Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2009, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.09.2009, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER Þau sitja í sól stof unni og láta fara vel um sig, þeg ar blaða mann Skessu horns ber að garði. Uppi á vegg inn an um blóma skrúð hang­ ir kop ar skjöld ur sem er við ur kenn­ ing frá Hval fjarð ar sveit; Um hverf­ is verð laun 2009. Hjón in Rut Hall­ gríms dótt ir og Jón Ei ríks son fluttu að Gröf II í Hval fjarð ar sveit frá Akra nesi árið 1978 en hálfa jörð ina Gröf eign uð ust þau á móti for eldr­ um Jóns, þeim Guð veigu Jóns dótt­ ur og Ei ríki Jóns syni, árið 1966. Þau Rut og Jón segja um hverf is­ verð laun in núna hafa kom ið þeim þægi lega á ó vart og þau hafi bú ist við að ein hverj ir aðr ir hlytu þau. Um að drag and ann að því að þau eign uð ust jörð ina seg ir Jón: „Um þetta leiti fékk ég 240 þús und krón­ ur í bæt ur eft ir slys á hönd. Þá kost­ aði ný Ford Cort ina 183 þús und krón ur og mig lang aði mik ið í nýj­ an bíl. Pabbi var að kaupa Gröf af Run ólfi heitn um bónda hér og eft­ ir mikl ar vanga velt ur varð það úr að ég keypti helm ing inn á móti hon­ um og borg aði 175 þús und krón­ ur fyr ir. Ég man að Runki gamli í Gröf vildi að ég legði pen ing anna inn á bók í Spari sjóðn um á Akra­ nesi á hans nafni og kæmi svo með bók ina til hans, sem ég gerði.“ Eyði mörk breytt í gróð ur vin Segja má að þau Jón og Rut hafi breytt eyði mörk í gróð ur vin því sá hluti jarð ar inn ar sem kom í þeirra hlut var að stór um hluta ó gró inn mel ur. Þau byggðu fljót lega hús í jaðri mels ins, sem upp haf lega átti að vera sum ar bú stað ur en er nú fal legt og gott hund rað og fimmt­ án fer metra ein býl is hús, enda hef­ ur ver ið byggt við það nokkrum sinn um. „Það hef ur ver ið ó trú legt hve gróð ur inn hef ur dafn að hér,“ seg ir Rut og seg ir að Jón hafi ver­ ið betri en eng inn við garð rækt­ ina með sér og að und ir búa jarð­ veg inn. „Um leið og skjólið kom af trján um var hægt að rækta hvað sem var þar fyr ir inn an,“ seg ir hún. Þau telja upp plöntu teg und ir til að gefa dæmi um fjöl breytn ina. „Hér eru víði teg und ir, alpa reyn ir, kop ar­ reyn ir, silf ur reyn ir, selja, birki, ösp og svo var lerki tré hérna við dyrn­ ar sem við erum ný bú in að fella.“ Blóm skrúð ið er líka mik ið og garð­ ur inn skreytt ur með stytt um og fleiru. Alls stað ar má sjá ný græð ing­ in koma upp, til dæm is reyni plönt­ ur, sem fugl arn ir sjá um að dreifa. Jón seg ir líka frá því að hann hafi ver ið að taka asp argræðlinga til að planta ann arsstað ar í jörð ina og hafi próf að að hafa þá allt að eins metra langa, sem gef ist vel. Jón hef ur líka ver ið öfl ug ur í skóg rækt ar starfi og hef ur unn ið mik ið við plönt un trjáa í skóg rækt ina við Fanna hlíð í ára­ tugi. Krók ur inn flutt ur að Gröf Þeg ar þeir feðg ar keyptu Gröf var bæj ar hús ið þar orð ið lé legt og Ei rík ur flutti gam alt hús frá Akra­ nesi; Krók, sem stóð sem næst á mót um Vest ur götu og Króka­ túns. Við það hús byggðu Ei rík­ ur og Veiga og bjuggu í því. Það hús hef ur nú ver ið rif ið en auk húss Jóns og Rut ar hafa tvö af börn um þeirra, Halla og Ei rík ur, reist sitt hvort hús ið á jörð inni og búa þar með fjöl skyld um sín um. Hús Höllu stend ur einmitt á grunni Króks ins. Jón sýn ir blaða manni deiliskipu lag af jörð inni þar sem gert er ráð fyr­ ir 6 bygg inga lóð um. „Við vild