Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Síða 1

Skessuhorn - 03.07.2013, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 16. árg. 3. júlí 2013 - kr. 600 í lausasölu Bláa kortið borgar sig Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Korthöfum bjóðast betri kjör m.a. í bíó, á veitingastöðum, af flugferðum, heilsurækt, bensíni og ýmsum viðburðum. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is. Á AKRANESI 4.-7. JÚLÍ LORATADIN LYFIS CETIRIZIN-RATIOPHARM Fjölveiðiskipið Þórsnes II SH-209 frá Stykkishólmi strandaði síðastliðinn fimmtudagsmorgun á skeri við Skoreyjar, skammt frá Stykkishólmi. Björgun níu skipverja gekk eins og í sögu en það voru félagar í björgunarsveitinni Berserkjum sem fyrstir komu á vettvang, en skipverjum var bjargað yfir í bát frá Ocean Safari. Segja má að strandið og afleiðingar þess hafi farið eins og best verður á kosið. Skipið settist á skerið, var þar allan fimmtudaginn, en náðist á flot aftur á kvöldflóðinu með öllu óskemmt. Var Þórsnesinu siglt til heimahafnar í kjölfarið. Meðfylgjandi mynd er frá strandstað á fimmtudaginn þegar Land- helgisgæslan kannaði aðstæður. Sjá nánar frétt og myndir bls. 12. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Tími bæjar- og héraðshátíða og annarra mannamóta er nú upp runninn. Um liðna helgi var t.d. fjöldi fólks saman kominn í Ólafs- vík og Borgarnesi þegar Ólafsvík- urhátíðin og Brákarhátíð fóru fram. Meðfylgjandi myndir eru af þess- um hátíðum. Um næstu helgi verð- ur svo margt í gangi hér á Vestur- landi sem annarsstaðar, enda ein stærsta ferðahelgi ársins. Nefna má Írska daga á Akranesi sem ítarlega er fjallað um í Skessuhorni í dag, Fjórðungsmót hestamanna verð- ur á Kaldármelum og Landsmót UMFÍ á Suðurlandi. Sjá þetta og margt fleira í blaði vikunnar. Fyrirtækið Ægir sjávarfang í Grinda- vík, áður Ice-West, hefur keypt at- vinnuhúsnæði í Ólafsvík sem áður var í eigu og hluti af rekstri Vala- fells ehf. Ægir sjávarfang sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr þorsklif- ur sem seld er til útflutnings. Helstu markaðir fyrirtækisins eru Evrópa, Bandaríkin og þá er vaxandi áhugi í Asíu fyrir afurðunum. Ægir hefur nú hafið uppsetningu á sambærilegri verksmiðju í Ólafsvík. „Þetta verk- efni hefur verið í bígerð í töluverð- an tíma í nánu samstarfi við heima- menn og við leggjum upp með að fara af stað strax við næstu vertíðar í haust. Við sjáum tækifæri til að vinna afurðir á svæðinu sem hingað til hafa verið fluttar annað. Með opnun nýrrar verksmiðju erum við að auka verðmætasköpun á Snæfellsnesi. Þarna náum við að skapa í kringum átta til tíu ný störf og virðisauka sem þeim fylgir,” segir Ingvar Vilhjálms- son framkvæmdastjóri Ægis sjávar- fangs í samtali við Skessuhorn. Ægir sjávarfang er samstarfs- aðili Codlands, þar sem aðilar með mismunandi bakgrunn koma sam- an til að þróa og vinna verðmæti úr aukaafurðum fiskafla. Mark- miðið er að efla ímynd og hámarka nýtingu á þorski. Þessi hugmynda- fræði um þróun og nýsköpun er drifkrafturinn í að sjá ónýtt tæki- færi á Snæfellsnesi. „Það eru mjög öflugar útgerðir á Snæfellsnesi, með mikla þekkingu og reynslu í íslenskum sjávarútvegi og okk- ur hlakkar til að starfa með þeim,“ segir Ingvar. sko Bæjarhátíðir í gangi Ægir sjávarfang opnar verksmiðju í Ólafsvík Í þessu húsnæði í Ólafsvík verður verksmiðjan starfrækt. Ljósm. af. *jafngildi 20% afsláttar. TAX FREE DAGAR AFNEMUM VIRÐIS­ AUKASKATT* af öllu vörum á Írskum dögum 4.­6. júlí

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.