Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Það er misjafnt hvernig fólk nýt- ur elliáranna og lífsins svona yfir- leitt. Þau Alfreð Viktorsson og Erla Karlsdóttir á Akranesi virðast njóta vel lífsins og hafa ýmislegt til dægra- styttingar þótt komin séu á níræð- isaldurinn. Bæði hafa þau átt starfs- sama ævi og í spjalli sem blaðamað- ur Skessuhorns átti við þau einn rigningardaginn í síðustu viku kom fram að samhent hafa þau verið með afbrigðum allt frá því þau byrj- uðu saman sautján ára gömul, eða um það leyti sem þau luku gagn- fræðanámi. Alfreð og Erla eru önn- ur tveggja hjóna sem eru heiðurs- félagar í golfklúbbnum Leyni, hin eru Þorsteinn Þorvaldsson stofn- andi klúbbsins og Elín Hannes- dóttir kona hans. Alfreð byrjaði ungur að læra húsasmíði, var með- al þeirra sem byggðu Sementsverk- smiðjuna og mannvirki henni tengd, og starfaði síðan í verksmiðjunni til loka starfsævinnar. Erla vann við af- greiðslustörf í ýmsum verslunum, en lengst starfaði hún í 19 ár á skrif- stofu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Gott að alast upp á Skaganum Þau eru bæði innfæddir Akurnes- ingar. Foreldrar Alfreðs voru Vikt- or Björnsson og Friðmey Jónsdóttir og foreldrar Erlu, Karl E. Benedikts- son og Pálína Eyja Sigurðardóttir. Alfreð fæddist í húsinu Heimaskaga þar sem samnefnt frystihús reis síð- ar. Erla fæddist hinsvegar í Bæ, húsi sem stóð við Kirkjubraut þar sem bílastæði Gamla kaupfélagsins eru nú. Bæði fæddust þau síðla árs 1932 og voru því skólasystkin. Alfreð segir að tveggja ára gamall hafi fjölskyld- an flutt úr Heimaskagahúsinu á Há- teig, og er það hús nú númer 4 við götuna. Á neðstu hæð þess húss byrj- uðu Alfreð og Erla sinn búskap 1953 og bjuggu þar í átta ár. „Það var gott að alast upp á Skaganum. Leiksvæði krakkanna var vítt og breitt um bæ- inn. Ef það var ekki fjaran þá voru það túnin og kartöflugarðarnir sem voru nýttir til ýmissa leikja. Aðalleik- svæðið má segja að hafa verið strand- lengjan allt frá Slippnum austur að Ívarshúsum þar sem Halakotsfjaran endaði. Það er mér minnisstætt þeg- ar unnið var að byggingu Bíóhallar- innar. Leiksvæði okkar var m.a. í kál- garðinum sem fylgdi Nýja-Bæ sem Bíóhöllin var svo byggð á. Einhverju sinni var ég að leik í kálgarðinum og þá kom að girðingunni maður sem bað mig að gera sér þann greiða að bera dreifibréf í hús. Það var verið að kynna söngskemmtun sem halda átti í Bárunni um kvöldið, en það félags- heimili var ofarlega á Breið. Söng- skemmtunin var með MA-kvartettin- um sem þá var mjög vinsæll og lands- frægur. Í borgun fyrir þetta fékk ég tvo miða og ég fór ásamt föður mín- um á söngskemmtunina um kvöld- ið og fannst það ógleymanlegt,“ seg- ir Alfreð. Á kajak og skautum Það var ýmislegt brallað hjá strákun- um á Neðri-Skaga þegar Alfreð var að alast upp. „Við Pétur heitinn Ge- orgsson smíðuðum okkur saman ka- jak við litla hrifningu mæðra okkar sem óttuðust að við sýndum glanna- skap. Það kom að því að við hvolfd- um kajaknum í fjöruborðinu og þá var hann brotinn fyrir augum okkar.“ Herinn var með bækistöð skammt frá bernskuheimili Alfreðs og vita- skuld kom hann talsvert við sögu. „Ég eins og fleiri krakkar vorum mikið á skautum á Breiðartjörninni og þar við var girðing sem stúkaði af bækistöð herliðsins. Ég man sér- staklega eftir einum degi þegar ég var á skautunum og fór svo í leikfimi í skólann eftir hádegið. Einn her- maður var á vakt við girðinguna og allt í einu kallaði hann á mig. Hann var með stóran poka undir handar- krikanum og teygði sig ofan í hann. Mig grunaði að í pokanum væri brjóstsykur og hélt að hann ætlaði að gefa mér einn mola. Hann tók einn mola og stakk honum upp í sig, en rétti mér síðan pokann og sagði mér að eiga hann. Það kom mér mjög á óvart enda voru fjögur kíló af brjóst- sykri í honum. Eftir hádegið gerðist það svo í leikfiminni að ég varð fyr- ir því óhappi að handleggsbrotna. En það var sárabót að eiga nóg af brjóst- sykri heima,“ rifjar Alfreð upp. Hann segist hafa verið mikið í fótbolta og handbolta þegar hann var strákur. Handboltinn var stundaður í gamla íþróttasalnum við Laugarbraut rétt við Bjarnalaug. Erla var líka í hand- boltanum, en þegar þau byrjuðu bú- skap var ekki lengur tími til að sinna íþróttum og leikjum. Úr síldinni í smíðar Sumarið sem Alfreð var 14 ára gam- all vann