Skessuhorn - 03.07.2013, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.277 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða kr. 1.980. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is
Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Hlaðinn aukabúnaði
Síðastliðinn föstudag var Hermann Gunnarsson, fjölmiðlamaður ástsæli,
jarðsunginn. Ég er í stórum hópi fólks sem virkilega sér eftir þessum glað-
væra og jákvæða manni. Með fasi sínu átti hann einhvern veginn betur
heima á þeim vettvangi en margur annar og allir áttu fyrir bragðið svolít-
ið í Hemma Gunn. Hann glímdi við hjartasjúkdóm og eins og fram hef-
ur komið í upprifjun um lífshlaup hans á undanförnum vikum dó hann
ekki einu sinni, heldur tvisvar. Hann lifði í áratug eftir fyrra hjartaáfallið
og kvaðst hafa litið lífið öðrum augum eftir það; byrjaði að meta að verð-
leikum sitthvað sem áður skipti minna máli svo sem efnisleg gæði og prjál.
Hemmi var þakklátur fyrir síðara tækifærið sem hann fékk og þakkaði fólki
sem var viðstatt þegar hann veiktist og framförum í læknavísindunum að
hann náði fyrri heilsu.
En tækninýjungar og framfarir í læknavísindum á síðustu árum og ára-
tugum hafa ekki einungis aukið lífsgæði margra sem glíma við sjúkdóma
eða lenda í slysum, heldur hreinlega gefið þeim lengra líf, annað tækifæri.
Dæmi eru um að fólk verði jafnvel hressara eftir vel heppnaðar aðgerð-
ir en það var í mörg ár áður en sjúkdómar greindust eða áföll riðu yfir.
Oft þegar læknavísindin grípa í taumana og vel gengur er nánast hægt að
segja að um endurfæðingu sé að ræða. Sjálfur hef ég líkt og Hemmi feng-
ið slíkt annað tækifæri og verð ævinlega þakklátur fyrir það. Meira að segja
á það áfall mitt fjögurra ára afmæli um þessar mundir. Á gott með að muna
það því ég missti einmitt af mestöllu Fjórðungsmóti hestamanna 2009. Þá
var ég heppinn, var dröslað með flýti suður á hjartadeild, þræddur og fékk
þá þessa fínu vírhosu úr rústfríu stáli í kransæð sem prýðilega hefur dug-
að síðan, er stálsleginn. Læknavísindin hafa síðar hjálpað mér svo mikið
að ég væri margdauður án þeirra ef það væri hægt. Þá hef ég einnig nýtt
tæknina til ýmissa betrumbóta, sem kannski er ekki mikil þörf fyrir, held-
ur gæti flokkast sem tilraun til aukinna lífsgæða. Þetta er svona aukabúnað-
ur, eins og þegar bílar eru seldir með misjafnlega miklum græjum og tækj-
um sem ekki eru nauðsyn, en gera ökutækið betra. Jón í Brennu í Lund-
arreykjadal orðaði einmitt slíka fjárfestingu vel hér um árið þegar Krist-
ján Björnsson sveitungi hans var að hæla nýja Pickup jeppanum sem Jón
hafði þá nýverið keypt. „Jú, Kristján, að eignast svona bíl er álíka nauðsyn-
legt og að kaupa sér stuttbuxur, það er betra að eiga þær, en alls ekki nauð-
synlegt.“ Bara snillingar sem koma með svona góðar samlíkingar að bragði.
Ég hef semsagt einnig keypt svona aukabúnað sem betra er að hafa, en er
ekki nauðsynlegt. Nefni ég brú í staðinn fyrir tönnina sem Bragi tannlækn-
ir reif ótímabært úr mér barnungum í stað þess að gera við hana. Þá á ég
nú brátt von á heyrnartækjum þar sem heyrnaskerðing mín er álíka mikil í
prósentum talið og árin sem að baki eru. Það lýsir sér þannig í mínu tilfelli
að ég heyri ekki háu tónana, t.d. í lóunni úti í móa, sem mér finnst hábölv-
að. Minna máli skiptir reyndar að heyra ekki hljóðið sem uppþvottavélin
gefur frá sér þegar hún er búin að vinna sitt verk. En hvað um það, af þess-
ari hjartahosu, tannbrú og bráðum heyrnatækjum finnst mér að ég sé svona
´64 árgerð af karli sem er hlaðinn aukabúnaði - og hlýt ég þá ekki að vera
verðmætari líkt og bílarnir?
