Skessuhorn - 03.07.2013, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Fjórða sumarið í röð stendur Sig-
rún Hjartardóttir í Hátúni fyr-
ir markaði á hlaðinu við Deild-
artunguhver í Reykholtsdal. „Við
erum með rútu fulla af flottum
handgerðum vörum úr Borgar-
firði, svo og hverabrauðið vin-
sæla, sultur, flatkökur, kanilsn-
úða, kleinur og grænmeti beint
úr gróðurhúsum héraðsins. Fal-
legir skartgripir og flottar bækur,
bæði notaðar og nýjar eru í boði,
góðar í sumarfrís lesturinn,“ seg-
ir Sigrún. Markaðurinn er opinn á
hverjum degi frá klukkan 10-17.
Sigrún segir að umferð í Borg-
arfirði hafi verið mikil í júní. „Við
erum að sjá fólk, og þá einkum í
hópferðum, frá fleiri löndum en
áður og það er greinileg aukning í
umferð,“ segir hún.
mm
Íslandsmót fullorðinna í hestaí-
þróttum fer fram í Borgarnesi dag-
ana 11.-14. júlí og er það þrítug-
asta og sjötta í röðinni. Frítt verður
inn á mótið og verður hægt að sjá
glæsta gæðinga ásamt knöpum. A-
úrslit munu fara fram á sunnudegi
og verður þeim sjónvarpað beint
á RÚV. Vakin er athygli á auglýst-
um lágmarkseinkunnum til að geta
skráð sig til leiks. Skráningarfrest-
ur rennur út 2. júlí og fer skráning
Aukin umferð ferðafólks
við Deildartunguhver
Talið er að á annað hundrað þúsund ferðamanna komi við og skoði
Deildartunguhver á ári hverju. Ljósm. fh.
Systurnar Lilja Gréta og Jara frá
Deildartungu koma stundum og
selja myndir sem þær mála sjálfar
og svaladrykk.
Handverk úr Borgarfirði er til sölu í
markaðinum við Deildartunguhver.
Íslandsmót í hestaíþróttum í Borgarnesi – Faxi 80 ára
fram í gegn um Sportfeng. Leið-
beiningar og fleira má svo finna á
heimasíðu mótsins http://www.is-
landsmotlh.is/
Undirbúningur fyrir mótið er í
fullum gangi og gengur vel. Mótið
verður haldið á félagssvæði Skugga
sem hefur verið í uppbyggingu und-
anfarin ár og hefur aukinn kraftur
verið lagður í uppbygginguna nú í
vor og við allan frágang svæðisins.
Áhersla verður lögð á að hafa
létta og skemmtilega stemningu
yfir mótinu. Þétt dagskrá mun
verða á keppnisvellinum og munu
veitingar vera í boði í félagsheimili
Skugga, sem er vel staðsett hvað út-
sýni varðar yfir keppnisvöllinn.
Ástæða þess að Hestamanna-
félagið Faxi tók þá ákvörðun að
bjóða sig fram sem mótshaldari í ár
var sú að félagið er 80 ára á árinu.
Ákvað því stjórn félagsins í tilefni
þess að taka að sér að halda Íslands-
mót í hestaíþróttum, en Íslandsmót
í hestaíþróttum var síðast haldið í
Borgarnesi árið 1995.
Hestamannafélagið Faxi á sér
langa sögu að baki. Árið 1941 reið
stjórn Faxa, ásamt fleirum, á Þing-
velli þar sem lagður var grunnur
að stofnun Landssambands hesta-
manna og sat félagsmaður í Faxa
í undirbúningsnefnd fyrir stofn-
unina og seinna í stjórn sambands-
ins. Faxi státar því af því að hafa
verið stofnfélagi í Landssambandi
hestamanna.
Það má geta þess að það er
ekki einungis Faxi sem stendur að
mótinu heldur koma önnur hesta-
mannafélög að undirbúningi og
vinnu við mótið. Þar má fyrst og
fremst nefna hestamannafélagið
Skugga í Borgarnesi auk annarra og
eiga þau félög miklar þakkir skildar
fyrir allan stuðninginn.
