Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2007, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 12.09.2007, Blaðsíða 27
27 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER Í síð asta blaði Skessu horns rit- ar Finn ur Torfi Hjör leifs son grein þar sem hann gagn rýn ir skip an vinnu hóps á veg- um sveit ar fé lags ins Borg ar byggð- ar. Vinnu hópn um var ætl að að skila til lög um til byggða ráðs um það með hvaða hætti hags mun um sveit- ar fé lags ins væri best borg ið þeg- ar að því kæmi að fjár mála ráð herra lýsti kröf um til þjóð lenda í sveit- ar fé lag inu fyr ir hönd rík is sjóðs. Gagn rýndi Finn ur Torfi það sér- stak lega að þeir sem sátu í vinnu- hópn um hefðu all ir ver ið land eig- end ur. Taldi hann það end ur spegla á kveð inn vilja af hálfu sveit ar stjórn- ar Borg ar byggð ar til að gæta sér- stak lega hags muna land eig enda á kostn að eðli legr ar hags muna gæslu þeirra sem eng in ættu lönd. Sveit ar fé lag eða ríki Rétt er hjá Finni að þrír karl- ar skip uðu vinnu hóp inn, all ir eig- end ur bú jarða. Þeir eru auk þess all ir komn ir yfir fimm tugt og eiga það sam eig in legt að hafa kynnt sér landa merkja mál og deil ur um eign- ar hald á landi af að því er virð ist ein læg um á huga. Voru þeir sem skip uðu þessa menn í vinnu hóp inn sann færð ir um að þeir gætu gef- ið nokk ur þau ráð er mættu nýt ast þeg ar kæmi að því að tryggja að sem minnst af meintu eign ar landi sveit- ar fé lags ins yrði gert að þjóð lend um í gegn um kröfu gerð fjár mála ráð- herra. Er enda svo að sveit ar fé lög eiga þess kost að nýta eign ar lönd sín með þeim hætti að nýt ist í bú um þess ekki síð ur en rík is stjórn ir geta um eign ar lönd rík is ins. Hverj ir eiga að sitja í vinnu hóp um? Eins og ljóst má vera af þeirri lýs- ingu sem gef in er af nefnd ar mönn- um hér fyr ir ofan sést að hóp ur inn er í viss um skiln ingi eins leit ur. Þeg- ar svo er kann að vera hægt um vik að gagn rýna sam setn ingu hóps ins. Ef laust er hægt að finna þess um þrem ur mönn um enn fleira sam- eig in legt en ljóst að þarna hefðu mátt vera kon ur, æsku menn, dokt- or ar, lág launa menn eða hvað ann- að, jafn vel lög lærð ur mað ur. Hins- veg ar vann hóp ur inn sam visku sam- lega það sem fyr ir hann var lagt enda kem ur skýrt fram í grein Finns að hann er ekki á nokkurn hátt að gagn rýna vinnu hóp inn held ur skip- an hans. Eft ir að hafa velt vöng- um yfir gangrýni Finns kemst ég að því að skyn sam leg asta svar við gagn rýn inni sé ein fald lega að þarna hafi menn ein blínt á þá sem menn vissu til að hefðu kynnt sér það mál sem átti að fjalla um og að úr hópi þeirra sem til greina komu voru vald ir karl arn ir þrír. Gagn rýn in er því rétt mæt í sjálfu sér en jafn framt ljóst að til gang ur inn með því að skipa hóp inn var að tryggja hags- muni sveit ar fé lags ins og þeirra íbúa sem þar búa, land lausra jafnt sem land eig enda. Sauð ir á beit Í á gúst lok skrif ar Þór hild ur Þor- steins dótt ir grein um eitt og ann að er við kem ur smöl un og haga göngu sauð kind ar inn ar. Þörf er á að end ur skoða lög um af rétt ar mál efni og fjall skil sem og lög um girð ing ar með það að mark- miði að gera sveit ar fé lög um og bænd um kleift að girða beit ar hólf. Gild ir þar hvoru tveggja að girða þarf sauð ina af á fjall lendi sem og á lág lendi með an fé er í heima lönd- um. Er þetta nauð syn bæði sök um breyttra að stæðna fjár bænd anna sem verða fá lið aðri með hverju ár- inu sam hliða því að kind um fjölg ar á hverju býli en einnig vegna sí fellt fjöl breytt ari land notkunn ar. Nauð- syn legt er að skíra rétt indi og skyld- ur land eig enda óháð at vinnu sókn þeirra eða bú setu og koma skikki á smöl un fjár mið að við þá stöðu sem