Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 14. SEPTEMBER, Í HÖRPU DÚMBÓ& Steini Miðasala á Harpa.is / Midi.is, sími í miðasölu 528 5050 „Það eru komnar 82 umsóknir, þar af frá íbúum fjögurra þjóðlanda, fyrir utan Ísland. Sextán erlend- ar umsóknir eru á ensku, spænsku eða þýsku en ég hef ekki kafað ofan í þær. Ég er að leita að tveimur ein- staklingum í verkamannastörf og sá ekki ástæðu til að hella mér út í tungumálalærdóm,“ segir Garð- ar Jónsson, framleiðslustjóri Þör- ungaverksmiðjunnar á Reykhólum í samtali við Bæjarins besta á Ísa- firði. Þrátt fyrir þennan fjölda um- sókna var enginn heimamaður sem sótti um. Þeir sem voru búsett- ir næst Reykhólum eru á Hólma- vík og í Búðardal. Stærsti hlutinn er af höfuðborgarsvæðinu. Tals- vert margar umsóknir kom frá vel menntuðu fólki, jafnvel með tækni- menntun, að sögn Garðars. Auglýst var eftir fólki á þangver- tíðina sem stendur til 1. nóvem- ber. „Ég reiknaði með fimm til tíu umsóknum. Þetta er alveg ótrú- legt. Við erum að ganga frá ráðn- ingu í vikunni. Það var skipstjóra- menntað fólk sem sótti um, fólk sem er menntað í viðskiptageir- anum og rafeindamenntaður ein- staklingur. Hann lauk námi erlend- is svo ekki er víst hvort menntun- in sé viðurkennd hér á landi,“ seg- ir Garðar. Hann segist eiga kost á þremur íbúðum fyrir starfsmenn en íbúðaskortur hefur verið vandamál á svæðinu. Garðar hefur starfað í stóriðju í yfir 20 ár og margoft aug- lýst eftir fólki á miklu stærra svæði og fengið færri umsóknir. „Það er einhver sveitarómantík í gangi en við viljum líka trúa því að fyrirtækið hafi það með sér að fólk vilji koma,“ segir Garðar. þá Slökkvilið Grundar- fjarðar var kallað út rétt fyrir klukkan 14 í gær, þriðjudag. Hafði einhver óheppinn ökumaður á dísilknúinni bifreið lent í því óhappi að eitthvað hefur gefið sig og olían lekið niður í götuna. Loka þurfti Grundargötunni á milli Gamla pósthússins og gatnamótanna við Sæból. Slökkviliðið hreinsaði upp olíuna og lauk hreinsunarstörfum rétt fyrir klukkan 16. tfk Enginn rökstuddur grunur er um, eða rannsóknir sem sýna fram á, að mengun frá laxeldi í sjókvíum á Ís- landi síðastliðinn áratug hafi valdið tjóni á lífríkinu í hafinu og ekki hafa verið notuð lyf eða efni til aflúsun- ar lax hérlendis. Allt tal um slíkt er í besta falli óskhyggja og þvæla til að rægja greinina. Fiskeldi sem stund- að er á Íslandi í dag, með þeim bún- aði sem nú er í notkun og þekkingu sem byggst hefur upp, á lítið sem ekkert skylt við þær tilraunir sem hér voru gerðar fyrir meira en 20 árum í sjókvíaeldi og þaðan af síð- ur hafbeit. Heildarfjöldi laxaseiða sem ráð- gert er að setja í kvíar á næsta ári er þriðjungur þess sem sleppt var í hafið á stærstu hafbeitarárunum. Slysasleppingar sem alltaf geta átt sér stað í fiskeldi, eru nú í norsku fiskeldi innan við 0,05%. Ef fisk- ur sleppur frá íslensku fiskeldi eru taldar litlar líkur á að hann nái að hafa áhrif í íslenskum laxveiði- ám vegna staðsetningar eldisins og þeirrar staðreyndar að til að hafa mögulega áhrif á stofna þarf ítrek- aðar sleppingar í miklu magni yfir langt tímabil. En hafa ber í huga að þeir sem stunda kvíaeldi lifa á því að hafa fiskinn inni í kvíunum öf- ugt við þá sem stunduðu hafbeit og freistuðu þess að endurheimta fisk sem þeir slepptu viljandi í sjó. Laxeldi á Íslandi hafa þegar verið settar þröngar skorður þar sem það má einungis stunda á Austfjörðum, Vestfjörðum og í Eyjafirði. Lokan- ir annarra svæða fyrir laxeldi voru ákvarðaðar með hliðsjón af stað- setningu laxveiðiáa og fyrir tilstilli veiðiréttarhafa. Laxeldi er mikil atvinnugrein sem byggir á þekkingu Laxeldi er mikil atvinnugrein í Evr- ópu, sérstaklega í Noregi, og um- fangsmiklar rannsóknir eru stund- aðar á því sem henni við kemur. Því er auðvelt að nálgast staðreyndir um laxeldi sem oft eru í ansi miklu ósamræmi við það sem sagt er frá í fjölmiðlum á