Það er ljóst að Íslandsmót í hesta-
íþróttum er umfangsmikið og krefj-
andi verkefni en þó verkefni sem
félagið hefur einsett sér að leysa
vel úr hendi. Það er heldur ekki að
ástæðulausu sem félagið tekst á við
þetta verkefni núna í ár, á stóraf-
mælisárinu þegar uppbygging hef-
ur verið í gangi á félagssvæðinu og
öflugt fólk í forsvari sem og annars
staðar í félagsstarfinu. Faxi lítur svo
á að það sé félaginu mikill heiður
að fá verkefninu úthlutað og hefur
einsett sér að standa vel að því sem
og að búa mótinu myndarlega um-
gjörð sem nýtist félaginu sem fram-
tíðar mótsstaður.
Framkvæmdarnefnd hefur kom-
ið af stað heimasíðu fyrir mótið og
er slóðin; www.islandsmotlh.is. Á
síðunni munu vera settar inn frétt-
ir og upplýsingar af stöðu mála nú
þegar nær dregur sem og á mótinu
sjálfu.
Við í framkvædarnefnd Íslands-
mótsins í Borgarnesi hvetjum sem
flesta til að fjölmenna á mótsstað til
að sjá færustu knapa landsins tefla
fram sínum bestu hestum.
Myndirnar sem prýða fengust hjá
Ingimundi Einarssyni. Það var faðir
hans Einar Ingimundarson heitinn
sem tók myndirnar á sínum tíma á
Faxaborg.
Fh. Framkvæmdarnefnd Íslands-
móts í hestaíþróttum,
Birna Tryggvadóttir Thorlacius
Faxi hefur ávallt verið framsækið félag og hélt .a. á sínu fyrsta starfsári kapp-
reiðar.
Gamla félagssvæði Faxa var á bökkum Hvítár og var það svæði kallað Faxaborg.
Hið glæsilega mótssvæði á Faxaborg var úrelt á síðasta áratug 20. aldar. Hafa nú hestamannafélögin Faxi og Skuggi einbeitt
sér að uppbyggingu að sameiginlegu svæði í Borgarnesi þar sem sameiginleg reiðhöll reis árið 2010 og hlaut hún nafnið
Faxaborg.
Faxaborg var glæsilegt mótssvæði á sínum tíma þar sem haldin voru félagsmót og
fjórðungsmót, landsþing LH auk Íslandsmóts í hestaíþróttum.
Þegar farið var að undirbúa Íslands-
mót í hestaíþróttum 2013 sem haldið
verður af Hestamannafélaginu Faxa í
Borgarfirði kom fram sú hugmynd að
láta gera lógó fyrir mótið og að á því
yrði eitthvað sem minnti á héraðið,
eitthvað sem fólki dettur í hug þegar
það heyrir Hestamannafélagið Faxi
nefnt.
Á meðal okkar kom fram sú hugmynd
að hafa þá félaga Gísla Höskuldsson
á Hofstöðum (nú Uppsölum) og hest
hans Hauk frá Hrafnagili á lógóinu. Þá
þarf vart að kynna, en Gísli er heiðurs-
félagi Faxa og muna margir eftir
honum ríðandi á höfðingjanum Hauki
frá Hrafngili fæddum 1981. Haukur var
undan Gáska frá Hofsstöðum og Mósu
frá Hrafnagili. Hann var gráhöttóttur á
lit og varð grár eftir því sem árin liðu.
Gísli keypti Hauk 4 vetra gamlan og
var hann viðkvæmur í umgengi alla
tíð og einkenndist þeirra samvinna
af gagnkvæmu trausti. Þeir unnu
töltkeppni á Kaldármelum 1992 með
miklum yfirburðum og var honum
ekki teflt aftur fram í keppni, en þeir
félagar komu fram á reiðhallarsýningu
eftir það. Haukur var felldur haustið
2012 og er hann heygður heima að
Uppsölum þar sem Gísli og kona
hans Kristfríður búa. Þessar heimildir
um Gísla og Hauk er samantekt af
heimasíðunni; www.hrafnagil.is
Höfundur lógósins er Þórarinn
Svavarsson grafíker og skógarbóndi á
Tungufelli í Lundarreykjadal.