Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Til minnis
Mikið er að gerast í menningu og list-
um á næstu vikum eins og lesa má um
í Skessuhorni vikunnar. Nefna má gríð-
arlega umfangsmikla dagskrá Hausthá-
tíðar í Dölum um næstu helgi, ýmsa
tónleika og frumsýningu í Landnáms-
setrinu. Þá verða kaupmenn og þjón-
ustuaðilar á Akranesi með Tax Free af-
slátt um næstu helgi. Í næstu viku hefj-
ast svo Vökudagar á Akranesi og síðan
í næsta mánuði verður Northern Wave
í Grundarfirði. Hér hafa einungis verið
nefnd nokkur dæmi og því um að gera
fyrir fólk að fylgjast vel með Skessu-
horni vilji það ekki standa utan gáttar.
Veðurhorfur
Spáð er norðanátt og fremur svölu
veðri næstu dagana. Frá fimmtudegi
og fram á laugardag verður úrkom-
an aðallega á norðanverðu landinu en
úrkomuminna og bjartara og hlýrra
syðra. Á sunnudag og mánudag er
áfram spáð norðlægri átt með éljum,
en léttskýjað verður syðra. Kalt í veðri.
Spurning vikunnar
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Hvað finnst þér hæfilegt að
sveitarfélög á Vesturlandi væru mörg?“
Flestum finnst að þau eigi að vera tíu
eins og nú er eða 30,66%. Þrjú sveit-
arfélög völdu 22,62%, fimm 19,84%,
eitt 17,21% og aðeins 9,67% fannst að
sveitarfélögin ættu að vera tvö. Meiri-
hluti íbúa vill því fækka sveitarfélögum
á Vesturlandi.
Í þessari viku er spurt:
Verða húsnæðislán heimilanna
leiðrétt?
Vestlendingur vikunnar
Bormenn frá Vatnsborun ehf. eru Vest-
lendingar vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Höfðinu
styttri 1241
BORGARFJ: Í frétt Skessu-
horns um meinta skraut-
sylgju Snorra, í síðasta tölu-
blaði, var rangt farið með ár-
talið þegar Snorri var veginn,
það sagt hafa verið 1262. Hið
rétta var að Snorri var myrt-
ur 1241. Beðist er velvirðn-
gar á þessari ónákvæmni.
–mm
Næturvinna í
göngunum
HVALFJ: Unnið verður að
viðhaldi og undirbúningi
framkvæmda í Hvalfjarðar-
göngum á næturnar núna í
viku 43, það er að segja til og
með aðfararnætur föstudags
25. október. Göngin verða
opin á meðan en vegfarend-
ur eru beðnir um að taka til-
lit til þessa og aka varlega.
Í næstu viku, viku 44, verða
hins vegar næturlokanir sem
nánar verða tilkynntar síðar,
segir í tilkynningu frá Speli.
–þá
Röng
bókun um
heimasmölun
BORGARBYGGÐ: Á fundi
byggðarráðs Borgarbyggð-
ar 17. október sl. var rætt
um smalamennsku í heima-
löndum í sveitarfélaginu.
Gerð var eftirfarandi bókun:
„Rætt um smölun á Skarðs-
hamarslandi. Samþykkt að
heimila sveitarstjóra að láta
smala landið á kostnað fjár-
eigenda.“ Bændur sem lásu
þessa bókun á vef Borgar-
byggðar urðu klumsa og
fullyrtu að ef rétt væri bók-
að væri um tímamótaákvörð-
un byggðarráðs að ræða sem
aukin heldur stæðist ekki lög.
Málið var hins vegar snar-
lega upplýst þegar Skessu-
horn leitaði til Páls S Brynj-
arssonar sveitarstjóra, sem
sagði: „Þetta voru mistök við
bókun. Þarna átti að standa
landeigenda en ekki fjáreig-
anda,“ sagði Páll og baðst af-
sökunar á þessum mistök-
um sem formlega verða leið-
rétt á fundi sveitarstjórnar.
