Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2007, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 12.09.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1300 sé greitt með greiðslukorti. Elli­ og örorkulíf.þ. greiða kr. 1050. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. ­ 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Alfons Finnsson, Snæfellsnesi 893 4239 Birna G Konráðsdóttir 864­5404 birna@skessuhorn.is Halldór Örn Gunnarsson 822 5661 hog@skessuhorn.is Kolbeinn Ó. Proppé 659­0860 kolbeinn@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson augl@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Leiðarinn Á und an förn um miss er um hafa marg ar já kvæð ar frétt ir birst í Skessu horni af nýrri at vinnu starf semi á Vest ur landi og sókn fyr ir tækja. Nokkurn veg inn er sama hvert lit ið er, alls stað ar eru spenn andi hlut ir að ger ast og í kort un um eru mörg ný störf í lands hlut an um. Ég nefni sem dæmi fyr ir hug aða vatns verk smiðju í Rifi, flutn ing fisk vinnslu HB Granda frá Reykja vík á Akra nes, nýj an mennta- skóla í Borg ar nesi, vænt an lega stækk un Sögu mið stöðv ar inn ar í Grund ar firði, nýj ar náms braut ir há skól anna í Borg ar firði, fjölg un starfa á Grund ar tanga, á ætl an ir um stækk un hót ela og bygg ingu nýrra, mik inn vöxt í sum ar húsa bygg- ing um víða í Borg ar firði, flutn ing fleiri op in berra starfa í Stykk is hólm, vöxt í ein inga húsa fram leiðslu og á fram mætti lengi telja. Þetta seg ir manni ekk ert ann að en að at vinnu líf ið hef ur trú á Vest ur landi og fólk vill búa þar. Þrátt fyr- ir að fyrr í sum ar hafi ógn væn leg ar töl ur birst um nið ur skurð í þorsk kvóta ný- haf ins kvóta árs, eru í bú ar sjáv ar plássa hér full ir bjart sýni og á kveðn ir í að sókn sé besta vörn in. Slík já kvæðni er að dá un ar verð og fær ir manni sann inn um að hér býr öfl ug ur kjarni fólks. Ég hef alltaf haft frem ur gam an af því að rýna í töl ur, sér stak lega ef þær snú- ast ekki um eig in fjár hag. Ný lega skoð aði ég þró un í búa fjölda eft ir þétt býl is- stöð um hér á Vest ur landi og bar sam an ná kvæm lega tíu ára tíma bil, þ.e. mitt ár 1997 ann ars veg ar og hins veg ar sama tíma árið 2007. Það kom ým is legt fróð- legt í ljós við þessa skoð un. Fyr ir það fyrsta fjölg aði í bú um í gamla Vest ur lands- kjör dæm inu um 8,5% á tíma bil inu og eru nú 15.175 tals ins. Hægt er að lesa út úr því bæði góða og slæma nið ur stöðu, sín um aug um lít ur hver silfrið. Þetta er góð nið ur staða sé Vest ur land bor ið sam an við hefð bundna skil grein ingu höf- uð borg ar búa á hvað lands byggð in er, en slæm nið ur staða ef bor ið er sam an við fjölg un íbúa á öllu land inu, en þar fjölg aði í bú um um rétt tæp 15% á þessu tíma bili og eru í dag ná kvæm lega 311.396 tals ins. Þeir þétt býl is stað ir á Vest ur landi þar sem fjölg un hef ur orð ið mest á um- ræddu tíma bili er Bif röst í Borg ar firði. Það á gæta pláss var hrein lega ekki flokk- að sem þétt býl is stað ur um mitt ár 1997 svo stutt er síð an þar var ein ung is vax- andi há skóla í sveit. Því eru ekki til töl ur um mann fjölda á Bif röst í þá daga, en nú í sum ar bjuggu þar 227 manns. Næst mesta fjölg un in á þétt býl is stöð um var á Hvann eyri, en þar fjölg aði í bú um um 115% á þess um tíu árum og voru í sum- ar 301. Á báð um þess um stöð um þarf enga fræði lega út skýr ingu á fjölg un inni, hana vita les end ur Skessu horns sem fylgst hafa með þró un há skól anna á þess- um stöð um síð asta ára tug. Ak ur nes ing um fjölg aði mest í stykkj um talið. Þeir eru í dag 6125 tals ins, ná- kvæm lega 20% fleiri en þeir voru sum ar ið 