Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2009, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.09.2009, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER „Við erum búin að taka púls inn á þessu, bæði hjá Mark aðs stof unni og eins öðr um sam tök um í ferða þjón­ ustu á Vest ur landi. Ég held að það sé sam dóma álit allra að þetta sum ar sé al gjört spreng i sum ar í ferða þjón­ ust unni,“ seg ir Gísli Ó lafs son hót­ el stjóri í Grund ar f iði og for mað­ ur stjórn ar Mark aðs stofu Vest ur­ lands. „Kom um ferða manna hef ur fjölg að allt upp í hund rað pró sent milli ára. Gist ing in sem var fyr ir gat kannski ekki miklu bætt við sig, hún var full bók uð fyr ir, en gisti­ rými á svæð inu hef ur auk ist mik­ ið. Það hafa sprott ið upp far fugla­ heim ili og þau hafa ekki haft und­ an, eins og til dæm is hér í Grund­ ar firði, þrátt fyr ir að hafa tvö fald­ að gisti rým ið. Ég get nefnt nýja heimagist ingu á þrem ur stöð um í Stykk is hólmi sem hef ur ver ið mjög vel nýtt. Hót el in hafa líka ver ið með betri nýt ingu sem nær lengra fram í á gúst en áður var. Áður fyrr var ekk ert óal gengt að um ferð in á hót el in dytti nið ur strax eft ir versl­ un ar manna helgi en núna hef ur ver­ ið fullt út á gúst og í byrj un sept em­ ber er þetta 60­70% nýt ing á flest­ um stöð um og jafn vel meira.“ Sól ríkt sum ar jók ferða manna um ferð Gísli seg ir að að sókn Ís lend inga á tjald svæði, upp lýs inga mið stöðv ar, söfn og sund laug ar hafi auk ist en út lend ir ferða menn beri uppi aukna gist ingu á Vest ur landi. „Sum ar­ ið hér á Vest ur landi var sól ríkt og það var gott veð ur sem gerði það að verk um að fólk sem var að taka á kvarð an ir um ferð ir með stutt um fyr ir vara kom hing að,“ seg ir Gísli. Þekkt er að Ís lend ing ar hafa flest ir hag að sín um ferð um eft ir veðri og vind um og því haft stutt an fyr ir vara á ferða á ætl un. Þessu hef­ ur hing að til ver ið þver öf ugt far ið með út lenda ferða menn sem hafa lang an und ir bún ing að sínu ferða­ lagi. Gísli seg ir þetta vera að breyt­ ast hjá út lend ing um. „Það hef ur auk ist mik ið að út lend ir ferða menn komi til lands ins með stutt um fyr­ ir vara, jafn vel án þess að bóka gist­ ingu fyr ir fram. Þetta þekkt ist ekki áður. Það hef ur jafn vel kom ið fyr­ ir að út lend ing ar eru að banka upp á klukk an ell efu að kvöldi og væru ekki komn ir í gist ingu. Hjá þessu fólki ræð ur veðr ið því oft ast hvert það fer á land inu. Fólk í ferða þjón­ ust unni er á nægt með þessa aukn­ ingu og aukn ar tekj ur henni sam­ fara, sér stak lega þeir sem eru að fá tekj ur í er lend um gjald eyri því velt­ an hjá þeim hef ur auk ist gíf ur lega. Síð an eiga menn eft ir að sjá af kom­ una þeg ar upp er stað ið. Lán margra þess ara fyr ir tækja hafa nátt úru lega hækk að mik ið og ým iss rekstr ar­ kostn að ur. Öll að föng hafa hækk að um 50%, eins og mat væli og fleira. Þótt launa lið ur inn hafi nán ast stað­ ið í stað þá er hækk un á öllu öðru stað reynd, þannig að menn eiga eft ir að sjá hvern ig árs reikn ing ur­ inn kem ur út,“ seg ir Gísli. Vant ar fjöl skyldu af þr ey- ingu Vest ur land er sí vax andi ferða­ manna stað ur en Gísli seg ir að það vanti af þr ey ingu fyr ir ferða fólk á Vest ur landi og þá helst fjöl skyldu­ fólk. „Fram boð á veit ing um og gist ingu er þokka lega gott en auð­ vit að má bæta í og breyta en ég held að það sé erfitt að ætl ast til þess að nokk ur fari út í mikl ar fjár fest ing­ ar á þess um tíma. Við erum að gera út á sög una og erum með mik ið af söfn um og öðru sem teng ist henni. Okk ur vant ar eitt hvað svona „akt­ í vt.