Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 28
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA „Verkefnastaðan er góð fram að ára- mótum en við sjáum ekkert fram á næsta ár,“ segir Óskar Sigvalda- son framkvæmdastjóri Borgarverks í Borgarnesi. Hann segir að meira hafa verið að gera þetta árið en í fyrra og veltuaukninguna 20% milli ára. Stærstu verkefnin í sumar segir hann hafa verið verk á Strandavegi í Steingrímsfirði, þriggja kílómetra kafla frá Djúpvegi í átt að Drangs- nesi. Þá var mikil vinna við endur- bætur á yfirborði Þverárfjallsvegar við Sauðárkrók, þar sem lagt var yfir 30 km og að hluta slitlagið styrkt með sementi. Þá er Borgarverk með þjónustuverkefni fyrir Vegagerðina um endurbætur á slitlagi þjóðvega á Norður- og Austurlandi, frá Þórs- höfn í norðri suður í Hvalfjarðar- botn að Vestfjörðum meðtöldum. Óskar segir að í haust verði stærstu verkefnin styrking og yfir- lögn á Hvammstangavegi og breikk- un þjóðvegarins efst í Norðurárdal við Fornahvamm. Í sumar voru 40 starfsmenn hjá Borgarverki en núna á haustmánuðum verða þeir tæplega 30 að sögn Óskars. Hann segir að það sama sé upp á teningnum nú og undanfarin ár, óvissa með verkefni á næsta ári, en það þýði þó ekki annað en að vera bjartsýnn. þá Starfsmenn Háskólaseturs Snæ- fellsness í Stykkishólmi hafa lengi stundað rannsóknir á æðarfugli og hefur nú bæst í þeirra hóp. Tho- mas Holm Carlsen frá Noregi hefur tekið til starfa hjá setrinu í samstarfi við vinnuveitanda sinn, Biforsk í Noregi. Thomas stefnir á doktors- nám við Háskóla Íslands með æð- arfugl sem rannsóknarverkefni en æðarfuglinn er einmitt sérsvið Há- skólasetursins. Vegna verkefnisins sótti Háskóla- setrið um styrk til Rannís síðastliðið vor. „Thomas rannsakar eiginleika æðardúns og langar okkur að tengja þær mælingar við ástand fuglana sjálfra, sem sagt líkamsástand og varpárangur, taka blóðsýni til að mæla streituhormón og svo fram- vegis,“ segir Jón Einar Jónsson for- stöðumaður Rannsóknaseturs Há- skóla Íslands á Snæfellsnesi. sko Slæmt veðurútlit er fyrir föstudag og laugardag á norðanverðu land- inu. Veðurspáin er að mörgu leyti lík veðrinu frá því í fyrra í byrjun september á síðasta ári. Það hafði m.a. í för með sér mikinn fjárskaða á Norðurlandi. Í ljósi spárinnar hefur almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra haft samband við lög- reglustjóra allt frá Blönduósi austur á Seyðisfjörð vegna veðurútlitsins og í framhaldinu voru haldnir sam- ráðs- og upplýsingafundir með al- mannavarnanefndum, sveitarstjór- um, bændum og fleirum. Ákveðið var í gærmorgun að fylgjast áfram með veðurspánni og hefja smölun sauðfjár eftir atvikum. Samkvæmt veðurspá sem gerð var í gærmorgun fyrir föstudag, gengur í norðvestan 18-23 m/s norðvestan til á landinu með mikilli rigningu, en snjókoma ofan 200- 300 metra yfir sjávarmáli. Norð- vestan og vestan 15-23 á suðvest- ur- og vesturlandi og rigning. Mun hægari vindur á austanverðu land- inu og úrkomulítið. Hiti frá einu stigi síðdegis norðvestan til, upp í 12 stig austast. Á laugardaginn er spáð norðan og norðvestan 15-23 m/s fyrir hádegi, en hægari vind- ur verður norðaustan til. Talsverð eða mikil rigning norðan til á land- inu, en snjókoma í meira en 200- 300 metra hæð yfir sjó. Úrkomulít- ið sunnanlands. Norðvestan 13-18 norðaustan til síðdegis með rign- ingu á láglendi, annars slyddu eða snjókomu, en dregur úr vindi og úrkomu vestan til. Hiti 1 til 9 stig, kaldast í innsveitum norðan til og frystir þar um nóttina. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra beinir því sérstaklega til ferðaþjónustuaðila að þeir upp- lýsi viðskipavini sína um veðurspár og ráðleggi þeim frá ferðalögum á norðanvert hálendið um helgina. Miðað við veðurspár er líklegt að það snjói víða á fjallvegi og því sér- staklega mikilvægt að upplýsingar berist til ferðamanna sem eingöngu eru búnir bifreiðum til sumarakst- urs. Þeir sem hyggja á ferðalög eru hvattir til að fylgjast vel með veð- urútliti á www.vedur.is og færð á vegum www.vegagerdin.is áður en haldið er af stað. mm Thomas Holm Carlsen í æðarvarpi á Vestfjörðum árið 2012. Nýr starfsmaður við háskólasetrið Fimmtungs aukning verkefna milli ára hjá Borgarverki Viðbúnaður vegna slæmrar veðurspár á Norðurlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.