Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Qupperneq 38

Skessuhorn - 03.07.2013, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Hvað er það besta við að búa í Hólminum? Rúnar Gíslason Hér er notalegt umhverfi, þægi- legt fólk og frábær golfvöllur. Ingunn Jónsdóttir Vinalegt fólk, náttúran og frá- bær söfn. Sveinn Arnar Davíðsson Það er ekkert slæmt við að búa hérna. Hulda Fjóla Magnúsdóttir Þetta er yndislegur staður og það er gott fyrir eldri borgara að búa hérna. Jóhann Kúld Það er fallegt og rólegt hérna. Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Einstakar aðstæður sköpuðust vegna breytinga í veðri þegar önnur um- ferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram á keppnisbraut Vélhjóla- íþróttafélags Akraness sl. laugardag. Mikið hafði rignt á svæðinu í vik- unni á undan og var um tíma talið að fresta þyrfti keppni. Seint á föstu- dag stytti þó upp og var brautin gerð klár á síðustu stundu. Á laugardag- inn skein sólin og þurrkaði svæðið en mikill raki hélst áfram í mold braut- arinnar, sem gerði hana eins góða og hægt var að hugsa sér, að sögn aðstandenda. Þótt aðstæður hefðu verið mjög góðar var fyllsta örygg- is gætt og var farinn öryggishring- ur til að kanna aðstæður í brautinni fyrir hverja keppni. 82 voru skráðir á mótið og keppt í átta flokkum; opn- um MX flokki, kvennaflokki, MX2 flokki, 85 cc flokki, 85 cc flokki kvenna, B flokki, 40 cc+ flokki og unglingaflokki. Í opnum MX flokki var það Ey- þór Reynisson sem sigraði í fyrsta hring. Kári Jónsson í þeim seinni og er Kári efstur á Íslandsmótinu eftir tvö fyrstu mót ársins. Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir og er hún nú í öðru sæti á Íslandsmótinu, tveimur stigum á eftir Karen Arnars- dóttUr sem varð þriðja á mótinu um helgina. Önnur úrslist voru þau að Ingvi Björn Birgisson sigraði í MX2 flokki, Viggó Smári Pétursson í 85 cc flokki, Gyða Dögg Heiðarsdótt- ir í 85 cc flokki kvenna, Björn Torfi Axelsson sigraði í B flokki, Gunn- ar Sölvason í 40 cc+ flokki og Guð- bjartur Magnússon í unglingaflokki. Mikill fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með keppninni enda veðr- ið einstaklega gott á meðan keppn- inni stóð. Að sögn aðstandenda fór mótið mjög vel fram, hörku barátta var í öllum flokkum og engin alvar- leg slys urðu á keppendum. „Þetta hefði aldrei verið hægt eða gengið svona vel nema fyrir alla þá vinnu sem félagsmenn lögðu á sig,“ segir Jóhann Pétur Hilmarsson formaður VÍFA sem kveðst virkilega ánægð- ur með mótið og þakkar öllum sem hjálpuðu til. jsb/ Ljósm. gó. Kvennanefnd Golfklúbbsins Leynis á Akranesi hefur síðustu áratugina staðið fyrir kvennamóti á Garða- velli. Síðastliðinn laugardag héldu þær mótið í ár sem að þessu sinni hét Opna Helenu Rubinstein mót- ið. Þátttaka var mjög góð, 96 kon- ur úr 18 golfklúbbum tóku þátt í mótinu sem fram fór í góðu veðri við bestu aðstæður. Terma ehf heildverslun og verslunin Bjarg voru aðal stuðningsaðilar mótsins. Helstu úrslit í mótinu urðu þessi: Forgjafarflokkur 0-17,9: 1. Hugrún Elísdóttir, GVG, 39 punktar 2. María Björg Sveinsdóttir, GL, 35 punktar 3. Petrún Björg Jónsdóttir, GVG, 34 punktar Forgjafarflokkur 18-27,9: 1. Ásgerður Þórey Gísladóttir, GHG, 38 punktar 2. Ella María Gunnarsdóttir, GL, 36 punktar 3. Oddný Sigursteinsdóttir, GR, 33 punktar Forgjafarflokkur 28-36: 1. Kolbrún Haraldsdóttir, GVG, 38 punktar 2. Hekla Ingunn Daðadóttir, GKJ, 35 punktar 3. Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, GVS, 32 punktar Nándarverðlaun hlutu: Á 3. braut Bára Kjartansdótt- ir GKJ, 1,1 m, á 8. braut Ásta Eyj- ólfsdóttir GB, 1,67 m, á 14. braut Sigurbjörg Jenný Sigurðardóttir GL 4,22 m og á 18. braut Oddný Sigursteinsdóttir GR 1,14 m. Skorkortavinninga hlutu: Katla Hallsdóttir GL, Kolbrún Jónsdóttir GKG, Sigríður Ellen Blumenstein GL, Sigríður Ingi- björg Sveinsdóttir GOB og Þuríð- ur Valdimarsdóttir GKG. þá Snæfellsjökulhlaupið fór fram í þriðja sinn um helgina. Hlaupið var frá Arnarstapa yfir Jökulháls og var vegalengdin sem hlaupin var 22 km. Keppendur að þessu sinn voru 115 sem er metþátttaka. Sigurveg- ari varð Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson sem hljóp á tímanum 1.24,31 sem er besti tími sem náðst hefur í þessu hlaupi. Í kvennaflokki sigraði Ebba Særún Brynjarsdóttir á tímanum 1.52.41. af Um síðustu helgi var Aldursflokka- meistaramót Íslands í sundi haldið á Akureyri, en þar etja kappi bestu sundmenn landsins 15 ára og yngri. Sundfélag Akraness sendi 15 manna lið á mótið. Í lokahófi mótsins fékk SA afhent verðlaun sem prúð- asta félagið og er það annað árið í röð sem það gerist á þessu móti. Í stigakeppni félaga náði Sundfélag Akraness áttunda sæti. Besta afrek Skagamanna á mótinu vann Pat- rekur Björgvinsson, sem synti til verðlauna í öllum sínum greinum og varð m.a. aldursflokkameistari í 100 og 200 metra baksundi, en fékk auk tveggja gullverðlauna eitt silfur og þrjú brons. Aðrir sund- menn sem unnu til verðlauna voru Sindri Andreas Bjarnason sem fékk þrenn silfurverðlaun og ein brons- verðlaun, Erlend Magnússon vann til bronsverðlauna, Ngozi Jóhanna Eze fékk tvenn silfurverðlaun og Birna Sjöfn Pétursdóttir náði í silf- urverðlaun og bronsverðlaun. Síðasta grein mótsins var 10x50 metra blandað boðsund með fimm strákum og fimm stelpum. Varð sveit SA í þriðja sæti, en í sveitinni voru tveir lánsmenn, annar frá ÍRB og hinn frá SH þar sem SA var ekki með nógu marga stráka í sveitina. Boðsundssveitina skipuðu þau Pat- rekur Björgvinsson og Birna Sjöfn Pétursdóttir í flokki 15 ára, Ei- ríkur Ingi Ólafsson (ÍRB) og Una Lára Lárusdóttir í flokki 14 ára, Jökull Ýmir Guðmundsson (SH) og Droplaug María Hafliðadóttir í flokki 13 ára, Brynhildur Trausta- dóttir, Erlend Magnússon, Eyrún Sigþórsdóttir og Sindri Andreas Bjarnason í flokki 12 ára. Frábær árangur hjá duglegu sundfólki sem fer núna í sumarfrí fram í ágúst, segir í tilkynningu frá SA. þá Frábærar aðstæður á Íslandsmótinu í motocrossi Ebba Særún sigurvegari í kvennaflokki með börnin sín. Snæfellsjökulshlaupið var farið um helgina Kári Steinn, sigurvegari í karlaflokki, ásamt hjónunum Fannari Baldurssyni og Rán Kristinsdóttir sem sáu að vanda um undirbúning og skipulagningu hlaupsins. Leyniskonur héldu Opna Helen Rubinstein mótið Hópurinn frá Sundfélagi Akraness. Sundfélag Akraness prúðasta liðið á AMÍ á Akureyri

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.