hann við lengingu hafnar- garðsins á Akranesi. „Þá vorum við að steypa upphækkun á kör sem var sökkt og notuð fyrir lengingu hafn- argarðsins. Þessi kör voru keypt til landsins, en þau voru áður not- uð við innrás Bandamanna í Norm- andí í seinni heimsstyrjöldinni. Ég og fleiri strákar keyrðum steyp- unni í hjólbörum daginn út og inn. Það var frekar erfið vinna og þætti varla boðleg ungum drengjum í dag. Sumarið eftir fékk ég pláss á síldarbát, Þorsteini AK sem Þórð- ur Ásmundsson gerði út. Við fór- um norður á Siglufjörð en það var lítil síldveiði þetta sumar. Haustið áður hafði síldin mokveiðst í Hval- firði og þangað settum við stefnuna um haustið. Við vorum rétt byrjaðir að athafna okkur við veiðarnar þeg- ar brast á með vonskuveðri. Bátarn- ir leituðu þá vars inn við Laxárnes í Kjós. Veðrið stóð í marga daga og ekkert varð af veiðum á Hvalfirðin- um það haustið,“ segir Alfreð. Vet- urinn eftir, eða 1. janúar, komst hann á samning í smíðum hjá Lár- usi Þjóðbjörnssyni. „Það var reynd- ar ekki mikið byggt á Akranesi á þessum tíma, en þó byggði Lárus nokkur íbúðarhús á námsárum mín- um. Ýmis verk féllu til yfir veturinn. Meðal annars voru smíðaðir skápar og stólar sem Lárus seldi í verslan- ir í Reykjavík. Hann var með lærð- an húsgagnasmið í vinnu, Ingimund Benediktsson. Mér er minnisstætt þegar ég fór með Lárusi til Bol- ungarvíkur í mars 1952. Hann hafði tekið að sér að smíða stóla í félags- heimilið þar og tók mig með sér til að setja þá saman fyrir vestan. Far- ið var til Reykjavíkur og áttum við flug seinni part dags. Ekki var flog- ið vestur þann dag og vildi Lárus þá fara að spila bridds í Ásklúbbnum við Túngötuna í Reykjavík. Þar hitti ég Egil Sigurðsson héðan frá Akranesi, sem var mikill bridds- og taflmað- ur. Hann hvatti mig til að koma og spila bridds þegar ég kæmi til baka og hann skyldi kenna mér. Næsta dag var flogið vestur með Katalínu flugbáti og var þetta mín fyrsta flug- ferð. Ekki voru sætin þægileg í vél- inni. Þetta voru járnsæti en flug- ið gekk vel. Það var grænan sjó að sjá út um þessa litlu glugga, en við lentum á Pollinum á Ísafirði í hríð- armuggu. Síðan fórum við með bát til Bolungarvíkur, en segja má að það hafi verið kafaldsbylur alla vik- una sem við vorum fyrir vestan.“ Reistar trönur og byggt yfir rútur Alfreð segir að þegar samningstím- inn í smíðunum var að baki eftir sveinsprófið í lok árs 1953, hafi hann um veturinn 1954 tekið ýmsa vinnu sem féll til. „Ég reisti meðal annars skreiðarhjalla með Bergmundi Stígs- syni og var á sjó með tengdaföður mínum. Þarna um vorið bauð Ólaf- ur Vilhjálmsson mér vinnu og var það upphafið að góðu samstarfi okk- ar í 31 ár, en Eggert Sæmundsson og Gísli Bjarnason byrjuðu einnig að starfa með okkur á sama tíma. Ólafur var þá að hefja byggingu á einbýlis- húsum fyrir nokkra hér á Akranesi. Næsta vetur byggðum við svo yfir rútur í húsinu Rein við Skólabraut þar sem núna er verslunin Nína. Það var Einar Helgason sem stóð fyr- ir þessu og ekki var nú athafnarým- ið mikið, einkum þegar kom að því að koma yfirbyggðu rútubílunum út um bogadregnar dyrnar. Þá þurfti að taka af þeim hjólin og renna þeim út á plötu.“ Fyrsta blokkin byggð á Akranesi Vorið 1955 var byrjað á fyrstu íbúða- blokkinni á Akranesi, sem bræðurn- ir Jón, Finnur og Lárus Árnasynir stóðu fyrir. Það var Jaðarsbraust 39- 41. „Haustið 1955 var Ólafi svo boð- ið að taka að sér byggingu Sements- verksmiðjunnar. Við félagarnir sem með honum voru byrjuðum á þeirri byggingu 2. janúar 1956. Þarna hófst mikið uppbyggingartímabil á Akranesi og frá þessum tíma hafði ég og margir aðrir smiðir meira en nóg að gera. Eftir að verksmiðj- an tók til starfa var okkur smiðun- um sem unnum að byggingu hennar boðið að gerast starfsmenn og öðl- ast þau réttindi sem því fylgdu. Á Hafa verið samstíga í hálfan sjöunda áratug Í heimsókn hjá hjónunum Alfreð Viktorssyni og Erlu Karlsdóttur á Akranesi Alfreð og Erla heima á Leynisbraut 22. Alfreð og Erla ásamt börnum. F.v.: Karl, Friðrik, Alfreð Þór, Erla, Alfreð og Pálína. Kvöldverður í Millenium 2002 í siglingunni um Karabíska hafið. Alfreð, Jón Bjarni frændi hans og kona hans Áslaug Bernhöft og Erla. Bátsferð á flóamarkaði í Bangkok 1998. Erla og Alfreð á golfvelli Heklu við Winnepegvatn 1984.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.