“ Hér á Snæ fells nesi eru nátt­ úru lega Sæ ferð ir til stað ar og eins ferð irn ar á Snæ fells jök ul en okk­ ur vant ar eitt hvað meira af svona og þá sér stak lega sem snýr að fjöl­ skyld um. Við búum vel að golf völl­ um, þeir eru um allt, en það dug­ ar ekki allri fjöl skyld unni. Ég held að fjöl skyldu af þr ey ingu sé hægt að byggja upp á nokk uð ó dýr an hátt. Að vísu er Ingi Hans með eina slíka á teikni borð inu, fjöl skyldu garð hér í Grund ar firði, sem því mið ur hef­ ur ekki tek ist að fram kvæma, en það eru einmitt svona hlut ir sem okk ur vant ar. Þá gæt um við feng­ ið fleiri Ís lend inga inn á svæð ið. Mark aðs stof an og ferða þjón ustu­ fólk hér á Vest ur landi hef ur ver­ ið með á hersl una á ein stak lings­ ferð ir. Ann að hvort flug og bíl eða þá hægferðalag.Við höf um bent á að á Vest ur landi er allt til stað ar sem ferða mað ur inn get ur sótt ann­ að. Við höf um jökla, ár, eyj ar, sjó, fjöll, sög una og margt fleira. Þetta á fólk að geta nálg ast allt með miklu minni akstri en ver ið hef ur.“ Fullt hót el í allt sum ar Gísli á og rek ur Hót el Fram­ nes í Grund ar firði á samt eig in konu sinni Shelagh Smith. Hann seg­ ir ferða sum ar ið hafi ver ið gott hjá þeim. „Hót el ið var meira og minna fullt í sum ar, það er ekki flókn­ ara en það. Ég var svo lít ið smeyk­ ur í maí því þetta fór svo hægt af stað en það rétti fljótt úr kútn um. Júní, júlí og á gúst voru svo stærstu mán uð ir sem ég hef séð. Júlí get­ ur ekki stækk að meira því það var fullt í gist ingu og nán ast fullt í veit­ ing un um líka.“ Á Hót el Fram nesi eru 29 tveggja manna her bergi og í sum ar var 70% fyr ir fram bók að í gist ingu þar. En hvern ig geng ur að reka hót el á fá menn um stað eins og Grund ar firði allt árið? Það stend­ ur ekki á svar inu hjá Gísla. „Það er bara rugl. Pen inga lega séð ætti mað ur að opna fyrsta maí og skella í lás fyrsta októ ber. Ann ars er þetta rek ið með lág marks mann skap yfir vet ur inn og við lok um eld hús inu nema fyr ir hópa og fyr ir frampant­ að. Ann ars er tím inn að lengj ast. Nú er til dæm is þétt bók að í gist ingu út sept em ber og reyt ing ur fram í miðj­ an nóv em ber en eft ir það er ekk­ ert bók að fyrr en í febr ú ar, þá fer þetta að snú ast aft ur. Burða rás inn í þessu yfir vet ur inn eru menn sem eru að þjón usta fyr ir tæki hér; sölu­ menn, við gerð ar menn og fleiri. Svo er svo lít ið um hópa vegna funda. Við erum ekki með ráð stefnu sal en við höf um ver ið að leigja sam komu­ hús ið til ráð stefnu­ og funda halda og það hef ur geng ið á gæt lega. Ann­ ars lang ar okk ur svo lít ið til að kom­ ast inn í árs há tíða hald hjá minni fyr­ ir tækj um. Svona tutt ugu manna fyr­ ir tæki myndu vera góð stærð fyr ir okk ur.