Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Page 23

Skessuhorn - 03.07.2013, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 HÁÞRÝSTIDÆLUR Í MIKLU ÚRVALI Dynjandi hefur mikið úrval af vatns-, borholu-, og háþrýsti dælum af ýmsum stærðum og gerðum. Hafðu samband og við aðstoðum þig. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Íþróttafélagið Snæfell mun að þessu sinni sjá um framkvæmd bæjarhá- tíðarinnar Danskra daga í Stykkis- hólmi, sem haldnir verða helgina 16. – 18. ágúst. Hátíðin verður haldin með svipuðu sniði nú í sum- ar og síðustu ár sem skemmtun fyr- ir alla fjölskylduna og allan aldur. Að þessu sinni verður hátíðin þó auglýst meira en áður og vilji er fyr- ir því að fá fleira fólk í Stykkishólm á hátíðina. Nú stendur yfir vinna að dagskrá helgarinnar en meðal þess sem rætt hefur verið um er stubba- hlaup, kvöldvaka, ball með Páli Óskari, skottmarkaður, brekku- söngur og svo verður flugeldasýn- ingin og „aksjon“ Lionsmanna sem fyrr. Ingi Þór Steinþórsson er í verk- efnastjórateyminu ásamt Þóru Margréti Birgisdóttur. „Það leit út fyrir að hátíðin yrði ekki haldin í ár. Okkur fannst það synd og við ákváðum að stýra þessu og feng- um framkvæmdastjórann í fyrra með okkur í lið. Ég var svo annar framkvæmdastjóranna þar áður. Ég teldi það slæmt fyrir Stykkishólm ef hátíðin hefði ekki farið fram og margir hefðu séð eftir henni,“ seg- ir Ingi Þór. Á föstudeginum verða hverfahátíðarnar en núna í sum- ar geta þeir íbúar sem vilja farið á miðsvæðið þar sem sameiginlegt grill verður og fjöldasöngur. „Gest- ir geta einnig komið þangað og tek- ið þátt í stemningunni,“ segir Ingi Þór. Dagskrá hátíðarinnar verður eins og fyrr segir fjölskylduvæn og nóg um að vera fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar. „Við vonum að fólk komi og eigi eina góða helgi með okkur hérna í Stykkishólmi,“ segir Ingi Þór að endingu. sko Frá Dönskum dögum 2012. Snæfell mun sjá um fram- kvæmd Danskra daga -hvernig sem viðrar Skel Útivistarbuxur

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.