Skessuhorn - 09.02.2011, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR
Laust er til umsóknar embætti skólameistara við Menntaskóla
Borgarfjarðar í Borgarnesi. Í skólanum eru í boði fjórar námsleiðir almenn
braut (framhaldsskólabraut), tvær bóknámsbrautir og starfsbraut.
Starfssvið
Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum
rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög,
reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber
ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt og hefur frumkvæði að
gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
Skólameistari skal uppfylla skilyrði laga um hæfi, nr. 87/2008. Leitað er eftir
einstaklingi með stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af
stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Ný lög um framhaldsskóla
nr. 92/2008 fela framhaldsskólum aukna ábyrgð á skilgreiningu námsbrauta,
þróun námsframboðs á mörkum skólastiga og fræðsluskyldu til 18 ára aldurs.
Skólameistari gegnir því mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs.
Ráðning og kjör
Stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar ræður skólameistara. Skólameistari þarf
að geta hafið störf í síðasta lagi 1. ágúst 2011 en æskilegt er að viðkomandi
geti komið að undirbúningi skólastarfs fyrir skólaárið 2011 - 2012. Laun
skólameistara eru samningsatriði. Skólameistari skal búa í Borgarbyggð.
Umsóknir
Umsóknir með upplýsingum um starfsheiti ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf skulu hafa borist Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut
54, 310 Borgarnes, fyrir kl. 16:00, mánudaginn 7. mars 2011. Nánari
upplýsingar um starfið fást á skrifstofu Menntaskóla Borgarfjarðar
í síma 4337700.
Skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar
Þjónustuskilti í
Hvalfjarðarsveit
Í undirbúningi er nú gerð þjónustuskilta við
allar innkeyrsluleiðir í sveitarfélagið.
Kort verður af svæðinu og þar merktar helstu akstursleiðir,
auk merkra staða vegna sögu eða náttúrufars.
Öllum þeim sem stunda þjónustu eða aðra starfsemi sem
þeir vilja vekja athygli ferðafólks á er boðin staðarmerking
á kortinu, auk skráningar á starfseminni í nokkrum orðum.
Skráningin kostar aðeins 10.000 krónur.
Þátttöku má tilkynna á johanna@hlesey.is.
Allar upplýsingar um athyglisverða staði sem merkja beri
inn á kortið eru mjög vel þegnar og má einnig koma þeim til
skila á sama netfang.
Menningarmálanefnd Hvalfjarðarsveitar.
Lokið er vinnu við álagningu fasteignagjalda í
Borgarbyggð 2011 og verða álagningarseðlar sendir
gjaldendum á næstu dögum.
Gjalddagar eru átta, þ.e. 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl,
15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september en
eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Ef heildarfjárhæð er
undir 15.000 krónum er einn gjalddagi og er hann 15. maí.
Vakin er athygli á að ekki verða sendir greiðsluseðlar til
annarra en þeirra sem eru 67 ára og eldri. Aðrir fá ekki
greiðsluseðla en geta greitt þá í heimabanka sínum.
Þeir sem eru yngri en 67 ára og vilja fá senda greiðsluseðla
er bent á að hafa samband við afgreiðslu Borgarbyggðar
í síma 433-7100.
Skrifstofustjóri
Til fasteignaeigenda
í Borgarbyggð
Einbýlishús óskast
Óska eftir einbýlishúsi á leigu í Borgarnesi eða nágrenni.
Má þó ekki vera í meira en 15 - 20 km fjarðlægð frá kaupstaðnum.
Til greina kemur góður heilsársbústaður.
Mikilvægt er að möguleiki sé á hagstæðri háhraðanettengingu.
Undirrituð er reyklaus og reglusöm.
Upplýsingar hjá Rósu Björk á netfangið rosabjorkh@gmail.com
eða í síma 821-4250.
Af urða há kúa bú á Snæ fells nesi
Skýrsl ur naut gripa rækt ar inn ar
hafa nú ver ið gerð ar upp fyr ir árið
2010. Naut gripa rækt ar ráðu naut ar
BÍ birtu nokkr ar helstu nið ur stöð
ur skýrslu halds ins í síð asta Bænda
blaði. Í fyrra voru 607 bú skráð í
skýrslu hald ið og hafði fækk að lít
il lega. Með al bú ið held ur á fram að
stækka og eru í ár 38,6 ár skýr en
voru 37,1 árið 2009. Með al af urð
ir yfir land ið standa nán ast í stað
frá síð asta ári og eru nú 5.342 kg/
árskú árið 2010. Líkt og áður er
Skaga fjörð ur af urða hæsta upp
gjörs svæð ið með 5.817 kg/ árskú og
fast á hæla þeirra fylgja svo Aust ur
Skafta fells sýsla og Snæ fells nes. Af
urð ir ein stakra búa eru mjög breyti
leg ar. Búum með mikl um af urð um
fjölg ar, nú voru 14 bú með 7.000
kg eft ir árskú eða meira í með al
af urð ir. Ráðu naut ar hafa hins veg
ar á hyggju efni af hversu lág ar með
al af urð ir eru á ein staka búum og
dreg ur síst sam an með lægstu og
hæstu bú un um sem færa skýrslu
hald.
Tvö af þrem ur af urða hæstu
búum lands ins koma af Snæ fells
nesi. Í fyrsta sæti var Hóll í Sæ
mund ar hlíð í Skaga firði en þar
mjólka 34,4 ár skýr að með al tali
7.818 kg. Í öðru sæti er svo búið í
Tröð í Kol beins staða hreppi með
7.802 kg/ árskú og í þriðja sæti búið
á Hraun hálsi í Helga fells sveit með
7.764 kg/ árskú.
Af urða hæsti grip ur inn á skýrslu
árið 2010 var kýr in Örk 166 á Egg í
Hegra nesi og mjólk aði hún 12.418
kg. Þetta er þriðja árið í röð sem
þessi kýr er hæst yfir land ið, en Örk
er nú á þrett ánda ald ursári. Önn
ur af urða hæsta kýr in er Randa 14
á Hvann eyri en hún skil aði 12.115
kg og eru þess ar kýr þær einu sem
mjólka yfir 12.000 kg þetta árið.
Alls mjólk uðu 59 kýr á land inu yfir
10.000 kg árið 2010.
mm