Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Vilja bæði halda og sleppa Fátt bendir til annars en deilt verði áfram um framtíð flugvallar í Vatnsmýr- inni í Reykjavík. Að forgöngu nokkurra réttsýnna manna, sem nefna félag sitt Hjartað í Vatnsmýri, var fyrir tæpum hálfum mánuði hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem hvatt er til þess að flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram á sínum stað. Hversu ótrúlegt sem það nú hljómar, eru það eig- endur landsins undir flugbrautunum, þeir sem njóta mestra tekna af starf- seminni sem þar fer fram, sem ganga í broddi fylkingar þess hluta þjóð- arinnar sem vill flugstarfsemi burt án þess þó að geta bent á nokkra aðra skynsamlega lausn í staðinn. Ennþá ótrúlegri er þessi afstaða borgarfulltrúa í Reykjavík þegar hugsað er til þess að þeir eru í hópi fólks sem kröftugast berst fyrir byggingu nýs hátæknisjúkrahúss hinum megin við Hringbraut- ina. Þrátt fyrir að við Hringbraut eigi að rísa sjúkrahús sem þjónað geti öll- um landsmönnum, sárum og sjúkum, hvort heldur eru í brýnni neyð eða ekki, og að þangað þurfi að vera greiður aðgangur - alltaf. Á sama tíma og stefna borgaryfirvalda er að byggja hátæknisjúkrahúsið er stefnan einnig að fjölga íbúum á svæðinu um nokkur þúsund á nýju byggingarlandi í mýrinni. Þangað er nú þegar orðið hálfófært hluta úr sólarhringnum vegna umferð- arteppu. Hvernig á að vera hægt að skilja slíka afstöðu? Breski herinn hóf framkvæmdir við gerð Reykjavíkurflugvallar árið 1940. Samhliða því og öðrum framkvæmdum hersins hófst mikið uppbyggingar- skeið í Íslandssögunni. Bretar afhentu svo Íslendingum völlinn um mitt ár 1946 enda höfðu þeir ekkert við hann að gera eftir að stríðinu lauk. Eft- ir að Íslendingar höfðu tekið við rekstri flugvallarins var opnaður nýr sam- göngumáti sem hefur alla tíð síðan verið mikilvægur fyrir landsbyggðina, ekki síður en Reykvíkinga. Þarna fóru hagsmunir allra landsmanna saman. En af hverju ekki lengur? Nú er það svo að sveitarfélögum þessa lands eru afskaplega mislagðar hendur þegar kemur að skipulagsmálum. Ekki fer endilega saman gæði í þeim efnum og mannfjöldi. Þannig telur stjórn Reykjavíkurborgar, sam- kvæmt aðalskipulagi til ársins 2030, skynsamlegt að láta Reykjavíkurflug- völl víkja fyrir íbúðabyggð. Látið er eins og Reykjavíkurhreppur sé með öllu orðinn landlaus. Nýverið ákvað svo meirihluti borgarstjórnar að fylgja þessum málum eftir og ákvað að eftir þrjú ár yrði stefnt að því að loka ann- arri aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suðurbrautinni, og hefja uppbyggingu íbúðabyggðar næst Skerjafirðinum. Ekki veit ég hvort þetta var af tómri illkvittni í garð Davíðs Oddssonar, sem býr einmitt þarna við brautarendann, og hefur farið þangað um árabil með hundinn til að leyfa honum að pissa á kvöldin. Held samt ekki. Hins vegar hafa allir sem tjáð hafa sig skynsamlega um farþegaflug verið einhuga um að með þessari ákvörðun yrði Reykjavíkurflugvöllur ónothæfur sem slíkur. Læknar sem starfa við Hringbraut segja jafnframt að með því að loka flugvellinum væri öryggi fólks ógnað þar sem ekki er hægt að notast eingöngu við þyrlur til sjúkraflugs. Flugvélar munu áfram þurfa að gegna því hlutverki að flytja sjúka, nú sem fyrr. Nú er það svo að fyrir okkur sem búum næst höfuðborgarsvæðinu verð- ur líklega fljótlegast áfram að notast við bíla, liggi lífið við. Þetta er að sjálf- sögðu að því gefnu að fært verði um stofnæðina Vesturlandsveg og Hring- braut hvenær sem er sólarhringsins. Ég t.d. hefði ekki lifað það af ef mitt hjartaáfall hefði orðið á sama tíma og háskólafólkið sat fast í bílum sín- um að morgni, en ég var svo „heppinn“ að veikjast þegar flestir voru enn í skólanum. Af þessu leiðir að ég tek heilshugar undir með þeim tugum þús- unda sem þegar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hafa flugvöll áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík (áskorun birtist á www.lending.is). Það er ein- faldlega ekki önnur lausn í sjónmáli til að hægt verði að gæta öryggis íbúa þessa lands. Í raun er afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur í flugvallarmál- inu svo ólíkindaleg að líklega er eina ráðið að meirihlutinn á Alþingi sam- þykki hið fyrsta að láta ríkið taka þetta land eignarnámi til að tryggja hags- muni almennings í