Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2008, Síða 1

Skessuhorn - 30.01.2008, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS - www.skessuhorn.is 5. tbl. 11. árg. 30. janúar 2008 - kr. 400 í lausasölu Sparisjóðurinn býður nú viðskiptavinum sínum upp á SP12, hávaxta sparnaðarleið í Heimabankanum, sem felur í sér mánaðarlega útgreiðslu vaxta. Reikningurinn er óverðtryggður og óbundinn og fara vextir eftir innstæðu hans. Fjárhæðin er ávallt laus til útborgunar og millifærsla í Heimabankanum er gjaldfrjáls. SP12 er frábær kostur fyrir þá sem vilja sjálfir halda utan um sinn sparnað.Fí t o n / S Í A Hæsta einkunn í ánægjuvog fjármálafyrirtækja DÚX Nú greiðum við vexti mánaðarlega SPARISJÓÐURINN Mýrasýsla | Akranes SPM_SPA_skessuhorn_255x70.ai 1/15/08 11:29:51 AM Ný bensínstöð Ókeypis dælulykill í síma: 591 3100 Borgarnes Hin raunverulegu vetrarveður, eins og sumir hafa gleymt hvernig geta orðið, minna nú á sig. Meðfylgjandi mynd tók Björn A Einarsson í Búðardal og sýnir hún vetrarríkið þar. Smáfuglarnir sveima yfir og bíða þess að einhver hugsi hlýtt til þeirra. Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar beindi þeim tilmælum til byggðaráðs og sveitarstjórnar sveitarfélagsins á síðasta fundi sínum að beita sér af fullum þunga í því skyni að hraða uppbyggingu Sundabrautar og þrýsta jafnframt á um tvöföldun Vesturlandsvegar. Nefndin telur að slíkar samgöngubætur skipti verulegu máli fyrir áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkti svohljóðandi bókun: „Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur samgönguráðherra til að beita sér fyrir bættum samgöngum milli Borgarness og Reykjavíkur. Lagning Sundabrautar og úrbætur á Vesturlandsvegi eru framkvæmdir sem skilyrðislaust þarf að ráðast í.“ Stjórn Faxaflóahafna hefur nýlega lagt fram bókun um sama málefni. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að það skipti máli að aðilar sem þarna eigi sameiginlega hagsmuni stilli saman strengi sína. „Þarna á ég einkum við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hér á Vesturlandi, ekki síst Borgarbyggð. Ég held að það sé kominn fullur skilningur á því að það sem skipti máli er að vera samtaka í því að hvetja til þess að ráðist verði í þessar nauðsynlegu framkvæmdir sem allra fyrst, því fyrr því betra,“ sagði Páll. bgk Meirihluti sölustaða í Borgarbyggð kolféll á prófi sem vinnuhópur um forvarnir og forvarnarfulltrúi Borgarbyggðar lagði fyrir þá. Í lok síðasta árs stóðu þessir aðilar fyrir könnun á kaupum og sölu á áfengi og tóbaki til barna og unglinga í sveitarfélaginu. Niðurstöðurnar voru sláandi. Í ljós kom að mikill meirihluti sölustaða virðir ekki lög um sölu tóbaks og áfengis á veitingastöðum og í verslunum. Þannig gátu 15 ára börn keypt tóbak á sjö sölustöðum af níu. Ungmenni á aldrinum 16-19 ára gátu keypt áfengi á sex sölustöðum af níu. Þetta eru mun verri niðurstöður en fengust úr sambærilegum könnunum árin 2000 og 2003. „Kannanir almennt sýna að aukið aðgengi unglinga að tóbaki og áfengi eykur neysluna. Því er mjög mikilvægt að verslunar- og veitingastjórar fylgi lögum og reglum um sölu á þessum efnum,“ segir Hanna S. Kjartansdóttir forvarnarfulltrúi í Borgarbyggð í samtali við Skessuhorn. mm Sjá nánar á bls. 10. Brautryðjandi í sorphirðu Í Stykkishólmi hefur á undan- förnum árum verið unnið mark- visst að um hverfis - málum innan bæjar félagsins. Í nóvem ber var enn eitt skref stigið í átt til framfara með undirritun samnings á milli Stykkis- hólmsbæjar og Íslenska Gáma- félagsins um heildarlausn á sorpeyðingarmálum. Stykkis- hólmur verður þar með fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að flokka allt sorp frá íbúum bæjarfélagsins auk þess