Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Side 28

Skessuhorn - 03.07.2013, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Handverk og list Eins og lesendur Skessuhorns hafa orðið áskynja í þessum þáttum í blaðinu, þar sem spjallað er við fólk í handverki og list á Vestur- landi, er mikill fjöldi frábærs hand- verksfólks á svæðinu. Ein þeirra er Eygló Gunnarsdóttir á Akra- nesi sem framleiðir sína muni undir vörumerkinu „gló-ey.“ Eygló sýnir og selur muni sína í Gallerí Urm- ul á Akranesi, sem stofnsett var fyr- ir þremur árum og er til húsa að Kirkjubraut 54. „Annars er ég af- skaplega léleg sölumanneskja, enda svo sem í fullri vinnu með hand- verkinu,“ segir Eygló. Hún er text- ílkennari við Grundaskóla og hefur auk kennslunnar tekið þátt ásamt kennurum skólans í uppsetningu söngleikja sem skólinn hefur stað- ið fyrir. Eygló hannaði og saum- aði búningana með aðstoð foreldra nemendanna sem léku í tveimur síðustu söngleikjum Grundaskóla, Vítahring og Nornaveiðum. Á síð- asta ári hlaut Eygló ásamt kenn- urunum þremur sem sömdu og stýrðu uppsetningu söngleikjanna, Gunnari Sturlu Hervarssyni, Ein- ari Viðarssyni og Flosa Einarssyni, foreldraverðlaun samtaka Heimil- is & skóla. Alæta á handverk Eygló er Svarfdælingur að ætt og uppruna, frá bænum Dæli í Skíða- dal. Hún hefur búið á Akranesi frá árinu 1985 ásamt manni sín- um Kristjáni Daðasyni og sam- an eiga þau tvö börn. Þegar blaða- maður hitti Eygló í Galleríi Urm- ul á dögunum og skoðaði þar henn- ar fjölbreytta handverk, var hún spurð hvenær áhuginn hafi kvikn- að? „Ég hef frá því ég var smákrakki verið mikið fyrir handverkið og er í raun alæta á allt sem það snertir. Ég valdi einmitt nám sem ég gat verið í handverki og þess vegna innritaðist ég í handavinnudeild Kennarahá- skóla Íslands. Fyrstu tíu árin sem ég var kennari í Grundaskóla var ég þó í almennri kennslu. Það var ekki fyrr en ég var búin að eignast börnin sem ég fór í textílkennsluna við skólann,“ segir Eygló. Hún seg- ist hafa farið á fjölda námskeiða eft- ir að hún útskrifaðist úr Kennarahá- skólanum á sínum tíma. Eygló hef- ur líka sjálf haldið mörg námskeið í handverki. Tvö síðustu ár hefur hún haldið þæfingarnámskeið fyr- ir Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar. Sér gamalt verða að nýju Eygló segir að stofnun Galler- ís Urmuls fyrir þremur árum hafi verið mjög kærkomin og tímabær, enda margt handverks- og listafólk á Akranesi notið þess að koma sínum verkum þar á framfæri. Hún segist reyndar áður hafa tekið þátt í gall- eríi á Akranesi ásamt fleirum. Það var Galleríið Grásteinn sem starf- aði ´93-´96 en hætti starfsemi sök- um aðstöðuleysis. Í Urmul er Eygló með fjölbreytt og fallegt handverk til sýnis og sölu. Þar má meðal ann- ars sjá litlar töskur og veski úr leðri og fiskroði, hálsfestar úr bæði hekl- aðri og þæfðri ull, kraga og trefla úr þæfðri ull, fallegan kraga úr kanínu- skinni og heklaða vettlinga og hár- bönd úr íslenskri ull. Þá saumar Eygló einnig púða úr bómullarefni. Í horni hvers púða er mynd af jurt og koddanum fylgir einnig upplýs- ingar um jurtina og uppskrift þar sem hún er nýtt annaðhvort í bakk- elsi eða til matargerðar. En Eygló er líka ýmislegt að sýsla annað í hand- verki. Hennar fjölskylda og vinafólk fær fyrir hver jól frá henni handgerð jólakort sem mikil vinna er lögð í, enda ekkert kortanna eins. Einn- ig gerir hún mikið af gjafakortum. „Ég hef mikla ánægju af því að end- urnýta hluti og finnst gaman að sjá hluti sem á að henda verða að ein- hverju nýtilegu,“ sagði Eygló að endingu. þá Þau Álfgeir Marinósson og Kar- ín Rut Bæringsdóttir eru foringj- ar Royal Rangers í Stykkishólmi, en það er alþjóðlegt og kristi- legt skáta- og æskulýðsstarf inn- an Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. Álfgeir og Karín hófu RR starfið í Stykkishólmi haustið 2010. Blaða- maður Skessuhorns ræddi við þau um starfsemina, heimsókn sem þau fengu nýverið og sitthvað fleira. „Á sínum tíma sáum við auglýst inn- an hvítasunnuhreyfingarinnar for- ingjaþjálfun og við ákváðum að fara til að kanna hvað þetta væri og við heilluðumst strax. Í raun er þetta byggt upp sem skátastarf, mun- urinn á Royal