Skessuhorn - 12.09.2012, Page 7
7MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012
Starfsmannastjóri
Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar umsóknir og
fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar.
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á
Íslandi. Fjöldi starfsmanna er á sjötta
hundrað og árleg framleiðslugeta
fyrirtækisins um 280 þúsund tonn af
hágæða áli.
Hjá Norðuráli starfar fólk með afar
fjölbreytta menntun og bakgrunn.
Áhersla er lögð á jafna möguleika
karla og kvenna til vinnu.
Norðurál er í eigu Century Aluminum
sem er með höfuðstöðvar í Monterey
í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið
má finna á heimasíðu þess
www.nordural.is
Helstu verkefni
• Mat á mannaflaþörf og ráðningar
• Móttaka og þjálfun nýliða
• Frammistöðumat, starfsmannaviðtöl og
eftirfylgni þeirra
• Utanumhald um framkvæmd kjarasamninga
• Fræðsla- og endurmenntun
• Lykiltölur
• Þróun starfsmannastefnu í samráði við
framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun og starfsreynsla við hæfi
• Þekking og reynsla af vinnurétti og
framkvæmd kjarasamninga
• Reynsla af áætlanagerð
• Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og
ensku
• Framúrskarandi samskiptahæfni
Norðurál á Grundartanga óskar eftir að ráða starfsmannastjóra.
Starfsmannastjóri er yfirmaður starfsmannasviðs og hefur umsjón með framkvæmd
og eftirfylgni starfsmannastefnu Norðuráls. Starfsmannastjóri heyrir undir
framkvæmdastjóra starfsmanna-, innkaupa- og öryggissviðs.
ráðgjöf ráðningar rannsóknir
Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225
Eitt af hlut verk um Land bún að
ar safns ins Ís lands á Hvann eyri er
að segja sög ur. „Það má gera með
ýms um hætti. Með al ann ars þeim
að safn ið gegni hlut verki sögu
gripahót els þar sem hót el gest
ir vinna fyr ir dvöl sinni með því að
segja sög ur. Land bún að ar safn hef
ur um nokk urt skeið fet að sig á fram
eft ir þeirri götu, var lega þó og í litl
um mæli, svo sem eðli legt er,“ seg
ir Bjarni Guð munds son safn stjóri.
„Um nokk urt skeið hafa gist safn
ið tveir hót el gest ir í þess um flokki.
Tvær á gæt ar drátt ar vél ar og á dög
un um bætt ist sú þriðja við. Fyr
ir nokkrum dög um kom svo gagn
merk ur Willys jeppi í safn ið til hót
eldval ar sem sögu grip ur.
Jepp inn kom nýr að Hofi í Dýra
firði. Ár gerð 1946 er hann og hef ur
ver ið gerð ur í sitt upp haf lega form
að öllu leyti, af mikl um hag leik. Við
segj um sögu jeppans inn an tíð ar en
það er Krist ján Dav íðs son sem grip
inn á, dótt ur son ur fyrsta eig and ans,
Gunn ars Guð munds son ar bónda á
Hofi. Krist ján kom ak andi á jepp an
um að vest an, hafði sá gamli þá lagt
um það bil 450 km und ir hjól sín,
og ekki sleg ið feilpúst alla leið ina.“
Hið sögu lega verð mæti jeppans
með skrán ing ar núm er ið Í19 ligg
ur í því að hér er á ferð land bún
að ar jepp inn frá Willys og því hlut
verki gegndi hann einmitt á Hofi í
Dýra firði um ára bil, einmitt á mik
il væg ustu jeppa ár un um um miðja
síð ustu öld.
mm
Bjarni safn stjóri og Krist ján Dav íðs son við Í19, Willys ár gerð 1946, sem nú dvel ur
á sögu gripahót el inu á Hvann eyri.
Willys er nýr hót el gest ur
Land bún að ar safns
Sunnudagurinn 16. september nk.
er Dagur íslenskrar náttúru. Af því
tilefni mun Akraneskaupstaður
bjóða upp á eftirfarandi dagskrá:
13:00-17:00 Stóri vitinn á Breið
verður opinn fyrir gesti og gangandi frá
kl. 13:00-17:00. Listaverk barna á
leikskólaaldri verða til sýnis í vitanum,
þemað er íslensk náttúra.
13:00 Sólmundarhöfði – Breið
Gönguferð með leiðsögn fyrir alla
fjölskylduna. Fjaran, fjallið, og fólkið að
fornu og nýju. Skipst á sögum og
Skaginn skoðaður út frá sjónarhóli bæði
ferða- og heimamannsins. Göngufólk
getur síðan endað ferðina á því að kíkja
upp í stóra vitann á Breiðinni. Lagt af
stað frá Sólmundarhöfða klukkan 13:00.
Áætlað er að gangan taki um 1,5-2 klst.
Um leiðsögn sér Vilborg Þ. Guðbjarts-
dóttir.
13:00 Fjölskylduvæn göngu- og
sögumessa með keltneskum brag á
Akranesi og í Hvalfjarðarsveit
Sunnudaginn 16. sept. á degi íslenskrar
náttúru verður haldin fjölskylduvæn
göngu- og sögumessa með keltneskum
brag á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.
Að henni standa Akraneskaupstaður,
Akraneskirkja, Saurbæjarprestakall og
Biskupsstofa.
Göngu-og sögumessan hefst í Akranes-
kirkju kl. 13:00. Þaðan verður ekið með
rútu að Innri Hólmskirkju þar sem kirkja
var reist á landnámstíð og helguð Guði
og dýrlingnum Kolum Killa, er árið 563
stofnaði klaustur á eyjunni helgu Iona á
Suðureyjum. Þaðan verður ekið að
Görðum og gengið þaðan til Kalmans-
víkur og svo að lyktum gengið eða ekið
þaðan aftur til Akraneskirkju.
Eftir kærleiksmáltíð þar bjóða Kvenfélag
Akraneskirkju og Akraneskaupstaður til
kirkjukaffis í Vinaminni. Tónlistarmenn
munu þar leika keltneska tónlist. Miðað
er við að allri dagskránni verði lokið fyrir
kl. 17:00.
Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknar-
prestur í Saurbæ og sr. Gunnþór Þ.
Ingason, prestur á Biskupsstofu á sviði
helgihalds og þjóðmenningar, munu
leiða stuttar helgistundir á hverjum
áningarstað með fornu keltnesku
trúarefni, sem einkennist af lofgjörð og
þökk fyrir lífs- og sköpunarundur.
Jafnframt verður lesið úr íslenskum
fornbókmenntum og sungin og leikin
keltnesk tónlist og sálmalög. Gunnlaugur
Haraldsson, fornleifa- og þjóðhátta-
fræðingur, verður leiðsögumaður og lýsir
umhverfi og sögustöðum.
Dagur íslenskrar
náttúru 2012