Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Page 32

Skessuhorn - 03.07.2013, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Góð stemning var á Brákarhátíð- inni sem fór fram um síðustu helgi í Borgarnesi. Fjöldi fólks lagði leið sína í bæinn til að taka þátt í hátíð- inni sem að þessu sinni var hald- in í fimmta sinn. Meðal dagskrár- atriða voru útitónleikar, skemmti- siglingar, útimarkaður, Brákar- hlaup, víkingaleikir, listgjörning- ar, skrúðgöngur og loks stórdans- leikur með Sálinni hans Jóns míns í Hjálmakletti, sem sennilega yfir 500 manns sóttu. Íbúar voru dug- legir að skreyta hús sín í hverfalit- um fyrir götugrillið sem fór fram á föstudagskvöldinu í Borgarnesi og á Hvanneyri og mátti sjá að frum- legar og fjölbreyttar aðferðir voru notaðar við skreytingar húsa og gatna. Líkt og áður kepptu hverf- in sín á milli um flottasta hverf- ið sem sérstök dómefnd valdi og hreppti gula hverfið í Borgar- nesi hnossið, sem nær frá Höfða- holtinu og upp úr, og á Hvanneyri bláa hverfið; Túngata og Ásvegur. Brákarhlaup þreyttu 48 keppendur að þessu sinni og var keppt í ald- ursflokkum í þriggja km og tíu km hlaupum. Yfir heildina séð þótti hátíðin takast vel og rættist veru- lega úr veðurspá helgarinnar sem í upphafi síðustu viku gerði ráð fyrir votviðri. Meðfylgjandi er mynda- syrpa frá hátíðinni. hlh Gleði og fjör á Brákarhátíð Margir klæddust víkingafötum í anda Þorgerðar Brákar á hátíðinni eins og hér má sjá. F.v. Pálína Guðmundsdóttir, Ása Katrín Jónsdóttir, Kristín Gísladóttir, Klara Ósk Kristinsdóttir, Guðfinna Gísladóttir, Elín Friðriksdóttir og Hrefna Ásgeirsdóttir. Nokkrir af sigurvegurum í Brákarhlaupinu. F.v. Hörður J Halldórsson, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Kristinn Óskar Sigmundsson. Björgunarsveitin Brák efndi til bátasiglingar fyrir gesti um Brákarsund frá gömlu bryggjunni í Englendingavík. Fjölmenn skrúðganga var farin frá Brákarsundi í Skallagrímsgarð, leidd af brúðunum frægu af persónum úr Egils sögu. Fremstan má sjá sjálfan Skallagrím. Víkingar höfðu ýmislegt til sölu og sýnis í Skallagrímsgarði. Unga kynslóðin söng fyrir gesti Brákarhátíðar sem Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, sem hér sést, stjórnaði. Leðjuboltaleikurinn í ár í Englendingavík var á milli liða stjórnar Knattspyrnu- deildar Skallagríms og sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Knattspyrnudeildin varð hlutskarpari í leiknum. Á meðan lið knattspyrnudeildarinnar brá sér í sjóinn til að þrífa af sér leðjuna stillti lið sveitarstjórnar Borgarbyggðar sér upp í myndatöku. Gula hverfið var valið flottasta hverfið í Borgarnesi. Ljósm. Hrafnhildur Tryggvad. Ýmsar leiðir voru farnar í skreytingum eins og sjá má á þessari mynd. Ljósm. glh.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.