Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2011, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.02.2011, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR Höf um not ið þess að hér var vel byggt upp Spjall að við Pét ur Dið riks son á stór bú inu Helga vatni í Þver ár hlíð Á síð ustu árum hef ur sú þró­ un átt sér stað til sveita að stór um búum hef ur fjölg að á sama tíma og bú jörð um fækk ar. Stór bú hafa þó ver ið til á Ís landi lengi. Eitt þeirra er að Helga vatni í Þver ár hlíð. Fyr­ ir margt löngu var það haft á orði í Borg ar firði að ef starfs mönn um Kaup fé lags Borg ar fjarð ar varð það á að huga ekki að pönt un vara hluta, svo sem hylkja í mjalta vél ar, þá hafi dug að fyr ir þá að hringja að Helga­ vatni og fá slíkt lán að hjá Dið rik bónda Vil hjálms syni. Í dag er búið enn stórt á Helga vatni. Þar hafa síð ustu ára tug ina búið syn ir Dið­ riks og Guð finnu Jóns dótt ur, þeir Pét ur og Vil hjálm ur á samt kon­ um sín um Kar it as Hreins dótt ur og Á gústu Gunn ars dótt ur. Blaða mað­ ur Skessu horns kíkti í heim sókn að Helga vatni á dög un um. Þeg ar hann renndi þar í hlað var einmitt Bald­ ur Jóns son mjólk ur bíl stjóri á ferð­ inni að taka skammt inn þann dag­ inn, en alls fara frá Helga vatns bú­ inu um 500 þús und lítr ar af mjólk á ári, enda rúm lega 80 kýr í fjósi. Upp bygg ing in hófst hjá af an um Pét ur seg ir að upp bygg ing in að Helga vatni eigi sér langa sögu. „Það má segja að þetta hafi byrj­ að þeg ar afi okk ar Jón Kjart ans­ son keypti jörð ina rétt eft ir stríð, eða 1947. Árið 1951 kom svo fað­ ir okk ar, sem er þýsk ur að upp­ runa, hing að sem vinnu mað ur. Ári seinna var hann orð inn tengda son­ ur Jóns Kjart ans son ar og þar með hófst þeirra sam starf sem leiddi til mik ill ar upp bygg ing ar hér á jörð­ inni. Þeir réð ust í bygg ingu 72 kúa fjóss sem tek ið var í notk un 1963,“ seg ir Pét ur, en vænt an lega hef­ ur sú fjós bygg ing á þeim tíma ver­ ið ein sú stærsta á bænda býli í land­ inu, ef ekki sú stærsta. En þrátt fyr ir þessa miklu bygg ingu fjölg aði kúm á Helgu vatni það mik ið að til finn­ an lega vant aði að stöðu fyr ir upp­ eldi á kvíg um. Aft ur var því byggt fjós sem tek ið var í notk un 1977. Í því var einnig auk „upp eld is að­ stöð unn ar“ mjalta bás og mjólk ur­ hús. Og enn er ver ið að byggja við fjós ið að Helga vatni. Fram kvæmd ir við þá stækk un hófust síð asta haust, búið er að reisa vegg ina og koma fyr ir gólf inu yfir haug hús ið. Beð ið er fær is að koma þaki á nýja fjós­ ið, en það eru starfs menn Loftorku í Borg ar nesi sem reisa hús ið sem byggt er úr ein ing um. Nýja fjós ið er rúm lega 500 fer metra bygg ing, ætl uð 60­80 grip um í lausa göngu, fyr ir kvíg ur í upp eldi og geld kýr, en með auð veld um breyt ing um er hægt að gera hana að fjósi fyr ir 65 kýr. Pét ur seg ir að á stæð ur þess að svona mik ið rými þurfi fyr ir upp­ eld is gripi ekki þær að þeir séu ald ir upp til kjöt fram leiðslu, held ur þurfi mikla end ur nýj um í bú stofn inn. „Kröf urn ar bæði varð andi magn og gæði í mjólk ur fram leiðsl unni eru slík að það þarf að end ur nýja um þriðj ung kúa stofns ins á hverju ári. Stærst ur hluti þess ar ar end ur­ nýj un ar þarf ar er vegna júg ur galla og júg ur heil brigð is. Sum ar kýr stand ast ekki kröf ur um nyt og síð­ an verða líka á kveð in af föll í fjölda kvígna sem aldrei koma til nytja sem mjólk ur kýr. Þannig að stöðugt þarf að hafa á kveð inn fjölda í upp­ eldi, ef slak að er á því eitt árið kem­ ur það í bak ið það næsta.“ Beint úr skól an um í bú rekst ur inn Eins og á mörg um fé lags bú um er nokk ur verka skipt ing á Helga vatni að sögn Pét urs. Hann var við nám á Hvann eyri í fimm vet ur og lauk það an kandídats námi vor ið 1975 og kom þá strax við bú rekstr in­ um með föð ur sín um Dið rik. Kar­ it as kona Pét urs er reynd ar einnig mennt uð frá Hvann eyri, út skrif að­ ist sem bú fræð ing ur það an 1983 og kom inn í bú störf in á Helga vatni árið eft ir. Vil hjálm ur, hinn bróð ir­ inn og bónd inn á bæn um, er lærð­ ur bif véla virki, en hann og Á gústa Gunn ars dótt ir kona hans komu inn í bú rekst ur inn á Helga vatni 1991, tóku við þeg ar Dið rik og Guð finna hættu bú skap. „Það má segja að ég hafa ver­ ið meira með rekstr ar hlið ina á bú­ inu en Vil hjálm ur séð um vél arn­ ar. Al mennu bú störf in vinn um við svo öll í sam ein ingu. Bú skap ur inn hef ur geng ið vel. Nyt in úr kún um hef ur ver ið góð og heil brigði gott. Nýt ing in er góð á landi, tækj um og hús um. Við höf um not ið þess að hér var byggt vel upp á sín um tíma og skulda byrð in því ekki að sliga þetta bú. Við höf um get að ráð ist í fjár fest ing ar án þess að þurfa að slá stór lán vegna þeirra, það mun­ ar öllu nú á tím um.