Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2008, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 01.10.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER Skaga mað ur inn Hall grím ur Ó lafs son fór í inn töku próf í leik­ list ar deild Lista há skóla Ís lands fyr ir fimm árum síð an. Hann komst inn í sinni fyrstu til raun, þrátt fyr ir að hafa aldrei stig ið á leik svið. Hins veg ar hafði hann sung ið tölu vert og gaf út sína fyrstu plötu að eins 19 ára gam­ all und ir merkj um Halla melló. Hall grím ur seg ir að trú bador­ inn Halli melló hafi sung ið sitt síð asta. Í dag er hann fast ráð­ inn leik ari við Borg ar leik hús ið og hef ur sýnt yfir 230 sýn ing ar. Upp selt hef ur ver ið á hverja ein­ ustu þeirra. „Mig lang aði alltaf að verða leik­ ari, al veg frá því ég var lít ið barn. Ég man alltaf eft ir því þeg ar ég sá Hár ið í Ís lensku óp er unni. Þá á kvað ég end an lega að þetta væri það sem mig lang aði að gera þótt ég hefði aldrei leik ið neitt,“ seg ir Hall grím ur. Hann seg ir að á hug inn hafi enn auk ist þeg ar hann kynnt­ ist kon unni sinni, Önnu Ó lafs dótt­ ur, og henn ar fjöl skyldu sem er að sögn Hall gríms mun meira leik­ hús fólk en hans eig in. „Ég samdi um sókn í leik list ar skól ann fjög ur ár í röð, en sendi enga þeirra inn. Ég var hvorki með stúd ents próf né reynslu, vann sem galla buxna sali og hélt ég ætti ekki séns. Það end­ aði með því að Anna tók fram fyr ir hend urn ar á mér og krafð ist þess að ég færi með eina í póst. Áður en ég vissi af var ég kom inn í pruf ur. Svo komst ég alltaf á fram ein hvern veg­ inn og end aði á að fá pláss í skól an­ um, öll um til mik ill ar furðu,“ seg ir Hall grím ur og hlær. Best að vera ein læg ur Mik ið vatn hef ur runn ið til sjáv­ ar síð an. Hall grím ur kláraði skól­ ann fyr ir einu og hálfu ári. Þá bauðst hon um samn ing ur hjá Leik­ fé lagi Ak ur eyr ar þar sem hann var í ár og lék hlut verk í Ó vit um, Öku­ tím um og Fló á skinni. Blaða mað­ ur Skessu horns hitti Hall grím hins veg ar í Borg ar leik hús inu, en þang­ að fylgdi hann Magn úsi Geir Þórð­ ar syni leik hús stjóra og hef ur ver ið fast ráð inn frá því í vor. Í and dyr­ inu eru rað ir við alla miða sölu bása enda er nú al gjört metár í miða sölu hjá leik hús inu. Flest ir eru að kaupa miða á Fló á skinni, vin sæl ustu sýn­ ingu Leik fé lags Ak ur eyr ar frá upp­ hafi tíma. Hall grím ur leik ur eitt að al hlut verk ið, hol góma mann sem er með öllu ó skilj an leg ur. Þeg ar við talið á sér stað er hann ný kom­ inn af æf ingu á Fólk inu í blokk inni, söng leik eft ir Ólaf Hauk Sím on ar­ son. Þar leik ur hann mis þroska 18 ára dreng. Hall grím ur seg ist ekki vera far inn að taka það per sónu lega þótt hann hafi leik ið afar sér staka ein stak linga í tveim ur stærstu hlut­ verk um sín um til þessa. „Alls ekki. Þótt ég viti reynd ar ekki hvern ig stend ur á þessu. Kannski lít ég út fyr ir að vera mis þroska,“ seg ir hann létt ur í bragði. „Ann ars hef ur mér reynst best að vera bara ein læg ur í hlut verk um mín um.