Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Page 26

Skessuhorn - 03.07.2013, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Það er að verða sífellt vinsælla hjá Íslendingum sem nota mikið reið- hjólið sér til gamans og heilsubót- ar að fara í hjólreiðaferðir út fyrir landssteina og ferðast langar leið- ir á hjólunum. Gísli Guðmunds- son rakarameistari á Akranesi er einn þeirra sem tekur hjólið gjarn- an fram eftir vinnu á daginn og fer í góða hjólatúra um bæinn eða ná- grennið. „Þetta hefur verið mín aðal heilsurækt í um 20 ár og ég hef rosalega gaman af þessu,“ seg- ir Gísli sem á dögunum lét verða af því að fara í sinn fyrsta hjólatúr út fyrir landssteinana. Hann fór til Svíþjóðar og tók þar þátt í mikilli hjólakeppni. Þar hjólaði Gísli 300 kílómetra í kringum stórt stöðu- vatn í grennd bæjarins Motola sem er um 100 km frá Jönköping. Þessi keppni var allsöguleg fyrir Gísla sem m.a. hjólaði í myrkri um þriðj- ung leiðarinnar. Fékk hvatningu frá konunni „Ég hef verið með hjóladelluna lengi og hjólaði til dæmis mik- ið á námsárunum í Reykjavík. Þá gekk ég í bæði Fjallahjólaklúbb- inn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Ég hef samt ekkert verið að keppa, bara hjólað mér svona til gamans og heilsubótar. Áður fyrr var ég meira á fjallahjólum og eru búinn að eiga þau mörg. Fyrir nokkrum árum keypti ég mér svo „racer“ og það er enn skemmtilegra að hjóla á svo hröðu hjóli. Ég var lengi bú- inn að gæla við að fara í hjólreið- artúr erlendis og hafði frétt af þess- ari keppni í Svíþjóð í gegnum vin minn. Í lok síðasta sumars sá ég svo auglýstan fund um þessa hjóla- keppni frá hópi í Fjallahjólaklúbbn- um sem hafði hug á að fara þessa ferð. Ég fór á þennan fund og ákvað að skella mér í þessa ferð. Sérstak- lega eftir að konan mín hvatti mig til þess, enda er hún búin að þola þessa dellu í mér allan þenna n tíma, að ég skelli mér í hjólatúr strax eftir vinnu á daginn,“ segir Gísli. Hann segist fljótlega hafa byrjað undir- búning. „Það má segja að hann hafi staðið alveg frá nóvembermánuði og ég hafi æft nánast daglega. Þeg- ar ekki viðraði til að hjóla úti fór ég í spinning í ræktinni. Af og til fór ég í lengri hjólatúra hérna um ná- grennið til að þjálfa mig upp í að hjóla svona langa vegalengd. Þessi 300 km hjólaleið í Vatternrundan, eins og keppnin heitir, en lengsta dagleið í hjólakeppni í heiminum.“ Hrepptu mótvind Það var 16 manna hópur frá Íslandi sem fór í þessa ferð til Svíþjóðar á dögunum, nær eingöngu skipaður fólki af höfuðborgarsvæðinu. Flog- ið var út miðvikudaginn 12. júní og komið heim að morgni þjóðhátíð- ardagsins 17. júní. Keppnin byrj- aði að kvöldi föstudagsins 14. júní og lauk daginn eftir. Hjólakeppn- in Vatternrundan heitir eftir sam- nefndu vatni sem hjólað er kring- um. Keppnin var fyrst haldin 1966 og lengst af hafa þátttakendur ver- ið um og yfir 20 þúsund. Gísli seg- ir að hópurinn frá Íslandi hafi ekki kannað leiðina áður en lagt var af stað heldur stuðst við upplýsing- ar og leiðsögn frá þeim sem farið höfðu í keppnina áður. Startað er út um 50 manna hópum með tveggja mínútna millibili í Vatternrund- an. Gísli lagði af stað um klukkan níu um kvöldið. „Fyrsti þriðjungur leiðarinnar var erfiður að því leyti að við hrepptum mótvind, um níu metra á sekúndu, en við sluppum þó við rigningu alla 300 kílómetr- ana í keppninni. Fljótlega eftir að ég var lagður af stað tók að rökkva og það var komið kolniðamyrkur þegar ég var búinn að hjóla í tvo tíma. Mér fannst æðislega flott að hjóla í myrkrinu, að sjá þessi rauðu ljós eins langt og augað eygði. Það var líka ýmislegt skemmtilegt sem bar fyrir augu. Þegar ég var búinn að hjóla rúmlega þriðjung leiðar- innar fór ég fram úr þátttakanda sem var á einhjóli, sirkushjóli. Fólk var á allskonar hjólum í þessum keppnum. Margir Svíarnir halda greinilega tryggð við gömlu ryðg- uðu hjólin.