Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Síða 35

Skessuhorn - 03.07.2013, Síða 35
35MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Veiðivörur fyrir fjölskylduna Baulan - Sími 435-1440 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is Næstbesta upphaf veiðisumars það sem af er Á vef Landssambands veiðifélaga var skrifað fyrir um viku síðan; „Nú eru hafnar veiðar í 20 af þeim 25 ám, sem Landssamband veiðifélaga hefur fylgst með undanfarin 8 ár. Líkt og áður er miðað við aflatöl- ur eins og þær eru hvert miðviku- dagskvöld.“ Þá segir að mönnum beri almennt saman um að veiðin í sumar fari vel af stað. „Það eykur líka bjartsýnina hve vel haldinn lax- inn er, sem bendir til að hann hafi átt góða vist í sjónum. Aflatölurn- ar lofa líka fremur góðu. Að kvöldi 26. júní voru komnir 1986 laxar á land úr þessum 20 ám, sem er tæp- um 60% meiri afli en í fyrra. Viku- veiðin nú er 1508 laxar á móti 775 í fyrra. Meðalveiði í hliðstæðum vik- um síðan 2006 er 914 laxar og að- eins einu sinni hafa aflabrögð verið betri en nú. Það var árið 2010, en þá gaf þessi vika 2061 lax. Það skal þó tekið fram að ekki er liðið langt á veiðitímabilið enn, og of snemmt að spá neinu um heildarafla sum- arsins. En veiðimenn eru jú bjart- sýnir, eins og allir vita.“ Héðan og þaðan Andakílsá hafði þegar síðast fréttist skilað 13 löxum á land. Veiðimaður sem við heyrðum í sagði að töluvert hefði verið að ganga í ána á síðustu dögum. Stærsti fiskurinn á land enn sem komið er, var 75 sentimetrar. Ætlast er til að veiðimenn sleppi vænum fiskum. Gera menn ráð fyr- ir að Andakílsá verði betri en hún endaði í fyrra, en þá var heildar- veiðin innan við 100 laxar. Norðurá í Borgarfirði er að kom- ast í 400 laxa, en holl sem var að veiða fyrir nokkrum dögum fékk 50 laxa fyrir hádegi einn daginn. „Þetta er bara hörkuveiði hérna í Norðurá,“ sagði matreiðslukona sem við hittum í veiðihúsinu við ána fyrir fáum dögum. Því má við það bæta að síðasta holl veiddi 130 laxa. „Gangurinn er ágætur í Laxá í Leirársveit, veiðimenn eru að setja í laxa og hér eru menn býsna bratt- ir,“ sagði Ólafur Johnson er við spurðum um veiðina. „Veiðin gengur ágætlega hjá okk- ur en núna eru komnir yfir hundr- að laxar,“ sagði Jón Þór Júlíuson er við spurðum hann um stöðuna í Grímsá í Borgarfirði. „Laxarn- ir eru vel haldnir þegar þeir koma úr sjó og ekki gerir það þetta minna skemmtilegt,“ sagði Jón Þór. Veiðidagur fjölskyldunnar var á sunnudaginn Veiðidagur fjölskyldunnar var síð- astliðinn sunnudag. Þennan dag gafst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Það er Landssamband stangaveiði- félaga sem stendur á hverju ári fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar en hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskyldu- íþrótt. Slíkt er að sjálfsögðu nauð- synlegt til að venja yngsta fólk- ið við veiðar strax og það getur, þetta er jú stangveiðifólk framtíð- arinnar. Í ár voru 28 vötn í boði á Veiðin hefur gengið ágætlega í Hítará á Mýrum og veiðimenn hafa verið að setja vel í fisk. Hann Hafþór Bjarni Bjarnason er hér með fyrsta flugulaxinn sinn. Laxinn er tekinn á Breiðinni í Hítará, flugan var Black & Blue #12 og flugunni strippuð hratt. Júlíus Bjarni bróðir hans aðstoðaði hann við löndunina. Ljósm. gb. veiðideginum víðsvegar um land- ið. Á Vesturlandi var frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni og Eyrarvatni í Svínadal, í Langa- vatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatna- svæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni og Haukadals- vatni. Þessi ungi veiðimaður, Brynjar Halldór Sveinsson, fékk fyrsta laxinn í Gljúfurá þetta sumarið. Fiskurinn var 68 cm hængur og veiddist í Geitabergi, sem er gamalfrægur veiðistaður í ánni. Að sögn Birnu G. Konráðsdóttur formanns veiði- félagsins, sem jafnframt er amma piltsins, þá lítur vel út með veiði í ánni þar sem óvenjumikið er gengið af laxi í hana miðað við árstíma. Fyrir síðustu helgi höfðu ríflega 50 laxar farið í gegnum teljarann. Ljósm. bgk. Elva Kristín Arnarsdóttir með fallegan lax úr Laxfossi í Grímsá. Ljósm. gb. Veiðimaður kastar fyrir laxa í Langá á Mýrum fyrir nokkrum dögum. Veiðin hefur gengið vel þar. Ljósm. gb.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.