“ Átján manns voru á launa skrá hjá Hót el Fram nesi í sum ar í sext án stöðu gild um. Gísli seg ir þetta nán­ ast sama starfs fólk ið og ver ið hafi frá því hann eign að ist hót el ið fyr­ ir þrem ur árum. Það sé kom ið með góða reynslu. „Það er ekki vanda mál að manna störf in á sumr in en mín vegna mætti stytta skóla ár ið. Við miss um fólk of snemma á haustin. Flest okk ar starfs fólk er í fram halds­ skól um eða há skól um og það er far­ ið frá okk ur upp úr tuttug asta á gúst. Þetta er al mennt vanda mál í ferða­ þjón ustu, ekki bara hjá okk ur. Til dæm is erum við sjö eft ir í fullu starfi hér núna í byrj un sept em ber og svo koma tvær stúlk ur inn í vinnu þeg­ ar þær geta en þær voru hér í vinnu í sum ar og eru í fjöl brauta skól an­ um hérna núna. Við erum að reka fulla starf semi hót els á þess um litla mann skap þannig að fólk geng ur í öll störf hér inn an dyra.“ Furðu legt að taka Bald ur úr á ætl un Það kom á ó vart nú fyr ir stuttu að Hag stof an sendi frá sér töl­ ur um fækk un gistin átta á svæði sem nær yfir Suð ur nes, Vest ur­ land og Vest firði. Gísli seg ir þetta í hróp legri mót sögn við allt sem hann heyri. „Við ætl um að greina þetta nán ar hjá Mark aðs stof unni því öll um í ferða þjón ustu ber sam­ an um mikla fjölg un, bæði á Vest­ ur landi og Vest fjörð um. Þetta hlýt­ ur að tengj ast eitt hvað Suð ur nesj­ um og helst hót el um þar sem voru mik ið að byggja á gist ingu Ís lend­ inga á leið til út landa. Þeim hef­ ur auð vit að fækk að mik ið því land­ inn er ekk ert að fara til út landa. Þessa töl ur slógu okk ur mik ið og við sökkv um okk ur nið ur í þetta á næstu dög um.“ Hann nefn ir dæmi um töl urn ar frá flóa bátn um Baldri því til stuðn ings að ferða mönn um um Vest ur land og Vest firði fjölg aði mik ið í sum ar. „Fyrst ég nefni Bald­ ur þá get ég sagt þér að ég missti frá mér 15 manna ferða hóp sem ætl aði að gista hérna vegna þess að nú er Bald ur að fara í sigl ing ar milli Vest­ manna eyja og lands. Þessi hóp ur er að koma frá Vest fjörð um, ætl aði að taka Bald ur yfir Breiða fjörð en fyrst hann verð ur ekki í ferð­ um ætl ar hóp ur inn að keyra beint suð ur. Það er skringi legt að þessi leið yfir Breiða fjörð inn skuli ekki vera tal in svo mik il væg að hún geti vel lagst af. Ég skil þetta ekki en svona á kvarð an ir, fyr ir vara lít­ ið, koma illa nið ur á ferða þjón­ ust unni. Það eru eng in rök fyr ir þessu.“ Gísli seg ir að fólk geri sér kannski ekki al mennt grein fyr ir því hve víða ferða menn skili tekj­ um og hvaða á hrif ferða þjón usta hafi á al menna þjón ustu. Ferða­ þjón ust an hafi á hrif á bú setu, hún haldi niðri vöru verði og þessi mikla aukn ing ferða manna geri mögu legt að halda úti þjón ustu víða í smærri byggð ar lög um, sem ann ars væri ekki til stað ar. „Versl­ un in er lík lega stærst í ferða þjón­ ust unni. Mað ur fer varla hér út í búð á sumr in án þess að þurfa að troða sér inn, þar er alltaf fullt út úr dyr um. Ég er til dæm is ekki viss um að Bón us væri í Stykk is­ hólmi ef ekki væru ferða menn irn­ ir. Við sem búum á þess um stöð­ um njót um góðs af þess ari veltu sem skap ast, seg ir Gísli Ó lafs son að lok um. hb All ir í bú arn ir njóta góðs af auk inni veltu í ferða þjón ustu -seg ir Gísli Ó lafs son, hót el stjóri í Grund ar firði og stjórn ar for mað ur Mark aðs stofu Vest ur lands Hót el Fram nes í Grund ar firði. Gísli Ó lafs son stjórn ar for mað ur Mark aðs stofu Vest ur lands og hót el stjóri í Grund ar firði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.