“ Lenti á veggnum Gísli segir að sér hafi miðað vel í keppninni en drykkjar- og nær- ingarstöðvar voru átta á leiðinni. „Skilti voru á tíu kílómetra fresti sem sögðu okkur þátttakendum hve löng vegalengd væri eftir að hjóla. Ég var búinn að ákveða að kíkja ekkert eftir því fyrr en liði á keppn- ina. Njóta þess bara að hjóla og það virkar ekki vel ef maður fer að telja niður of snemma. Ég drakk og nærðist á öllum stöðvum og á sum- um stöðvunum hvíldi ég mig aðeins. Það var til dæmis mjög gott að láta þreytuna líða úr sér þegar 200 kíló- metrar voru að baki eða tveir þriðju leiðarinnar. Fram að því var hæðar- munur á hjólaleiðinni lítill, svona svipaður og frá Reykjavík til Kefla- víkur. Þennan síðasta þriðjung var heldur meiri hæðarmunur einkum síðustu fimmtíu kílómetrana. Það var einmitt þegar þessi hæðarmun- ur byrjaði sem ég kom á vegginn eins og stundum er talað um í þol- keppnum. Það reyndi talsvert á sál- fræðina þessa síðustu fimmtíu kíló- metra, þá fór ég að hugsa þannig að ég yrði að sigrast á hverjum þeim fimm kílómetrum sem fram undan voru. Lokakaflinn var mjög erfiður og óskaplega var maður glaður þeg- ar hjólað var yfir endamarkslínuna. Mér leið þá eins og sigurvegara, enda var sagt fyrir keppnina að sæti og verðlaun skiptu í sjálfu sér ekki máli. Það væri bara sigur að komast alla vegalengdina og ég naut þess virkilega að ná því takmarki.“ Næsta áskorun Gísli kom í mark rétt upp úr klukk- an hálf ellefu á laugardagsmorgni, en þá voru 13,36 klst liðnar frá því hann lagði af stað. Hjólatíminn var 11,40 klst og meðalhraðinn 26 km. Gísli kvaðst á leiðinni hafa hjól- að fram úr fólki sem lagði einum og hálfum tíma á undan honum af stað. Aðspurður segist hann hafa verið merkilega fljótur að jafna sig eftir keppnina og strax er hann far- in að huga að næstu áskorun. „Mig langar óskaplega mikið til að hjóla á Ísafjörð á tveimur dögum. Hjóla þá á Hólmavík fyrri daginn og það- an vestur seinni daginn. Ég gæti trúað að það væri mjög skemmti- legt að hjóla þessa leið, sérstaklega um Djúpið. Það er aldrei að vita nema ég leggi í hann næsta vor. Það er ágætt að hafa árið á milli svona áskorana,“ sagði Gísli þegar blaða- maður Skessuhorns ræddi við hann á rakarastofunni í vikunni sem leið. þá Síðastliðinn fimmtudag fór fram kynningarfundur um áform Borg- arbyggðar um endurbætur í Skalla- grímsgarði. Um 60 manns mættu til fundarins sem fór fram í garð- inum og var um upplýsandi fund að ræða. Töluverðar umræð- ur spunnust um þau verkefni sem standa fyrir dyrum í garðinum og þær aðgerðir sem Samson Harðar- son landslagsarkitekt lagði til í út- tekt sinni á Skallagrímsgarði, sér- staklega hversu mikla grisjun hann leggur til að þurfi að framkvæma. Sumar af þeim tillögum sem lagðar eru til grundvallar í úttekt Samson- ar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal íbúa í bænum eins og lesa má í pennagrein Þorleifs Geirssonar sem birtist í Skessuhorni í síðustu viku. Aðrir mæla fyrir breytingum á garðinum, þó kannski ekki eins rót- tækum og lagt er til í úttekt Sam- sonar, og er dæmi um slíkt viðhorf að finna í grein Björns Bjarka Þor- steinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar á vef Skessuhorns sl. miðvikudag. Þá hefur hópur