“ Alltaf upp selt Hall grím ur seg ir Borg ar leik hús­ ið skemmti leg an vinnu stað. „Ekki síst núna þeg ar geng ur svona vel. Ég var að reikna það út um dag inn að ég hef sýnt 230 sýn ing ar frá út­ skrift og það hef ur ver ið upp selt á hverja ein ustu. Ekki að það sé mér að þakka, Magn ús Geir á heið ur inn að því. Það hef ur ein hvern veg inn ver ið þannig á Ís landi að fólk fer í leik hús á barns aldri og svo ekk ert fyrr en það er orð ið fer tugt í hóp­ ferð með vinn unni. Það á að vera jafn sjálf sagt að kíkja í leik hús eins og að fara í bíó. Mað ur þarf ekk ert að fara í jakka föt og út að borða fyr­ ir 18 þús und í leið inni. Mér finnst Magn úsi Geir vera að takast að breyta þessu við horfi.“ Loka verk efni Hall gríms í leik­ list ar skól an um fjall aði einmitt um leik list ar kennslu í grunn skól um og hvern ig væri hægt að vekja á huga fólks á leik húsi. „Fólk sem elst ekki upp við leik hús finnst það oft minna skemmti legt. Mér finnst mjög já­ kvætt hvað Flosi [Ein ars son] og þeir hafa ver ið að gera uppi á Akra­ nesi með þessa söng leiki. Það hefði mátt vera í boði af slíku þeg ar ég var ung ur.“ Lækn að ist af sviðs skrekk Leik list ar nám á Ís landi tek ur fjög ur ár. Hall grím ur seg ist feg­ inn því að vera bú inn og far inn að vinna. „Mér fannst skól inn ekk ert sér stak lega skemmti leg ur og lang­ aði alltaf að leika meira. Lista há­ skól inn er orð inn svo mik il sam­ blanda af list grein um. Það hent ar fyr ir marga en ekki mig. Þeg ar ég byrj aði að vinna fann ég að ég hefði vilj að gera meira af því að leika í skól an um. Mér finnst ekk ert gam­ an að búa eitt hvað til sjálf ur, spinna og gera gjörn inga. Það er búið að skrifa billjón góð leik rit. Ég vil bara leika þau.“ Frá út skrift hef ur Hall grím ur leik ið með mörg um lands þekkt um leik ur um. Þeg ar hann er innt ur eft­ ir því hvort sam starf ið við ein hvern á kveð inn standi upp úr er hann fljót ur til svars. „ Siggi Sig ur jóns leik stýrði mér í Ó vit um. Hann er al gjör snill ing ur og einn af mín um upp á halds leik ur um. Það gleym­ ist stund um hvað hann er flink ur leik ari enda hef ur hann lít ið sést á sviði und an far in ár. Svo eru auð vit­ að marg ir aðr ir þótt eng inn þeirra standi endi lega upp úr.“ Hann seg ist ekki hafa grætt á því að vera sviðsvan ur trú bador þeg ar kom að því að stíga fyrstu skref in í leik list inni. „Mér hef ur alltaf fund­ ist erfitt að tala fyr ir fram an fólk þótt það að raula nokk ur lög hafi aldrei ver ið neitt mál. En það kem­ ur bara. Ef þú lækn ast ekki af sviðs­ skrekk eft ir einn vet ur á Ak ur eyri, þar sem sýnd ar eru 7­8 sýn ing ar í viku, þá ger irðu það aldrei.“ Borð ar ekki spelt brauð En mega lands menn eiga von á annarri plötu frá Halla melló? „Nei, Halli melló dó,“ seg ir Hall­ grím ur á kveð inn. „ Þetta var hálf­ gerð ur brand ari í leik list ar skól an­ um. Ég var sá eini í bekkn um sem hafði lít ið álit á þessu lista kjaftæði og át hvorki spelt brauð né drakk jurta te. Þeg ar ég var með ein hvern mót þróa sagði fólk: „ Þarna er Halli melló kom inn.“ Þessi týpíski bol­ ur af Skag an um,“ seg ir Hall grím ur og hlær. „Ég á kvað að á út skrift inni myndi Halli melló syngja sitt síð­ asta lag og deyja í kjöl far ið.“ Hann seg ist ekki sakna tón list ar­ inn ar. „Mig lang ar ekk ert að gera meiri tón list og vil helst gleyma þess ari plötu minni. Hún var bara draum ur ungs Skaga manns og varð allt öðru vísi en ég vildi hafa hana. Þetta var ekki al veg ég.