Eftir að ég fór að velta þessari heyrnaskerðingu fyrir mér, og ræða hana
við ýmsa mér nákomna, hef ég komist að því að ótrúlega margir glíma við
svipað vandamál, en hafa veigrað sér við að leita lækninga. Skert heyrn hef-
ur þá eiginleika að yfirleitt minnkar hún mjög hægt og sumir taka varla eftir
því fyrr en einhver bendir þeim á að þeir heyri orðið óeðlilega illa. Heyrna-
mæling er hins vegar afar fljótleg og tækin sem fáanleg eru til að vega upp
heyrnarskerðingunni eru vart sýnileg og kosta ekki meira en einn folatoll-
ur hjá þokkalegum stóðhesti. Raunar eru þetta smávaxnar tölvur og meira
segja er nú í boði að fá stýringu fyrir þau í gegnum símann með Appinu!
Þannig getur hver og einn stillt styrkinn að vild í símanum, valið ljúfan árn-
ið í stað heyrnasuðs, nú eða bara slökkt ef konan t.d. er örg. Það er semsagt
alveg ólíklegustu hlutir sem búið er að finna upp til að láta okkur mann-
fólkinu líða betur og halda í okkur tórunni. Við verðum brátt svo hlaðin
aukabúnaði að öldrunarheimili framtíðarinnar verða eins og hvert annað
gagnaver. Magnús Magnússon.
Leiðari
Anna Elísabet Ólafs-
dóttir hefur verið
ráðin aðstoðarrektor
við Háskólann á Bif-
röst í stað Jóns Ólafs-
sonar prófessors.
Anna lauk doktors-
prófi í lýðheilsufræð-
um frá Brunel Uni-
versity í London árið
2012 en hún er einnig
með MBA gráðu frá
Háskóla Íslands og
MSc gráðu í næring-
arfræði frá Óslóarhá-
skóla í Noregi. Anna
hefur víðtæka starfs-
reynslu hér heima og
erlendis en síðustu
ár hefur hún unn-
ið að rannsóknum á
sviði þróunarhjálp-
ar og lýðheilsufræð-
um í Afríku. Allt síð-
asta ár vann hún að
rannsóknum á áhrif-
um þróunarhjálpar á
afköst og gæði heil-
brigðisþjónustunnar
í samstarfi við Ifak-
ara Helath Institute, sem er rann-
sóknamiðstöð í heilbrigðisvísind-
um í austur Afríku. Þá var hún for-
stjóri Lýðheilsustöðvar árin 2003-
2008.
Í tilkynningu frá Háskólanum á
Bifröst segir að Jón Ólafsson muni
áfram leggja stund á rannsóknir og
kennslu við skólann í stöðu pró-
fessors á Félagsvísindasviði. Anna
Elísabet hefur tengingu við Borg-
arfjörðinn en hún ólst upp í Borg-
arnesi, dóttir Önnu Ingadóttur og
Ólafs Sverrissonar kaupfélagsstjóra
KBB. hlh
Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri
Fjórðungsmóts hestamanna, sem
hefst á Kaldármelum í dag, býst
við líflegu og fjölmennu móti sem
stendur fram á sunnudag. Þeg-
ar blaðamaður Skessuhorns heyrði
í Bjarna á mánudaginn var undir-
búningur mótsins kominn á loka-
stig og voru skipuleggjendur þess í
óða önn að leggja lokahönd á und-
irbúning á mótssvæðinu á Kaldár-
melum. Fyrstu mótsgestir voru þá
þegar byrjaðir að streyma á svæð-
ið að sögn Bjarna og því útlit fyrir
góðri aðsókn. Hann segir skráningu
keppenda mjög góða og er þátt-
taka sú mesta frá því að hann tók
við sem framkvæmdastjóri mótsins
fyrir tæpum áratug síðan. Um 200
hross eru skráð til leiks í gæðinga-
keppni og keppni yngri flokka og
þá verða um 50 kynbótahross leidd
fyrir dóm. Að auki verða sýningar
frá tíu ræktunarbúum á laugardeg-
inum. Bjarni telur að fyrra aðsókn-
armet mótsins verði slegið í ár og
á hann von á að allt að 3.000 gest-
um.
Fjölbreytt skemmtidagskrá er
í boði fyrir gesti mótsins með-
an á því stendur. Kvöldvaka verð-
ur haldin á föstudags- og laugar-
dagskvöld auk sem dansleikir verða
haldnir. Á föstudaginn mun sjálf-
ur sveiflukóngurinn úr Skagafirði,
Geirmundur Valtýsson, troða upp
með hljómsveit sinni, en á laugar-
dagskvöldinu hljómsveitin Stuðla-
bandið frá Selfossi. Þá verður efnt
til fjörureiðar um Löngufjörur á
föstudagskvöldinu og verður lagt
af stað frá Kaldármelum kl. 20 og
Snorrastöðum kl. 21. Bjarni segir
að ekki sé skráning í reiðina, heldur
nægir bara að mæta. Veitinga- og
sölutjöld verða einnig á staðnum.