íbúa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem mótmælt er róttækum breyting- um í Skallagrímsgarði. Að sögn Geirlaugar Jóhannsdóttur, fulltrúa í sveitarstjórn Borgarbyggðar, og eins þeirra sem stendur að söfn- un undirskrifta, álítur hópurinn að með róttækum breytingum sé átt við tillögur á borð við flutning Skátahússins og meiriháttar rask í trjágöngunum, beint innaf inn- gangi garðsins. Hún segir hópinn sem stendur á bak við undirskrifta- söfnunina telja að vitaskuld sé full þörf á grisjun í garðinum, eins og átt hefur sér stað undanfarin ár, en einnig sé áhugi fyrir ýmsum tillög- um Samsonar um t.d. plöntun fleiri skrautrunna og endurgerð stytt- unnar í gosbrunninum eftir Guð- mund frá Miðdal. Geirlaug seg- ir markmið hópsins að stofna inn- an skamms grasrótarfélag sem fái nafnið „Vinir garðsins“ og hefði það hlutverk að vinna að hag garðs- ins, aðstoða við t.d. grisjun, tiltekt á vorin og koma að ákvarðanatöku um mál sem snúa að Skallagríms- garði. Verðum að vanda okkur Steinunn Pálsdóttir hefur frá árinu 1995 unnið við hirðingu Skalla- grímsgarðs en hennar hlutverk hef- ur verið að hreinsa garðinn á vor- in, snyrta beð, planta blómum, grisja og sinna almennri garðvinnu. Steinunn segir aðspurð um úttekt Samsonar að vissulega sé aðkall- andi að gera ýmislegt í garðinum til að bæta hann og laga. „Eitt af mest aðkallandi verkefnum í garð- inum er að setja upp gamla gos- brunninn aftur og laga frárennslið frá honum. Þá þarf nauðsynlega að drena svæði á norðvesturenda gras- flatarinnar stóru sem alltaf er blautt en þar er líklega vatnsuppspretta. Ég held að það sem hafi farið fyr- ir brjóstið á fólki hafi verið orða- lagið að grisja allt að helmingi trjáa í garðinum. Það þarf ekki endilega að gera til að bjarga honum, þó það þurfi að grisja eitt og eitt tré eins og gert hefur verið á hverju ári,“ seg- ir Steinunn. Hún segir hins vegar blóm þríf- ast ágætlega í garðinum í sumar í núverandi ástandi hans en varðandi aspargöngin umtöluðu segir hún að þau séu seinni tíma vandamál. „Þau mega alveg vera áfram næstu árin. Kannski mætti taka eina og eina ösp úr þeim, sérstaklega mjóu trén, en heildargöngin mættu halda sér.“ Steinunn segir garðinn afar vel sóttan af heimamönnum og fjölda gesta og segir hún að yfir sumar- tímann stoppi 2-3 rútur á dag við garðinn. „Allir sem hingað koma hafa látið í ljós ánægju með garðinn og telja hann með fallegustu stöð- um í Borgarnesi. Við verðum því að vanda okkur afar vel,“ bætir Stein- unn við. Byggðarráð tekur ákvörðun Samkvæmt upplýsingum frá Borg- arbyggð hefur verið gefin 800.000 kr. heimild vegna endurbóta í Skallagrímsgarði á þessu ári og seg- ir Björg Gunnarsdóttir, umhverf- is- og landbúnaðarfulltrúi sveitar- félagsins, að ætlunin sé sú að nota upphæðina til að klára tillögugerð Samsonar og til grisjunar. Björg tekur fram að ekki sé búið að gefa heimild til framkvæmda en það er sveitarstjórn og byggðarráð í henn- ar umboði sem taka ákvörðun í málinu. Hún gerir ráð fyrir því að málið verði tekið fyrir á næsta fundi byggðarráðs sem er á fimmtudag- inn. hlh Hjólaði lengstu dagleið í hjólakeppni í heiminum Gísli Guðmundsson rakari er nýkominn úr hjólakeppni í Svíþjóð Gísli sæll og glaður að lokinni keppni. Steinunn Pálsdóttir hefur sinnt garðyrkjustörfum í Skallagrímsgarði í 18 ár. Hér er hún við aspargöngin umtöluðu. Skiptar skoðanir um endurbætur í Skallagrímsgarði Frá kynningarfundinum í Skallagrímsgarði á fimmtudaginn. Samson Harðarson kynnir tillögur sínar fyrir gestum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.