Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2011, Page 12

Skessuhorn - 24.08.2011, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST Sum ir eiga sér þann draum að sigla um heims ins höf og skoða sig um í hin um stóra heimi. Björn Jó­ hann Guð munds son, Bjössi Kolla, er einn þeirra en hann fær hins­ veg ar laun fyr ir að ferð ast. Hann starfar sem yf ir vél stjóri á lúx us skipi sem er í eigu auð kýf inga frá Bret­ landi og Banda ríkj un um en skip­ ið er eitt vin sælasta leigu skip sinn­ ar teg und ar. Björn, sem er fædd ur og upp al inn í Stykk is hólmi, er því stærst an hluta árs ins á flakki um heim inn. Þeg ar hann er í fríi kem­ ur hann heim í Hólm inn þar sem hann hef ur gert upp hús ið sitt við Skóla stíg 7 á síð ustu árum. Blaða­ mað ur Skessu horns leit ný ver ið í heim sókn til Björns, frædd ist m.a. um störf hans og sjó ræn ingja frá Sómal íu. Eitt tonn af olíu á sól ar hring „Skip ið sem ég vinn á núna er í eigu þriggja systk ina sem búa í Bret­ landi og Banda ríkj un um. Ég má hins veg ar ekki greina frá því hvaða fólk þetta er en þau eru vell auð ug og lifa á pen ing um sem þau erfðu frá afa sín um. Pabbi þeirra keypti þetta skip sem þau eiga og gerði það upp árið 1993, en skip ið var smíð að árið 1923. Ég veit hins veg­ ar ekki hversu mik ið er eft ir af því upp runa lega,“ seg ir Björn og seg­ ir að fyr ir eig end un um hafi skip ið nokk uð til finn inga legt gildi, svip að og oft gild ir um sum ar hús sem fjöl­ skyld ur eigi sam eig in lega. Því hafi þau kos ið að halda skip inu við frek­ ar en að kaupa nýtt. „Kostn að ur inn á hverju ári við skip ið er gríð ar leg ur, það fer í slipp tvisvar sinn um á ári og stærsta verk­ efni á hafn ar inn ar er að halda skip­ inu við. Dags leiga á skip inu er um 8 millj ón ir ís lenskra króna og fyr­ ir þann pen ing þarf auð vit að allt að vera í lagi, alltaf. Mað ur get­ ur rétt í mynd að sér hversu ó á nægt fólk verð ur ef hlut irn ir virka ekki og búið að greiða svona háa fjár hæð fyr ir. Inni í þessu verði er hins veg ar ekki mat ur, drykk ur, olía og fleira. Það er bara bát ur inn og á höfn in. Til marks um hvað ol í an kost ar þá not um við eitt tonn af olíu á ljósa­ vél ina á hverj um sól ar hring,“ seg­ ir Björn. Skip sem er leik fanga geymsla Í góð ær inu voru fjöl mörg skip smíð uð og eðli lega hef ur dreg ist sam an í fram leiðslu þeirra eins og ann arra. Björn setti inn fer il skrána sína á vef ráðn ing ar skrif stofu sjó­ manna er lend is og fékk viku síð ar til boð um að koma að vinna á lúx­ us skipi ind versks auð kýf ings sem hafði grætt pen inga á stálfram­ leiðslu. Hann átti nýj an bát sem var sjó sett ur árið 2007. „Þá vann ég á minna skipi sem elti lúx us skip­ ið og við vor um með öll leik föng­ in. Um borð var kaf bát ur, bíll sem gat siglt og síð an keyrt á land, hrað­ bát ur sem gekk á 100 hnúta hraða og fleira í þess um dúr. Hann not­ aði skip ið hins veg ar mjög lít ið og kom til dæm is aldrei um borð þeg ar við fór um í heims reisu. Þannig að við í á höfn inni fór um þarna í létta heims reisu,“ seg ir Björn. Björn vann áður sem vél stjóri á Gull hólm an um og síð ar hjá Sæ ferð­ um í Stykk is hólmi. Nú þeg ar hann er orð inn yf ir vél stjóri get ur hann ráð ið til sín menn. „Nú er einn að byrja hjá okk ur frá Sæ ferð um og alls hef ég ráð ið fjóra menn til mín sem voru þar áður. Það er auð vit­ að miklu betra að ráða inn fólk sem mað ur þekk ir frek ar en að treysta á að ráðn ing ar skrif stof an finni ein­ hvern góð an, sem kannski lít ur bara vel út á papp ír. Í á höfn inni núna eru flest ir frá Nýja­Sjá landi, Ástr­ al íu og Suð ur­Afr íku. Skip stjór inn er bresk ur sem og stýri mað ur inn, og svo erum við Ís lend ing arn ir tveir núna.