Skessuhorn - 03.07.2013, Page 21
21MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Dr. Ole Gunnar Austvik sem hélt eitt erindi á málþinginu, Ragnheiður Elín Árna-
dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem setti ráðstefnuna og Auður H. Ingólfs-
dóttir sviðsstjóri Félagsvísindasviðs á Bifröst og skipuleggjandi ráðstefnunnar.
Ljósm. bþþ.
Rætt um áhrif olíuvinnslu
í lögsögu Íslands
Talsverðar umræður hafa ver-
ið í Noregi um hvort skynsamlegt
sé að opna Jan Mayen svæðið fyr-
ir olíuvinnslu, þann hluta svæðis-
ins sem tilheyrir efnahagslögsögu
Norðmanna. Orkufyrirtæki virðast
hafa meiri áhuga á öðrum svæðum,
bæði í Barentssjó og við Lofoten.
Togstreita ríkir milli olíuráðuneyt-
is og umhverfisráðuneytis hvort
eigi að opna svæðið, en sérfræðing-
ar innan umhverfisgeirans óttast að
áhættan sé of mikil. Þetta var meðal
þess sem fram kom á ráðstefnu sem
fram fór við Háskólann á Bifröst í
síðustu viku þar sem fjallað var um
samfélagsleg áhrif olíu- og gasleit-
ar við Íslandsstrendur. Þrír norskir
fræðimenn héldu erindi á ráðstefn-
unni og fjölluðu um reynslu Norð-
manna en í framhaldi voru inn-
legg og umræður íslenskra sérfræð-
inga og hagsmunaaðila um hvaða
áhrif olíu- og gasleit, og hugsanleg
vinnsla, gætu haft á samfélagið.
Víða var komið við í umræðum
á málþinginu og ljóst að mikilvægt
er að skoða fjölmarga þætti til að
átta sig á hugsanlegum áhrifum.
Dæmi um málefni sem komu til
umræðu voru áhrif á fiskveiðar og
sjávarútveg, staðbundin áhrif þeg-
ar nýr iðnaður bætist við á dreif-
býlum svæðum og hættan á slysum
eða mengunaróhöppum. Tengsl
milli vinnslu jarðefnaeldsneyt-
is og loftslagsbreytingar bar einn-
ig á góma og þeirri spurningu var
varpað fram hvort væri raunhæf-
ur valkostur fyrir Ísland að ákveða
að nýta ekki þessar auðlindir, jafn-
vel þótt þær myndu finnast í vinn-
anlegu magni.
Eins og við var að búast voru
skiptar skoðanir um ýmis atriði.
Fundargestir voru þó flestir sam-
mála um að umræða um þessi
mál væri mikilvæg, ekki bara inn-
an fræðasamfélagsins, heldur sem
hluti af opinberri þjóðfélagsum-
ræðu og þeirri spurningu var velt
upp í lokin hvað hægt væri að gera
til að halda umræðunni áfram.
mm
Helgina 20.-21. júlí nk. fer fram
hinn árlegi sveitamarkaður íbúa á
sunnanverðu Snæfellsnesi í félags-
heimilinu Breiðabliki í Eyja- og
Miklaholtshreppi. Þetta er í sjötta
sinn sem markaðurinn fer fram en
efnt var til hans í fyrsta skipti árið
2007. Að sögn Margrétar Bjarkar
Björnsdóttur sem vinnur með und-
irbúningsnefnd markaðarins hefur
hann stækkað ár frá ári og er orðinn
að ómissandi lið í dagskrá sveitunga
og gesta. „Margir eru farnir að nota
þetta tækifæri til að koma í heim-
sókn í sveitina, en sem fyrr verða
seljendur margir og koma víða að
úr sveitunum. Gestum hefur fjölg-
að með árunum og hefur sala á
vörum aukist í takt við það. Þann-
ig lá við vöruskorti í fyrra og hvetj-
um við því fólk hér í sveitunum til
að vera með, leggja sitt af mörkum
og taka þátt í sveitamarkaðinum,“
segir Margrét Björk. Dagskrá helg-
arinnar er enn í mótun og verður
kynnt innan skamms að sögn henn-
ar, en gert er ráð fyrir að báða dag-
ana fari markaðurinn fram frá kl.
12-18.
Margrét Björk segir veltu síðasta
sveitamarkaðar hafa verið tæplega
ein milljón króna sem sýni svart á
hvítu að hann njóti bæði vinsælda
og skipti íbúa máli. „Til þess að
fagna þessum áfanga langar okk-
ur því til að taka sveitamarkaðinn
skrefi lengra í ár, kalla fleira fólk til
liðs við okkur og bæta ýmiss konar
dagskrá við markaðshaldið og gera
sveitamarkaðinn okkar að nokkurs
konar „sveitahátíð.“ Fjöldi annarra
viðburða verða því á dagskránni. Ég
minni á að sölu- og kynningapláss
er ókeypis þar sem sveitamarkað-
urinn fjármagnar sig með kaffi-
og vöfflusölu en fjöldi þátttakenda
takmarkast við húspláss. Viljum við
þess vegna biðja áhugasama um að
hafa samband við okkur í undir-
búningsnefndinni og skrá sig tím-
anlega til þátttöku á markaðinum,“
segir Margrét Björk en auk bænda
og búaliðs býðst félögum og fyrir-
tækjum á svæðinu einnig að koma
og kynna starfsemi sína.
Þeir sem hafa áhuga á að skrá
sig til þátttöku á sveitamarkaðnum
geta gert það með því að hafa sam-
band við Margréti Björk á netfang-
inu maggy@ssv.is eða í símum 435-
6699 og 864-2955. Nánari upplýs-
ingar um sveitamarkaðinn má finna
á vefsíðunni sveitasiminn.is hlh
Sveitahátíð og markaðsstemning
á Breiðabliki í júlí
Frá sveitamarkaðinum í Breiðablik.