að fara af stað með miðlæga moltugerð. Hvert heimili hefur nú þrjár tunnur til afnota í stað einnar áður. Frá og með 1. janúar 2009 skal lífrænn heimilis- og rekstrarúrgangur, sem berst til urðunarstaða, hafa minnkað niður í 75% og niður í 35% árið 2020. Með þessum samningi hefur Stykkishólmsbær í samvinnu við Íslenska Gámafélagið tekið forystu í endurvinnslu á lífrænu sorpi og pappír, þar sem allir íbúarnir eru þátttakendur í að gera bæinn umhverfisvænni. Með því að flokka heimilis- ruslið niður í þrjá flokka; almennt sorp, lífrænt sorp og endurvinnanlegt sorp er hægt að minnka það magn sem fer til urðunar um allt að 80%. íhs Sjá nánar á bls. 4. Geta keypt vín og tóbak Ekki er ofsögum sagt að illa horfi í matvælaiðnaði sem í áratugi hefur staðið traustum fótum á sunnanverðu Vesturlandi. Í Skessuhorni í dag er bæði greint frá þeirri ákvörðun HB Granda að halda sig við fyrri ákvörðun um uppsagnir tuga landvinnslufólks á Akranesi frá næstu mánaðamótum. Þó stendur til að endurráða um 20 starfsmenn fyrirtækisins á Akranesi. Hér er um mikla blóðtöku að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi, eins og nærri má geta, því ekki eru nema fjögur ár frá því fyrirtækið hvarf úr eignaraðild heimafólks, sem veitti um 300 manns atvinnu. Þar með má segja að ríflega aldar sögu útgerðar sé við það að ljúka í bæjarfélaginu Á öðrum stað í blaðinu er greint frá því að Borgarnes kjötvörur ehf. sem fram til sl. gamlársdags var í eigu heimamanna í Borgarfirði, var selt Sundagörðum ehf. í Reykjavík. Nú hefur fyrirtækið sótt um heimild til að ganga til nauðasamninga og því eru tugir starfa við kjötvinnslu í Borgarnesi í mikilli óvissu. Þegar hefur 9 manns verið sagt upp. Líkt og fiskveiðar og vinnsla á Akranesi hefur slátrun og kjötvinnsla verið burðarþáttur í atvinnulífi Borgfirðinga í áratugi. Þessi tvö dæmi sanna svo ekki verður um deilt hversu gríðarlega mikilvægt það er, sé ekki hjá því komist, að fyrirtæki haldist í eigu heimaaðila og séu ekki seld aðilum sem hvorki hafa rætur né taugar til viðkomandi svæðis. Um þetta eru margir aðilar á einu máli sem blaðamenn Skessuhorns hafa rætt við. Færa má fyrir því sterk rök ef horft er til þessara tveggja fyrirtækja; HB Granda og Borgarnes kjötvara. Um sama leyti og HB og Co hvarf úr eigu heimamanna hófst hnignun starfseminnar á Akranesi. Sama dag og Borgarnes kjötvörur hurfu úr eigu Borgfirðinga, var tekin ákvörðun um uppsagnir starfsfólks og nú er beðið heimildar til að leita nauðasamninga. Verðmæti sem felast í vörumerkjum, uppskriftum og þekkingu starfsfólks í fyrirtækinu eru í fullkomnum voða, sem og fjármunir sem birgjar, þar á meðal bændur eiga inni hjá fyrirtækinu. Sjá nánar fréttir á bls. 6 og 14. mm Blikur á lofti í matvælaiðnaði Þrýst verði á Sundabraut Nú hafa tveir innflytjendur áburðar gefið út verð fyrir tilbúinn áburð. Fyrirfram var búist við miklum hækkunum, samhliða aukinni eftirspurn á heimsmarkaði. Sláturfélag Suðurlands, sem selur áburð fyrir Yara, og Áburðarverksmiðjan riðu á vaðið og birtu sín verð í vikunni. Þessi tvö fyrirtæki selja mest af áburði í landinu. Enn hafa fyrirtækin Betra land og Skeljungur ekki birt sitt áburðarverð. Með því að bera saman verð á milli ára sést að hækkunin er á bilinu 36-80%. Athygli vekur að áburðartegundin N27 (Magni) er upp á krónutölu á sama verði hjá bæði Yara og Áburðarverksmiðjunni, en það er eina áburðartegundin sem er samanburðarhæf milli fyrirtækjanna tveggja. Tonnið af Magna kostar nú í stórsekkjum 42.778 en kostaði í júní í fyrra 31.517, eða um 36% hækkun. Bæði Yara og Áburðar- verksmiðjan bjóða afslætti ef pantað er fyrir ákveðinn tíma. bgk Gríðarleg áburðarhækkun

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.