Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Page 13

Skessuhorn - 23.10.2013, Page 13
13MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Konukvöld Föstudaginn 25 okt. Kirkjubraut 11 / Akranesi / S:431-4343 til styrktar Krabbameinsfélags Akranes og Nágrennis Miðaverð kr 1.500,- Húsið opnar 20:30 og skemmtun hefst 21:00 Jógvan og Vignir Snær Björn Brag i með uppis tand Tískusýning í samstar við Fordrykkur í boði Happdrætti, vinningar frá Þegar bændur í Dölum fóru að tvinna í kringum hrútasýningar í héraðinu fyrir um tíu árum hefur þeim væntanlega ekki dottið í hug að það myndi leiða af sér árlega menningarhátíð bændafólks í Döl- um og gesta þeirra. Haustfagnaður sem Félag sauðfjárbænda í Dölum hefur staðið fyrir um árabil er á dag- skrá um næstu helgi. Þetta verður í sjötta skiptið sem hátíðin fer fram í formannstíð núverandi formanns félagsins, Jóns Egils Jóhannsson- ar á Skerðingsstöðum, en búið var að halda hátíðina í nokkur ár áður en hann tók við formennsku. „Við tökum fyrstu vetrarhelgina frá fyr- ir hátíðina og þetta hefur heppn- ast mjög vel. Við erum að fá fullt af fólki í heimsókn, ekki bara brott- flutta Dalamann heldur fólk af öllu landinu t.d.í rúningskeppnina. Við erum náttúrlega mjög þakklát í fé- laginu hvað fólk hefur verið dug- legt að sækja hátíðina og hugsum ekkert út í annað en svo verði að þessu sinni. Það lítur líka ágætlega út með veður, veturnáttahretið á þá að verða gengið yfir,“ sagði Jón Eg- ill í samtali við Skessuhorn. Lambhrútasýning og opið fjárhús Hausthátíðin byrjar um hádegi á föstudaginn með lambhrútasýningu og opnu fjárhúsi að Gröf í Laxárdal. Að Gröf mæta til leiks best dæmdu lambhrútar úr norðurhluta Dala- sýslu og hrútadómarar verða mætt- ir frá Ráðgjafarmiðstöð landbún- aðarins. Um kvöldið verður síð- an hin geysivinsæla sviðaveisla með hagyrðingum og dansleik á Laug- um. Í boði verður fjölbreytt sviða- hlaðborð. Hagyrðingakvöld verð- ur ásamt sviðaveislunni. Þar mæta hagyrðingarnir Kristján Ragnars- son Reykjavík, Jóhannes Haukur Hauksson Dalamaður, Ásmund- ur Óskar Einarsson Húnvetning- ur, Helgi Björnsson Borgfirðing- ur og Helgi Zimsen Reykvíking- ur. Stjórnandi verður Gísli Einars- son. Einnig mætir Jóhannes Krist- jánsson eftirherma. Á dansleiknum á eftir sjá svo þau Þórunn og Halli af Vestfjörðum um að halda uppi stuðinu. Í tengslum við sviðaveisl- una á Laugum verður hótelið opið og býður gistingu með morgunmat á tilboðsverði. Fjölbreytt dagskrá á laugardag Dagskráin á laugardag byrjar með Opna UDN hrútamótinu í innan- hússknattspyrnu. Klukkan tíu hefst síðan lambhrútasýning og opin fjárhús að Harrastöðum í Miðdöl- um. Þar mæta til sýnis og dóms best dæmdu lambhrútar úr suður- hluta Dalasýslu. Í reiðhöllinni hefst síðan eftir hádegið meistaramót Ís- lands í rúningi. Þá verður einnig á dagskránni ullarvinnsla, þar sem konur úr héraði verða með sýningu á ullarvinnslu og hægt verður að taka í rokk og kamba. Í framhald- inu verður svo hönnunarsamkeppni FSD og Ístex. Í ár snýst keppn- in um að hanna og framleiða eitt- hvað um háls og herðar úr íslenskri ull. Einnig verður þennan dag boð- ið upp á vélasýningu, þar sem fyr- irtæki sýna helstu og nýjustu tæki og tól sem viðkoma landbúnaðar- störfum. Markaður verður á svæð- inu og einnig barnadagskrá þar sem félagar úr reiðhallarfélaginu Nes odda munu verða með afþrey- ingu fyrir börn. Félagar úr Félagi ungra bænda á Vesturlandi og Vest- fjörðum verða með sprell og kven- félagið Þorgerður Egilsdóttir verð- Hausthátíðin í Dölunum um næstu helgi ur með veitingasölu. Kl.18:30 er síðan í Dalabúð grillveisla og verð- launaafhending. Þar munu kokk- ar frá Meistarafélagi kjötiðnaðar- manna grilla íslenskt lambakjöt. Opið verður hjá handverkshópnum Bolla um helgina, en hefðbundinni dagskrá haustfagnaðar lýkur síðan með stórdansleik í Dalabúð á laug- ardagskvöldið. Þar munu stuðbolt- arnir í Veðurguðunum sjá um að halda uppi fjörinu langt fram eft- ir nóttu. þá Lambhrútasýningar og opin fjárhús eru fastur liður á hausthátíðinni í Döl- unum. Ljósm. bae.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.