um hafa þetta klárt svona ef krakk arn ir vildu byggja hérna,“ seg ir hann. Sem fyrr seg ir var bæj ar stæði þeirra og nán asta um hverfi ó gró inn mel ur fyr ir fjór um ára tug um. „Mel­ ur inn var á byggi lega ein ir fjór ir til fimm hekt ar ar. Ég byrj aði á því að hreinsa grjót og það var enda laus vinna. Ég safn aði stóra grjót inu í hrúg ur og flutti það svo með kerru í skurði hérna nið ur und ir bakk an­ um. Þetta hafa á byggi lega ver ið hátt í tíu rúmmetr ar af grjóti. Smærra grjót ið handtíndi ég svo í föt ur. Ég man eft ir einu dæmi en þá var ég á rölti hér upp und ir vegi með ol íu­ fötu í hendi. Þá keyrðu fram hjá mér þær Bjarn fríð ur Le ós dótt ir og Her­ dís Ó lafs dótt ir, verka lýðs leið tog­ ar af Skag an um. Þær Bía og Her­ dís stopp uðu og spurðu hvað ég væri eig in lega að gera. Þær hristu bara haus inn þeg ar þær sáu að ég var að tína grjót upp í föt una. Svo bar ég í þetta moð úr fjár hús un­ um og þannig greri þetta upp. Ég sáði ekk ert í þetta og keypti aldrei á burð, moð ið dugði.“ Á mel un um við Gröf var mik ið kríu varp en með aukn um gróðri hef ur krían flutt sig til. „Hún byrj aði á því að færa sig hérna nið ur í fjör una en hún er nán ast horf in núna,“ seg ir Jón. Tóf an sæk ir í æð ar varp ið Jón starf aði í fjöru tíu ár í Sem­ ents verk smiðj unni á Akra nesi en hætti þeg ar hann varð 67 ára árið 2001 og Rut starf aði um ára bil í Járn blendi verk smiðj unni á Grund­ ar tanga. Þau segja að ekk ert mál hafi ver ið að sækja vinnu frá Gröf enda til tölu lega stutt á báða vinnu­ staði í sitt hvora átt ina. Einn vet­ ur var þó af brigði leg ur hvað þetta varð ar. „Það var vet ur inn 1983 að við lok uð umst hér inni í heila viku vegna snjóa. Það fór allt á bólakaf og Vega gerð in var ekk ert að hafa fyr ir því að ryðja þenn an veg. Við vor um bara hér inni lok uð í viku en þá kom Helgi á Ósi á jarð ýtu og opn aði. Það voru heil mik il snjó­ göng hér uppi á vegi,“ segja þau og bæta við að ekk ert þessu líkt hafi gerst síð an og ger ist von andi aldrei aft ur. Þrátt fyr ir að vera í fullri vinnu voru þau alltaf með sauð fé. „ Þetta voru svona um sex tíu roll ur sem við vor um með en við erum löngu hætt með fé. Ei rík ur son ur okk ar er með nokkr ar kind ur núna. Það var svo lít ið upp úr þessu að hafa fyrst.“ Við sjó inn er nokk uð æð ar varp og hjón in taka dún á hverju vori, ekki mik ið en stund um hafa þau selt æð ar dún. „Núna fer þetta með­ al ann ars í sæng ur fyr ir krakk ana, það er vin sælt,“ seg ir Jón og bæt­ ir við að tóf an geri tals verð an usla í æð ar varp inu. „Hún fór í ein þrjá­ tíu hreið ur hérna í vor. Hún er um allt. Þetta sama er í fjall inu. Það var mik ið veiði bjöllu varp hérna í Graf­ ar gil inu, bæði síla máv ur og svart­ bak ur en það hvarf allt þeg ar tóf­ unni fjölg aði. Það hef ur ver ið reynt að vinna á henni. Það hafa ver ið 12 til 13 greni í fjall inu en það fannst ekk ert í þeim í vor. Þetta eru flökku­ dýr sem eru hérna. Þeir náðu einni tófu hérna í Graf ar daln um í vor og annarri í Kjal ar dal,“ seg ir Jón. Sperr urn ar í hús ið úr Kringl unni Ekki er nóg með að fyrsta hús ið sem reist var að Gröf, eft ir að þeir feðg ar eign uð ust jörð ina, hafi ver ið flutt frá Akra nesi held ur er efni við­ ur inn í húsi Jóns og Rut ar að hluta úr gömlu húsi á Skag an um. „Sperr­ urn ar hérna eru úr Kringl unni á Akra nesi, sem Sem ents verk smiðj an keypti til nið ur rifs á sín um tíma. Ég tók að mér að rífa Kringl una fyr­ ir verk smiðj una og var svo hepp­ inn að það kom þarna langt verk­ fall á sama tíma og ég not aði tím­ ann í nið ur rif ið og flutti efn ið hing­ að,“ seg ir Jón. Sem fyrr seg ir starf aði Jón í fjöru tíu ár í Sem ents verk smiðj unni en með níu sum ar hlé um þó en þá var hann í Hval stöð inni. „Ég verð að við ur kenna að mig dauð lang aði að fara í hval inn núna þeg ar byrj­ að var að veiða aft ur, en lík lega er mað ur orð inn of gam all í það.