týra ferð­ um. Að því loknu ylj uðu ó vissu far ar sér í heit um potti að Steins stöð um. Svo grill uðu nem end ur og kenn­ ar ar kvöld verð sam an og eft ir það tók Guð mund ur Ingi Þor valds son, leik ari og tón list ar mað ur völd in og leiddi hóp in gegn um ýms ar þraut­ ir og hópefli. Á mánu dag mættu nem end ur síð an klukk an 9 og fengu af hent­ ar far tölv ur auk þess sem kennd var notk un þeirra. Kennsla hófst svo að full um krafti sam kvæmt stunda­ skrá á þriðju dag inn, 28. á gúst. hög Ár sæll Guð munds son flyt ur setn ing ar ræð una. Ár sæll tek ur við gjöf Spari sjóðs Mýra sýslu úr hendi Gísla Kjart ans son ar spari sjóðs- stjóra. Torfi Jó hann es son for mað ur stjórn ar skól- ans flutti skemmti lega ræðu. Úr ó vissu ferð skól ans. Ljósm.: Þor gerð ur Gunn ars dótt ir. Skóla hús ið er nú að mestu risn ir en þar hefst kennsla ekki fyrr en eft ir ára mót. Ljósm. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.