1997. Þús und manna fjölg un á ekki stærri stað verð ur að telj ast býsna gott enda langt um fram lands með al tal. Skýr- ing in er að hluta til vegna upp bygg ing ar mann frekr ar stór iðju í næsta ná grenni, en sem kunn ugt er velja starfs menn á Grund ar tanga að stærst um hluta að búa á Akra nesi. Þó kem ur fleira til. Í bú ar „að sunn an“ velja í vax andi mæli frið sam- lega og nota lega staði utan, en þó í næsta ná grenni, höf uð borg ar inn ar og þar kem ur Skag inn sterk ur inn sem og Borg ar nes þar sem í bú um fjölg aði um 9,5% á um ræddu tíma bili. Þar búa nú 1900 manns og sam kvæmt nýj ustu frétt um er gríð ar leg eft ir spurn eft ir laus um bygg ing ar lóð um í bæn um. Þá hef ur í bú um fjölg að á Klepp járns reykj um og í Grund ar firði. Í bú um hef ur hins veg ar fækk að á um ræddu tíma bili, hlut falls lega mest í Stykk is hólmi og í Búð ar dal, en einnig á Hell issandi og í Rifi. Í sveit um fækk aði í bú um um 8% á tíma bil inu. Loks hef- ur í bú um í Ó lafs vík hvorki fækk að né fjölg að. Í heild sinni er þó morg un ljóst að í bú um á Vest ur landi mun fjölga mik ið á næstu árum. Við sjá um fram á batn andi sam göng ur, þó hægt gangi með vega- bæt ur til sveita, fyr ir tækj um fjölg ar eins og rætt var hér að fram an, skóla stofn- an ir á öll um skóla stig um eru í sókn og á fram mætti lengi telja hin já kvæðu teikn sem eru á lofti. Vest lend ing ar eiga því að bera sig manna lega og við ur kenna að ekk ert land svæði á Ís landi hef ur nú um stund ir fleiri spenn andi sókn ar færi en Vest ur land. Magn ús Magn ús son Vax andi Vest ur land Verk taka fyr ir tæk ið Við hald fast- eigna er byrj að að setja upp upp- stöðu virki fyr ir snjó flóða varn ir fyr ir ofan Heilsu gæslu stöð ina í Ó lafs vík. Að sögn Krist ins Jón as son ar bæj ar- stjóra í Snæ fells bæ er þetta mik ið verk og er heild ar kosn að ur við snjó- flóða varn irn ar í kring um 200 millj- ón ir króna. Seg ir Krist inn að snjó- flóða varn ir eigi að vernda blokk irn- ar og leik skól ann og taka krapa flóð sem gætu mynd ast á vetr um. Auk þess verð ur byggð ný göngu brú yfir Gil ið í stað inn fyr ir ræsi sem þar er nú. Einnig verð ur nýr grjót garð ur lagð ur nið ur að sjó. af Þjóð garð ur inn Snæ fells jök ull fékk átt undu bekk inga í Grunn skóla Snæ- fells bæj ar á samt um sjón ar kenn ara til liðs við sig síð ast lið inn fimmtu dag við að stika gömlu leið ina um Efsta- veg frá Beru vík ur læk og suð ur und- ir af leggjar ann við Djúpa lóns sand. Sæ mund ur Krist jáns son stýrði verk- inu og vannst það vel enda krakk- arn ir hörku dug leg ir og skil uðu verki sínu með sóma. Nú hef ur ver ið lok ið við að stika all flest ar þær göngu leið ir í þjóð garð in um sem fyr ir hug að er að stika og næsta vor verð ur kom ið upp merk ing um við þær með helstu upp- lýs ing um m.a. um lengd og hversu erf ið ar þær eru. Alls tóku 18 börn þátt í þessu verk efni þjóð garðs ins. af Bæj ar ráð Akra ness hef ur sam þykkt að ganga til samn inga um við bót ar- verk við klæðn ingu Brekku bæj ar- skóla. Þeg ar far ið var að rífa klæðn- ing una af kom í ljós fúi í nokkrum glugg um sem ekki hafði sést áður vegna þess að klæðn ing in huldi hann. Þor vald ur Vest mann, sviðs- stjóri tækni- og um hverf is sviðs Akra- ness, sagði í sam tali við Skessu horn að ekki hefði ver ið vit í öðru en að skipta glugg un um út fyrst búið var að rífa klæðn ing una af. Betri bær, sem sér um klæðn ing una, tek ur verk ið að sér fyr ir 500 þús und krón ur. Líkt og Skessu horn hef ur greint frá hef ur áður bæst við verk ið, en við nið ur rif á klæðn ing unni kom í ljós að mála þurfti alla glugga skól- ans þar sem klætt verð