nú er uppi en ekki stöð una eins og hún var árið 1950. Fjall skil í Borg ar byggð Lengi geta sum mál þvælst fyr- ir mönn um. Ég er sam mála Þór- hildi að nauð syn legt er hraða end- ur skoð un og sam ræm ingu fjall skila í Borg ar byggð. Á næsta fundi sveit- ar stjórn ar verð ur skip að ur vinnu- hóp ur til að gera til lög ur um skip an af rétt ar mála og fara yfir girð inga- mál í sam ein uðu sveit ar fé lagi. Er það von mín að skikk ur verði betri á þess um mál um að ári en nú er. Í mín um huga er hins veg ar ljóst að end ur skoða þarf lög um girð- ing ar sem og lög um af rétt ar mál- efni og fjall skil til að tryggja að það fjár magn sem not að er í fjár girð- ing ar verði not að með þeim hætti að fé verði girt af í beit ar hólf um í stað þess að girða hvern krók og kima á lág lendi í fjár helda girð ingu ef sauð kind um er þar mein að ur að- gang ur! Rík is sjóð ur greið ir nú þeg- ar mikl ar upp hæð ir til fjár girð inga, bæði í gegn um Vega gerð ina, sauð- fjár veiki varn ir, skóg rækt ina og fleiri verk efni en auk þess er ljóst að bæta má veru lega nýt ingu þeirra pen inga sem land eig end ur verja til fjár girð- inga ef menn beita þess ari hugs un. Finn bogi Rögn valds son form. byggða ráðs Borg ar byggð ar Þjóð lendu mál Finn ur Torfi Hjör leifs son velt- ir fyr ir sér spurn- ing unni ,, Hverra hags muna gæt ir sveit ar stjórn Borg- ar byggð ar’’ í þjóð lendu mál um? Þá koma fram hjá hon um efa semd- ir um að nefnd um þjóð lendu mál í Borg ar byggð hafi lagt gott til mála, séð af sjón ar hóli hins „land lausa al- múga.“ Hvað nefnd ar á lit ið varð ar, þá þarf Finn ur Torfi ein fald lega að lesa um rætt álit. Þar kem ur fram hvað nefnd inni var falið að gera og hvern ig það var leyst af hendi. Á þeim grunni er svo hægt að dæma starf ið. Í gróf um drátt um og nokk uð ein- fald að má segja að það séu stjórn mál að setja lög og lög fræði að fram- kvæma lög in. Al þingi hef ur á kveð- ið með lög um hvern ig fara skuli að við af mörk un þess lands sem er eign ar land, og svo þess lands sem skil greint er sem þjóð lenda. Þetta þýð ir að sveit ar stjórn ir hafa ekk- ert svig rúm til sjálf stæðr ar stefnu- mörk un ar í þessu máli varð andi al- manna rétt og ann að því tengt. Í þessu sam bandi má benda á við brögð þeirra sveit ar stjórna sem þeg ar hafa far ið í gegn um þetta ferli, allt frá sveit ar stjórn um fá- mennra hreppa til borg ar stjórn- ar Reykja vík ur. Nú hag ar svo til í Borg ar byggð að sveit ar fé lag ið sjálft á þús und ir hekt ara lands sem skipt- ir í bú ana miklu máli í dag og kann að hafa enn meira fram tíð ar virði. Það skipt ir alla íbúa sveit ar fé lags- ins miklu máli að það eign ar hald verði stað fest í kom andi um fjöll un Ó byggða nefnd ar og því með öllu ó raun hæf ur mögu leiki að sveit ar- stjórn af hendi land í eigu sveit ar- fé lags ins til rík is ins sem þjóð lendu. Varð andi land í eigu ann arra en sveit ar fé lags ins, þá ber hver land- eig andi á byrgð á málsvörn vegna síns lands. Sveit ar fé lag ið kem ur ekki að því nema þá sem sam starfs- að ili og auð vit að eiga land eig end- ur, að sveit ar stjórn Borg ar byggð ar með tal inni, að hafa sem mest sam- starf við gagna öfl un og fleira sem þess um mál um teng ist. Með hlið sjón af stöðu Borg ar- byggð ar sem land eig anda og við- brögð um ann arra sveit ar stjórna í þjóð lendu mál um, hvað hefði sveit- ar stjórn Borg ar byggð ar þá átt að gera öðru vísi en hún hef ur gert hing að til í þessu máli? Ferju bakka II, 10.9.2007 Þórólf ur Sveins son Þjóð lendu mál og fjall skil Almenningsíþróttirnar eru farnar af stað í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi Sjá nánar á www.borgarbyggd.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.