Það hefur því ekkert breyst
í þeim efnum að heimalönd
verða áfram smöluð á kostn-
að landeigenda í Borgar-
byggð hér eftir sem hingað
til. –mm
Samkeppni
um náttúru-
fyrirbæri
HVALFJ.SV: Á fundi um-
hverfis,- skipulags- og nátt-
úruverndarnefndar Hval-
fjarðarsveitar í síðustu viku
kom fram erindi sem tengd-
ist degi íslenskrar náttúru
sem þá var nýafstaðinn. Þær
Arnheiður Hjörleifsdóttir
og Ása Hólmarsdóttir lögðu
til að hleypt verði af stokk-
unum hugmyndasamkeppni
meðal íbúa sveitarfélags-
ins um náttúrufyrirbæri sem
gæti verið einkennandi fyr-
ir sveitarfélagið. Þetta gæti
verið t.d. fjall, fugl eða blóm.
Nefndin tók jákvætt í erind-
ið.
–þá
Lögð var fram stefna í Héraðsdómi
Vesturlands í síðustu viku á Akra-
neskaupstað frá félaginu Skarðeyri
ehf. Síðumúla 1 í Reykjavík. Stefn-
andi telur sig hafa orðið fyrir tjóni
vegna skipulagsákvarðana stefnda
vegna Heiðarbrautar 40. Málið
má rekja aftur til ársins 2009 þeg-
ar stefnandi festi kaup á húseigninni
sem hýsti áður bókasafnið á Akra-
nesi og ætlunin var að breyta í hótel.
Skarðseyri setur fram sem aðalkröfu
bætur upp á rúmlega 63 milljóna
króna, vegna tjóns sem félagið telur
sig hafa orðið fyrir vegna meðferðar
málsins hjá Akraneskaupstað.
Málsupptök eru rakin í stefnunni
og greint frá því að í trausti við-
ræðna milli aðila á árinu 2009 lét
Skarðeyri vinna deiliskipulag fyr-
ir reitinn Heiðarbraut 40. Bæjar-
ráð Akraness staðfesti tillögu skipu-
lags- og umhverfisnefndar 8. októ-
ber 2009 og bæjarstjórn staðfesti
þá ákvörðun 13. október sama ár.
Með þessu hafði umrædd deili-
skipulagsbreyting verið samþykkt
af öllum þar til bærum stjórnar-
einingum bæjarins, segir í kæru-
skjölum. Síðan kom í ljós að starfs-
mönnum Akraneskaupstaðar láð-
ist að auglýsa samþykkta deiliskipu-
lagsbreytingu í b-deild stjórnartíð-
inda. Bæjarstjórn Akranes réðst þá
til endurupptöku málsins og því
ferli lauk með því að breytingum á
deiliskipulaginu var hafnað í bæjar-
stjórn. Í stefnunni kemur fram það
álit lögmanns Skarðeyrar að við
endurupptöku hafi öll atburðarásin
í meðferð málsins hjá stefnda, það
er Akraneskaupstað, verið ámælis-
verð og synjunin ólögleg. Aðdrag-
andi að ákvörðun bæjarstjórnar 27.
mars 2012 sýni að ákvörðunin byggi
ekki á málefnalegum sjónarmiðum
studdum almennri lögmætisreglum
heldur þvert á móti sé synjun bæj-
arstjórnar grundvölluð á pólitískum
sjónarmiðum og áherslum.
þá
Bæjarráð Grundarfjarðar sam-
þykkti bókun á fundi sínum sl.
fimmtudag þar sem lýst var yfir
áhyggjum vegna hægagangs stjórn-
valda varðandi viðbrögð við mögu-
legum síldardauða í Kolgrafafirði.
Vill bæjarráð ganga svo langt að
skora á yfirvöld að beita sér fyrir
því að lokað verði fyrir flæði sjávar
inn í fjörðinn. Bókun bæjarráðs er
svohljóðandi í heild sinni:
„Bæjarráð Grundarfjarðar lýs-
ir yfir áhyggjum vegna hægagangs
stjórnvalda varðandi viðbrögð við
mögulegum síldardauða í Kolg-
rafafirði. Á meðan nálgast síldin
og bendir allt til þess að ekki verði
minna um síld á svæðinu en ver-
ið hefur undanfarna vetur. Á veg-
um umhverfisráðuneytis er unn-
ið að gerð viðbragðsáætlunar um
aðgerðir ef síld drepst í firðinum.