“ Hærri laun í galla buxna söl unni Það er ým is legt framund an hjá Hall grími. Auk Fólks ins í blokk­ inni mun hann fara með hlut verk í jóla sýn­ ingu Borg ar leik húss ins, Millj arða­ mær in snýr aft ur. Eft ir ára mót hefj­ ast sýn ing ar á Öku tím um í höf uð­ borg inni. Hall grím ur seg ir visst ör­ yggi fel ast í fast ráðn ing unni, sem er til tveggja ára. „Mað ur þarf ekki að hafa á hyggj ur af vinnu á með an enda er hún ekki úti um allt í þess­ um bransa. Mig lang aði að negla mig nið ur og leika eins og and skot­ inn í tvö ár. Sjá svo til. Auð vit að er þetta stremb ið á köfl um og vinn an fer að miklu leyti fram á kvöld in og um helg ar. Á móti kem ur að leik­ hús in eru í fríi allt sum ar ið. Keyrsl­ an er mik il núna af því við erum að æfa upp nýj ar sýn ing ar. Eft ir ára­ mót, þeg ar mað ur er bara að sýna, hægist um.“ Þótt vinn an sé mik il eru laun in ekki endi lega í takt við það. „Þau mættu vera betri. Ég er til dæm­ is ekki enn kom in með sömu laun núna eft ir fjög urra ára há skóla nám og fyr ir galla buxna söl una,“ seg­ ir Halli. „Það er hægt að hafa það á gætt sem leik ari en mað ur verð ur þá að vinna þeim mun meira. Þeg ar ég var í loka þrepi inn töku próf anna í leik list ar skól an um fór ég í við tal hjá inn töku nefnd inni. Þar var ég spurð ur hvað í ó sköp un um mað­ ur á mín um aldri, í fín ni vinnu með á gæt is kaup og fjöl skyldu væri að gera í inn töku prófi í leik list ar skóla ­ hvað fengi mig til að mennta mig til fá tækt ar. Ég var fljót ur að svara því til að ég hefði miklu meiri á huga á að vera fá tæk ur leik ari held ur en rík ur galla buxna sali.“ Erfitt að halda and liti Það get ur ým is legt kom ið upp á í leik húsi þar sem allt er í „ beinni út send ingu“. Hall grím ur seg­ ist hafa slopp ið að mestu við stór­ slys en nefn ir þó að oft reyn­ ist hon um erfitt að halda and lit­ inu. „Ég á svo lít ið bágt með hlát­ ur inn og á það til að springa. Gói er snill ing ur í því og reyn ir alltaf að sprengja mig,“ seg ir Hall grím ur og á þar við vin sinn og með leik ara í Fló á skinni, Guð jón Dav íð Karls­ son. „Við lék um líka sam an í Ó vit­ um á samt Krist ínu Þóru Har alds­ dótt ur sem hef ur líka átt erfitt með þetta. Í einu at rið inu dett ur Gói nið ur tröpp ur og stend ur aft ur upp. Krist ín sprakk en þurfti að syngja lag í beinu fram haldi. Við Gói átt­ um að gráta á með an, hlóg um all­ an tím ann en tókst að láta það líta út fyr ir að við vær um að gráta með­ an Krist ín söng skelli hlæj andi. En þetta er leik hús. Leik ar ar geta far ið að hlæja eins og á horf end ur. Mörg­ um finnst það ó fag mann legt. Mér finnst það bara fynd ið. Ég held að á horf end ur kunni að meta ó vænt ar upp á kom ur.“ sók Halli melló er far inn og kem ur ekki aft ur Hall grím ur Ó lafs son samdi fjór ar um sókn ir um skóla vist í leik list ar deild Lista há­ skóla Ís lands en sendi enga þeirra inn. „Ég vann sem galla buxna sali og hélt ég ætti ekki séns,“ seg ir Hall grím ur sem í dag er fast ráð inn hjá Borg ar leik hús inu. Ef þú lækn ast ekki af sviðs skrekk eft ir einn vet ur á Ak ur eyri, þar sem sýnd ar eru 7­8 sýn ing ar í viku, þá ger irðu það aldrei. Hall grím ur í hlut verki sínu sem hinn hol góma Jó hann S. Ring sted í Fló á skinni. Ljós mynd ir/Grím ur Bjarna son.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.