Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2013, Side 7

Skessuhorn - 06.03.2013, Side 7
Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og ármálasviðs Í stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýslu og ármálasviðs er leitað að metnaðar- fullum stjórnanda sem hefur hæfni til að byggja upp vandaða stjórnsýslu þar sem lögð er áhersla á góða stjórnarhætti og fagleg vinnubrögð. Framkvæmdastjóri er staðgengill bæjarstjóra og hefur yrumsjón með þjónustu bæjarskrifstofu til bæjarstjóra, bæjarfulltrúa, ráða og nefnda auk stoðþjónustu til stofnana sveitarfélagsins. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Undirbúningur mála og eftirlit með að ákvörðunum bæjarstjórnar, bæjarráðs og bæjarstjóra sé framfylgt • Yfirumsjón með fjármálum, bókhaldi og launamálum • Yfirumsjón með upplýsingatækni og þjónustu- og upplýsingamálum • Ábyrgð á gerð starfs- og fjárhagsáætlana • Upplýsingaöflun og greining á helstu rekstrarþáttum • Yfirumsjón með reglubundnu gæða- og árangursmati • Umsjón með samningsgerð, innkaupum og útboðum • Mótun stefnu um upplýsingatækni Menntunar og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum • Þekking og reynsla af fjármálastjórn og rekstri • Þekking á opinberri stjórnsýslu • Hæfni í Excel og myndrænni framsetningu tölfræðilegra gagna • Afar góð greiningarhæfni Framkvæmdastjóri umhvers- og framkvæmdasviðs Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs sem er vanur framkvæmdum og hefur þekkingu og áhuga á umhverfis- og skipulagsmálum. Um er að ræða nýtt stjórnunarstarf í kjölfar sameiningar Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhversstofu. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Undirbúningur og framlögn erinda til bæjarráðs og fagráða ásamt eftirfylgd mála • Gerð starfs- og fjárhagsáætlunar sviðsins • Yfirumsjón með byggingarmálum, umhverfismálum, brunamálum og almannavörnum • Yfirumsjón með framkvæmdum, rekstri mannvirkja, verklegum útboðum og gerð samninga • Yfirumsjón með og ábyrgð á gerð aðal- og deiliskipulags skv. samþykktum bæjarstjórnar Menntunar og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af stjórnun og framkvæmdum • Góð þekking á skipulags- og byggingarmálum • Reynsla af verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlunum • Þekking og áhugi á umhverfismálum æskilegur Atvinnu- og ferðamálafulltrúi Leitað er að leiðtoga á sviði atvinnu- og ferðamála til að starfa við ört vaxandi verkefni á þessu sviði. Meðal helstu verkefna er að leita nýrra tækifæra til atvinnuuppbyggingar á Akranesi og efla ímynd Akraness sem vinsæls áfangastaðar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Undirbúningur mála fyrir fagráð og eftirfylgni með framkvæmd • Undirbúningur að stefnumótun á sviði atvinnumála í samstarfi við helstu hagsmunaaðila • Aðstoð við fyrirtæki við markaðssetningu og þróun vöru og þjónustu • Ímyndar- og kynningarmál • Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi á sviði atvinnu- og ferðamála, m.a. með öflun verkefna og styrkja • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana Menntunar og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af markaðsmálum • Þekking og reynsla á sviði atvinnu og/eða ferðamála • Þekking og reynsla af fjármála- og verkefnastjórnun • Reynsla og færni í gerð styrkumsókna til innlendra og erlendra sjóða • Afar góð hæfni í textagerð á íslensku og ensku Gerð er krafa um eftirfarandi persónulega hæfni fyrir allar stöðurnar: • Mikil samskipta og samstarfshæfni • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Metnaður til að ná árangri í starfi Ráðið er í stöður framkvæmdastjóra sviða til fimm ára í senn. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veita Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri og Ragnheiður Þórðardóttir, þjónustu-og upplýsingastjóri í síma 433 1000. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Akraneskaupstaðar. www.akranes.is Umsóknum um störfin þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er t.o.m. 24. mars næstkomandi Akranes er stærsta bæjarfélagið á Vesturlandi en þar búa rúmlega 6600 manns. Hröð íbúafjölgun hefur verið á Akranesi síðasta áratuginn en það tekur aðeins um 40 mínútur að keyra frá Reykjavík upp á Akranes ef farið er um Hvalfjarðargöng. Reglubundnar strætisvagnaferðir eru á milli Akraness og Reykjavíkur. Á síðasta ári störfuðu um 720 manns hjá Akraneskaupstað og voru ársverkin um 470. Yfirbragð bæjarins er friðsælt og barnvænt. Stofnanir bæjarins eru rómaðar fyrir gott faglegt starf og íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma. Frábær aðstaða er til útivistar, meðal annars með 18 holu golfvelli.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.