Íslandi. Það get- ur verið ágætt að hafa í huga að í Noregi eru yfir þúsund leyfi til eld- is á laxi og sjóbirtingi í sjó. Þar eru framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxfiskum sem er svipað og heildar- fiskafli Íslendinga síðustu ár. Villtur lax erlendis Veiðar á villtum laxi í norskum ám eru meiri síðasta áratug en áratug- inn þar á undan og tvöfalt meiri en marga áratugi þar á undan. Mikil minnkun stangveiði á villtum laxi í Noregi verður því ekki lesin út úr tölfræðinni hjá norsku hagstofunni (Statisk sentralbyrå), öfugt við það sem gjarnan er haldið fram á Ís- landi. Nefnt hefur verðið að yfir 100 laxveiðiám í Noregi hafi ver- ið lokað af norskum stjórnvöldum. Ekki kemur fram í skrám að það sé vegna fiskeldis, en hluti lokaðra áa í Noregi er reyndar vegna þess Undirskriftasöfnun hefur nú staðið yfir í Reykhólahreppi, m.a. á hlunnindasafninu og í Bjarkalundi, þar sem skorað er á Vegagerðina að beita sér fyrir því að bætt verði úr við- haldi og eftirliti með vegin- um yfir Þorskafjarðarheiði. Í áskoruninni segir að vegur- inn hafi verið opnaður allt of seint í vor og hafi það valdið ferðafólki og ferðaþjónustu í Reykólahreppi og á Vest- fjörðum verulegum vand- ræðum. Segir einnig að hefla þurfi veginn tvisvar á sumri enda sé hann merktur á GPS kortum. Í því sambandi er þeirri ósk beint til Vegagerðarinnar að ábyrgðin á viðhaldi og eftirliti með veginum yfir Þorska- fjarðarheiði verði flutt frá þjónustustöðinni á Hólma- vík til þjónustustöðvarinn- ar í Búðardal og segir að þar ríki annar og betri skilning- ur á viðhaldi malarvega og að þar hafi öll þjónusta verið til fyrirmyndar. Undirskriftirnar verða svo afhentar Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráð- herra og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra á næstunni, en enn er hægt að skrifa und- ir áskorunina á Reykhólum og í Bjarkalundi. sko Laxeldi er komið til að vera Fréttatilkynning frá Landssambandi fiskeldisstöðva að eigendur ánna hafa ekki staðið skil á skýrslugjöf til norska ríkisins. Einnig er tekið fram að stofnstærð margra ánna sé ekki nægilega traust til að leyfa veiðar. Ástæða fyrir lok- unum laxveiðiáa í Noregi eru marg- ar, t.d. mengun, ofveiði, óhagstæð- ir umhverfisþættir og margt annað en fiskeldi er talið hafa áhrif á stöðu þessara áa. Stefna Landssambands fiskeldisstöðva Stefna Landssambands fiskeld- isstöðva er að vinna í samræmi við sjálfbæra þróun sem byggist á þremur meginstoðum; hagræn- um, félagslegum og umhverfisleg- um. Taka verður tillit til allra þess- ara þriggja grunnstoða til að ná fram sjálfbærri þróun og farsæl- um rekstri. Kynslóðaskipt eldi, þar sem staðsetningar eru hvíldar í lok hverrar eldislotu, er lykill að eldi sem uppfyllir þessi skilyrði. „Við munum gera okkar besta til að styrkja allar þrjár stoðir stefnu okkar. Við munum umgangast um- hverfið af virðingu, við munum með starfsemi okkar stuðla að upp- byggingu í smáum samfélögum sem hafa átt undir högg að sækja og við þurfum að hafa starfsleyfi fyrir ein- ingar sem eru nægilega öflugar til að standa undir fyrrnefndum stoð- um,“ segir Jón Kjartan Jónsson for- maður Landssambands fiskeldis- stöðva. „Laxeldi á Íslandi er að festa sig í sessi. Það býr við einhverjar ströngustu reglur sem þekktar eru varðandi starfsemi sína. Við höf- um tilgreind svæði til að starfa á og munum beita bestu þekktu tækni til eldisins, ekki síst með tilliti til sjúk- dómavarna og áhrifa á umhverfið þar með talið slysasleppinga.“ Nánari upplýsingar veita Jón Kjartan Jónsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva s: 660 9023 Guðbergur Rúnarsson framkv.stj. Landssambands fiskeldisstöðva s: 822 0360. Hreinsuðu upp olíu Undirskriftum safnað vegna Þorskafjarðarheiðar Þörungaverksmiðjan á Reykhólum. Á níunda tug umsókna um tvær stöður í Þörungaverksmiðjunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.