Skynsamlegast er að koma í veg
fyrir að slíkt geti gerst. Tilraunir
til að fæla síld frá því að ganga inn í
fjörðinn, t.d. með ljósum eða hljóð-
um hafa ekki skilað tilætluðum ár-
angri. Eina leiðin til að tryggja að
síld gangi ekki inn í Kolgrafafjörð
er því að loka firðinum og koma
þannig í veg fyrir mögulegt tjón
sem gæti numið milljörðum króna
fyrir þjóðarbúið.
Bæjarráð Grundarfjarðar skor-
ar á ráðherra umhverfismála,
sem jafnframt er sjávarútvegs-
Konur úr Lionsklúbbnum Öglu í
Borgarnesi hittust í Ljónagryfjunni
síðastliðinn mánudag og vopnuð-
ust gúmmíhönskum og plastpok-
um. Tóku þær klukkustundar lang-
an göngutúr um fallega bæinn sinn
og tíndu rusl í leiðinni. Það voru
þó nokkuð margir pokar sem fyllt-
ust, eins og sjá má á myndinni, og
konurnar ánægðar með gott dags-
verk. mm
Akraneskaupstaður krafinn
skaðabóta vegna Heiðarbrautar 40
Öglukonur
hreinsuðu til
Bæjarráð Grundarfjarðar vill láta
loka Kolgrafafirði strax
ráðherra að leyfa lokun fjarðarins
strax. Kannað verði hversu lang-
an tíma Vegagerðin þarf til fram-
kvæmda sem nægja til að halda síld
utan brúar. Um tímabundnar að-
gerðir gæti verið að ræða, ef það
er tæknilega mögulegt. Mæling-
um sem nú fara fram er ætlað að
varpa ljósi á áhrif þverunar fjarð-
arins á síldardauðann. Niðurstöð-
ur þeirra munu að líkindum ekki
liggja fyrir fyrr en haustið 2014. Þá
gæti stefnt í þriðja árið þar sem er
hætta á síldardauða í Kolgrafafirði.
Hér þarf að hafa hraðar hendur,
enda var síldardauðinn síðastlið-
inn vetur skilgreindur sem nátt-
úruhamfarir.“
Síldin er líklega þegar
inni á firðinum
Sérfræðihópur var skipaður í sum-
ar til að fara yfir stöðu mála og
möguleika á viðbúnaði. Í fram-
haldi af þeirri vinnu bað umhverf-
is- og auðlindaráðherra Umhverfis-
stofnun í síðasta mánuði um að gera
viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs
síldardauða í Kolgrafafirði í ljós þess
hve mikið drapst þar síðasta vetur.
Nú eru líkur á að síldin snúi aftur
í fjörðinn en ekkert bólar á áætlun
Umhverfisstofnunar. Sérfræðingar
hafa tekið dræmt í að loka Kolgrafa-
firði. Þeir telja að slík aðgerð myndi
breyta honum í salt og líflaust lón
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir vistkerfi og náttúru á þessum
slóðum. Síðustu fregnir eru svo þær
að vísbendingar eru um að síldar-
torfur hafi þegar synt undir brúna
og inn í fjörðinn. Síldveiðiskipið
Jóna Eðvalds SF var um liðna helgi
við nótaveiðar eftir síld rétt utan við
brúna yfir Kolgrafafjörð á Snæfells-
nesi. Á sama tíma sáu ábúendur á
Eiði við Kolgrafafjörð til háhyrn-
inga innan við brú. Það er af mörg-
um túlkað sem ákveðið merki um að
nú þegar sé eitthvað af síld gengið
inn á fjörðinn.
mm/mþh
Nótaskipið Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði við veiðar á Urthvalafirði um síðustu
helgi. Urthvalafjörður er hið forna nafn á fjarðarsvæðinu utan eiðisins þar sem
brúað var við mynni Kolgrafafjarðar. Ljósm. tfk.