“ Mik ið fóð ur þarf fyr ir þann gripa fjölda sem er á Helga vatni en Pét ur seg ir að jörð in beri það mjög vel. „Hér eru um 120 hekt­ ar ar rækt að land og við nýt um það allt, bæði til beit ar og fóð ur öfl un­ ar. Það eru 80­90 hekt ar ar í skipu­ lagðri end ur rækt un en öll tún in eru sleg in og hirt af þeim hey in. Hér eru land gæði góð og end ur rækt un mjög auð veld. Það er varla að mað­ ur rek ist á grjót þótt marg ir hekt ar­ ar séu und ir í rækt un inni.“ Að spurð ur seg ir Pét ur að þeim Helga vatns bænd um hafi ekki þótt fýsi legt að fara út í korn rækt. Langt sé í næsta korn rækt ar svæði og þar með sam vinnu í rækt un inni, með til liti til lækk un ar mik ils stofn kostn­ að ar. Þá séu veð ur skil yrði á þess um slóð um lík lega á mörk un um að vera nægj an lega góð til korn rækt ar. Góð fram legð úr mjólk inni Pét ur seg ir að staða bænda í dag sé mjög mis mun andi. Þar hafi skulda byrð in lang mest að segja. Sér stak lega standi þeir illa sem fjár­ fest hafa mik ið á seinni árum og lentu svo í því að þessi lán allt að því tvö föld uð ust í hrun inu. Það séu þeir sem bún ir voru að byggja upp búin áður en þensl an mikla byrj­ aði, svo kall að ur góð ær is tími, sem standi núna upp úr. „Ég fer ekk ert í laun kofa með að fram legð in í mjólk ur fram leiðslu er góð bor ið sam an við marg ar aðr ar fram leiðslu grein ar. Þó er breyti­ leiki tölu verð ur, og þar kem ur margt til svo sem að staða til bú­ rekstr ar til dæm is rækt un ar skil yrði, veð ur far og svo er það bú stjórn­ un in. Hún veg ur mjög þungt sér­ stak lega þeg ar harðn ar á daln um svo sem þeg ar erfitt er að hækka verð á af urð um, en verð á að föng­ um ger ir ekki ann að en að hækka.“ Pét ur seg ir að ef hins veg ar skulda­ byrði sé mik il, þá skipti í raun ekki miklu máli hver fram legð in er, hún dugi í mörg um til fell um eng an veg­ inn fyr ir að greiða af lán um. Hann seg ir að stjórn end um lána stofn ana hafi orð ið á mik il mis tök í bólunni svoköll uðu, ekk ert síð ur í lán veit­ ing um til bænda frek ar en ann arra í þjóð fé lag inu. Far ið alltof geyst í stækk un búa Pét ur seg ir mörg dæmi um að lán að hafi ver ið út á gjör sam lega von laus ar fjár fest ing ar. „Ég sé þess dæmi hérna í kring um mig að lán að var til stór bygg inga þar sem eng ar for send ur voru til bú skap ar og úti­ lok að að þess ar fjár fest ing ar gætu nokkurn tím ann stað ið und ir sér. Þetta var svo glóru laust að það er eins og menn hafi gjör sam lega horft fram hjá öllu sem heit ir rekstr ar for­ send ur og greiðslu mat.“ Pét ur seg ir að þess ar vit lausu fjár fest ing ar í land bún aði muni fylgja okk ur inn í fram tíð ina og séu hluti af því sem skerði mjög sam­ keppn is stöðu ís lensks land bún að ar ef til inn göngu í ESB kem ur. „Við sjá um þetta á gæt lega í því að á síð­ ustu árum hef ur ver ið fjár fest í 110 ró bót um á búum hér á landi. Nýt­ ing in á þess um ró bót um er mjög lé leg og fram leiðsl an á bak við þá er mjög lít il mið að við t.d. Mið­Evr­ ópu lönd in. Þessi tæki eru hönn uð til þess að geta ann að um 65 kúm. Við ís lensk ar að stæð ur fara í gegn­ um ró bót inn við góð ar að stæð ur um 400 þús und lítr ar mjólk ur en víða er lend is 600 til 700 þús und lítr ar eða meira. Flest stóru búin hér á landi sem byggð hafa ver ið á síð ustu árum, hafa ekki náð að bæta við þeim mjólk ur kvóta sem þurft hef ur til að nýta fjár fest ing una. Þessi við bót ar kvóti hef ur ekki ver ið á lausu og þar að auki kost að mik ið. Það er því búið að fara alltof geyst í stækk un búa og fjár fest ing ar í land­ bún aði á und an förn um árum.“ Bænd ur á Helga vatni: Á gústa Gunn ars dótt ir, Vil hjálm ur Dið riks son, Pét ur Dið riks son og Kar it as Hreins dótt ir. Bald ur Jóns son mjólk ur bíl stjóri var að taka dag skammt inn frá Helga vatni, en það an fara ár lega um 500 þús und lítr ar af mjólk. Hér er Pét ur bóndi með Baldri. Enn er ver ið að byggja nýtt fjós að Helga vatni. Þetta er það þriðja sem þar er byggt frá því upp úr 1960.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.