“ Við starfs lok in í Sem ents verk smiðj unni var Jón leyst ur út með gjafa bréfi upp í ut an lands ferð og það not uðu þau hjón í Kúbu ferð. Þau segja þá ferð hafa ver ið skemmti lega upp­ lif un og nefna til dæm is bíl ana þar. „Þeir voru meira að segja komn ir með Lödu vél ar í þessa gömlu am er­ ísku bíla,“ seg ir Rut og Jón seg ir að gam an hafi ver ið að sjá taxa merk­ in hand mál uð á tré plöt ur á topp um leigu bíl anna. Þau hafa ferð ast víða um suð ræn ar slóð ir á síð ustu árum og á veggn um í eld hús inu er Rut með mik ið safn merktra teskeiða frá ýms um lönd um. Törn í hvaln um áður fyrr Jón var á sjón um áður en hann hóf störf í Sem ents verk smiðj unni. Byrj aði á skaki á Reyni litla frá Akra nesi en 1960 fór hann á Höfr­ ung litla með Við ari Karls syni og fylgdi hon um svo yfir á Har ald til 1964 að hann fór í Sem ents verk­ smiðj una. Jón neit ar því ekki að oft hafi hann leitt hug ann að því að eign ast bát enda stutt á feng sæl fiski mið í Hval firð in um. „Þeir eru oft hér uppi und ir fjöru bát arn ir, ekki síst hérna í Galt ar vík ur dýp inu, sem löng um hef ur gef ið vel. Ég hef hins veg ar alltaf haft svo mik ið að gera í öðru að ég hefði aldrei haft tíma til að róa líka,“ seg ir hann. Jón rifj ar upp að fyrstu laun in á æv inni hafi hann feng ið fyr ir að tína ána­ maðka í garð in um á Hof teigi hjá Ó lafi Björns syni. Þeir voru seld­ ir á 25 aura stykk ið. „Svo vor um við strák arn ir alltaf að vinna við út­ skip un á freð fiski og upp skip un á kol um og salti. Ég vann hjá Ingi­ mundi í nið ur suð unni og svo fór ég á fyrstu hval ver tíð ina inn í Hval­ stöð, fimmt án ára gam all árið 1949. Þá fengu 15 ára gaml ir sjö krón ur og fimmt án aura á tím ann. Ég man að fyrsta vik an gerði 1.300 krón ur. Það var mik il törn í þessu þá.“ Trén breyta veðr átt unni Fyr ir þá sem muna er í raun ó trú­ legt að sjá breyt ing una sem orð ið hef ur á gróðri á Graf ar jöð inni síð­ ustu fjóra ára tug ina. Ber ir mel ar orðn ir að græn um tún um og sann­ köll uð um skrúð garði heim við hús. Þau Rut og Jón segja mest um vert hve trjá rækt in breyti veð ur far inu. Trén brjóti nið ur vind inn og oft komi þeim hvass viðri á ó vart þeg­ ar þau bregði sér úr skjól inu, stutta leið frá bæj ar hús inu, jafn vel bara í næsta hús. Þá sé vit að mál að vind ur hlýni við að fara í gegn um trjá gróð­ ur. Já, þau áttu svo sann ar lega skil ið að fá um hverf is verð laun in þau Rut Hall gríms dótt ir og Jón Ei ríks son í Gröf. hb Lok uð ust inni í viku einn vet ur inn vegna snjóa Rut Hall gríms dótt ir og Jón Ei ríks son í Gröf í Hval fjarð ar sveit sótt heim Jón og Rut fram an við hús ið sitt að Gröf tvö. Jón virð ir fyr ir sér dún tekj una. Séð heim að Gröf frá þjóð veg in um und ir Akra fjalli. Grjót ið sem Jón hreins aði upp af Graf ar jörð inni fyll ir nú tvo skurði á sjáv ar bakk an um.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.