ur með ál- klæðn ingu. Einnig þurfti að skipta út nokkrum rúð um á suð ur hlið eldri bygg ing ar inn ar vegna mik ill ar móðu á milli glerja. Við vinnu á þaki skól- ans kom einnig í ljós að þak járn var orð ið mjög laust og illa far ið og þarf að skipta um það inn an eins til tveggja ára. Betri bær tók það við bót- ar verk einnig að sér fyr ir 5,6 millj ón- ir króna, en samn ings verð var tæp- ar 50 millj ón ir. Verk ið er því dýr ara um 6,1 millj ón króna frá upp haf legri á ætl un vegna við bót ar verka sem ekki var hægt að sjá fyr ir. kóp Sveit ar stjórn Eyja- og Mikla- holts hrepps á kvað á síð asta fundi sín um að greiða fyr ir leik skóla gjöld barna í hreppn um. En leik skóla- deild er rek in í tengsl um við skóla- starf ið í Laug ar gerð is skóla. Egg- ert Kjart ans son odd viti sagði í sam- tali við Skessu horn að flest börn in í deild inni væru úr hreppn um og hefði ver ið á kveð ið að þessi þjón- usta yrði gjald frjáls fyr ir íbúa hans. „Í tengsl um við skóla starf ið í Laug- ar gerði hef ur ver ið rek in leik skóla- deild þar sem börn á leik skóla aldri hafa feng ið að dvelja, gegn gjaldi. Þar kynn ast þau sem dæmi vænt an- leg um skóla fé lög um sín um og fá að vera inn an um fleiri börn. Við vilj- um með þess ari að gerð stuðla að því að deild in verði starf rækt á fram, öll um til hags bóta, og að fólk nýti sér þessa þjón ustu sem er til stað- ar.“ bgk Ekki er veru leg ur kenn ara skort- ur í Borg ar byggð, að sögn Krist jáns Gísla son ar skóla stjóra í Borg ar nesi sem sit ur fyr ir hönd skóla stjórn- enda sveit ar fé lags ins í fræðslu nefnd. Krist ján seg ir á stand ið hvorki betra en verra en ver ið hef ur. „Vissu lega gekk frek ar seint að manna skól ana en hér er eng in neyð og sem dæmi er ég með frá bært starfs fólk í vet ur og tel á stand ið svip að í öðr um skól- um á svæð inu. Auð vit að vild um við hafa hlut ina þannig að í maí lok væri allt til bú ið fyr ir næsta haust, en slíkt gefst ekki alltaf. Í sum um til fell um lagði gott fólk á sig meiri vinnu og í öðr um til fell um var hægt að ná í stunda kenn ara, sem þó eru mennt- að ir, en hafa önn ur að al störf. Það er svo merki legT að það þyk ir ekki frétt ef vant ar kenn ara úti á landi en mál in horfa öðru vísi við ef um höf- uð borg ar svæð ið er að ræða.“ Eins og fram hef ur kom ið í Skessu horni segja skóla stjórn end ur að góð æri í sam fé lag inu þýði yf ir- leitt að verr gangi að manna skól ana af mennt uðu starfs fólki sem hlýt ur að þýða að laun grunn skóla kenn- ara eru ekki þau hæstu sem bjóð- ast. Krist ján seg ist al veg geta tek- ið und ir þetta. Mennt að ir kenn ar ar séu að hverfa til starfa þar sem mun minni mennt un ar er kraf ist en laun- in séu mik ið hærri en ger ist í kenn- ara stétt inni. „Ég er ekki að gera lít- ið úr öðr um störf um eða stétt um en auð vit að hvarfla að manni hugs an- ir í þá veru að ein hvers stað ar hljóti eitt hvað að vera að. Ef fólk sem eytt hef ur fjölda ára í að mennta sig ber mun minna úr být um en ein- hver sem er með fárra ára nám að baki. End ur skoð un ar hlýt ur að vera þörf á ein hverju sviði,“ sagði Krist- ján Gísla son. bgk Byrj að á snjó flóða vörn um í Ó lafs vík Efni í uppi stöðu virk in kom ið fyr ir á fjalls brún inni fyr ir ofan heilsu gæslu stöð ina. Ekki kenn ara skort ur að ráði í Borg ar byggð Börn í Eyja- og Mikla holts hreppi fá frítt í leik skól ann Enn við bót ar verk við Brekku bæj ar skóla Nem end ur stika göngu leið ir Sæ mund ur Krist jáns son leið bein ir hér nem anda við verk ið. Það var fjöl menn ur hóp ur nem enda sem tók að sér að stika göngu leið ina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.