Það eru hestamannafélög-
in á Vesturlandi; Dreyri, Glað-
ur, Skuggi, Faxi og Snæfellingur
sem standa að Fjórðungsmótinu
en langflestir keppendur koma
frá Norðvesturlandi. Bjarni segir
marga félagsmenn úr hestamann-
félögunum koma að skipulagningu
mótsins og áætlar hann að fjöldi
starfsmanna og sjálfboðaliða sé á
bilinu 70-80 manns. Að endingu
vonaðist Bjarni til að sjá sem flesta
hestaáhugamenn á mótinu sem
hann treystir á að veðurguðirnir
verði hliðhollir að þessu sinni.
Nálgast má frekari upplýsingar
um dagskrá Fjórðungsmótsins, rás-
lista og aðrar tilkynningar á heima-
síðu mótsins, fm.lhhestar.is.
hlh
Veiðimaður sem lagði net sín
í sjóinn við Litlu Brákarey
hjá Borgarnesi sumarið 2010
var í nýlegum dómi Héraðs-
dóms Vesturlands sýknaður
af refsikröfu ákæruvaldsins.
Ákærði sæti hinsvegar upp-
töku á silungsneti því sem
veiðieftirlitsmaður tók upp
27. júlí 2010 og haldlagt var
sama dag af lögreglu. Þá sæti
ákærði upptöku á laxi, u.þ.b.
1,5 kg. að þyngd, sem lög-
regla lagði hald á umræddan júlí-
dag árið 2010.
Málið var dómtekið 11. júní sl.,
en lögreglustjórinn í Borgarnesi
höfðaði það með ákæru 30. ágúst
2011. Það var fyrir meint brot
gegn lögum um lax- og silungs-
veiði. Kæran byggðist m.a. á því að
möskvar netsins hafi verið of stórir,
50 mm í stað 40 mm. Í niðurstöð-
um dómsins segir m.a. að telja verði
að ákærði hafi ekki haft hug-
boð um að möskvar á net-
inu væru 50 mm en ekki 40
mm. „Þá er það ennfremur
niðurstaða dómsins að jafn-
vel þótt talið yrði að ákærði
hefði, sem gegn og skyn-
samur maður, átt að gera sér
grein fyrir því að möskvarn-
ir væru 10 mm of stórir, hafi
gáleysi hans í umrætt sinn
verið svo óverulegt að það
geti ekki orðið grundvöll-
ur refsiábyrgðar enda hafi verkn-
aður hans, eins og á stóð, ekki ver-
ið ámælisverður. Verður ákærði því
sýknaður af refsikröfu ákæruvalds-
ins í máli þessu.“ þá
Vegfarendur um Gufudalssveitina
í vor og sumar hafa kvartað und-
an slæmu ástandi vegarins sem og
margra tengivega á Vesturlandi og
í jaðri þess landssvæðis. Skessu-
horni bárust á dögunum ljósmynd-
ir sem sýna slæmt ástand malarveg-
arins í Gufudalsveitinni, sem nær
frá enda bundins slitlags í Þorska-
firðinum að Kraká við Skálanes í
Gufufirði, alls 27 kílómetra veg-
kafli. Sæmundur Kristjánsson um-
dæmisstjóri Vegagerðarinnar í
Búðardal segir að í þessum mánuði
verði vegurinn í Gufudalssveitinni
lagfærður og væntanlega verði
byrjað á því verki í næstu viku. Sæ-
mundur segir að versti kafli vegar-
ins verði styrkur með 10-20 senti-
metra malarlegi og aðrir holóttir
kaflar malarbornir áður en vegur-
inn verði heflaður.
þá
Eins og sjá má er malarvegurinn í Gufudalssveitinni mjög holóttur.
Vegurinn í Gufudalssveit
verður lagfærður
Litla Brákarey.
Sýknaður um meinta ólöglega netaveiði
Frá verðlaunaafhendingu í B flokki á síðasta Fjórðungsmóti sem fór fram 2009 á
Kaldármelum. Ljósm. mkg.
Anna Elísabet er nýr aðstoðarrektor á Bifröst
Fjórðungsmótið á Kaldármelum hefst í dag