Rangers og skátun- um er að við kennum úr Biblíunni og biðjum bænir. Að öðru leyti er þetta mjög svipað. Sumir finna sig ekki í íþróttum og þeir geta þá reynt að finna sig í starfinu okk- ar. Í RR er verið að reyna að þjálfa börn upp í að vera sjálfsbjarga, því marga krakka vantar frumkvæði til að bjarga sér,“ segir Karín. Læra að bera virðingu fyrir náttúrunni Síðastliðinn vetur voru 68 krakkar í Royal Rangers og var þeim skipt í tvo hópa eftir aldri. Annars veg- ar Frumherjar en Skjaldberar hins vegar. „Það var skátastarf hér í Hólminum fyrir nokkrum árum og það var mjög vel tekið í það þegar við fórum af stað með RR. Af því við erum með svo marga krakka, lang- ar okkur að virkja þá elstu, sem eru orðnir of gamlir og þjálfa til að að- stoða okkur,“ segir Karín. Hvor ald- ursflokkur heldur klukkutímalang- an fund í hverri viku. Á fundunum læra krakkarnir margt um að bjarga sér eins og til dæmis að kveikja elda, tálga, læra um skyndihjálp og margt fleira. Fundirnir eru oftast haldnir úti við þegar veður leyfir, þá í garðinum við Hvítasunnukirkj- una eða í skógi. „Á fundum erum við með smá biblíukennslu þar sem við fjöllum um gullnu regluna, „að við komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur“ og við reynum að hafa góð áhrif á krakkana. Þetta byggist mik- ið upp á samvinnu og þau þurfa að læra að allt gengur mikið betur þegar allir vinna saman. Þetta á að vera uppbyggilegt fyrir krakkana,“ segir Karín. Krakkarnir læra einn- ig að höggva eldivið, að fara með hnífa og axir og að súrra, sem er að hnýta saman timbur í margvíslega hluti eins og bekki og borð. Álfgeir segir þau fá öll jólatré úr Stykk- ishólmi eftir jólin og krakkarnir klippa greinarnar af og saga trén til svo hægt sé að nota þau til smíða. Einnig reyna þau að láta gott af sér leiða í samfélaginu. „Fyrir jól- in vorum við með samfélagsfund þar sem krakkarnir komu og bök- uðu smákökur. Svo fóru krakkarnir og gáfu fólki pakka með smákökum fyrir jólin. Sumir gerðu ráð fyrir að það væri verið að selja og afþökk- uðu. Krökkunum þótti þetta mjög gaman,“ segir Karín. Stór helgi framundan Um næstu helgi verður Sumarmót Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi haldið í Stykkishólmi og sjá Álfgeir og Karín um framkvæmd mótsins. „Þetta er búið að vera mikil vinna en mjög skemmtilegt, það kemur góð þreyta eftir svona,“ segir Kar- ín. Mikil dagskrá verður um helgina og gera þau ráð fyrir dágóðum hópi fólks. „Kirkjukórinn ætlar svo að vera með okkur, verður með veit- ingar til sölu yfir helgina og ætlar að syngja fyrir okkur á laugardeg- inum,“ segir Álfgeir. Þriðju helgina í júní kom hópur bandarískra krakka úr Royal Rang- ers í Stykkishólm. Þar á ferð voru tíu strákar úr RR ásamt einum for- ingja og tveimur foreldrum. „Það var rosalega gaman. Þeir hafa kom- ið til Íslands á hverju sumri í nokkur ár, en aldrei áður til Stykkishólms. Við tókum á móti þeim á föstu- deginum og sýndum þeim skóginn okkar. Við leyfðum þeim líka að smakka hangikjöt, súra hrútspunga og fleira. Á laugardeginum kenndu þeir okkur hafnabolta og fleiri leiki. Svo vorum við með kennslu í að búa til vatnsheld uppkveikis- ett og vatnsheldar eldspýtur. Einn- ig að splæsa í lyklakippu, að búa til kippu með splæsi. Einnig kennd- um við þeim að búa til kerti úr app- elsínum og elda egg í appelsínum. Á laugardeginum var horft á vand- aða bíómynd með góðum boðskap og aðalleikari myndarinnar var ein- mitt með í ferðinni sem foreldri. Þeir bandarísku voru svo ánægðir með ferðina að þeir vilja koma aft- ur í Stykkishólm á næsta ári,“ segir Karín að endingu. sko Reyna að hafa góð áhrif á krakkana Rætt við Álfgeir Marinósson og Karín Rut Bæringsdóttur í Stykkishólmi Farið var með bandarísku gestina í skoðunarferð um svæðið í kringum Stykkishólm. Álfgeir Marinósson og Karín Rut Bæringsdóttir á bekk sem þau súrruðu. Handverkskona í fjölbreyttu handverki fékk foreldraverðlaun Eygló Gunnarsdóttir í galleríi Urmul. Hálfsfestar úr heklaðri ull. Vesti úr kanínuskinni. Vettlingar og hárbönd hekluð úr íslenskri ull. Kragar úr þæfðri ull. Koddar með myndum af jurtum og treflar úr þæfðri ull.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.