landinu. Eignarnám hefur verið framkvæmt af minni al- mannaþörf. Magnús Magnússon. Leiðari Á fréttamannafundi í Alþingis- húsinu sl. miðvikudag kynnti Ein- ar K. Guðfinnsson forseti Alþing- is könnun sem Félagsvísindastofn- un Háskóla Íslands gerði í febrúar og mars sl. fyrir skrifstofu Alþing- is. Könnuninni var einkum ætlað að athuga hvaða ástæður búa að baki vantrausti til Alþingis eins og það hefur mælst í könnunum undanfar- in ár. Niðurstaðan er að vantraustið beinist að litlu leyti að Alþingi sem stofnun. Hins vegar beinist van- traust á Alþingi aðallega að þrem- ur þáttum er lúta að starfsháttum þar, svo sem óþarfa rifrildi alþing- ismanna og vinnulagi þeirra. Með- al annars er það skoðun almenn- ings að þingmenn séu vanhæfir til að fylgja málum eftir og ljúka þeim. Fram kemur að Alþingi þurfi að taka á þessum atriðum til að auka traust fólks til þingsins. „Skítkast“ og óþarfa rifrildi óvinsælt Greinilegt er að starfshættir á Al- þingi eru ekki að falla í kramið hjá Íslendingum. Alls sögðu 79% svar- enda að vantraust þeirra beindist að samskiptamáta þingmanna. Ljóst þykir af greiningu á umræðum í rýnihópum og opnum svörum þeirra sem þátt tóku í könnuninni að verið er að vísa til þess að þing- menn sýni hver öðrum virðingar- leysi og standi í sífelldu óþarfa rifr- ildi og „skítkasti“ á kostnað mál- efnalegrar umræðu og samvinnu. Einnig sögðu 72% svarenda að vantraust þeirra beinist að vinnu- lagi þingmanna. Þykir fólki for- gangsröðun á þingi röng og að þingmenn hlusti ekki á almenning og séu þar af leiðandi ekki í nægi- legum tengslum við fólkið í land- inu. Þá þykir vinnulag á þingi einn- ig einkennast af aðgerða- og getu- leysi þingmanna til að fylgja málum eftir og klára. Í svörum við opnum spurningum um ástæður vantrausts var áberandi að fólki þótti umræða á Alþingi ómálefnaleg. Vísað var m.a. til þess að mikið væri um mál- þóf á Alþingi og að umræður væru ómarkvissar og sundurlausar. sko Stjórnir HB Granda hf. og Lauga- fisks ehf. hafa samþykkt samruna- áætlun félaganna, en Laugafiskur hefur verið í eigu Brims. Laugafisk- ur ehf. rekur fiskþurrkun að Breið- argötu 8 og Vesturgötu 2 á Akranesi og mun, samkvæmt tilkynningu um væntanlegan samruna, verða rek- inn áfram í óbreyttri mynd. Mun starfsfólk félagsins eiga kost á að halda starfi sínu gangi samruninn eftir. Laugafiskur ehf. hefur tek- ið á móti um 6.500 tonnum af fisk- afurðum á ári til þurrkunar og út- flutnings til Nígeríu. HB Grandi hefur verið stærsti birgi Laugafisks en félagið hefur einnig selt öðrum fyrirtækjum fiskafurðir til þurrk- unar. „Með aukinni landvinnslu HB Granda mun efni til þurrkun- ar aukast verulega frá því sem ver- ið hefur. Mest verður aukningin á þorskafurðum (hausum og hryggj- um) en þorskvinnsla HB Granda fer fram á Akranesi í næsta húsi við fiskþurrkun Laugafisks ehf. Tillaga um samrunann verður borin undir ódagsetta hluthafafundi félaganna,“ segir í frétt frá HB Granda. mm Landhelgisgæslunni barst eftir há- degi sl. fimmtudag beiðni frá fiski- bátnum Grundfirðingi SH um að- stoð þyrlu eftir að skipverji fékk yfir sig sjóðandi vatn. Skipið var statt um 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Þyrlulæknir taldi að nauðsynlegt væri að sækja mann- inn og var TF-LÍF kölluð út. Þyrl- an kom að skipinu um klukkan 15. Vel gekk að hífa manninn á sjúkra- börum um borð í þyrluna og lenti þyrlan í Reykjavík laust fyrir klukk- an 17. Myndina tók áhöfn TF-LÍF þegar verið var að hífa manninn um borð. mm Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð þyrlu klukkan 20:02 sl. þriðjudagskvöld, eftir að maður hafði slasast við Dönustaðagrjót- in við Laxá í Dölum. TF-GNA var þá að koma til baka úr eftirlitsflugi um Vestfirði og Húnaflóa og eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að fara á vettvang. Hinn slasaði var ekki í lífshættu en engu að síður tal- ið nauðsynlegt að hann yrði flutt- ur á sjúkrahús. Lent var við slys- stað einungis einu korteri eftir að útkallið barst og var hinn slasaði fluttur um borð í þyrluna og lent við Landspítalann fyrir klukkan 21 þar sem maðurinn komst undir læknishendur. mm Ástæður vantrausts til Alþingis kortlagðar HB Grandi og Laugafiskur stefna á samruna Sóttu sjómann sem hafði brennst Þyrla sótti slasaðan mann að Laxá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.