Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Morgunstuð: Hefst mánud. 9. sept. Þriðjud. og fimmtud. kl. 06.45 (Erla leiðbeinandi) Spinning, morgunleikfimi, lóð, pallar, magi, rass og læri, góðar æfingar og teygjur. Gott að byrja daginn með leikfimi í góðra vina hópi, vel tekið á því og mikill eftirbruni. Hádegispúl: Hefst þriðjudag 27. sept. Þriðjud. og föstudag. kl. 12.10 (Íris Grönfeld íþróttafræðingur) Spinning: Hefst mánud. 9. sept. Mánud. kl. 18.10 (Guðrún Dan. leiðbeinandi) Miðvikud. kl. 18.10 (Dóra einkaþjálfari) Spinning fyrir alla sem vilja koma sér í form, auka þol og þrek. Laugardagsfjör: Hefst 14. sept. Kl. 10.00 (Guðrún, Erla og Dóra) Vatnsleikfimi: Hefst 3. sept. (kennari, Íris íþróttafræðingur) Konur: Þriðjud. kl. 17.00 Fimmtud. kl. 17.00 Föstud. kl. 14.00 Karlar: Þriðjud. kl. 18.00 Fimmtud. kl. 18.00 Kvennaþrek: Hefst þriðjud. 17. sept. Þriðjud. og fimmtud. kl. 18.10 (Guðrún og Erla) Pump: Hefst 10. sept. Þriðjud. og fimmtud. kl. 20.00 (Anna Dóra, íþrótta- og heilsuþjálfari) Alhliða styrktarþjálfun með lóðum. Fjörugir tímar sem henta öllum Verð fyrir átta tíma námskeið 6.500 kr. Skráning í íþróttamiðstöðinni, sími 437 1444. Nánari upplýsingar hjá Önnu Dóru í síma 692 2997 Ungbarnasundið verður auglýst síðar. Íþróttamiðstöðin Borgarnesi Vetrarstarfið 2013 – 2014 S K E S S U H O R N 2 01 3 Hausta tekur og við förum að huga að því að geyma mat til vetrarins Skyrmysa er tilvalin til að sýra slátrið og ýmsan annan mat. Fáanleg í 5 og 20 ltr. brúsum Hægt að panta hjá KB Borgarnesi í síma 430 5500 og á Erpsstöðum í síma 868 0357 Einnig er hægt að panta á netfanginu rjomabu@simnet.is www.erpsstadir.is Rjómabúið á facebook. S ke ss uh or n 20 13 Ungmenna- og tómstundarbúð- irnar að Laugum í Sælingsdal hafa undanfarin ár getið sér gott orð fyrir fjölbreytilegt starf skólabúða. Búðirnar starfa að mestu með 9. bekkingum úr grunnskólum lands- ins og er áhersla lögð á félags- færni, samvinnu, lífsleikni, útivist og hreyfingu. Margt spennandi er að gerast við ungmennabúðirn- ar og bókanir komnar á fullt fyr- ir veturinn. „Það er fullbókað á haustönn og er nú þegar farið að þrengja að á vorönn,“ segir Anna Margrét Tómasdóttir forstöðu- kona að Laugum. „Þá er verið að byggja upp útisvæðið hjá okkur og stefnum við að fjölskyldudegi, þar sem útisvæðið verður vígt, við flöggum græna fánanum og gerum eitthvað skemmtilegt fyrir heima- menn í tilefni dagsins,“ segir Anna Margrét. Nýverið sóttu búðirnar að Laug- um um þátttöku í alheimssamtök- um búða, International Camp- ing Fellowship en í þeim starfa um 2100 ungmennabúðir frá 54 lönd- um. Í júlí síðastliðnum voru ung- menna- og tómstundarbúðirnar að Laugum samþykktar sem meðlim- ur í samtökunum og eru þar með um leið fyrstar íslenskra búða að starfa með þeim. „Það er okkur og ungmennabúðunum einstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri. Samstarfið með alheimssamtök- unum er spennandi viðbót við það starf sem unnið er hér í Dölunum og mun veita okkur tækifæri til að fylgjast með því besta sem gerist í heiminum í dag á þeirra fagsviði.“ mm Þýsk hjón, ferðamenn á Snæfells- nesi, sluppu með skrekkinn sl. mánudagsmorgun þegar steinolíu- prímus sem þau notuðu við elda- mennsku valt um koll og kveikti í garðbekk úr plasti sem þau sátu við á tjaldstæðinu á Hellissandi. Bekk- urinn varð alelda á svipstundu. Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út á ellefta tímanum og tók slökkvi- starfið skamma stund. Í fyrstu frétt af brunanum var sagt að kvikn- að hafi í tjaldi þeirra hjóna, en svo var ekki. Brunarústirnar gátu hvort heldur sem var verið af tjaldi eða plastbekk, því ekkert var eftir. af/ Ljósm. Smári Björnsson Næstkomandi laugardag mun ungt fólk á Vesturlandi bjóða til tón- listarveislu á Þórisstöðum í Svína- dal í Hvalfjarðarsveit. Tónleikarn- ir verða laugardaginn 31. ágúst milli klukkan 14 og 16. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem rennur allur til Fæðingadeildar Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands á Akranesi. Meðal flytjenda verða Sveitin milli sanda, Máni og Arnar úr Faminu, Pungsig og Sigríður Hjör- dís þverflautuleikari. Í til- kynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að ákveðið hafi verið að allur afrakstur af tónleikahald- inu rynni til fæðingadeildarinn- ar á Akranesi. Stofnaður var sér- stakur reikningur hjá Íslandsbanka þar sem almenningur getur lagt söfnuninni lið með frjálsum fram- lögum, nú eða mæta á tónleikana. Kennitala söfnunarreikningsins er 590112-0540 og reikningsnúmerið 552 – 14 – 401744. mm Anna Margrét Tómasdóttir. Góð nýting á Laugum Merki Ungmenna- og tómstundabúð- anna á Laugum. Garðbekkur brann á tjaldstæði Tónlistarveisla til stuðnings fæðingadeildar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.