“ Allt öðru vísi sjó manns líf en þekk ist hér Björn er yf ir leitt um þrjá mán uði úti á sjó í einu, en seg ir þó að eðli lega sé þetta allt öðru vísi sjó mennska en sú sem Ís lend ing ar þekkja mest. Þó að hann sé svo lengi úti þá sé hann ekki all an tím ann við vinnu held­ ur fái oft helg ar frí þeg ar skip ið er í höfn. „ Fjóra mán uði á ári er skip­ ið í við haldi í Barcelona og þá erum við að vinna bara frá átta til fimm. Ef við erum svo að skila af okk ur gest um og það er svo lít ill tími þar til við eig um að sækja næstu gesti þá för um við í höfn, t.d. í Antigua í Kar ab íska haf inu. Þar vinn um við frá 7­3 og fáum helg ar frí. Á tog ara til dæm is, þá er skip ið úti á sjó all­ an tím ann sem mað ur er að vinna. Þetta er því mjög frá brugð ið þeirri vinnu,“ seg ir Björn sem er ekki far­ inn að hugsa um að hætta. „Nei, ég get eig in lega ekki sagt það. Þetta er ekk ert ó líkt því að vera á tog ara, það er að segja tím inn sem mað ur er í burtu. Svo er hægt að fá pláss á skip um þar sem mað­ ur vinn ur í tvo mán uði og er heima í tvo. Þannig að ef ég myndi vilja vera meira heima þá væri það ekk­ ert mál. Ég sé hins veg ar ekki fram á að hætta í þessu strax, mér líð ur mjög vel í þessu starfi,“ seg ir Björn sem hef ur kom ið sér vel fyr ir heima á Skóla stígn um í Stykk is hólmi. „Ég keypti mér hús ið árið 2005 en ég hugsa nú að ef ég myndi búa al far ið á Ís landi, að þá myndi ég ekki búa hér. Þeg ar ég er svona stutt á land­ inu, í tvo eða þrjá mán uði í einu finnst mér hins veg ar miklu betra að vera hér held ur en í Reykja vík,“ seg ir Björn. Skip ið víg bú ið fyr ir Aden flóa Á flakki sínu um heims ins höf hef ur Björn lent í ýms um upp á­ kom um og að lok um fékk blaða­ mað ur að heyra sögu af einni slíkri. Þeg ar hann vann á skip inu fyr­ ir ind verska stáljöf ur inn lá leið þess eitt sinn fram hjá Sómal íu, þar sem sjó rán eru tíð. „Þá lá leið in frá Frakk landi til Dubai. Við kom um við á Möltu þar sem skip ið var fyllt af alls kyns vopn um og við sett um gadda vír um allt skip ið til þess að ekki væri hægt að kom ast um borð. Í þokka bót voru síð an fjór ir bresk­ ir sér sveit ar menn frá SAS ráðn ir til þess að vera um borð og verja skip­ ið. Síð an sigld um við um svæð ið og mætt um sjó ræn ingj um en þeir voru fljót ir að hverfa frá þeg ar þeir sáu hvað skip ið var vel var ið, þó það væri hæg fara. Þeir vildu frek ar ráð­ ast á auð veld ari skip því marg ir hafa ekki rænu á því að verja skip in sín al menni lega,“ seg ir Björn. „Við fór um líka aðra leið og utan þess svæð is sem á að vera vernd­ að af NATO. Sér sveit ar menn irn ir ráð lögðu okk ur það og sýndu okk ur kort þar sem merkt var með rauð um punkti ef sjó rán hafði átt sér stað. Það er skemmst frá því að segja að NATO­svæð ið var bara rautt. Það er á kaf lega stórt og her inn á erfitt með að gæta þess alls í einu. Fé lagi minn þurfti einu sinni að hoppa frá borði eft ir að sjó ræn ingj ar höfðu eyði lagt einu byss una sem var um borð. Skip ið sigldi bara á fram og skildi hann eft ir en rétt áður en sjó­ ræn ingj arn ir náðu til hans þá kom þyrla frá NATO að víf andi, klukku­ tíma eft ir að hann fór fyrst í sjó inn og bjarg aði hon um,“ seg ir yf ir vél­ stjór inn Björn Jó hann Guð munds­ son að lok um. rmh Sigl ir um heims ins höf á lúx us skipi Björn Jó hann Guð munds son er yf ir vél stjóri á lúx us skipi í eigu auð kýf inga Á höfn in sem Björn til heyr ir, tók sig til og reri þvert yfir Atl ants haf ið. Það gerðu þeir þó ekki á bát, held ur höfðu róðra vél um borð í skip inu. Á höfn in lét heita á sig og safn aði nokkrum millj ón um sem runnu síð an til góðs mál efn is. Björn Jó hann Guð munds son, eða Bjössi Kolla eins og hann er kall að ur, vinn ur sem yf ir vél stjóri á lúx us skipi. Hér sést Björn lengst til hægri. Á mynd inni er á höfn in sem sigldi í gegn um Aden fló ann þar sem sómalsk ir sjó ræn ingj ar láta greip ar sópa. Grá ir fyr ir járn um eru bresku sér sveit ar menn irn ir frá SAS. Þarna sést skip ið sem er í eigu banda rískra og breskra auð kýf inga í Kar ab íska haf inu. Á þessu skipi er Björn yf ir vél stjóri.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.